Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR Um kvótaverð, hlutabréf og árásir á landsbyggðina MIKLAR umræður hafa orðið um kvótaverð og varnaðarorð Sighvats Björgvinssonar um að ekki sé viturlegt að meta verð- mæti fyrirtækja út frá upp- sprengdu verði á aflaheimildum. Þorsteinn Pálsson hefur kallað þessar aðvaranir grófa árás á atvinnulíf á landsbyggðinni og aðför að möguleikum sjávarút- vegsfyrirtækja til að byggja fjár- festingar sínar á hlutafjársölu. Orð Sighvats þykja mér þó í hæsta máta tímabær, ekki vegna þess að ég treysti mér til að full- yrða að tiltekin sjávarútvegsfyrir- tæki séu ofmetin, þótt ástæða sé til að skoða það mál af alvöru: Það virðist hugsanlegt að þorsk- kvótaverð upp á 600 krónur fyrir ótímabundinn kílókvóta standist ef 1) eignarhald á kvótum verður eilíft; 2) þorskkvótinn eykst fljót- lega upp fyrir 300 þúsund tonn; 3) ef menn geta haft a.m.k. 60 króna framlegð af hverju kvóta- kílói fyrstu árin, t.d. með leigu eða vegna þess að þeir eiga skip- ið og veiðarfærin fyrir og 4) ef miðað er við 10% ávöxtunarkröfu eða minna. Auk þess veltur verð- mæti fyrirtækja auðvitað á því hvort þau gera góð kaup í stjórn- endum. Helsti áþreifanlegi óvissuþátturinn í verðmati sjávar- útvegsfyrirtækja er engu að síður veruleg pólítísk óvissa um hvort lagt verður á veiðigjald. Ef til dæmis útgerðin fengi fimm ára fyrirvara og yrði síðan að láta ókeypis kvóta af hendi á átta árum, þá væri erfitt að réttlæta 600 krónur fyrir kvóta. Með fyrir- höfn er hægt að reikna sig upp í 450 krónur, en varlegra að miða við 250-300. Ef kaupendur hluta- bréfa byggja fjárfestingar sínar á hærra mati, þá taka þeir verulega áhættu og geta varla búist við sérstökum bótum þótt veiðigjald verði tekið upp. Það er því ekki Sighvatur Björgvinsson heldur þeir sem reyna að fela þessa pólit- ísku óvissu -sem sýna af sér ábyrgðarleysi, eins og ég hygg að eftirfarandi rök sýni enn frek- ar: 1) Líkur hafa verið leiddar að því að almenningur á íslandi muni stórtapa á því að afhenda útgerðarmönnum kvótann til eignar: Trúlega duga tekjur af kvótaleigu til að borga hveijum íslendingi um 70 þúsund skatt- fijálsar krónur á ári, en trúlega fá venjulegir Islendingar hvorki kaupauka né lægri skattabyrði né aðra búhnykki með því að að afhenda útgerðinni kvótana til -v varanlegrar eignar. 2) Ef kjósend- ur komast upp til hópa á þessa skoðun, má heita öruggt að eftir næstu kosningar verði tekin stefna á veiðigjald. Þá stoðar ekk- BÓKHALDSHUGBÚNADUR tyrir WIND0WS Einföld lausn á flóknum málum n KERFISÞRÓUN HF. ** Fákafeni 11 - Sími 568 8055 ert þótt Þorsteinn Pálsson og fleiri for- ystumenn Sjálfstæð- isflokksins harðneiti nú að láta kanna af- leiðingar þess að gefa útgerðinni kvótann. 3) Verðmæti sjávar- útvegsfyrirtækja sem nú eru á markaði er tvímælalaust mun meira ef þau fá kvót- ann endanlega gefins en ef þau verða bráð- lega að leigja kvóta á markaðsverði. 4) Samkvæmt því stað- reyndamati sem hér hefur verið lýst, þá eru þeir sem hvetja spari- fjáreigendur til að kaupa hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum án þess að taka tillit til stjórnmálaóviss- unnar, að búa til sannkallaða svikamyllu: Annað hvort verður lagt á veiðigjald og kaupendurnir tapa, ellegar þjóðin missir af þeim verðmætum sem ættu að réttu Óvissan um framtíð kvótakerfísins, segir Markús Möller, skaðar allan atvinnurekstur á íslandi. lagi að vera forskot íslendinga umfram aðrar þjóðir. Allir menn í bátana Þau hlutabréf sem Sighvatur ku hræða menn frá að kaupa eru varla til sölu vegna brennandi þarfar útgerðarinnar fyrir fjár- festingarfé. Botnfiskútgerðin er með alltof stóran flota, og loðna og síld hafa gefið svo vel af sér að á þeim bæjum eru ekki fjár- mögnunarerfiðleikar. Margt bendir til að framboðið komi frá útgerðarmönnum sem telja líkur á að veiðigjald verði tekið upp og vilja selja meðan verðmæti fyrir- tækjanna er mest. Kapteinarnir virðast sem sé vera á leið í bát- ana. Forstjóri Samheija gaf ann- að eins í skyn fyrir jól þegar hann var spurður um ástæðurnar fyrir væntanlegri hlutabréfasölu og sama svipmót er á Hrannarmönn- um og Miðnesingum sem renna eignum sínum inn í félög sem standa traustum fótum á hluta- bréfamarkaði. Það þarf engum að lá þótt hann reyni að vernda persónulega hagsmuni á löglegan hátt, enda eitt af helstu einkenn- um góðra fjármálamanna að halda fast um sitt. Kvótahöfum er hins vegar engin ástæða til að vorkenna þótt þeir sleppi ekki frá borði fyrr en óvissunni um kvóta- kerfið hefur verið eytt. Flestir hafa þeir efnast hratt á því að fara bærilega með kvótana sem þeir hafa haft ókeypis að léni. Nokkrir hafa reyndar efnast meira á fimmtán árum en dugleg- ustu atvinnurekendur þjóðarinnar hafa gert á heilli mannsævi. Með þeim aðlögunartíma sem væntan- lega yrði gefinn áður en veiði- gjald yrði lagt á af fullum þunga, ættu þeir trúlega færi á að koma eiginfjárstöðu fyrirtækja sinna upp í 100% af verðmæti skipa- stóls og fylgifjár, þannig að eigið fé sjávarútvegsins nálgaðist 100 milljarðana. Jafnvel þótt lagt verði á veiðigjald, hafa þeir feng- ið betri færi en út- gerðarmenn nutu fyr- ir daga kvótakerfisins og betri en nokkrir útgerðarmenn munu njóta í framtíðinni hvernig sem fer um veiðigjaldið. Það er nefnilega augljóst að útgerðir framtíðar- innar munu kaupa kvóta á markaðs- verði, hvort sem þær kaupa af ríki, þjóð eða öðrum útgerðum. Ekki má heldur gleyma að þótt þjóðin eða ríkið ákveði að selja útgerð- inni kvóta á markaðsverði, munu snjallir útgerðarmenn hagnast áfram en ekki fara á hausinn út af veiðigjaldinu. Verð kvótanna mun einfaldlega ráðast af því hvað sæmilegir útgerðarmenn geta borgað án þess að tapa. Brýnasta verkefnið Brýnasta viðfangsefni ís- lenskra stjórnmála er að tryggja að dýrmætustu auðlindir þjóðar- innar skili sem mestum arði, að arðurinn skili sér til almennings og að aðferðirnar leiði til sem minnstra búsifja fyrir fólk og fyr- irtæki. Að því er varðar náttúru og orkulindir virðast málin vera í þeim eina farvegi sem líklega dugar til að tryggja hlutdeild komandi kynslóða í arðinum af sameiginlegum eignum af þessari óvenjulegu gerð: Ríkisstjórnin virðist vera að bræða með sér einhvers konar þjóðnýtingu á há- lendinu og öðrum almenningum og auðlindum þessara svæða. Þess vegna er skringilegt að for- ysta Sjálfstæðisflokksins megi ekki heyra minnst á að sömu að- ferð verði beitt þegar kemur að verðmætunum sem búin voru til með því að girða af almenningana á hafinu. Þegar grannt er skoðað, eru rökin fyrir að gefa útgerðinni kvótann ekkert sterkari en rökin fyrir að gefa rútubílstjórum nátt- úruperlurnar, rafverktökum vatnsaflið og pípurum háhita- svæðin. Misræmið í afstöðu ráða- manna hlýtur að þýða að þeir átti sig ekki á hliðstæðunni. Skammsýni er stundum læknan- leg og eins og alltaf verður meiri fögnuður yfir einum siðbættum syndara en tíu sem aldrei brugð- ust. Það er þó ekki hægt að bíða lengi eftir sinnaskiptum. Óvissan um framtíð kvótakerfisins skaðar allan atvinnurekstur á íslandi, rétt eins og hún gerir gömlum sægörpum erfiðara um vik að losa um eignir og njóta lífsins eftir langan vinnudag. Nú þarf að taka til óspilltra málanna og skera úr um hvernig best má tryggja þjóð- inni allri hámarksarð af auðlind- um sínum. Þeir sem vilja ekki taka þátt í umræðunni dæma sig sjálfir úr leik, en ef einhver ágreiningur verður að umræðum loknum verður vitaskuld þjóðarat- kvæðagreiðsla. Hana er ástæðu- laust að draga lengur en til þing- kosninganna 1999. En þar til framtíð eignarhaldsins er komin á hreint verða þeir sem kaupa hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum að gera sér fulla grein fyrir þeirri pólitísku óvissu sem arðsvonin er háð. Höfundur er hagfræðingur. ARNAR ÁGÚSTSSON + Arnar Ágústs- son fæddist í Vestmannaeyjum 13. september 1936. Hann lést 12. janúar síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar Arnars voru Pálína Eiríks- dóttir húsmóðir og Ágúst Jónsson tré- smíðameistari, Varmahlíð, Vest- mannaeyjum. Arn- ar var næstyngstur systkinanna. Hin voru: Rut, Auður, Sara, Marta, Hafsteinn, Lárus, Þyrí og Eiríka. Af þeim lifa: Marta, Hafsteinn og Lárus. Á jóladag 1955 kvæntist Arnar eftirlifandi eiginkonu, Elínu Aðalsteinsdóttur, og bjuggu þau í Vestmannaeyjum Góðan ávöxt Guði berum, gróðursettir hans af náð þessa heims í akri erum, æðra lífs þó til var sáð. Góðan jarðveg gaf oss Drottinn, góð svo jurt hér yrði sprottin. (V. Briem.) í dag kveðjum við með söknuði tengdaföður okkar Amar Ágústs- son og þökkum fyrir öll árin sem við áttum með honum. Alltaf þegar einhver okkar stóð í framkvæmdum heima fyrir var Addi fyrstur til að rétta fram hjálparhönd. Fóru jafnvel heilu sumarfríin hans í að hjálpa okkur. Oft var það líka þannig að við ræddum um eitthvað sem við ætl- uðum að smíða og vissum við þá ekki fyrr en Addi birtist með það og hafði þá unnið það í bílskúrnum heima í Kópavoginum. Jafnvel þótt þróttur hans væri farinn að minnka var hann alltaf jafnfús við að aðstoða okkur allt fram á það síðasta. Þegar við lítum um öxl, minn- umst við allra samverustundanna sem við áttum í sumarbústöðum víðs vegar um landið. Þar sem léttleiki og skemmtun var í fyrir- rúmi. Þar hafði hann mikið yndi af því að ganga um með afabörn- in sín og spjallaði hann þá gjarnan við sveitunga. Einnig minnumst við þess frá árinu 1989 hversu vel hann naut sín þegar öll fjölskyldan fór saman til Vestmannaeyja á hans æsku- til ársins 1964. Þá fluttu þau til Kópa- vogs. Dætur Arn- ars og Elínar eru: Guðrún, gift Magn- úsi Axelssyni og eiga þau 4 börn, Pálína, gift Kristj- áni Nielsen og eiga þau 2 dætur, og Ester, gift Sigurði Halldórssyni og eiga þau 4 börn. Arnar var sjó- maður og smiður í V estmannae jj um og vann við smíðar í Reykjavík. Frá árinu 1976 og til dauðadags vann hann sem smiður á Kópavogshæli. Utför Arnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. stöðvar. Þar hafði hann mikið gaman af því að sýna okkur og segja okkur sögu eyjanna, einnig fór hann með okkur í bátsferð kringum eyjamar og var þetta ógleymanleg ferð. Minning um góðan dreng mun lengi lifa. Magnús, Kristján og Sigurður. Okkur Iangar að minnast hans afa Adda og þakka honum allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Fyrstu minningarnar tengjast gönguferðunum á „afa- róló“. Og svo voru laugardagarnir alveg sérstakir því þá hittumst við krakkarnir í Kópavoginum hjá afa og ömmu. Þá var ýmsilegt brallað og unnið. Sérstaklega var bílskúr- inn hans afa eftirsóknarverður. Þar var nóg af verkfæmm og smíðaefni sem við fengum að nota og var hann alltaf tilbúinn að kenna okkur og hjálpa af mikilli þolinmæði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku afi, við eigum svo margar góðar minningar sem við munum alltaf geyma í hjarta okkar. Barnabörnin. SIGURÐUR B. MAGNÚSSON + Sigurður Borgþór Magnús- 1 son húsasmíðameisti og matsmaður fæddist í Hafnar- firði 7. október 1931. Hann lést á Landspitalanum 6. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 16. janúar. Andlátsfregn þessa vinar míns kom að vísu ekki svo á óvart eins og mál höfðu skipast að undan- förnu. Þetta er að vísu sú leið, sem við eigum öll eftir að ganga, en hvers vegna Sigurður B. Magnús- son nú, þessi stóri og annars hrausti og sterkbyggði maður? En svona er lífið, næstum óútreiknan- legt frá degi til dags. Kynni okkar Sigurðar eru orðin löng og farsæl. Ég kynntist honum fyrst í hópi nokkurra ungra húsa- smiða, sem voru að hasla sér völl á þessum hála húsasmíðamarkaði, glaðværum og ungum manni, sem sá lífið brosa við sér við fremur hagstæðar aðstæður. Hann var duglegur, framsýnn og velviljaður samstarfsmaður. Seinna kynntist ég svo því að vinna með Sigurði á opinberri stofnun, Fasteignamati ríkisins. Við íslendingar erum nú ekki þeirra gerðar, að okkur þyki ávallt sjálfsagt að hið opinbera hafi rétt fyrir sér. Við þær aðstæður er þægilegt að hafa starfsfólk, sem tekur mjúkum tökum á hlutunum og kveður viðkomandi með þægi- legu handtaki. Slíkur maður var Sigurður B. Magnússon. Hér á árum áður voru það berkl- arnir sem ógnuðu, nú er það krabbameinið. Vonandi bera fjár- málayfirvöld gæfu til að breyta þeirri stöðu þeim sjúku í hag. Manns eins og Sigurðar B. Magnússonar hlýtur að verða sárt saknað af öllum sem honum kynnt- ust. Guð geymi sálu þessa vinar og heiðursmanns. Guttormur Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.