Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 33 RAFN STEFANSSON + Rafn Stefánsson fæddist á Akur- eyri 12. júní 1943. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu aðfaranótt 31. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Nes- kirkju 21. janúar. Rabbi frændi er dá- inn. Það er staðreynd sem við verðum að sætta okkur við. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir einhverjum ná- komnum falla frá fyrir aldur fram. Við héldum að hans tími væri ekki kominn en við höfðum rangt fyrir okkur. Rabbi datt niður á heimili foreldra okkar á aðfangadagskvöld, hjartað stoppaði en með réttum við- brögðum tókst að fá það til að slá aftur. Rabbi var á spítala yfír jólin en var útskrifaður daginn fyrir gamlársdag. Sú útskrift stóð stutt yfír, hann lést áður en sólarhringur var liðinn á heimili sínu. Hjartað gaf sig aftur. Hugurinn leitar til baka þegar við munum fyrst eftir þér. Þú bjóst á heimili okkar þegar við vorum lítil og tengdumst við þér strax mjög náið. Þú varst svo mikill fé- lagi okkar og allar sögumar sem þú spannst upp. Þú máttir aldrei stoppa, þá sögðu alltaf litlu vinirnir „hvað svo“. Þegar við vorum lítil þá lést þú okkur syngja og segja sögur sem þú tókst síðan upp á segulband. I dag eru þetta okkur ómetanlegar minningar. Engum nema þér hefði dottið þetta í hug á þessum tíma. Alla tíð var mikið spilað í fjölskyldunni og þar fórst þú fremstur í flokki. Þín mun verða sárt saknað á næstu félagsvist hjá fjölskyldunni. Margar ánægjulegar minningar koma upp í hugann svo sem fiskbúðin, óvæntar heimsóknir, skemmtilegar samræður og margt fleira. Við uxum úr grasi og eignuð- umst okkar heimili og börn. Þar varst þú heimagangur og bömin okkar fengu að njóta þess sama frá þér og við fengum í æsku. Þín er sárt saknað af þeim. Þú barst alltaf svo mikla umhyggju fyrir okkur og fjölskyldunni. Þú gerðir alltaf allt sem þú gast fyrir okkur, meðal annars ef einhver var veikur eða átti erfítt fyrir, þá var alltaf beðið fyrir honum. Trúin var þér svo sterk. Eitt af áhugamálum þínum vom ferðalög og ferðaðist þú víða, m.a. fórstu í hnattferð en samt upplifðir þú ekki að fara hringveginn. Við ferðuðumst nokkmm sinnum sam- an bæði innanlands og erlendis og eigum góðar minningar um þær ferðir. Oft hafðir þú orð á að þegar þú færir héðan færir þú í þitt lengsta ferðalag og Jesús Kristur yrði þinn fararstjóri. Rabbi átti við veikindi að stríða síðustu ár og neyddist til að hætta vinnu fyrir rúmum þremur árum. Þetta voru erfið ár fyrir hann en út á við bar hann sig vel þó heilsan væri oft ekki upp á marga físka. Hvíl þú í friði, elsku frændi. Guðmundur Stefán Maríusson, Ingibjörg Mariusdóttír. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guð blessi þig. Þín keluböm, Hjördís Anna, Maríus Þór og Harpa Sif. Sagt er að hjartalag fólks megi þekkja af því hvernig það kemur fram við börn, gamalt fólk og þá sem minna mega sín. Ég veit að allir sem þekktu Rafn, eða Rabba eins og hann var alltaf kallaður, em mér sammála um að hans hjartalag var gott, ekki aðeins dró hann að sér öll börn sem kynntust honum eins og segull, heldur mátti hann ekkert aumt sjá án þess að reyna að hjálpa. Rabbi var ekki bara móðurbróðir minn, hann var mér líka eins og bróðir því við ól- umst upp saman frá blautu barns- beini. Hann var yngsta barn for- eldra sinna en móðir mín það elsta og þegar hún lést frá okkur tveim systkinum, ungum, ^áttum við skjól hjá ömmu og afa. Á unglingsárum okkar fórum við Rabbi mörg sumur saman í síldarvinnu til Raufarhafn- ar og Seyðisfjarðar. Þá var nú ýmislegt brallað, og var Rabbi jafn- an hrókur alls fagnaðar. Eftir að Rabbi flytur suður kem- ur hann norður um allar hátíðir og í sumarfríum til að vera hjá foreldr- um sínum. Þegar faðir hans er lát- inn og móðir hans komin á elliheim- ili dvelur hann hjá mér og fjöl- skyldu minni, þá var amma alltaf sótt líka og húsið fylltist af íjöri. Þessara norðurferða Rabba var allt- af beðið með eftirvæntingu krakk- anna á heimilinu því vinsældir hans voru álíka miklar og jólasveinsins. Á sumrin fórum við oft í ferðalög saman, stundum var farið í sumar- hús og amma þá tekin með. Fleiri úr ijölskyldunni slógust líka oft í hópinn. Eftirminnilegt er fimmtugs- afmæli Rabba. Þá var allri fjölskyld- unni safnað saman og vegleg veisla haldin. Krakkarnir mínir elskuðu Rabba. Hann átti mjög auðvelt með að hafa ofan af fyrir þeim, gat sagt þeim sögur sem hann skáldaði á staðnum, sem stundum urðu jafnvel framhaldssögur, spilað við þau eða bara spjallað tímum saman. Oft var glatt á hjalla þegar við fullorðna fólkið spiluðum langt fram á næt- ur. Seinna, þegar amma var orðin lasburða og treysti sér ekki til að koma heim, nánast flutti hann inn á elliheimilið þegar hann kom í heimsóknir. Hann hugsaði ekki bara hann um gömlu konuna af natni og umhyggju, heldur hjálpaði hann líka öðrum vistmönnum að borða, klæða sig og fleira ef hann gat. Lengst af starfsævi sinni vann Rabbi hjá Fiskbúðinni Sæbjörgu á Dunhaga, þar sem hann var vel lið- inn. Alltaf reyndi hann að hafa sem fjölbreyttast úrval í búðinni hjá sér til að geta uppfyllt óskir viðskipta- vinanna, enda eignaðist hann marga vini úr þeirra hópi. Rabbi hafði gaman af að ferð- ast. Hann fór til útlanda eins oft og hann gat, helst á hverju ári. Ekki valdi hann bara vinsæla og fjölfama ferðamannastaði, hann fór líka til fjarlægra landa í öðmm heimsálfum og eru þau ófá kortin sem hann sendi frá ýmsum heims- hornum. Rabbi hafði líka mikinn áhuga á bókum og var vel lesinn og fróðleiksfús. Lífíð fór ekki alltaf mjúkum höndum um Rabba. Ýmsa erfiðleika gekk hann í gegnum en stóð samt uppi sem sigurvegari. Hans mesti styrkur var efalaust óbilandi trú hans á Guð, ekki síst síðustu árin þegar erfið veikindi hrjáðu hann. Þá var umhyggja Þór- eyjar systur hans honum ómetan- leg, en hún var alltaf til staðar fyr- ir hann. Þegar hann var hættur að vinna fasta vinnu nýtti hann tímann þeg- ar heilsa leyfði og fór á elliheimili í Reykjavík þar sem hann hjálpaði gömlu fólki að borða. Einnig fór hann út að ganga og í bíltúra með fólk sem honum þótti einmana. Alla tíð hugsaði Rabbi um þá sem minna máttu sín, heimsótti þá og stytti þeim stundir, þótt ekki hefði hann t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLGERÐUR RAGNA HELGADÓTTIR, Árbraut 19, Blönduósi, andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi að kvöldi 19. janúar. Útförin fer fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 25. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Héraðssjúkrahúsið á Blöndu- ósi njóta þess. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarns, Svavar Pálsson. t Þakka samúð við andlát og útför systur minnar, GUÐBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Elsku Rabbi okkar. Nú kveðjum við þig með miklum söknuði. En öll dýrmætu minninga- brotin verða eftir hjá okkur. Þú spilaðir svo mikið við okkur systkinin í sumarbústaðaferðum, og nú þegar þú ert farinn í þitt „langa ferðalag“ verður skrítið og tómlegt án þín. Þú varst aðalbarnapían okk- ar þegar við vorum yngri. Þú sagð- ir okkur sögu og við fórum í ýmsa leiki. Þú komst okkur alltaf til að hlæja. Við erum mjög heppin að kafa kynnst þér og átt svo skemmti- legan frænda, þann besta í heimi. Stefanía Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU RANNVEIGAR ÍSAKSDÓTTUR fráTungu við Fífuhvammsveg. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm i nótt. ísak Þórir Þorkelsson, Lára Þóröardóttir, Guðmundur Þorkelsson, Erla GuAmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. hátt um það. í seinni tíð fékk hann mikinn áhuga á ýmsu handverki, meðal annars tók hann sig til og lærði að prjóna, föndraði með þurrkaðar jurtir og annað smálegt. Nú þegar komið er að leiðarlokum geymi ég og fjölskylda mín minn- ingu um góðan dreng og kveðjum kæran frænda með söknuði. Syni Rabba, Stefáni Berg, Þóreyju systur hans og ijölskyldu, sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Stefán Friðrik Ingólfsson. Hann Rabbi er dáinn. Mig setti hljóðan, er mér barst dánarfregn hans. Það var ekki vegna þess, að hann væri svo heilsuhraustur, að fregnin þyrfti að koma mér á óvart, en ég fínn svo oft söknuð grípa mig, er ég sé vinina kveðja jarðlífið hvern af öðrum. Og þessi tilfinning hefur farið vaxandi með árunum. Og nú styttist tíminn, þar til kallið kemur til mín. Hann hét Rafn Stef- ánsson og var ættaður frá Akureyri. Tilefni þess, að kynni tókust með okkur, voru þau, að hann fylgdi systur sinni fársjúkri til Kaup- mannahafnar, þar sem hún átti að gangast undir hættulega höfuðað- gerð. Vildi hann ekki að hún færi ein til útlanda, svo að hann fór með henni utan, henni til trausts og halds, þótt hann sjálfur virtist ekki ýkja sterkur. Ég hlýt að viðurkenna, að ég man misvel eftir því fólki, er ég reyndi að aðstoða úti í Kaupmanna- höfn þau árin, er ég var sendiráðs- prestur þar. En hann Rabbi var einn þeirra, sem ég kynntist allvel, enda höfðum við hjónin talsvert mikið samband við hann. Systir hans lézt, áður en hægt var að skera hana upp, og það varð honum mikið áfall. Hann hafði treyst Guði og beðið hann um að lækna systur sína, og því urðu vonbrigðin meiri en ella. Við töluðum því að vonum oft og mikið um innstu rök mann- legrar tilveru, líf og dauða. Ég reyndi að minna hann á, að Guð hefði aldrei heitið að taka frá okkur alla erfiðleika og þjáningu í jarðlíf- inu, heldur hefði hann heitið því að ganga gegnum jarðlífíð við hlið okkar og bera með okkur alla þján- ingu, en það var ekki auðvelt að sannfæra hann um þetta mitt í sorginni þarna úti í Kaupmanna- höfn. Okkur hjónunum varð fljótlega ljóst, hvernig honum leið, og reynd- um að annast um hann sem bezt og aðstoða, þar til hann fór aftur heim. Síðan tognaði á sambandinu við hann, en vinarkveðjur bárust iðulega frá honum til okkar. Er við fluttum heim aftur, lágu leiðir okkar saman á ný. Stundum, er einhvern vanda bar að höndum, sem honum fannst ætla að vaxa sér yfir höfuð, þá hringdi hann og við hittumst og ræddum málin. Og enn voru trúmálin efst á baugi hjá okk- ur. Ég reyndi að aðstoða hann og fínna trúarsamfélag, þar sem hann - - fyndi sig heima. Hann eignaðist slíkt samfélag inni í Grensáskirkju og fann aftur frelsarann, sem hann hafði þekkt sem barn. Lífið reyndist honum þó oft erfitt og ský gat dregið fyrir náðarsól Guðs um stund. En hann eignaðist trúartraust sem entist honum allt til enda. Nú er hann genginn inn til fagnaðar frelsara síns. Ég geymi skýra mynd af Rabba í huga mér, og oft átti ég leið í fisk- búðina til hans. Við hjónin felum hann Rabba, vin okkar, Guði og biðjum honum blessunar um alla eilífð. Jónas Gíslason. Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla dap sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, ^ sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð þvi, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem q'álfur Drottinn miidum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu aupabliki. (T. Guðm.) Guðrún og Smári. + Þökkum af alhug sýnda samúð, virðingu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSU BJÖRNSSON. Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun, virðingu og hlýju eru færðar starfsfólki á 5. hæð hjúkrunarheimilisins Skjóls. Guð blessi ykkur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Helgi Björgvinsson, Jón Sigurðsson, Ólöf J. Sigurgeirsdóttir, Gústav Hannesson, Ingólfur Hannesson, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, DÓRU BJARNADÓTTUR frá Bæjarstæði. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Dóra Líndal Hjartardóttir, Marteinn Njálsson. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför sonar okkar og bróður, JÓNS GUÐMUNDSSONAR, Þverárseli 10, Reykjavík. Guðmundur Jónsson, Guðrún Ingvarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.