Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Krókna úr kulda í Bangladesh Dinajpur. Reuter. AÐ minnsta kosti 33 menn hafa látist úr kulda og vosbúð í Bangladesh síðustu vikuna en þar hefur hitastigið verið um fimm gráður á celsíus. Er það óvanalega kalt á þeim slóðum. Pjórtán manns létust í Dinajpur-héraði einu vegna kuldanna og aðrir í nálægum héruðum og raunar var fullyrt í dagbiaðinu Janakantha, að fjöldi látinna væri á annað hundrað. Þessi vetur er einn sá harðasti í manna minnum í Bangladesh og til samanburðar má nefna, að í fyrravetur fór hitinn aldrei niður fyrir 12 stig. Olíuslysið undan Japan ógnar lífi á 900 km strandlengju Stjórnvöld vanmátu mengunarhættuna Reuter. ^ 1 * Tókýó. Reuter. RYUTARO Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, viðurkenndi í gær að stjómin hefði vanmetið hættuna á mengun frá olíuskipinu sem brotnaði í tvennt undan strönd Japans. Olíulekinn ógnar fuglalífi og fisk- eldisstöðvum á 900 km langri strandiengju við Japanshaf. Hund- ruð sjálfboðaliða hafa reynt að hreinsa ströndina og einn þeirra lést af völdum hjartaáfalls í gærmorgun. Þrír menn hafa þar með látið lífið við hreinsunarstarfið. Olíuskipið Nakhodka var með 19.000 tonn af olíu þegar það brotn- aði í tvennt í óveðri 2. janúar um 130 km undan strönd Shimane-hér- aðs í Japan. Talið er að skipstjórinn hafi drukknað en 31 manni var bjargað úr skipinu. 1.000 bátum safnað saman Takako Doi, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, sem styður minni- hlutastjóm Frjálslynda lýðræðis- flokksins, ræddi við Hashimoto í gær og sagði að forsætisráðherrann hefði viðurkennt að stjómin hefði vanmet- ið mengunarhættuna vegna slyssins. Stjórnin hefði talið að auðvelt yrði að bjarga skipinu en það reyndist rangt þar sem ekki var hægt að setja á það togvíra vegna veðurs áður en skipið sökk. Stjómin hefði einnig talið að olían myndi fijósa og auð- velt yrði að hreinsa hana en olían var þannig að hún frýs ekki, enda átti að nota hana í vetrarkuldunum í Síberíu. Hashimoto hefur fyrirskipað leit að olíuhreinsunarskipum út um allan heim og Makoto Koga samgönguráð- herra hefur skýrt frá áformum um að safna saman 1.000 bátum sem eiga að taka þátt í hreinsunarstarfinu. Belgtætlur vekja undrun ÍBÚAR Nonkhar, afskekkts þorps í norðurhluta Indlands, virða fyr- ir sér loftbeig bandaríska belgfar- ans Steves Fossetts sem endaði í tré á indverskum hveitiakri eftir viðstöðulaust flug rúmlega hálfa leið umhverfis jörðina. Belgurinn, sem kostaði jafnvirði 21 milljón króna, er talinn ónýtur. Á trjánum vex ávöxturinn mahua sem heima- menn búa til líkjör úr. Við lend- inguna hugðust þeir bjóða Fossett að hressa sér á miðinum en það fyrsta sem hann bað um var mjólkursopi. Fossett spáði því í gær, að innan þriggja ára hefði einhverjum tekist að fljúga loft- belg viðstöðulaust umhverfis hnöttinn. Ottast hryðjuverk danskra nýnasista London. Reuter. BRESKA lögreglan varaði á mánu- dag íþróttamenn við, sem talið er að gætu orðið fyrir barðinu á bréf- sprengjuherferð danskra nýnasista og sýndi þeim hvernig þekkja mætti vafasamar sendingar. Danskir emb- ættismenn sögðu að sjö nýnasistar hefðu verið handteknir um helgina eftir að lögregla gerði upptækar þijár bréfasprengjur. Sprengjurnar voru í myndbands- spólum, sem voru sendar frá Svíþjóð til London. Var sagt að danskir nýn- asistar ætluðu að senda sprengjur til íþróttamanna, sem eiga maka af öðrum kynþætti. Að sögn breskra dagblaða beinist þessi herferð meðal annars gegn Frank Bruno, fyrrverandi meistara í hnefaleikum, Sharon Davies sund- konu og Paul Ince, landsliðsmanni í knattspyrnu. Bruno og Ince eru svartir og eiga hvítar konur. Davies er hvít og á svartan mann. Danska lögreglan kvaðst hins vegar ekki hafa neitt í höndum, sem styddi að skaða ætti breska íþrótta- menn, sem ættu maka af öðrum kynþætti. Þessi yfirlýsing kom á óvart því að Frank Jensen, dóms- málaráðherra Danmerkur, sagði á sunnudag að sprengjurnar hefðu verið sendar til „fólks, sem vitað er að sé vinstrisinnað, og íþrótta- manna, sem eiga svartan maka“. Danska lögreglan réðst á laugar- dag inn í hús í Kaupmannahöfn og sjávarþorpi norður af borginni og fann nýnasistaáróður, hvellhettur, skammbyssu og haglabyssu. Sjö menn voru handteknir og munu fimm þeirra verða í gæsluvarðhaldi næstu 27 dagana. Einn mannanna skaut lögregluþjón og særði. Frakkland og Þýzkaland segjast áfram aflvaki Evrópusamstarfsins Yilja sveigjanleika án neitunarvalds Brussel. Reuter. KLAUS Kinkel og Herve de Cha- rette, utanríkisráðherrar Þýzka- lands og Frakklands, héldu blaða- mannafund í Brussel á mánudag og sögðu að ríkin tvö væru staðráð- in í að verða áfram aflvaki samr- unaþróunarinnar í Evrópu. Ráð- herrarnir sögðu að löndin tvö vildu koma í veg fyrir að einstök aðildar- ríki ESB kæmu í veg fyrir að hin héldu áfram á braut samruna. Blaðamannafundur ráðherranna var gagnrýndur í Hollandi, þar sem því var haldið fram að stóru ríkin væru að reyna að hrifsa forystuna í ESB af Hollandi, sem nú situr í forsæti ráðherraráðsins. Ráðherramir sögðu að lykilatriði í samstarfi Frakklands og Þýzka- lands um Evrópu á næstunni yrði að þrýsta á um að ákvæði um „sveigjanlega samrunaþróun" yrðu sett í stofnsáttmála Evrópusam- bandsins. Löndin tvö lögðu fram tillögur um slík ákvæði í fyrra á ríkjaráðstefnu ESB. „Sveigjanleiki" felur í sér að sum aðildarríki geti haldið áfram á braut samruna þótt önnur séu ekki reiðubúin til þess. Hins vegar er deilt um hvort öll ríkin, líka þau, sem ekki vilja taka þátt í „auknu samstarfi", verði að samþykkja slíkt. Frakkar og Þjóð- veijar leggja áherzlu á að ekkert ríki geti haft neitunarvald um það hvort önnur bindast nánari böndum eður ei. „Ekkert aðildarríki má geta hindrað annað,“ sagði Kinkel. Ótti við „harðan kjarna“ Bretar leggjast gegn þessari teg- und sveigjanleika, þótt þeir hafí upp á síðkastið sagzt hlynntir grundvall- arhugmyndinni um að nokkur ríki geti farið hraðar en önnur. „Öll rík- in verða að samþykkja sérhveija ákvörðun," segir David Davis, Evr- ópumálaráðherra Bretlands. Svíþjóð, Danmörk og Portúgal hafa einnig efasemdir um sveigjan- leika án neitunarvalds og óttast að nokkur ríki geti myndað „harðan kjarna“, sem setji sér reglur án þess að taka tillit til þeirra, sem vilja fara hægar. ítalir birtu í vikunni skoðanir sín- ar á tillögum um sveigjanleika. „Aukið samstarf ætti að vera und- antekningin en ekki reglan og minnihlutinn ætti ekki ætti að nota það til að halda áfram ferðinni á meðan aðrir horfa á,“ segir í yfirlýs- ingu ítalska utanríkisráðuneytisins. Engu að síður segjast ítalir hlynnt- ir því að ákvarðanir um aukið sam- starf hóps ríkja megi taka án sam- hljóða samþykkis ailra aðildarríkja ESB. Umræður um öryggismál í Finnlandi Áherzla á gildi ESB-aðildar Umræður um hugsanlega aðild að NATO hafa aukizt í Finnlandi. Ráða- menn leggja þó áherzlu á að formleg aðild að bandalaginu sé ekki það mikilvægasta, heldur að samstarf sé gott. Þá leggja utanríkis- og vam- armálaráðherrar Finnlands áherzlu á gildi aðildarinnar að ESB fyrir öryggismál Finnlands. Anneli Taina Taija Halonen UMRÆÐUR um hugsanlega aðild Finnlands að Atlantshafsbandalag- inu, NATO, hafa færzt í vöxt undan- farin misseri. Ríkisstjórnin hefur enn sem komið er ekki breytt stefnu sinni, sem felst í því að sækjast ekki eftir aðild að bandalaginu en eiga við það sem bezt samstarf á flestum sviðum. Anneli Taina, varnarmálaráð- herra Finnlands, sagði í ræðu sem hún flutti á ráðstefnu um varnarmál í síðustu viku, að það ætti alls ekki að reyna að kæfa í fæðingu þær umræður um aðild að NATO, sem væru hafnar. Miklar breytingar ættu sér nú stað 1 öryggismálum Evrópu og þær þyrfti og ætti að ræða í víðu samhengi. Finnland uppfyllir öll skilyrði fyrir NATO-aðild Taija Halonen, utanríkisráðherra Finnlands, sagði í viðtali við Hufvud- stadsbladet síðastliðinn föstudag að Finnland hefði ekki útilokað aðiid að NATO. Raunar sagðist hún sann- færð um að aðildarumsókn fengi jákvæða umfjöllun, enda uppfyllti Finnland öll skilyrði fyrir aðild; mun betur en ríkin, sem líklega yrðu tek- in inn næst (þ.e. Póliand, Tékkland og Ungveijaland). Halonen sagði hins vegar að það, sem mestu máli skipti, væri ekki hvort NATO vildi taka við Finnlandi sem aðildarríki eða ekki, heldur hvort núverandi samstarf við NATO skilaði árangri. Utanrí'kisráðherrann vísaði því á bug að Finnland gæti einangrazt í öryggismálum utan NATO og benti á að í aðild að Evrópusambandinu fælist ákveðin öryggistrygging. „Myndu hin ESB-ríkin láta sig engu skipta, hvað yrði um eitt af aðildar- ríkjunum?" spyr Halonen. „Hlut- skipti okkar skiptir máli fyrir hin aðildarríkin. Svíþjóð, Austurríki, ír- land, og við búum við allt aðrar aðstæður en Eystrasaltsríkin og rík- in, sem nú eru á leið inn í NATO. Við munum deila framtíð okkar með ESB-ríkjunum, sem eru nú þegar í NATO.“ Þýðing EMU fyrir öryggið Anneli Taina fjallaði í áðurnefndri ræðu um þýðingu aðildar að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) fyrir öryggismál Finnlands. „Það er ekki sérlega líklegt að ríki utan ESB, sem hefði fjandsamleg áform á pijónunum, gæti ógnað ríki sem ætti aðild að sameiginlegu gjaldmiðilssvæði," sagði Taina. „Þá myndi ógnunin beinast gegn efna- hag allra þeirra ríkja, sem notuðu hinn sameiginlega gjaldmiðil.“ Taina sagði að taka yrði tillit til öryggisþáttarins þegar lokaákvörð- un yrði tekin um aðild Finnlands að EMU. Hún sagði að sameiginlegur gjaldmiðill væri þáttur í viðleitni ESB að dýpka samrunann innan sambandsins. Myntbandalagið gerði ríki ESB háðari hvert öðru, í jákvæð- um skilningi. I > > * l > I i l t s I I I I t I I s i ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.