Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Gaman að leika við rottuna k f > I > ) I I „MIG langar til að verða kvikmynda- stjarna," segir Alex D. Linz, 8 ára, arftaki Macaulays Culkins í Home Alone myndunum en tökur standa nú yfir á mynd númer þrjú í ser- íunni, í Chicago. Drengurinn áttar sig kannski ekki á hvers hann er að óska sér því frægðin getur verið fallvölt eins og Culkin hefur mátt reyna. Eftir mikla velgengni sem bamastjama, sem gaf mikla peninga í aðra hönd, lenti hann í miðri rimmu foreldra sinna sem em skilin en deildu um hvort þeirra ætti að hafa yfirráð yfir ferli Culkins sem nú er orð- inn 16 ára gamall og hlutverk í kvik- myndum em orðin sjaldséð á hans borði. Alex er einkabarn frá Los Angel- es. Hann fékk áhuga á leiklist þegar hann var fimm ára og sá Hot Whe- els auglýsingu í sjónvarpinu og sagði: „Mig langar að gera svona og leika mér að dótinu líka.“ For- eldrar hans, Deborah Baltaxe, 35 ára lögfræðingur, og Dan Linz, 41 árs, sál- fræðiprófessor við há- skólann í Kalifomíu, fóru með strák til um- boðsmanns að því mæltu og fljótlega fékk hann vinnu við að leika í auglýsingum, þar á meðal í McDonald’s auglýsingu. Hann hefur einnig leikið í einni bíó- mynd, en hann lék á móti Michelle Pfeiffer og George Clooney í myndinni „One Fine Day“ sem nýlega var frumsýnd. „Hann er gæddur óvenjumiklum hæfileikum," segir leikstjóri mynd- arinnar, Michael Hoffman, um Alex. „Það skemmtilegasta við að leika í Home Alone 3 er það að fá að leika áhættuatriði sjálfur og fá að leika á móti Doris, rottunni minni,“ sagði Alex D. Linz. Whitney Houston missti fóstur SÖNGKONAN Whitney Houston. i I J [ I ► SÖNGKONAN geðþekka Whitney Houston átti ekki sjö dagana sæla yfir hátíðamar. Hún missti fóstur 19. desember þeg- ar hún var komin tíu vikur á leið. Þetta er í þriðja skipti sem hún missir fóstur. Hún á þriggja ára dóttur, Bibbi Kristina, með eigin- manni sínum, söngv- aranum Bobby Brown. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 43 SAMBtOm SAMBfMM .SMV/BIOiM = txnixnmxrxixrmmjiTiiJuiimJxrr. nuiiiiiiuiiiiixxxiiTxxmixixiixrrrx:*^-* tiiiiixiimixiiiiixiiixxiiiTiirmxm:»-j^-# rfTt 1111111 ii i ii 11111 rirriTiM n ... Kringlunni 4-6 sími 588 0800 - NETFANG: http://www.sambioin.com/ Sýndkl. 2.30,4.40,6.50,9 og 11.15. B.1.16 Hringjarinn í ROBIN WRIGHT MORGAN FREEMAN STOCKARD iCHANNINt FRUMSÝND Á FÖSTUDAG LAUSNARGJALDIÐ SPENNUMYND ÁRSINS ER KOMIN!!! ÞESSARI MÁTTU ALLS EKKI MISSA AF!! ÍIIXIDIGITAL Alec Baldwin (The Getaway, The Juror) er fyrrverandi lögreglumaður að rannsaka undarleg flugslys, morð og svik í undirheimum Louisiana. Eftir metsölubók James Lee Burke. Hin gullfallega Teri Hatcher (Louis og Clark), Kelly Lynch (Three of Hearts), Eric Roberts (Runaway Train) og Mary Stuart Masterson (Fried Green Tomatoes) fara á kostum. MÖGNUÐ SPENNUMYND!! FRUMSYND A FOSTUDAG Þau héldu að fjölskyldan sín væri sú eina sem væri i lagi...þangað til foreldrarnir upplýstu þau um skilnaðinn. Krakkarnir ætla að gera sitt besta til þess að halda foreldrunum saman og framundan er sprenghlægileg skemmtun fyrir foreldra jafnt sem börn .Jamie Lee Curtis (A Fish Called Wanda) og Kevin Pollak (Usual Suspects) leika foreldrana sem hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast! C I 4 4 4 : 4 4 4 4 d HELGA Thoroddsen forseti bæjarstjórnar, Gunnar Steinþórsson, Guðmar Þ. Pétursson og Rafn Árnason. Gunnar kjörinn íþróttamaður ársins GUNNAR Steinþórsson, sundmaður í Aftureldingu, var kjörinn íþróttamað- ur ársins 1996 í Mosfellsbæ um síðustu helgi en þetta var í fímmta sinn sem kjörið fer fram. í öðru sæti varð Rafn Árnason, ftjálsíþróttamaður í Aftureldingu, og í því þriðja, Guðmar Þór Pétursson, hestamaður úr hesta- mannafélaginu Herði. Gunnar Steinþórsson varð aldursflokkameistari í öllum greinum á aldurs- flokkameistaramóti íslands í sundi á síðasta ári og var kjörinn íþróttamað- ur Aftureldingar 1996. Aldrei vinsælli „ÉG HEF aldrei verið vinsælli," seg- ir Jack Lemmon í nýlegu viðtali og ekki er neinn bilbug á honum að finna, þrátt fyrir að hann sé orðinn 71 árs. „Ég hef ekki hugmynd um af hveiju þessar vinsældir stafa segir leikarinn sfungi. „Áður fyrr leið ár á milli hlutverka, en núna leik ég í þremur til íjórum kvikmyndum á ári.“ Lemmon fer með stór hlut- verk í tveimur kvikmyndum sem sýndar eru í kvikmyndahús- um vestra um þessar mundir, annarsvegar í „My Fellow Americ- ans“ og hinsvegar í kvikmynd Ken- neths Branagh eftir leikriti Sha- kespeares, Hamlet. Að sögn Lemmons var hlutverk Marcellusar í Hamlet sérlega krefj- andi. „Ég hafði aldrei áður leikið í verki eftir Shakespeare," segir hann. „Ég átti þess vegna í mestum erfíðleikum með að skilja hvað Marcellus var að fara. Sumum setningum botn- aði ég hreinlega ekkert í.“ Næsta kvik- mynd með Lemmon sem fyllir breiðtjaldið verður „Out to Sea“. Énn ein myndin með honum og Walt- er Matthau. Og Lemmon er hvergi banginn. „Faðir minn taldi að það væri tákn velgengni að setjast í helgan stein um sextugt. Ég verð meira ósammála honum með hveiju árinu sem líður.“ JACK Lemmoner síungur. Pitt og Palt- row trúlofuð ÞAÐ TELST til tíðinda í Hollywood þegar tvö af ung- stirnum hvíta tjaklsins tíl- kynna trúlofun sína. Það gerðu Brad Pitt og Gwyneth Paltrow gerðu á dögunum. Orðrómur um að fréttir þess efnis væru væntanleg hirfði gengið fjöllunum hærra í marga mánuði, en það var ekki fyrr en á aðfangadag að þær fengust staðfestar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær brúðkaupið fer fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.