Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 52
'HYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA Tæknlval SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Minna selt af karfa til Þýzkalands Bandarísk hjón í farbanni vegna meints brottnáms dótturdóttur konunnar FBI og Interpol krefjast framsals til Bandaríkjanna Amman segir sakargiftir rangar og að telpan hafi verið hjá sér frá fæðingu BANDARÍSK telpa á fimmta aldurs- ári var tekin úr höndum móðurömmu sinnar og eiginmanns hennar í gær- morgun og er nú vistuð á vegum Félagsmálastofnunar Kópavogs. Rannsóknarlögregla ríkisins hand- tók fólkið í gær að beiðni yfirvalda ytra vegna rökstudds gruns um bamsrán og að fólkið hafi komið til landsins á fölskum forsendum. Hjón- unum var sleppt að lokinni skýrslu- gerð. í kjölfarið var samþykkt krafa um farbann jrfir þeim til 5. febrúar nk., að sögn Þóris Oddssonar, setts rannsóknarlögreglustjóra. „Þetta eru rangar sakargiftir. íslensk yfir- völd hafa tekið ættleidda dóttur mína af mér. Hún hefur verið hjá mér frá fæðingu og móðir hennar samþykkti það,“ sagði Connie Jean Hanes, amma telpunnar, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Amma telpunnar fékk ættleiðing- argögn, sem móðirin hafði skrifað undir, löggilt fyrir dómstóli í Banda- ríkjunum, en móðirin mun hafa höfð- að mál til að fá ættleiðingunni hnekkt á þeirri forsendu að hún hafi verið blekkt til undirskriftarinn- ar. Henni mun hafa verið dæmt for- ræðið, en amman fengið umgengnis- rétt við telpuna. Barnið hvarf frá móður sinni, sem er búsett í Arizona í Bandaríkjunum, í október 1995 og hafa móðuramma þess og maður hennar verið eftirlýst þar í landi síðan. Grunur leikur á að fólkið, sem er um fimmtugt, hafi dvalist hérlendis síðan það tók barnið. Móðirin heldur því fram að amman hafi notað um- gengnisréttinn, ásamt eiginmanni sínum, til þess að hafa barnið á brott. Hjónin hafa verið eftirlýst síðan og er m.a. talið að þau hafi brotið bandarísk lög með því að fara með barnið yfir fylkismörk, en þau áttu heima í Utah-fylki í Bandaríkjunum, og síðan úr landi. Dómsmálaráðuneytið hér á landi hefur forræði í málinu og kvaðst Stefán Eiríksson lögfræðingur í ráðu- neytinu geta staðfest að þetta mál hefði verið í þeirra höndum í rúma viku. Samkvæmt bandarískum heim- ildum var fólkið eftirlýst fyrir brott- nám á barninu eða barnsrán. Móðir barnsins mun hafa unnið ötullega að því að vekja athygli fjöi- miðla í Bandaríkjunum á hvarfi barnsins og var t.d. fjallað um það í þættinum Óráðnar gátur, Unsolved Mysteries, sem sýndur var í Banda- ríkjunum 3. janúar og hérlendis skömmu síðar. Ábending frá íslendingum Þar birtust myndir af málsaðilum og könnuðust íslenskir áhorfendur við fólkið og létu vita af því. í fram- haldi af þessu óskuðu bandarísk yfir- völd eftir því að kannað yrði hvort fólkið dveldist hérlendis og þegar það lá fyrir barst beiðni frá FBI í Arizona í gegnum Interpoi um að fólkið yrði handtekið og það fram- selt til Bandaríkjanna. ■ Deilt um/6 ■ Dóttir mín/6 ÚTFLUTNINGUR á óunnum þorski á fiskmarkaðina í Bretlandi jókst um 34% á síðasta ári. Það er í fyrsta sinn sem hann eykst frá árinu áður, allt frá 1988 þegar hann nam 36.700 tonnum, en í fyrra fóru aðeins 2.450 tonn utan. Útflutningur á ýsu á sömu markaði jókst um 58%, en sala á karfa á markaðina í Þýzkalandi hefur nánast hrunið á tveimur árum. Útflutningur á ufsa er nánast að engu orðinn. í fyrra fóru 253 tonn á markaðina í Þýzkalandi, innan við helmingur þess sem fór utan árið áður. Skýringin er mun minni afli hér á iandi og lágt verð ytra. Á síð- asta ári fóru 10.230 tonn af ísuðum karfa til Þýzkalands, eða um 5.500 tonnum minna en á árinu áður. Stutt er síðan þessi útflutningur var í jafn- vægi, 22.000 til 25.000 tonn. Skýr- ingin er þríþætt. Aflaheimildir hafa minnkað mikið, margir útfiytjendur selja fersk flök utan og margar út- gerðir frysta aflann nú um borð. ■ Útflutningur/Cl Brýtur á Kolbeinsey MIKILL sjór gekk yfir Kolbeins- ey á laugardag þegar eftirlits- menn Landhelgisgæslunnar flugu yfir hana, en þó virðist hún ekki hafa minnkað til muna frá því síðastliðið vor, að sögn Helga Hallvarðssonar yfirmanns gæslu- framkvæmda hjá Landhelgis- gæslunni. „Isinn, sem er einn versti óvinur eyjarinnar, hefur ekkert verið á þessum slóðum í vetur og því hefur hún sloppið nokkuð vel.“ -----♦ ♦ ♦--- Dagvist barna Niður- greiðslur og styrkir hækka BORGARRÁÐ samþykkti í gær að niðurgreiðsla fyrir börn giftra og sambúðarfólks hjá dagmæðrum yrði 8.000 krónur, frá og með 1. júlí, fyrir alla aldurshópa í 8-9 stunda vistun. Það er 2.000 króna hækkun fyrir 2 ára og yngri og 1.000 króna lækkun fyrir 3 ára og eldri. Samþykkt var að rekstrarstyrkir fyrir börn giftra og sambúðarfólks í einkareknum ieikskólum myndu hækka úr 12.000 krónum í 16.000 krónur frá og með 1. júlí og að systkinaafsláttur yrði tekinn upp fyrir 4 og 5 stunda vistun frá 1. mars næstkomandi. Kostnaður vegna breytinga á nið- urgreiðslum verður sex milljónir á ári, fimm milljónir vegna rekstrar- styrkja og 3,5 milljónir vegna syst- kinaafsláttar. Telur stjórn Dagvist- ar barna að þessar ráðstafanir eigi að gera dagmæðrum kleift að veita systkina- og námsmannaafslátt og jafnframt að bæta rekstrarskilyrði. Morgunblaðið/Magni Óskarsson Miklar hafnarbætur fyrirhugaðar í Grindavík - grunnskólabyggingu frestað Innsigling dýpk uð á þessu ári ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja framkvæmdir við nýja innsiglingu í Grindavíkurhöfn á næstunni en á móti verður fyrirhuguðum. fram- kvæmdum við nýjan grunnskóla í bænum frestað um eitt ár til að draga úr þensluáhrifum. Jón Gunnar Stefánsson bæjar- stjóri sagði að lengi hefði verið beð- ið eftir heimild til að hefja hafnar- framkvæmdirnar og síðastliðið vor hefði verið við það miðað að sú heimild fengist á þessu ári. „Svo kom smá-bakslag í þetta vegna þess að ríkisstjórnin hafði réttilega áhyggjur af þensluáhrifum mikilla framkvæmda í samfélaginu. Við gátum skilið þær áhyggjur og til að missa ekki niður þráðinn í hafn- argerðinni gáfum við færi á því að fresta skólabyggingu um eitt ár. Það dugði til að ráðamenn gátu samþykkt að fara út í þetta verk- efni strax á þessu ári,“ sagði Jón Gunnar. Bæjarstjóri sendi Halldóri Blöndal samgönguráðherra bréf í desember og spurði hvort hann myndi heimila að hefja framkvæmdir við innsigling- una 1997 en á móti kæmi frestun á viðbyggingu við grunnskólann. Á þetta féllst samgönguráðherra og tilkynnti Grindavíkurbæ 14. janúar að lagt yrði til að heimila fram- kvæmd 1. áfanga innsiglingarinnar á þessu ári, enda mundi Grindavíkur- bær fjármagna framkvæmdina að fullu og bera fjármagnskostnað þar til fjárveiting fengist á fjárlögum. Segir í orðsendingu ráðherra að sam- gönguráðuneytið muni leggja rii við Alþingi að hlutur ríkissjóðs í fram- kvæmdinni verði gerður upp á árun- um 1998-2000. 700 milljóna kostnaður Heildarkostnaður við nýju inn- siglinguna er áætlaður 700 miiljónir króna. Þar af er kostnaður við 1. áfanga áætlaður 140 milljónir. í þeim áfanga verður grafinn 450 metra langur skurður, 35 metra breiður og 7 metra djúpur innst i innsiglingunni. Segir Jón Gunnar að með þessu fáist fullkomið dýpi fyrir stærstu fiskiskip, sem nú þurfi oft að leita annað vegna lélegra hafnarskilyrða í Grindavík. Alls verða áfangarnir þrír. Er áætlað að framkvæmdirnar taki 6 ár og Ijúki þeim árið 2002. Kostnað- ur við 2. áfanga, sem er dýpkun ytri hluta innsiglingarinnar, er áætl- aður 360 milljónir og kostnaður við 3. áfanga, byggingu brimvarnar- garða, er áætlaður 200 milljónir. Áætlað er að viðbyggingin við Grunnskóla Grindavíkur kosti 250-300 milljónir króna og þar af hefðu verkefni ársins í ár kostað 65 milljónir króna. Jón Gunnar segir að fyrirhugað hafi verið að reisa við- bygginguna á 5 árum en frestunin nú þýði íjögurra ára byggingartíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.