Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 10

Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 37 milljón króna styrkur frá Bandaríkjunum til íslenskra krabbameinsrannsokna Morgunblaðið/Ásdís ÞÆR standa að rannsókninni: Laufey Tryggradóttir faraldsfræðingur, dr. Helga M. Ögmundsdóttir yfirlæknir og dr. Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur. Samspil erfða og umhverfis í tílurð sjúkdóms Hópur vísindamanna hjá Krabbameinsfélagi íslands er nú að hefja umfangsmikla rannsókn á brjóstakrabba- meini. Verkefnið mun taka næstu fjögur árin og er fjármagnað með 37 milljóna króna bandarískum rann- sóknastyrk. Margrét Sveinbjömsdóttir heimsótti hópinn í Skógarhlíðinni og fræddist um rannsóknina. HJÁ Krabbameinsfélagi íslands er hafín vinna við rannsókn sem ætlað er að auka skilning á áhættuþáttum btjóstakrabbameins og hugs- anlegum tengslum áhættuþáttanna við stökk- breytingar í erfðaefninu. Rannsóknin er styrkt af rannsóknasjóði bandaríska hersins og er styrkupphæðin um 550.000 dollarar eða tæpar 37 milljónir íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að féð dugi fyrir tækjabúnaði, launa- og efnis- kostnaði vegna rannsóknarinnar næstu fjögur árin. Rannsóknin nefnist „Tengsl áhættuþátta við p53 stökkbreytingar og bijóstakrabba- meinsgenin BRCAl og BRCA2“. í henni er tvinnað saman sameindaerfðafræðilegri grein- ingu og faraldsfræðirannsóknum. Dr. Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur stýrir sameinda- erfðafræðilegum hluta rannsóknarinnar en faraldsfræðilega hlutanum er stýrt af Lau- feyju Tryggvadóttur faraldsfræðingi. Sam- eindaerfðafræðileg vinna verður unnin á Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sam- einda- og frumulíffræði, sem dr. Helga M. Ögmundsdóttir yfírlæknir veitir forstöðu. Pró- fessor Hrafn Tulinius, yfirlæknir Krabba- meinsskrár, verður ráðgefandi í faraldsfræði- lega hlutanum. Auk þeirra kemur fjöldi vís- indamanna innan jafnt sem utan Krabba- meinsfélagsins að rannsókninni. „Verndari erfðaefnisins" Tilgangur rannsóknarinnar er tvíþættur. Annars vegar er ætlunin að kanna tengsl áhættuþátta brjóstakrabbameins við breyting- ar í geninu p53, sem koma fyrir í hluta bijóstakrabbameinsæxla. Genið p53 gegnir mikilvægu hlutverki við stjómun á frumufjölg- un og hefur verið nefnt „vemdari erfðaefnis- ins“ en við eðlilegar aðstæður sér það um að eyða skemmdum framum. Sé genið hins vegar gallað eða ef það vantar er voðinn vís. P53 hefur verið mjög í sviðsljósi rannsókna að undanfömu og m.a. má finna um það langa og ítarlega grein í nýlegu hefti tímaritsins Newsweek. Stökkbreytingar í þessu geni eru algengustu breytingar sem finnast í krabba- meinsæxlum og í ljós hafa komið tengsl milli slíkra breytinga og lífshorfa sjúklinga. Mögu- legir áhættuþættir bijóstakrabbameins sem kannaðir verða eru barnafjöldi, aldur við fæð- ingu fyrsta bams, aldur við upphaf blæðinga, bijóstagjöf, notkun getnaðarvarnapillu og tíðahvarfahormóna, jónandi geislun, reyking- ar, kólesteról, hæð og þyngd. Ljósi varpað á feril sjúkdómsins í manneskjunni Hins vegar stendur til að athuga hvort ein- hveijir hinna nefndu áhættuþátta geti haft áhrif á það hvort sjúkdómurinn kemur fram hjá þeim sem hafa ættlæga tilhneigingu til að fá bijóstakrabbamein, t.d. vegna stökk- breytingar í bijóstakrabbameinsgenunum BRCAl og BRCA2. í ljós hefur komið að stökkbreytingar í þessum genum auka mjög líkur á bijóstakrabbameini en ekki er vitað hvort ákveðnir áhættuþættir magni eða dragi úr þeim áhrifum. Þetta atriði hefur lítið sem ekkert verið verið rannsakað áður, að sögn Laufeyjar. „Með því að skoða svona áhættuþætti sam- an og áhrif þeirra hvers á annan, getum við varpað ljósi á feril sjúkdómsins í manneskj- unni. Það getur opnað leiðir til skilnings á verkun áhættuþátta og þar með mögulega líka til þess að koma í veg fyrir sjúkdóminn," seg- ir Hrafn. „Og fyrr en við höfum þessar upplýs- ingar er erfitt að tala um ráðgjöf, jafnvel þó að við vitum um ættlæga áhættu. Svo lengi sem við vitum ekki hvað hefur áhrif á hana til eða frá komumst við lítið lengra með skyn- samlega ráðgjöf," segir Helga. Viðurkenning fyrir íslenskar rannsóknir Einhveijum kann að koma það spánskt fyr- ir sjónir að bandaríski herinn styrki rannsókn- ir á bijóstakrabbameini. Skýringin er sú að fyrir nokkrum árum þrýsti hreyfing kvenna í Bandaríkjunum á stjórnvöld þar í landi um að taka á því alvarlega vandamáli sem bijósta- krabbamein var orðið, með því að leggja fram fé til rannsókna. Áhrifamikil í þessari kvenna- hreyfingu voru samtökin Reach to Recovery, en þau eru af sama toga spunnin og íslensku samtökin Samhjálp kvenna sem greinast með bijóstakrabbamein. Þrýstingur kvennanna leiddi til þess árið 1993 að ákveðið var að styrkja rannsóknir á bijóstakrabbameini með fjárframlögum frá bandaríska hernum, sem um þessar mundir var aflögufær vegna lækk- unar á útgjöldum til hermála. Umsækjendur um styrki úr rannsóknasjóðn- um vora að þessu sinni um fjögur þúsund og innan við tíu prósent þeirra hlutu styrk. Þær stöllur Jórunn, Laufey og Helga era því að vonum ánægðar með sinn skerf og telja að í styrkveitingunni felist talsverð viðurkenning fyrir íslenskar rannsóknir, ekki síst í ljósi þess að rannsóknastyrkir af þessu tagi eru sjaldan veittir til útlanda. „Ástæðan fyrir því að við fáum þennan styrk er sú að Rannsóknastofa Krabbameins- félagsins hafði þegar getið sér gott orð og þar höfðu þegar farið fram ítarlegar rannsókn- ir á breytingum á geninu p53. Einnig era til sérstaklega góðar faraldsfræðilegar upplýs- ingar á Islandi, þannig að hér er kjörland fyrir svona rannsóknir,“ segir Laufey. Algerrar nafnleyndar gætt Rannsóknin hófst með því að skilgreina rannsóknahóp. Hann var fundinn í Heilsusögu- banka Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, sem hefur að geyma upplýsingar frá 95% ís: lenskra kvenna sem fæddar eru eftir 1930. í hópnum eru rúmlega 1.000 konur sem fengið hafa bijóstakrabbamein. Bankinn býr yfir upplýsingum um fæðingasögu þeirra, blæð- ingasögu, bijóstagjöf og fleiri þætti. í saman- burðarhópi til viðmiðunar við sjúklingahópinn eru um 2.000 heilbrigðar konur á sama aldri, sem svarað hafa sömu spurningum og rann- sóknahópurinn. Meðal þess sem verður athug- að er hvort áhættuþættimir dreifist á ólíkan hátt innan þessara tveggja hópa. Auk upplýs- inga úr Heilsusögubankanum er stuðst við gögn frá Hjartavemd, Heilsuvemdarstöðinni og úr berklaskrám frá Þjóðskjalasafninu. Mikil áhersla er lögð á að algerrar nafn- leyndar sé gætt við meðferð upplýsinga um sjúkdómssögu kvennanna. Þannig era allar kennitölur afmáðar og „platnúmer" gefin í staðinn, þannig að vísindafólkið veit ekki hvaða einstaklinga það er að vinna með. Eins og fyrr segir er gert ráð fyrir að rann- sóknin taki um fjögur ár. „Fyrsta hálfa árið fer í undirbúningsvinnu. Við höfum þegar skilgreint hópinn og nú þarf að lesa saman öll gögn og afmá einstaklingsauðkenni. Þá getum við hafist handa við gagnavinnslu en hún felst annars vegar í tölfræðilegri vinnu með upplýsingarnar og hins vegar í rann- sóknastofuvinnu, sem mun taka næstu þijú árin þar á eftir. Sú vinna felst í DNA-grein- ingu, litun á vefjasýnum og skoðun og grein- ingu á þessu öllu saman. Síðustu átta mánuð- imir fara svo í lokaúrvinnslu, tölfræðilega útreikninga og endanlegt mat á því hvemig áhættuþættimir skila sér í rannsóknahópnum og samanburðarhópnum," segir Helga. Svo margt sem enn er ekki vitað Ein af eilífðarspurningunum í rannsóknum á krabbameini og öðram sjúkdómum er sam- spil erfða og umhverfis. Jórann segir að þetta hafi lítið verið skoðað í samhengi en þetta samspil sé einmitt aðalinntak verkefnisins. „Það er enn svo margt sem við vitum ekki um krabbamein. En þessi rannsókn gæti opn- að okkur nýja sýn,“ segir Hrafn og bætir við: „Þær upplýsingar eru kannski handan við þetta fjögurra ára hom.“ Fasteignasalan Ék^KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEGUR 14 FAX 5543307 |f ® 564 1400 NÝJAR EIGNIR Á SKRÁ FURUGRUND - 2JA. Sériegafal- leg 56 fm Ib. á 3ju hsBð í góðu fjölb. Paket, góðar innrétt. Ákv. sala. V. 5,5 m. FURUGRUND - 3JA - LÆKK- AÐ VERÐ. Gullfalleg 67 fm íbóð á 2. hæð. Parket. Áhv. byggsj. 3,4 m. V. 5,9 m. ESPIGERÐI4-5 HERB. Séri. falleg 110 fm íbúð á 8. hæð í eftirsóttu fjölbýli. Glæsil. útsýni. Stórar stofur. V. 10,6 m. KÁRSNESBRAUT - 5 HERB. OG BÍSLKÚR. Glæsileg ca. 170 fm ib. á 2. hæð í nýlegu þríb. með innb. 32 fm bílsk. Vandaðar innrétt. Parket og flís- ar. Áhv. bsj. 1,7 m. V. 11,2 m. GRÆNAMÝRI - SELTJNES. Glæsileg ný 112 fm efri sérhæð sem af- hendist fullb. án gólfefna. Áhv. 2,5 m af 25 ára láni. V. 10,6 m. TÓMASARHAGI - SÉRHÆÐ. Virðuleg og rúmgóð 126 fm efri sérhæð m.m. 3 stofur og 3 svherb. Áhv. 5,5 m. V. 113 m. BJARNHÓLASTÍGUR - EINB. Sérl. fallegt og vel við haldið 152 fm tví- lyft timburhús ásamt 49 fm steyptum bíl- skúr. 6 svefnherb. Frábær staðsetn. v. lokaöa götu. V. 11,9 m. Sjálfkjörið í stjóm VR FRAMBOÐ stjómar og trúnaðar- mannaráðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur var sjálflg'örið til áfram- haldandi setu á mánudag, því engin mótframboð bárast. Einn stjórnar- manna, Sólrún Héðinsdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og tók Rann- veig Sigurðardóttir sæti hennar. Framboðsfrestur var auglýstur í blöðum á föstudag en rann út á há- degi á mánudag. Magnús L. Sveins- son, núverandi ogfyrrverandi formað- ur félagsins, segir að fyrirvarinn sé sá sami og verið hafi undanfarin ár. „Það er auðvitað matsatriði hvað framboðsfrestur eigi að vera langur en félagsmennimir vita að kosið er á hveiju ári og ekki hefur verið kvart- að yfir því hingað til að hann væri stuttur. Menn hlaupa hvort eð er ekki til þess á örfáum dögum að bjóða fram, aðdragandinn er yfirieitt mun lengri," sagði Magnús L. Sveinsson. rrn 4 •« rn rrn 10711 lárusþ.valoimarsson,framkvæmdastjóri Uul I lulruu/. I u/U JÓHANNÞORBflRSDN,HRL.LÖG9ILTURFASTIIENASflLI. Eitt af vinsælu litlu einbýlishúsunum: Einbýlishús — skipti — jörð Á vinsælum stað í gamla austurbænum lítið járnklætt timburhús á steinkjallara. Langtimalán 4 millj. Skipti æskileg á kvótalausri jörð, helst á Vestfjörðum, Vesturlandi eða Norðurlandi vestra. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Góðar eignir óskast í austurborginní. Fjársterkir kaupendur. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Hafnasamlag Suðurnesja stofnað HAFNASAMLAG Suðumesja var formlega stofnað síðastliðinn mánu- dag. Aðild að hafnasamlaginu eiga Gerðahreppur, Vatnsleysustrandar- hreppur og Reykjanesbær, og innan þess eru sjö hafnarsvæði. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, segir að helsta markmiðið með hafnasamlaginu sé hagræðing. Ein yfirstjóm verður yfir höfnunum sjö. Hugmyndir eru uppi um stór verkefni á sviði hafnarmannvirkja- gerðar, þ.e. höfn fyrir hugsanlega magnesíumverksmiðju á Réykjanesi og höfn í Helguvík vegna hugsan- legrar álverksmiðju í Keilisnesi. Ellert segir að með þessari sam- einingu hafna náist aukin hag- kvæmni í rekstri. Stöðugildum við höfnina Keflavík-Njarðvík, sem nú eru sex, mun ekki fjölga fyrr en með aukinni umferð um hafnimar. Engar uppsagnir verða þó í tengsl- um við stofnun samlagsins. Á framkvæmdaáætlun þessa árs er fyrirhugað að gera við og endur- bæta gijótvamargarðinn í Vogum. Á næsta ári verður síðan haldið áfram með gijótvöm utan á löndun- arkantinn í Garði, ásamt lögnum og lýsingu. í Keflavíkurhöfn verða lagð- ar lagnir, lýsing og þelqa innan við nýja gijótvamargarðinn ásamt end- urbótum á stigum í öllum höfnunum. „Þetta leiðir til spamaðar í rekstri. Strandlengjan nær frá Reykjanesvita að Osabotnum ann- ars vegar og hins vegar frá Garð- skagavita inn að landamerkjum Vatnsleysustrandarhrepps við Hafnaifyörð. Hafnirnar eru sjö og verða undir einni stjóm. Við vildum sameina kraftana. Þar kemur til hagræðing í starfsmannahaldi og menn telja að þetta leiði af sér hagkvæmni. Á þessari strandlengju eru uppi hugmyndir um mestu hafn- argerð á íslandi, annars vegar höfn á Keilisnesi fyrir álver og hins veg- ar Sandhöfn fyrir magnesíumverk- smiðju á Reykjanesi," sagði Ellert Eiríksson. I I ) i i i I i \-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.