Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sænsk skýrsla um Svía og þýskt nasistagull á stríðsárunum Vissu hvaðan gullið kom Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA stjórnin tók við gullgreiðslum frá Þýskalandi í stríðinu, þótt hún vissi að gullið kæmi frá herteknum löndum og gyðingum. Þetta var tilkynnt í Stokkhólmi í gær, er kynnt var skýrsla um efnið, unnin að tilhlutan Dagens Nyheter og sænska útvarpsins. Göran Persson forsætisráðherra lýsti því strax yfir að einskis yrði látið ófreistað til að komast til botns í mál- inu og skila gullinu aftur til réttra eigenda, ef hægt væri. Svíar voru hlutlausir, rétt eins og Sviss, þar sem miklar fúlgur frá gyðingum eru álitnar liggja í bönkum. Svissneska stjórnin hef- ur þótt ærið sein að gefa upplýsingar og í Sví- þjóð hefur verið bent á viðbrögð hennar sem víti til varnaðar. Svíar áttu margs konar viðskipti við Þjóðveija í stríðinu. Sænska stjórnin leyfði þýskum herjum meðai annars að fara yfir sænskt land til og frá Noregi og átti viðskipti við stjórn nasista, sem meðal annars keypti sænskt járn. Þjóðveijar greiddu fyrir vörur í gulli. Sá kvittur kom upp að gullið væri „smitað“, eins og það var kallað og átt við að það væri illa fengið. Bankastjóri sænska seðlabankans spurðist þá fyrir um það bak við tjöldin hjá sænsku stjórninni, hvort bank- inn ætti samt sem áður að taka við gullinu. Fékk hann það svar að bankinn skyldi taka við gullinu eins og áður og hvatti stjórnin bankann til að spyija ekki nánar út í uppruna gullsins. Þegar kom fram á 1944 vöruðu Bandamenn hlutlausar þjóðir við að taka við þýska gullinu, þar sem það væri illa fengið, en sænska stjórnin lét sig þá viðvörun engu varða. Um er að ræða 24,5 tonn af gulli og er talið að 20 tonn séu „smitað“ gull. Sænska stjórnin hefur áður skilað sjö tonnum til Hollendinga og sex til Belga, svo eftir eru sjö tonn. Bankinn hefur þó í tímans rás stundað viðskipti með gullið, svo forðinn er ekki óskertur. Uppruninn er ekki alltaf ótvíræður, þar sem vitað er að Þjóðveijar settu falsaða stimpla frá því fyrir stríð á hluta af illa fengnu gulli sínu. Sænski seðlabankinn tilkynnti strax í gær að skipuð yrði nefnd til að kanna uppruna gullsins og hvert bæri að skila því, sem Þjóðveijar hefðu tekið hernámi eða frá gyðingum. Það gull sem ekki er hægt að skila til eigenda verður væntan- lega látið renna í sjóð. Strax heyrðust þó þær raddit- að Svíar yrðu að gera eins og Svisslending- ar og skipa óháða nefnd sérfræðinga og fulltrúa bandaríska þingsins og breyta lögum svo rann- sóknin næði einnig til einkabanka og koma í veg fyrir að skjöl yrðu eyðilögð. Einnig væri brýnt að sænska stjórnin brygðist betur við en sú sviss- neska, sem hefur þótt treg í taumi til rannsókna. RISABREIÐÞOTA Evrópsku flugvélaverk- smiðjurnar Airbus kváðust í gær bjartsýnar á að þörf yrði fyrir risaþotuna A3XX sem verið er að hanna og ætlað er að bera 555 farþega Boeing-verksmiðjumar tilkynntu í fyrradag, að þær hefðu hætt við smfði 550 farþega risaþotunnar 747-X þar sem markaður væri ekki fyrir hana. I staðinn verða smfðuð ný afbrigði af 767- og 777-þotunum sem eru tveggja hreyfla Stærsta farþegaþotan i notkun er 747-400 sem flutt getur 420 farþega. Að neðan má sjá stærðarhlutföll breiðþotnanna Reuter Breytingar á sænsku sljórninni Norður-írland Banda- menn skæruliða varaðir við Belfast. Reuter. BRESKA stjórnin varaði við því í gær að fulltrúum tveggja flokka norður-írskra sambandssinna kynni að verða vikið úr friðarvið- ræðunum á Norður-írlandi vegna tengsla þeirra við skæruliða, sem grunaðir eru um sprengjutilræði í vikunni sem leið. Mikil spenna Mikil spenna er nú á Norður- írlandi vegna sprengjutilræða írska lýðveldishersins (IRA) og hefndaraðgerða skæruliðahreyf- inga sambandssinna. Lögreglu- stjóri Norður-írlands sagði að grunur léki á að skæruliðarnir hefðu staðið fyrir tveimur sprengjuárásum á kaþólikka í vik- unni sem leið þótt þeir hefðu ekki lýst því yfir að vopnahléi þeirra frá_ október 1994 væri lokið. I yfirlýsingu frá bresku stjórn- inni sagði að á fundi á mánudag gæfist tækifæri til að ræða hugs- anlegar tillögur um að flokkunum tveimur yrði meinað að taka þátt í viðræðunum. GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti í gær um breyt- ingar á ríkisstjórn sinni. Ráðherra- skiptin verða 1. febrúar nk. Thage G. Peterson, sem hefur gegnt embætti varnarmálaráð- herra, verður ráðherra í forsætis- ráðuneytinu. Björn von Sydow tek- ur við af honum sem varnarmála- ráðherra en hann var viðskiptaráð- herra. Við því embætti tekur Leif Pagrotsky, sem var ráðherra í for- sætisráðuneytinu. Hann verður eft- ir sem áður ábyrgur fyrir málum er varða vopnaútflutning. Persson sagði Peterson hafa ósk- að eftir því að láta af embætti varn- armálaráðherra þegar varnarsamn- ingurinn hefði verið samþykktur á þingi. Nú væri orðið við þeirri ósk en að forsætisráðherra vildi þó ekki missa Peterson úr ríkisstjórninni, sökum reynslu hans, og því hefði hann fallist á að verða ráðherra í forsætisráðuneytinu, Persson til aðstoðar. Spilakassar gerðir útlægir úr Svíþjóð Kaupmannahöfn. Morgunblaðid. Hertar reglur um spilakassa gengu nýlega í gildi í Svíþjóð. Þar með hefur endanlega verið tekið fyrir rekstur spilakassa, sem hægt er að græða peninga í að sögn Lars Lundholm yfirlögfræðings hjá „Ix>tteriinspekt.ionen“ í Svíþjóð. Ástæðan fyrir banninu er að það er almenn skoðun stjórnmálamanna að spilakassamir séu iðulega undir- rót margvíslegra vandræða, auk þess sem það þykir siðferðilega óveijandi að hagnaður af slíkum rekstri renni í vasa einkaaðila, and- stætt því sem gerist með rekstri lottós og sambærilegra spila. Spilakassar sem hægt er að græða pening i hafa verið bannað- ir í Svíþjóð síðan 1978 og náði bannið þá meðal annars til kassa, sem gefa vinning ef upp koma þrjár eins myndir, þegar peningi er kastað í kassann. A þeim tíma voru lögin gegn kössunum orðuð á þann veg að bannað væri að reka spilakassa, þar sem spilarinn gæti unnið pening úr kassanum. Þeir sem bjuggu til kassana létu þá koma krók á móti bragði og gerðu kassana þannig úr garði að peningarnir streymdu ekki lengur úr kassanum við vinning, heldur taldi kassinn þá saman og spilarinn fékk vinninginn borgaðan úr pen- ingakassa þess sem rak staðinn. I samtali við Morgunblaðið sagði Lars Lundholm að þetta bragð hefði greinilega gengið á móti anda laganna, en látið var reyna á mál- ið fyrir dómstólum, sem dæmdi á þá vegu að kassarnir væru lögleg- ir. Þá var ekki um annað að ræða en að stjórnin og þingið beittu sér fyrir ótvíræðri lagasetningu gegn spilakössunum, þar sem eindreg- inn vilji væri gegn rekstri slíkra kassa. Börn og unglingar spiluðu bæði sál og fé frá sér og leiddust iðulega út í glæpi til að fjármagna spilamennskuna. Einnig spilaði gamalt fólk iðulega allt af sér í kössunum. Að sögn Lundholms er mikill munur á því að spiia í spilakössum annars vegar og lottói eða skyld- um spilum hins vegar. Þeirri spila- mennsku væri ekki hægt að ánetj- ast á sama hátt og spilakössunum, þar sem þúsund krónur íslenskar gætu fokið á einni til tveimur mínútum og ákafir spilarar yrðu auðveldlega helteknir af spilafíkn. Hagnaður spiiakassana rennur í vasa einkaðila og það væri ekki pólitískur vilji fyrir því að ein- staklingar gætu auðgast á fíkn annarra. Hagnaði af lottói væri hins vegar beint í ýmsar áttir, tii dæmis til líknarmála og íþróttafé- Iaga og gæti því víða komið til góða auk þess sem hið opinbera fylgdist nákvæmlega með þeim rekstri. Nú er ólöglegt að hafa hvers konar tegundir af spilakössum, sem skila peningavinningum og gerir lögreglan þá upptæka og eyðileggur, ef slíkir kassar finnast. Forsetaskál FLOKKADRÆTTIR voru lagðir til hliðar á mánudag þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti var settur inn í embætti öðru sinni. Dansleikir voru haldnir víða um Washington á mánudagskvöld. Hér sést Hillary Rodham Clinton forsetafrú skála við Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í þinghúsinu. Forsetinn stendur að baki konu sinni. í gær tók alvara lífsins við hjá forsetanum og fyrsti dagur annars kjörtímabils hans. AIRBUSA3XX-200 77,4 m 79,0 m 550 AIRBUS A340 63,7 m 60,3 m 295 BOEING 747-600X 85,0 m 77,0 m 550 BOEING 747-400 70,7 m 64,4 m 420 Sósíalistar íhuga kosning- ar í Belgrad Ölíklegt að stjórn- arandstaðan fall- ist á málamiðlun Belgrad. Reuter. SÓSÍALISTAFLOKKURINN í Serb- íu íhugar nú að freista þess að draga úr mótmælum stjórnarandstöðunnar með því að stjórna Belgrad í tvo mánuði og efna síðan til kosninga, að sögn heimildarmanna í innsta hring Slobodans Milosevic forseta. Þeir lögðu þó áherslu á að þetta væri aðeins einn af þeim möguleik- um, sem forystumenn flokksins veltu fyrir sér, og þeir viðurkenndu að mjög ólíklegt væri að stjórnarand- staðan sætti sig við þessa málamiðl- un. Fréttaskýrendur sögðu að for- ystumenn flokksins hefðu hingað til aðeins reynt að vinna tíma í von um að mótmæli stjórnarandstöðunnar koðnuðu niður en sú aðferð gengi ekki öllu lengur. Til átaka kom milli lögreglumanna og hóps stjórnarand- stæðinga í Belgrad í fyrrakvöld og sá atburður og fréttir um vaxandi ólgu í Kosovo-héraði benda til þess að Milosevic geti ekki lengur komið sér hjá því að leysa deiluna, að sögn sérfræðinga í stjórnmálum Serbíu. „Þetta rennir stoðum undir þá afstöðu okkar að sósíalistar eigi að hætta að sóa tíma okkar og fallast á þá lausn sem felst í tillögum eftir- litsmanna Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, sem hafa hvatt til þess að sósíalistar virði sigra stjórnarandstöðunnar," sagði vest- rænn stjórnarerindreki í Belgrad. Zajedno, bandalag serbneskra stjórnarandstöðuflokka, krefst þess að serbnesk yfírvöld hnekki ógild- ingu kosninga í 14 borgum og bæj- um í nóvember. Kjörstjórnir úrskurð- uðu fyrir viku að Zajedno hefði sigr- að i tveimur stærstu borgunum, Belgrad og Nis. Áfrýjun sósíalista í Nis var hafnað og Zajedno býr sig undir að ná völdum í borginni í næstu viku. Héraðsdómstóll í Belgrad frestaði því hins vegar að staðfesta niðurstöðu kjörstjórn- arinnar í höfuðborginni þar til hæsti- réttur Serbíu úrskurðar hvaða dóm- stóll eigi að fjalla um málið. Zajedno hyggst sniðganga kosningar Heimildarmenn úr röðum sósíal- ista sögðu í gær að forystumenn flokksins væru að íhuga þann mögu- leika að fá hæstarétt Serbíu til að hnekkja niðurstöðu kjörstjórnarinn- ar í Belgrad, mynda bráðabirgða- stjórn og efna síðan til kosninga eftir tvo mánuði. Óljóst var hvort þessari aðferð kynni að verða beitt í öðrum borgum sem deilt er um. Heimildarmennirnir töldu þó ör- uggt að Zajedno myndi hafna þess- ari málamiðlun. „Ég er mjög efins um að átökunum myndi linna þar sem bráðabirgðastjórn er engin end- anleg lausn,“ sagði einn þeirra. Hann taldi að Zajedno myndi ekki fallast á neina málamiðlun vegna hins mikla stuðnings sem bandalagið nýtur heima fyrir og erlendis. Samkvæmt serbneskum sveitar- stjórnalögum er hægt að mynda bráðabirgðastjórn í bæjarfélögunum ef stjórnir þeirra koma ekki saman innan tveggja mánaða eftir kosning- ar. Hins vegar verður að efna til kosninga tveimur mánuðum síðar. Zajedno hefur sagt að bandalagið myndi sniðganga slíkar kosningar og krefst þess að sósíalistar virði sigra þess í öllum bæjarfélögunum 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.