Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 12

Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Engelhart Björnsson komst í hann krappan á Skeiðarársandi „Yfírborðið brotn- aði undan mér“ Hagfræðingur ASÍ um ólíka launaþróun Stjórnvöld hafa fylgt annarri launastefnu Minna kostnaðaraðhald hjá stjórnendum í opinberum rekstri, segir framkvæmdastjóri VSI „YFIRBORÐIÐ brotnaði undan mér, svo ég fór á bólakaf," segfir Engelhart Björnsson bifvélavirki úr Mosfellssveit, sem varð fyrir því óláni að falla í djúpan pytt í skoðunarferð á Skeiðarársandi á laugardag og bijóta fingur. Engelhart var í átta manna skoðunarferð á sandinum og seg- ist hafa verið að ganga um 3-4 metra bil milii tveggja hárra jaka þegar yfirborðið brotnaði undan honum. Hann hafi verið búinn að ganga um víða og allt hafi virst með felldu. „Alveg við jakann var yfirborðið hins vegar bara þunn- ur klaki og pollur undir. Ég gat ekkert varast það og gekk því út á ísinn sem brotnaði undan mér svo ég fór á bólakaf," segir hann. Engelhart segist ekki gera sér grein fyrir því hvað hann hafi verið lengi í pyttinum, sem var fullur af vatni og enga fyrirstöðu að finna nema ís á aðra hönd. „Hinum megin við mig virtist vatnið vera eitthvað dýpra en ég var nú ekkert að athuga það sér- staklega,“ bætir hann við. Hann þurfti síðan að bijóta ís ofan af pyttinum til þess að ná landi þar sem voru steinar. Þar hafi hann náð taki og tekist að krafla sig upp. Aðspurður hvort samferða- mennirnir hafi ekki undrast skyndilegt hvarf hans segir Eng- elhart að þeir hafi verið á gangi inni á milli jakanna og honum hafi ekki unnist tími til þess að gera vart við sig. Vatnið ansi kalt „Mér brá auðvitað því vatnið var ansi kalt, sem eiginlega var það versta," segir hann jafn- framt. Engelhart segir að sér hafi ekki orðið meint af volkinu, að öðru leyti en því að bijóta fingur annarrar handar. Þegar upp úr pyttinum var komið gekk hann að bíl sínum, hafði fata- skipti og hélt skoðunarferðinni áfram. Morgunblaðið/Ásdís ENGELHART Björnsson bif- vélavirki varð fyrir því óláni á laugardag að detta í pytt á Skeiðarársandi, bijóta fingur og fara á bólakaf. Varúðarskilti sett upp við sandinn Lögreglan í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði hefur sett upp skilti við þjóðveg nr. 1 þar sem ferðamenn um Skeiðarársand eru varaðir við hættum sem kunna að leynast á sandinum vegna ótryggs íss. Eins og greint hefur verið frá féll maður í pytt við ísjak'a sl. laugardag. Sigurður Gunnars- son, sýslumaður í Vík, segir að annað sé ekki hægt að gera í stöðunni nú, þetta sé víðfeðmt svæði og ekki hægt að vakta það sérstaklega. Höfða verði til skyn- semi ferðalanga í þessum efnum og treysta á dómgreind þeirra sem um svæðið fara. Sigurður telur jafnframt að það hafi kom- ið rækilega fram í fjölmiðlum að menn skyldu fara um svæðið með gát. GYLFI Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, segir þá staðreynd, að dregið hafi í sundur milli launa ASÍ-fólks annars vegar og opinberra starfs- manna og bankamanna hins vegar, samkvæmt þróun launavísitölunnar, sýna að stjórnvöld hafi fylgt annarri launastefnu en fylgt hafi verið á al- menna vinnumarkaðinum. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir ástæðuna minna kostnað- araðhald hjá stjórnendum í opinber- um rekstri. Gylfí Arnbjörnsson segir áhöld um það hversu lengi aðilar almenna vinnumarkaðarins eigi að axla ábyrgð á ákveðinni launastefnu ef stjómvöld sjái sig ekki knúin til að fylgja henni. Hann minnir á að við endurskoðun kjarasamninganna í nóvember 1995 hafi munur á launa- TVEIR drengir léku klifurlistir sínar á leiksvæði Vesturbæjar- skóla á föstudag þegar ljósmynd- þróun á almenna vinnumarkaðnum annars vegar og hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum hins vegar verið tekinn upp í viðræð- um við viðsemjendur. Þá hafi niður- staðan orðið sú að brúa hluta mis- munarins með hækkun desember- uppbótar. Nú liggi fyrir að þrátt fyr- ir þetta hafi bilið á milli hópanna ekkert minnkað. Bíða og láta fjármálaráðherra móta launastefnuna Aðspurður um áhrif þessarar þró- unar á yfirstandandi kjaraviðræður, segir Gylfi að þær raddir hafí heyrst innan raða Alþýðusambandsins hvort ekki væri skynsamlegast að bíða og láta fjármálaráðherra um að móta launastefnuna. „Þessi munur kemur fram á síðari ari Morgunblaðsins gægðist gegnum grindverk með linsu sinni og smellti af. hluta ársins 1991,“ segir Gylfi. „Það er greinilegt að frá þeim tíma er um uppsafnaðan mun að ræða, sem nem- ur rúmlega sjö prósentum. Þar af kemur um það bil helmingurinn fram á síðasta samningstímabili, þannig að munurinn hefur heldur aukist. Það eru hinir almennu kjarasamningar sem hafa mótað verðlagsþróunina og því hefur sá hópur, sem hefur borið minna úr býtum, þurft að axla ábyrgðina á að viðhalda svokölluðum stöðugleika. Umframhækkunin hjá opinberum starfsmönnum og banka- mönnum er i raun hreinn kaupmátt- armunur upp á 7,2% á tímabilinu sem liðið er frá 1991,“ segir Gylfi. Hann bendir á að þessa dagana séu uppi hugmyndir um það mark- mið að kaupmáttur vaxi um 3-5% á ári því sé ljóst að það tæki tvö ár að jafna þennan mun á milli almenna markaðarins og opinberra starfs- manna að því gefnu að hinir síðar- nefndu hækkuðu ekkert. Einkavæðing opinberrar starfsemi eina ráðið Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, segir ástæðu ólíkrar launaþróunar hjá opinberum starfs- mönnum og bankamönnum og laun- þegum á almennum markaði fyrst og fremst þá að ríki, sveitarfélög og bankar séu hvert að sínu leyti á ein- okunarmarkaði. „Kostnaðaraðhald að stjórnendum í opinberum rekstri er sýnilega minna en hjá fyrirtækjum í samkeppni á hörðum markaði. A þetta höfum við þráfaldlega bent og kallað eftir breytingum. Við þessu er auðvitað ekki nema eitt ráð, að einkavæða eins stóran hluta af opinberri starf- semi og koma undir aga samkeppn- innar. Launavísitaian sýnir auðvitað agaleysi, sem menn geta ekki leyft sér nema þeir hafi skattheimtuvaldið sín megin," segir Þórarinn. Morgunblaðið/Ásdís Gjugg í borg! Rafiðnaðarsambandið vili að SR-mjöl segi upp rekstrarstjóra sínum Krafan sett fram í krafti hlutafjár RAFIÐNAÐARSAMBAND íslands hefur krafíst þess að fulltrúi Lífeyr- issjóðs rafiðnaðarmanna í stjórn SR-mjöls leggi fram á næsta stjórn- arfundi kröfu um að Þórði Jóns- syni, rekstrarstjóra fyrirtækisins, verði sagt upp störfum. Guðmundur Gunnarsson, formaður RÍS, segir Þórð bera ábyrgð á brotum SR- mjöls á kjarasamningi rafiðnaðar- manna við byggingu loðnuverk- smiðjunnar í Helguvík. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að ef SR-mjöl „snúi sér til betri vegar“ fyrir næsta stjórnarfund kunni krafan að verða endurskoðuð. Meðal stærri hluthafa Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna er í hópi stærri hluthafa í SR- mjöli, á 5-7% hlut í fyrirtækinu, og Þorsteinn Húnbogason, fram- kvæmdastjóri sjóðsins á sæti í stjórninni. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns RÍS, er Þorsteinn starfsmaður félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins og því sjálfgefið að hann verði við þessari kröfu þess. Aðspurður um ástæður kröfunn- ar sagði Guðmundur að Þórður Jónsson hefði staðið að því að þver- brjóta kjarasamning við Rafiðnað- arsambandið, með því að kreljast þess að fyrir vinnu við raflagnir í nýbygginguna í Helguvík yrði greitt tímakaup en ekki samkvæmt upp- mælingu. Þórður hafi lýst því yfir sjálfur að hann hafi brotið gegn þessum samningi áður og vilji gera það áfram. „SR-mjöl er fyrirtæki sem við höfum aðgang að vegna þess að við eigum hlut í því og það er full- komlega óþolandi fyrir okkur að vera einn af hluthöfum í fyrirtæki sem gengur fram í því markvisst að bijóta kjarasamninga á okkar félagsmönnum," sagði Guðmundur Gunnarsson. Guðmundur sagði að Þórður rekstrarstjóri hefði tekið einhliða ákvörðun um samnings- brotin samkvæmt sínum skilningi og þess vegna væri krafist brott- rekstrar hans en ekki æðstu stjórn- enda SR-mjöls. Hann sagði að sam- bandið mundi líka beita þeim áhrif- um sem hlutafjáreignin veitir til þess að fá stjórnendur þess til að koma til móts við skilning á kjara- samningnum. Eignaraðild og starfsmannastefna „Ef starfsmaður vinnur mark- visst að því að bijóta kjarasamning, hljótum við að gera athugasemdir og af því að við erum eigendur að viðkomandi fyrirtæki sættum við okkur ekki við að fyrirtækið hafi í þjónustu sinni menn sem vinna markvisst gegn hagsmunum okkar og bijóta kjarasamninga. Mér fynd- ist óeðlilegt að við værum að skipta okkur af starfsmennastefnu fyrir- tækis, sem við ættum ekkert í, en þarna er fyrirtæki sem við eigum hlut í og á þeim forsendum teljum við okkur geta haft þessa skoðun,“ sagði Guðmundur og sagði að þetta væri viðtekin venja í bandarískum fyrirtækjum þar sem lífeyrissjóðir stéttarfélaganna eiga sífellt vax- andi hlut í fyrirtækjum. „Fyrirtækin þar verða að taka tillit til sjónarmiða eigendanna og þannig verður það í vaxandi mæli hér á komandi árum. Þar sem laun- þegar eiga stóran hlut í fyrirtækjum munu þeir vitanlega gera kröfu um starfsmannastefnu þeirra fyrir- tækja sem þeir eiga sjálfír." Hann sagði að Rafiðnaðarsam- bandið fjárfesti ekki markvisst í fyrirtækjum sem veita félagsmönn- um atvinnu en hins vegar væri það stefna sambandsins að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Fáránlegt mál „Mér fínnst þetta alveg fáránlegt mál,“ sagði Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls þegar Morgun- blaðið leitaði viðbragða hans við kröfu Rafiðnaðarsambands íslands. „í fyrsta lagi varðar þessi deila sem þarna er verið að búa til og upp er komin I Helguvík okkur ekki beint; þama er um að ræða deilu verktaka og rafiðnaðarmanna, sem eru ekki starfsmenn SR-mjöls. Við verðum sjálfsagt með rafvirkja þeg- ar verksmiðjan fer í gang en ekki núna. Almennt séð tel ég það svo út í hött að verkalýðsleiðtogar skuli með einhverri valdbeitingu reyna að koma mönnum frá störfum í fyrirtækjum. Svo eru þessir menn allir búnir að vera að vinna þarna í fleiri mánuði þegar það kemur allt í einu upp núna að þeir eigi að fá greitt í ákvæðisvinnu. Það er verið að vinna svipuð verkefni um allt land og ekki fá allir sem þau vinna greitt samkvæmt ákvæðis- taxta,“ sagði Jón Reynir. Hann kvaðst þar vera að vísa til þess að nýlega hefðu verið reistar loðnu- verksmiðjur í Neskaupstað, Vopna- firði, Akranesi og í Reykjavík. Jón Reynir sagði að næsti stjórn- arfundur í SR-mjöli hefði þegar verið ákveðinn í næstu viku vegna annarra mála. Ekki náðist í Þórð Jónsson í gær. Vékúr starfi vegna kunnings- skapar RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐ- UR fór í launað frí í síðustu viku, þar sem kunningi hans er einn hinna grunuðu í vodkasmyglmálinu, sem nú er til rannsóknar. Að sögn yfírlög- regluþjóns RLR tengist rannsóknar- lögreglumaðurinn málinu ekki á nokkurn hátt, en þar sem starfsfélag- ar hans eru að rannsaka meint brot kunningjans þótti eðlilegt að hann viki úr starfi á meðan. Hörður Jóhannesson, yfírlögreglu- þjónn hjá RLR, sagði að þegar málið kom upp hefðu menn vitað af kunn- ingsskap rannsóknarlögreglumanns- ins og hins grunaða. „Þremur dögum eftir að rannsókn málsins hófst var ákveðið að rannsóknarlögreglumað- urinn færi í orlof. Þar býr ekkert að baki annað en að slík málsmeðferð þykir eðlileg og það er ekki flugufót- ur fyrir einhveijum orðrómi um að rannsóknarlögreglumaðurinn tengist meintu smygli á nokkurn hátt.“ Þrír menn sitja enn í gæsluvarð- haldi vegna málsins, þar af einn toll- vörður. Gæsluvarðhald þeirra rennur út um og eftir næstu helgi. Tveimur mönnum, sem grunaðir voru um dreifingu smyglvarningsins, hefur verið sleppt úr haldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.