Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 14

Morgunblaðið - 22.01.1997, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KRAKKARNIR í Skjöldúlfsstaðaskóla við Stóra-Svart á leið heim úr skóla. Verk- legur skólabíll Vaðbrekku, Jökuldal - Þegar ófærð hamlar umferð um vegi er gott að vera vel búinn til vetrar- aksturs og á farartækjum er hæfa færðinni. Benedikt Arnórsson skólabílstjóri á Jökuldal er alla- vega þannig sinnaður. Þegar ófærð gerði í óveðurskafl- anum á Jökulal á dögunum fór Benedikt í skólaaksturinn á sex hjóla torfærubíl og komst allra sinna ferða klakklaust þó aðrir lentu í nokkrum erfiðleikum. Auk þess að vera búinn þremur öxlum með tilheyrandi driflæsingum eru á þeim sex fjörutíu og fjögurra tommu dekk. Þess vegna stendur ófærð í snjó ekki fyrir þessum bíl, og þegar búið er að hleypa lofti úr dekkjunum á honum er hann nánast eins og skriðdreki. Einnig fínnst krökkunum afar spennandi að ferðast í þessu torfærutrölli. Morgunblaðið/Sig. Jóns. ÞÓRÐUR Tómasson, Sunnlendingur ársins, og Orn Grétars- son, ritsljóri Dagskrárinnar. Þórður í Skógum valinn Sunnlendingur ársins Selfossi - Þórður Tómasson var valinn Sunnlendingur ársins af iesendum Dagskrárinnar á Sel- fossi en þetta er í fjórða sinn sem Dagskráin stendur fyrir slíku vali. Örn Grétarsson, framkvæmdastjóri Prent- smiðju Suðurlands og ritstjóri Dagskrárinnar, sagði við af- hendingu viðurkenningar til Þórðar að hann hefði unnið gagnmerk björgunarstörf frá fermingu og bjargað menning- arverðmætum genginna kyn- slóða. „Safnið á Skógum væri ekki sá menningarauður sem það er hefði Þórðar ekki notið við,“ sagði Örn. „Þakkarefnin eru mörg en hæst rís það að fá að lifa þá breytingatíma sem liðið hafa,“ sagði Þórður Tómasson. Hann vitnaði til eldri búskaparhátta sem hann kynntist sem barn á heimili síni'. „Þetta er minn ávinningur núna,“ sagði Þórður. „Þetta er menningarviðburður, að velja Þórð Tómasson Sunnlending ársins," sagði Jón R. Hjálmars- son í samsæti prentsmiðjunnar Þórði til heiðurs. Morgunblaðið/Silli JÓN Sævar Baldvinsson, for- stöðumaður Bókasafns Suður- Þingeyinga, en hann tók við rekstri safnsins árið 1995. Mikill áhugi á lestri góðra bóka Húsavík - Að lestur bóka sé á und- anhaldi í samkeppni við hina ýmsu íjölmiðla er ekki sjáanlegt sam- kvæmt tölum um útlán frá Bóka- safni Suður-Þingeyinga á Húsavík. Samkvæmt skýrslu forstöðu- manns safnsins, Jóns Sævars Bald- vinssonar, voru á síðasta ári lánaðar út 30.740 bækur en árið áður 20.200 sem sýnir meira en 50% aukningu. Flestar voru skáldsögurnar eða rúm- lega 14.000, fræðibækur um 6.500, barnabækur 6.000 og tímarit 2.520. Auk prentaðs máls lánar safnið út hljóðbækur og myndbönd. Lánþegar voru 574 á árinu og voru því útlán á íbúa á Húsavík 12,23 bækur, en það eru svo til ein- göngu Húsvíkingar sem nota safnið. Hver lánþegi fékk því samkvæmt framanskráðu rúmlega 53 bækur lánaðar. Árleg dægurlagakeppni hafin á Sauðárkróki Sauðárkróki - Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks árið 1997 er nú hafin. Fyrir allnokkru var auglýst eftir lögum í keppnina en henni mun ljúka með úrslita- kvöldi í Sæluviku Skagfirðinga föstudaginn 2. maí nk. Hljóm- sveitarstjóri og umsjónarmaður með útsetningum er Eiríkur Hil- misson en framkvæmdastjóri keppninnar er Guðmundur Ragn- arsson Þetta er í Ijórða sinn sem keppnin er haldin í því formi sem nú er og nýtur hún sífellt meiri vinsælda svo sem þátttaka ber með sér. Öllum laga- og textahöf- undum landsins er heimil þátttaka en aðeins verða tekin í keppnina verk sem ekki hafa verið gefin út eða flutt opinberlega áður. Eins og í svipuðum keppnum skulu menn skila inn verkum sínum merktu dulnefni en láta síðan hið rétta fylgja í merktu, lokuðu um- slagi. Tíu lög flutt á úrslitakvöldi Eftir að skilafrestur er útrunn- inn hinn 1. febrúar nk. og verkin öll hafa verið send í pósthólf 93 á Sauðárkróki merkt Dægurlaga- keppni Kvenfélagsins mun dóm- nefnd velja tíu Iög til keppninnar sem síðan verða útsett í samráði við höfunda, tekin upp í fullkomn- ustu hljóðveri með þeim söngvur- um sem höfundar leggja til en lögin verða síðan gefin út bæði á geisladiski og hljómsnældu. Áskil- ur Kvenfélagið sér allan rétt á útgáfu á lögunum ásamt því að heimila útvarps- og sjónvarps- sendingar frá keppninni. Á úrslitakvöldi keppninnar föstu- daginn 2. maí verða lögin tíu flutt opinberlega fyrir áhorfendur og dómnefnd. Á þeim tónleikum mun hljómsveit sem stofnuð er í tilefni keppninnar flytja lögin ásamt söngvurum er voru við upptökumar og þar verða bestu lögin valin og úrslit kynnt. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þijú efstu sætin en að lokinni keppni mun verða dansað fram eftir nóttu. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks er árlegur viðburður í Sæluviku Skagfirðinga en hefur einnig áunnið sér fastan sess í þjóðlífinu sem helsti vettvang- ur fjölmargra tón- og textahöfunda sem koma vilja verkum sínum á framfæri. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STARFSFÓLK veitingasölu á Egilsstaðaflugvelli, Ingveldur Pálsdóttir, Sigríður Þráinsdóttir, Sigur- björg Alfreðsdóttir og Þráinn Jónsson. Egilsstaðaflugvöllur Veitingaaðstaða stækkar Egilsstöðum - Veitingaaðstaða á Egilsstaðaflugvelli hefur verið flutt í nýtt húsnæði á annarri hæð nýju flugstöðvarbyggingarinnar á Egils- stöðum. Þráinn Jónsson, sem hefur ásamt konu sinni, Ingveldi Pálsdóttur, rek- ið veitingasölu á flugvellinum í 33 ár, segir þetta mikla breytingu. í nýja rýminu eru sæti fyrir 48 manns við borð og setustofa sem rúmar 35 manns í sæti. „Hér er gott pláss, hlýtt og fer vel um alla,“ segir Þrá- inn, „enda skiptir miklu máli að fólki líði vel á stöðum þar sem það hefur viðkomu og getur lent í því að bíða.“ í salarkynnum veitingaaðstöð- unnar er hægt að vera með myndlist- arsýningar og er fyrsti listamaðurinn sem þar sýnir Vilhjálmur Einarsson. Því rými sem veitingaaðstaðan var í á fyrstu hæð verður nú lokað en endurbætur hefjast þar fljótlega. Gert er ráð fyrir að þar verði farang- ursrými en framkvæmdum þar verð- ur lokið fyrir sumarið að sögn Ing- ólfs Arnarssonar flugvallarstjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.