Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 31 JÓHANN T. KRISTJÁNSSON + Jóhann T. Kristjánsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 15. desember 1925. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 11. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ján Helgi Jóhanns- son, f. 7. maí 1887, látinn 11. maí 1968, og Gíslína Petrína Steinþórs- dóttir, f. 1. nóvem- ber 1882 , látin 11. október 1960. Jóhann átti tvær systur, Helgu og Ólafíu, og lifa þær báðar bróður sinn. Hinn 4. apríl 1950 kvæntist Jóhann eftirlifandi konu sinni Sigrúnu Dagbjörtu Péturs- dóttur, f. 20. des- ember 1921, og bjuggu þau allan sinn búskap í Kópavogi. Jóhann starfaði lengst af sem lögregluþjónn í Kópavogi. Synir Jóhanns og Sigrúnar eru: 1) Kristján Helgi, f. 21. júní 1950. Eiginkona hans er Brynja Baldurs- dóttir. 2) Rúdólf, f. 3. desember 1954. Eiginkona hans er Hrönn Kristinsdóttir. 3) Ari, f. 5. apríl 1962. Eiginkona hans er Anna Ingibergsdóttir. Barnabörnin eru fimm talsins. Útför Jóhanns fer fram frá Kópavogskirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdafaðir minn, Jóhann T. Kristjánsson, fyrrverandi lög- regluþjónn, er látinn, 71 árs að aldri. Lát hans kom ekki á óvart - og þó. Alltaf bregður manni í brún þegar ástvinir yfirgefa þenn- an heim. Þegar ég kynntist honum fyrir tuttugu og fimm árum var hann í blóma lífsins, fullur starfsorku og geislaði frá sér lífskraftinum hvert sem hann fór. Hann var allt- af til í að leggja hönd á plóg og aðstoða ef þurfti. Sonarsynirnir fengu Iíka að kynnast góðum og yndislegum afa sem vildi allt fyrir þá gera. Þeir fóru saman niður á bryggju að veiða eða í bíltúr þar sem afínn útskýrði fyrir þeim og kenndi ýmislegt um áhugamálin sín, hafið og skipin og ungir svein- ar komu heim fróðari en þeir höfðu verið. „Hann afí sagði mér!“. Fyrir rúmum tíu árum komu miklir og voldugir menn til íslands til að halda hér fund. Þeir kröfð- ust gæslu á borð við það sem þeir voru vanir í sínum heimalöndum og kalla varð til alla þá lögreglu- þjóna sem gátu hjálpað til. Þeirra á meðal var Jóhann og lét hann ekki segja sér það tvisvar að sinna sínum skylduverkum. Þennan okt- óbermánuð blésu kaldir norðan- vindar og frost beit fast. En menn urðu að standa sína pligt og halda varðstöðu utanhúss. Jóhann ofreyndi sig við vinnuna og veikt- ist alvarlega. Eftir þetta varð hann aldrei nema skugginn af sjálfum sér. Sorglegt var að fylgjast með þessum sterka manni fölna og visna. Hægt og hægt bognaði hann, hann hætti að geta staðið í fæturna, hann hætti að geta sest upp. Undir það síðasta lá hann í rúminu sínu í Sunnuhlíð og brosti til okkar þegar við komum í heim- sókn. Hann var ekki nema sextíu pg eins árs þegar hann veiktist. Örlaganornirnar eru grimmar. Við freistumst til að segja: Ef.. ., ef hann hefði nú bara ekki unnið svona mikið í október 1986 þá ... Hann var mér, og okkur öllum, svo mikils virði. Mig langaði svo mikið til að hann hefði kynnst sonardóttur sinni betur, mig lang- INGOLFUR HUGO BENDER + Ingólfur Hugo Bender fæddist á Seyðisfirði 13. apríl 1917. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 11. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. des- ember. Elsku afi. Áður en ég ber þig til grafar á þessum kalda desemberdegi lang- ar mig að fara með nokkur kveðju- orð. Eg ætla ekki að reyna að minnast allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt saman því þær spanna meira og minna allt mitt líf, kvöldin sem þú last fyrir mig áður en ég fór að sofa eða þegar við sátum niðri á tanga og fórum með veiðivísur. Þær stundir ætla ég að geyma með mér þar til við hittumst aftur. Heldur vil ég aðeins minnast hversu einstakur maður þú varst. Það er dálítið merkilegt, að eftir að hafa meira og minna alist upp hjá þér og ömmu man ég aldrei eftir að hafa séð þig skipta skapi. Enda þótt ég vissi þegar þú komst heim á morgnana að þú værir þreyttur eftir að hafa keyrt alla nóttina þá hafðirðu alltaf tíma til að tala við mig, brosa og svara spurningum mínum meðan við borðuðum morgunmat. Núna þeg- ar ég er orðinn fullorðinn maður og á von á mínu fyrsta bami vona ég að geta sýnt mínum þá þolin- mæði og þann hlýhug sem þú hef- ur alltaf sýnt mér. Ég get náttúrlega ekki minnst þín án þess að tala um veiðina. í hvert síripti sem við töluðum um veiði gerðist eitthvað sérstakt á milli okkar, við tókumst báðir á loft og svifum á braut endalausra veiðiminninga og sagna. Þessi yfirvegaða ró og kænska sem þú barst hefur kennt mér margt og fer ekki sá veiðidagur hjá án þess að ég hugsi um — hvað myndi afí gera núna. Myndi hann áfram vera á þessu svæði, mundi hann skipta um flugu eða reyna annað agn, hvert myndi hann kasta? Núna á seinni áram, þó að ég hafi verið meira og minna erlend- is, höfðum við mikið rætt um þá staðreynd að ekkert varir að eilífu. Þegar við töluðum saman á spítal- anum þá vissir þú í hvað stefndi. Beinn í baki og stoltur tókstu á við veikindin sem að lokum bára þig ofurliði. Hræðsla eða sjálfsvor- kunn vora ekki til staðar. Slíkir mannkostir era vandfundnir. Elsku afí, ég vil enda þennan bréfstúf með einni af veiðivísunum sem þú kenndir mér: Komdu nú á krókinn minn, kjaftabeini gráni. Þó að ég sé magur og mjór þá hringa ég þig, sláni. Hörður Bender. aði' til að hann hefði getað rætt við mig eins og hér áður fyrr, það var gaman að rökræða við hann. Mig langaði til svo margs. Eg þakka tengdaföður mínum samfylgdina og vona að hann eigi betra líf þar sem hann er nú, laus við úötra. visins líkama. Barna- börnin hugsa hlýtt til afa sem nú er þeim horfinn og geyma minn- ingu um mætan mann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. (V. Briem.) Brynja Baldursdóttir. Frændi minn Jóhann Tómas Kristjánsson er allur og kom það engum á óvart, eftir langa og erf- iða baráttu við þann sjúkdóm, sem margan manninn hefur lagt að velli. Jói, eins og við kölluðum hann, fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð og þar slitum við báðir barnsskón- um. í þá daga var íslenskt þjóðfé- lag ekki eins flókið og margbreyti- legt og í dag, jafnvel í litlu sjávar- plássi eins og Þingeyri, annað- hvort fórstu í frystihúsið eða á sjóinn. Við Jói tókum síðari kost- inn, hófum sjómennskuna á smá- bátum fyrir vestan. Síðan var haldið suður á stærri skip, Jói á togarana en ég á millilandaskipin. Skildu þar leiðir um hríð, enda þótt við héldum alltaf góðu sam- bandi. Eftir alllanga veru á sjónum fór Jói í land og vann ýmsa vinnu m.a. við stórvirkar vinnuvélar, uns hann gekk til liðs við lögreguna í Kópavogi þar sem hann naut sín vel og lengi, því bæði var hann mjög hreinskiptinn og hugaður maður enda rammur að afli, sem nýttist honum vel við löggæsluna. Þar kom að Jói kendi sér meins á viðkvæmum stað. Hann fékk kransæðastíflu og fór í aðgerð til London. Hann náði sér mjög vel að henni lokinni og var sem al- heill; vann sitt starf eins og ekk- ert hefði í skorist. Nokkra síðar gerðust þau undur og stórmerki að tveir valdamestu menn þessarar plánetu, þeir Reagan og Gorbatsj- off, þurftu að eiga saman orðastað og völdu Reykjavík sem mótsstað! Að sjálfsögðu varð að kalla til allt tiltækt lögreglulið, þ.á m. Jóa, til þess að gæta öryggis þeirra fjand- vina. Varla hefur hann sofíð á vaktinni. En nóttina eftir síðustu vaktina við Höfða fékk Jói hjartaáfall, sem olli því að hann hlaut örkuml þau, sem síðar leiddu hann á leiðarenda hinnar jarðnesku vegferðar. Jói kvæntist efírlifandi eigin- konu sinni Sigrúnu Dagbjörtu Pét- ursdóttur frá Sauðárkróki og þar með verðum við svilar, en Sigrún og Guðný kona mín eru systur. Jóhann og Sigrún eignuðust þrjá syni: Kristján, Rúdolf og Ara, sem allir era sómamenn í orðsins fyllstu merkingu. Með Jóhanni Tómasi er genginn góður drengur, sem ekki mátti vamm sitt vita. Megi hann hljóta góða lendingu hinum megin við móðuna miklu. Sigrúnu, sonum þeirra og öðr- um vandamönnum sendum við okkar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Jóhanns T. Kristjáns- sonar. Ragnar Ágústsson. Það var síðla árs 1986 þegar heimsókn þjóðarleiðtoganna þeirra Gorbatsjoffs og Reagans stóð sem hæst. Lögreglan hafði haft í nógu að snúast en gæta þurfti leiðtog- anna og sendiráða þeirra á meðan þeir dvöldu hér á landi. Vinnutil- högun okkar lögreglumannanna var því breytt og komið á átján klukkustunda vöktum við sendi- ráðin, en það kom í hlut okkar úr Kópavogi að gæta þeirra. Þetta voru bæði langar og strangar vaktir því staðið var utandyra all- an tímann í gaddinum. Mér er þetta minnisstætt, því kvöld eitt um miðnætti eftir eina af þessum erfíðu vöktum, vora það lúnir og þreyttir lögreglumenn sem gengu til náða það kvöldið. Einn okkar var Jóhann Kristjáns- son, einn þessara manna sem ekk- ert beit á. Hann lét sitt ekki eftir liggja þrátt fyrir að vera orðinn 60 ára þegar þetta var. En svo lengi má spenna bogann að hann bresti, því daginn eftir bárust okk- ur þau sorglegu tíðindi að Jóhann hefði fengið heilablóðfall í svefni þá um nóttina og hefði lamast öðrum megin. Þetta var mikið reið- arslag fyrir okkur á lögreglustöð- inni að missa úr starfi góðan lög- reglumann með áratuga reynslu en ekki síst frábæran félaga. Reynsla Jóhanns var mikil og því var gott að vinna með honum. Þá sakaði ekki að Jóhann var með sterkustu mönnum og því var það okkur hinum yngri mikið öryggi ef til átaka kom í útköllum. Segja má að Jóhann hafi verið einstakur maður, því manni leið ekki bara vel í návist hans heldur fann mað- ur til öryggistilfinningar. Jóhann var ákaflega félagslynd- ur og glaðlyndur maður sem gott var að vinna með og vera í návist við. Tæki hann einhvem nýliðann að sér, var þeim aðila borgið þar sem Jóhann hugsaði vel um sína menn. Hann var happasæll í starfí, góður yfirmaður og vann störf sín af sanngirni og samviskusemi. Þá var hann traustur eiginmaður, sem elskaði og dáði konu sína. Einnig voru börnin ofarlega í huga hans, þeir Kristján, Rúdolf og Ari og fjölskyldur þeirra og barnabörn sem honum þótti ákaflega vænt um. Enda talaði hann oft um þau þannig að maður skynjaði að hann vildi hag þeirra sem mestan. Sigrún kona Jóhanns reyndist honum betur en orð fá lýst í veik- indum hans og hafði hann heima á Kársnesbrautinni mestallan tím- ann þar sem hann naut sín best í faðmi fjölskyldunnar. Jóhann ólst upp fyrir vestan, við Dýrafjörð og fluttist til Reykja- víkur ungur maður. Hann stund- aði, eins og svo margir ungir menn, sjómennsku, en síðar meir gerðist hann verktaki hjá Kópa- vogsbæ. Síðar hóf Jóhann störf hjá lögreglunni í Kópavogi og var skipaður frá 1. maí 1962 sem lög- reglumaður og starfaði þar til hann veiktist síðla árs 1986. Þá eignaðist hann bát í félagi með frænda sínum, Jóni Júlíus- syni, og vora þeir með bátaskýli ekki 13arri heimili Jóhanns. Það veit enginn nema sá sem hefur prófað, hvað er að vera með bát og geta siglt í góðu veðri út Fló- ann. Nú er góður félagi kvaddur, en fallegt bros hans mun líklega ekki slokkna í hugum þeirra sem hann þekktu. Að sofna eftir erfíðan dag getur verið líkn. Hafðu góða heim- komu. Farðu í friði, góði vinur. F.h. Lögreglufélags Kópavogs, Guðmundur Ingi Ingason. Á stund sem þessari er ekki auðvelt að taka sér penna í hönd og setja eitthvað á blað sem lýst getur hugarástandi manns. Margt flýgur í gegnum hugann bæði ljúft og leitt, en er ekki lífið samspil gleði og sorgar yfírleitt? Jóhann Kristjánsson tók fyrst í hönd mína á lögreglustöðinni í Kópavogi er ég hóf störf þar sem lögreglumaður. Sú hönd sem hann rétti mér í upphafí er núna skýr og lifandi minning og jafnframt mynd af sambandi okkar og sam- leið frá því við kynntumst. Hann átti aldrei annað en hlýju í lófa sínum og á hverri göngu var styrk- ur að því að hafa hann sér við hlið. Ég átti því láni að fagna að vera lengst af á vakt með Jó- hanni. Á þessum tíma var ég eina konan sem gekk vaktir í lögregl- unni, og kom það stundum fyrir að strákamir voru að stríða mér. Þá skammaði hann þá eins og óþekka hunda. Einnig er mér minnisstætt frá því að ég bjó í vesturbæ Kópavogs að þá gengum við iðulega saman til vinnu. Við stein við Kársnesskóla mæltum við okkur mót og ef hann var kominn á undan mér sat hann á steininum og beið eftir mér. Þær vora ófáar sögurnar sem hann sagði mér af álfunum í Kópavogi, huldufólki og draugum, sumar skrýtnar og aðrar, sem höfðu góðan endi. Öllu þessu og gullkomum um lífsins gagn og nauðsynjar ásamt mörgu fleira miðlaði hann til mín á sinn sérstaka hátt og hefur það verið mér ómetanlegt veganesti í lífínu. Elsku Jóhann minn, farðu fagn- andi á feðranna fund. Ég sendi þeim sem mest hafa misst einlæga samúðarkveðju. Guðrún Jack.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.