Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Alger plága (The Cable Guy) k k Á vaktlnnl (Dog Watch) k Hattadeildin (Mulholland Falls) k k'/i Flipper (Flipper) k Fargo (Fargo) •k'k'k Tungllöggan (Lunar Cop) 'h. LENDIR 31. JANUAR DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% Þegar þú kaupir Aloe Vera gel. o Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á um 700 kr eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 10OOkr. 0 Hvers vegna að bera á sig 2% af rotvamarefnum þegar jtú getur fertgið 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gel? □ Banana Boat næringarkremið Brún-án-sólar i úðabnisa eða meðsólvöml8. o Stýrðu sðlbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Banana Boat dökksólbrúnkuolíunni eða -kreminu eða Banana Boat Golden olíunni sem framkallar gyllta brúnkutóninn. o Hefur þú prófað Naturica húðkremin sem alír eru að rala um, uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðíngs Norðurlanda? Naturica Ört-krám og Naturica Hud-krám. Banana Boat og Naturica fást i sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heiisubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gelið fæst lika hjá Samtökum psoriasis-og exemsiúkTmqa.______________________________________ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Leyndarmál og lygar og annað góðgæti ENGU BLÓÐI VAR ÚTHELLT Fátt er líklegra til að vekja forvitni landans en Leyndarmál og lygar. Einkum þegar um er að ræða óvenjulega kvíkmynd með safa- ríkum leyndarmálum. Þóroddur Bjarna- son og Pétur Blöndal gæddu sér á þessu augnakonfekti og veltu fyrir sér hvað gerir bíóferðir svona spennandi. BÍÓFERÐIR eru félagsleg athöfn og þykir jafnvel dálítið „púkó“ að fara einn með sjálfum sér. Samt er ekki að sjá að sérstök þörf sé á félagsskap í bíóferðum. Það er helst í lokin að einhver missi upp úr sér: „Vá, rosalega góð mynd, maður!“ Má þá einu gilda hvort söguhetjan bjargaði eða murkaði lífið úr tugum auka- leikara. Á slíkum spennutryllum er al- gengast að stráka- og stelpuhópar sitji stjarfir í litlum klösum á víð og dreif um salinn. Ef kvikmynd er aftur á móti rómantísk má bóka að kærustupör sitja hvert í sínu horni í skjóli myrkurs og haldast feimnislega í hendur. Loks ef um er að ræða langa verðlaunamynd, hvorki með blóð- baði eða svæsnum ástaratriðum, má búast við eldri áhorfendahóp, virðulegri og öllu fámennari. Það gladdi þess vegna blaða- menn þegar þeir fóru á kvikmynd- ina Leyndarmál og lygar síðastlið- ið sunnudagskvöld að fólk virtist ekki láta sig neinu skipta að eng- ir frægir leikarar færu með aðal- hlutverk, að myndin væri í lengri kantinum og að engu blóði væri úthellt. Salur 2 í Háskólabíói var fullur af fólki á öllum aldri sem virtist skemmta sér hið besta. Að sýna sig og sjá aðra Að mörgu leyti er sniðugt að mæta snemma á bíósýningar, forðast röð og kasta kveðju á þá sem maður þekkir. Fyrir suma er þetta jú fyrst og fremst spurning um að sýna sig og sjá aðra. Einn- ig er úrslitaatriði að hafa ráðrúm til að kaupa popp og drykkjarföng áður en sýningin hefst. Maður getur þá glatt sig við eitthvað ef myndin reynist afspyrnuléleg. Ekki reynist það vera tilfellið að þessu sinni. Kvikmyndin Leyndarmál og lygar, sem leik- stýrt er af Mike Leigh, er þvert á móti sannkallað augnakonfekt sem blaðamenn kjammsa á af áfergju. „Þetta er að verða ein- hver besta mynd sem ég hef séð,“ segir annar þeirra, fljótlega eftir hlé, og hinn tekur undir. Heill hafsjór af trega Myndin hefst á jarðarför - undirstrikar þannig að endalok marka einnig upphaf. Fljótlega verður auðsætt að Leigh færir áhorfendur nær sögupersónunum með angurværri tónlist og tökum í nærmynd. Hann dregur dár að bresku samfélagi, persónusköpun er litrík og orðin kökkur í hálsi áhorfenda. Sumir leikstjórar bæta dropa af trega út í myndir sínar, en í þessari er heill hafsjór af trega. Þótt sögupersónurnar eigi við ýmsa erfiðleika að etja eiga þær erfitt með að deila raunum sínum og snúast samræðurnar gjarnan um veðrið - ekki ólíkt íslending- um. Stundum gægist þó hin hljóða þjáning upp á yfirborðið og læðist niður kinnarnar eða rekur upp stríðsöskur og ber sér á bijóst. Hvort tveggja skýtur rótum í huga blaðamanna og dafnar vel löngu eftir að myndin er búin. Risaeðlur láta á sér kræla Fátt fer meira í taugarnar á sumum bíógestum en hlé. Þess vegna er synd að ekki sé lengur hægt að sleppa við hléin með því að fara á sjösýningu, eins og áður tíðkaðist. Aðrir bíógestir eru hléinu fegnir og taka strikið út úr bíóinu svo þeir nái að hamra einn nagla í líkkistuna. Blaða- menn eru hins vegar dæmdir til að ráfa um sali og skoða bíóaug- lýsingar. Athygli vekur hve mikið er far- ið að leggja upp úr alls kyns pappamyndum, hálfgerðum leik- myndum, til að auglýsa væntan- legar myndir. Sem dæmi má nefna risastóran risaeðlukassa sem stendur við innganginn í bíó- ið. Ljós blikka og þeir sem leggja við hlustir heyra jafnvel högg og læti að innan. Þarna er verið að auglýsa framhald Júragarðsins sem væntanlegt er í sumar. Bros og grettur á áhorfendum Frekar en að gera ekki neitt kaupa blaðamenn sér svo meira sælgæti, að þessu sinni falla þeir fyrir tilboði sem felur í sér popp, kók og súkkulaðistykki. Þótt boð- ið sé ef til vill hagstætt, aðeins 300 krónur, er bíóferðin þar með komin yfir þúsundkallinn. Það getur verið dýrt spaug að eyða kvöldstund í kvikmyndahúsi. Hlaðnir gosi og sælgæti safnast áhorfendur svo aftur í bíósalinn og myndin getur hafist að nýju. Leikararnir halda áfram að fara á kostum og draga í senn fram bros og grettur á áhorfend- um. Enn kemur í ljós hversu fé- lagslegt það er að fara í bíó. Einn hlær hátt, annar undarlega og þeim þriðja stekkur ekki bros á vör. Sem betur fer eru ekki allir þögulir - hver kannast ekki við að smitandi hlátur geti bjargað annars dræmri mynd? Skrifar Sein- feld undir? SJÓNVARPSSTÖÐIN NBC er alveg við það að ná samn- ingum við Jerry Seinfeld um að leika eitt tímabil í við- bót í gaman- þáttunum vinsælu, Seinfeld. Hann vill þó ekki skrifa undir nema það sé gull- tryggt að þeir þrír leikarar sem deilt hafa sviðsljósinu með honum haldi einnig áfram. Þrátt fyrir efasemdir ýmissa kvikmyndaspekúl- anta þar að lútandi hefur Seinfeld engar áhyggjur: „Ég hef komist að því í gegnum tíðina að þegar allir samningsaðilar vilja semja, ná endar yfirleitt saman." Hagman á mótorfák LARRY Hagman lék nýlega í þáttaröðinni Orleans og er það í fyrsta skipti sem hann leikur í sjónvarpsþáttum síð- an hætt var að framleiða Dallas fyrir fimm árum. Hagman er ennþá i skyrtu með bindi, en hefur skipt út jakkafötunum fyrir leður- jakka og hjálm og í stað þess að vera ekið um á glæsi- bifreið fer hann allra sinna ferða á Harley Davidson- mótorfák. í þáttunum fer Hagman með hlutverk fjölskyldu- föðurins og dómarans Lut- her Charbonet, sem er harð- ur i horn að taka, en góður inn við beinið. Hefur per- sónu hans verið líkt við Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hafa þættirnir fengið ágæta dóma vestan hafs. Tarantino leikstýrir SÍÐAN leikstjórinn Quentin Tarantino stal senunni með Reyfara eða „Pulp Fiction" fyrir þremur árum hefur hann aðeins leikstýrt tvisvar sinn- um. Hann leikstýrði fjórðungi myndarinn- ar Fjögur herbergi og ER-þætti sem sumum þótti ansi furðu- legur. Það ætti því að vera áhangendum Tarantinos gleðiefni að næsta afspreng- is hans er ekki langt að bíða. Um þessar mundir er hann að skrifa kvikmyndahandrit upp úr bókinni „Rum Punch“, sem er glæpasaga í gamansömum dúr eftir Elmore Leonard. Áætlað er að hann leikstýri myndinni í febrúar eða mars fyrir Miramax. Heilsuval - Barónsstíg 20 u 562 6275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.