Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 13 AKUREYRI Fjölmörg- mál til kasta lögreglu á liðnu ári Um 100 óku ölvaðir og númer klippt af 645 bílum LÖGREGLAN á Akureyri hafði af- skipti af 2.272 málum á síðasta ári. Arekstrum fækkaði milli áranna 1995-1996, þeir voru 199 á liðnu ári en 231 árið á undan. í 320 tilvik- um fór lögregla á vettvang eftir árekstur og aðstoðaði við gerð tjónaskýrslu, en í 108 skipti árið á undan. Alls voru 106 manns teknir á síðasta ári vegna ölvunaraksturs en þeir voru heldur færri árið á undan, eða 88. Þá fjölgaði þeim einnig sem óku gegn rauðu ljósi, úr 15 í 23 milli ára, en færri óku án ökuleyfa eða 13 í fyrra á móti 31 árið á undan. Þá má nefna að 16 voru teknir fyr- ir að aka gegn einstefnu á nýliðnu ári en 11 árið á undan. Stöðvunar- skylda var brotin af 24 ökumönnum í fyrra en 5 gerðu sig seka um slíkt broti árið á undan. Ökumönnum sem brutu þunga- takmarkanir fækkað milli ára, voru 81 árið 1995 en 44 í fyrra. Mun fleiri óku án öryggisbelta á liðnu ári borið saman við fyrra ár, eða 229 á móti 56. Númer voru klippt af 400 bílum vegna vanrækslu á skoðun í fyrra en þeir voru 277 árið á undan. Þá voru númer klippt af 184 bílum vegna ógreiddra bifreiðagjalda á móti 75 árið á undan og númer fuku af 61 bíl í fyrra þar sem trygging var fallin úr gildi, en bílar sem hlutu sömu meðferð ári áður voru 78. Fimmtán töfðu umferð Lögregla kærði 15 ökumenn á síðasta ári fyrir að tefja umferð, einkum við Ráðhústorg, en tveir voru kærðir af sama tilefni árið áður. Á síðasta ári hafði lögregla afskipti af 31 ökumanni sem ekki notaði stefnuljós. Ölvun á almannafæri var skráð í bækur lögreglu í 174 skipti á liðnu ári en í 134 skipti árið á undan. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að 306 gistu fangageymslur lög- reglu á síðasta ári. Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar til síðari umræðu í bæjarstjórn Skatttekjur áætlaðar um 218 milljónir króna Dalvík. Morgunblaðið. FJÁRHAGSÁÆTLUN Dalvíkur- Bræla við Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. GRÍMSEYJARBÁTAR komust í nokkra róðra eftir jólahátíð- ina og komu með ágætan afla að landi. Það fiskerí stóð hins vegar stutt, því frá 12. janúar hefur verið stanslaus bræla, hríð og norðlægar áttir. Á laugardag og sunnudag komust netabátarnir út og gátu vitjað um net sín. Þó gátu þeir ekki dregið allar trossurn- ar og því er eitthvað orðið tíu nátta hjá þeim. Línubátar hafa ekki róið frá 11. janúar og á veðurspá er ekki að heyra miklar breyting- ar til batnaðar. Nú ríkir Vetur konungur því í Grímsey og hann virðist ekki ætla að lina tök sín í bráð. Menn mega sín lítils þegar hann er í þessum ham, verða að lúta ægivaldi hans og á meðan eru bátar allir í höfn. Sjómenn horfa til himins oft á dag og bíða. bæjar fyrir árið 1997 var til síðari umræðu á fyrsta fundi bæjar- stjórnar á nýbyrjuðu ári í gær. Samhliða flutningi alls reksturs til sveitarfélaga verða talsverðar breytingar á áætluninni frá síðasta ári og gerir það allan samanburð við fyrri áætlanir flóknari en ella. Umtalsverð tekjuaukning frá síðasta ári verður hjá bæjarsjóði vegna þessara breytinga en jafn- framt munu fræðslumál verða langstærsti málaflokkurinn í rekstri bæjarfélagsins og taka til sín 31,4% skatttekna bæjarsjóðs. í desember s.l. samþykkti bæjar- stjórn að nýta hámarksálagningu útsvars, 11,99%, og þá var ákveð- ið að leggja 0,375% fasteigna- skatt á íbúðarhúsnæði og 1,4% á atvinnuhúsnæði. Út frá þessum forsendum eru skatttekjur bæjar- 31,4% skatttekna bæjarsjóðs renna til fræðslumála ins áætlaðar 218 milljónir króna. Ráðgert er að til rekstrar renni 78,7% skatttekna sem er nokkru lægra hlutfall en að er stefnt í þriggja ára áætlun bæjarfélags- ins. Áhersla lögð á að greiða niður lán í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir miklum framkvæmd- um á vegum Dalvíkurbæjar á þessu ári en þess í stað áhersla lögð á að greiða niður lán. Til eign- færðrar fjárfestingar eru áætlaðar 7,9 milljónir króna en stærsti hluti þeirrar fjárfestingar er á vegum Hitaveitu Dalvíkur. Til gjaldfærðr- ar fjárfestingar eru áætlaðar 32,6 milljónir króna þar sem 16 milljón- um króna verður varið til gatna- gerðar og fráveitu og 6,3 milljón- um króna í styrki til íþróttafélag- anna á Dalvík til uppbyggingar og viðhalds íþróttamannvirkja. Þá verður á fundi bæjarstjórnar lögð fram til fyrri umræðu endur- skoðun á þriggja ára áætlun bæjarfélagsins þar sem tekið er tillit til þeirra breytinga sem flutn- ingur grunnskóla til sveitarfélaga hefur í för með sér. í tillögunum sem fyrir liggja er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum á rekstri bæjarfélagsins næstu þrjú árin og þá er gert ráð fyrir að framkvæmdir við skólabyggingu hefjist vorið 1998. í gildandi áætl- un var ráðgert að hefja skólabygg- ingu í vor. Morgunblaðið/Hólmfríður Sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð Kosið verði í haust Á FUNDI samstarfsnefndar sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð sem haldinn var nýlega var samþykkt að vinna áfram að sameiningu sveitarfélaga á þessu svæði, frá Árskógshreppi til Siglufjarðar. Stefnt er að því að á tímabilinu maí til júní næstkom- andi liggi fyrir tilhögun og fyrir- komulag að nýju sveitarfélagi og að kosið verði um sameiningu hins nýja sveitarfélags í október eða nóbvember á þessu ári. Ákveðið var að efna til fundar um sameiningarmálin í næstu viku en á þeim fundi á að liggja fyrir hvaða sveitarfélög munu halda áfram vinnu við sameining- una. íþróttafélagið Þór Jóhann íþróttamaður ársins Morgunbtaðið/Kristján RAGNAR Sverrisson, kaupmaður í JMJ, t.v., sem gefur öll verð- laun í kjöri íþróttamanna Þórs, Atli Már Rúnarsson, Páll Gísia- son, Jóhann Þórhallsson, íþróttamaður Þórs, Konráð Oskarsson og Guðmundur Sigurbjörnsson, formaður Þórs. JÓHANN Þórhallsson, skíða- og knattspyrnumaður, var útnefndur íþróttamaður Þórs 1996 en kjörinu var lýst í hófi í Hamri um síðustu helgi. Við sama tækifæri var Jóhann jafnframt útnefndur skíðamaður árs- ins, þriðja árið í röð. Páll Gíslason var valinn knattspyrnumaður ársins, Atli Már Rúnarsson handknattleiks- maður ársins og Konráð Óskarsson körfuknattleiksmaður ársins. Jóhann Þórhallsson, sem varð 17 ára fyrr í þessum mánuði, hefur ver- ið einn fremsti skíðamaður landsins í sínum aldursflokki ti! fjölda ára. Hann varð íslandsmeistari í svigi og alpatvíkeppni í flokki 15-16 ára á síðasta ári. Þá varð hann í þriðja sæti í stórsvigi og risasvigi á sama móti. Jóhann varð Akureyrarmeistari í svigi og sigraði í stórsvigi á Þórs- móti. Hann var auk þess valinn í unglingalandsliðið á skíðum. Jóhann er ekki aðeins liðtækur á skíðum, hann var lykilmaður í 3. flokks liði Þórs í knattspyrnu, sem sigraði á Islandsmótinu bæði innan- og utanhúss. Hann var valinn í dren- gjalandsliðið í knattspyrnu og lék með liðinu á æfingamótum í Svíþjóð og Portúgal á síðasta ári. Jóhann varð Akureyrarmeistari í knatt- spyrnu bæði með 3. og 2. flokki og fékk einnig að spreyta sig með meist- araflokki félagsins. Hættur keppni á skíðum í samtali við Morgunblaðið sagðist Jóhann hafa tekið ákvörðun um að hætta keppni á skíðum og einbeita sér þess í stað að knattspyrnunni. „Eg hef nóg með að einbeita mér að skólanum og fótboltanum, auk þess sem það er mjög dýrt að stunda skíðaíþróttina." Jóhann er genginn upp í 2. flokk í knattspyrnunni en hefur auk þess fullan hug á komast í meistaraflokkslið félagsins sem fyrst. Páll Gíslason, knattspyrnumaður ársins, hefur einnig verið einn af lykilmönnum meistaraflokks í hand- bolta. Sama má segja um Atla Má Rúnarsson, handknattleiksmann árs- ins, sem varði mark meistaraflokks Þórs í knattspyrnu sl. sumar. Konráð Óskarsson, körfuknattleiksmaður ársins, hefur verið lykilmaður félags- ins til fjölda ára í þeirri grein. Eigendur Blómabúðar Akureyrar kaupa París HJÓNIN Sigmundur Einarsson og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og fjölskylda hafa keypt húsið Hafnarstræti 96, París. Sigvaldi E.S. Þorsteinsson kaupmaður byggði húsið árið 1913 og rak þar verslunina París. í bók Steindórs Steindórssonar, Akureyri, höfðuðborg hins bjarta norðurs, segir að þessi verslun hafi verið sú fyrsta í bænum sem skipt var upp í tvær deildir, en vaninn var sá að öllu ægði sam- an, matvöru, vefnaðarvöru, búsá- höldum og öðru sem höndlað var með. Bræðurnir Sigvaldi og Jó- hannes voru einna umsvifamestu kaupmenn á Akureyri á öðrum áratug aldarinnar og Sigvaldi fram yfir 1930 en þá flutti hann alfarinn til Danmerkur. Ymsir hafa átt húsið frá þeim tíma, en síðustu fjóra áratugi hefur það verið í eigu systkinanna Guðrúnar, Geirfinns og Arnórs Karlsbarna. Þar hafa þau stundað verslunarrekstur ásamt fjölskyld- um, Klæðaverslun Sigurðar Guð- mundssonar, Blómabúðina Lauf- ás og leikfangaverslun. Prent- smiðja Björns Jónssonar starfaði í bakhúsi í nokkur ár og þar var einnig húsgagnaverkstæði Kristj- áns Aðalsteinssonar. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri og bókaút- gefandi, bjó lengi í húsinu áður en hann flutti til Reykjavíkur og þar bjó einnig Helgi Valtýsson, kennari og rithöfundur. Færtí upprunalegt horf Sigmundur sagði að fyrst yrði hafist handa við að lagfæra húsið og endurbæta, en færa á það í upprunalegt horf. Þau hjónin reka Blómabúð Akureyrar í Hafnar- stræti 88 en hyggjast flytja hana yfir í Parísarhúsið. „Þetta er mun stærra rými en við höfum nú og við sjáum margvíslega möguleika fólgna í því að flytja starfsem- ina,“ sagði Sigmundur. „Þetta er hús með sögu og sál.“ Húsið er á þremur hæðum auk kjallara. Á þeirri efstu er íbúð sem gerð verður upp. Ekki er að sögn Sigmundar útilokað að í tengslum við blómaverslunina verði sett upp verslunarminjasýning í samvinnu við aðra, „lifandi sýning í máli og myndum sem tengist verslun á Akureyri,“ sagði Sigmundur og bætti við að lítið kaffihús ætti einnig heima með þessari starf- semi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.