Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 23 AÐSENDAR GREIIMAR Þreifað á púlsi ferðalaga í Asíu ÁRLEG ferðakaupstefna Asíuland- anna sjö, sem eru í viðskiptabanda- laginu ASEAN, var að þessu sinni haldin í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, og lauk um síðustu helgi. Þar kynntu um 500 helstu seljend- ur ferðaþjónustu í Tælandi, Malas- íu, Singapore, Brunei Darussalam, Indónesíu, Filippseyjum, og Víet- nam margt af því besta sem heim- urinn hefur að bjóða ferðamönnum í dag, bæði hvað snertir áhuga- verða og sérstaka menningu, stór- stígar nútímaframfarir, mörg bestu hótel heimsins og þjónustu í gæða- flokki, sem er óþekkt í öðrum hlut- um heimsins, að ógleymdu verðlagi ennþá svo miklu lægra í Suðaustur- Asíu að 2-3 vikna ferðir þangað kosta jafnvel minna en jafnlöng ferð innan Evrópu. Víetnam bætist í hópinn Víetnam vekur nú athygli ferða- heimsins, nýr spennandi áfanga- staður, sem lengi var lokaður, framandi og enn lítið spilltur af vestrænum áhrifum, sem auðvitað sækja á í Suðaustur-Asíu eins og Þekkingarleysið, segir Ingólfur Guðbrands- son, er versti þröskuld- urinn í vegi góðra, rétt skipulagðra ferðalaga. annars staðar með aukinni velmeg- un og auknum ferðalögum. Því hafa margir á orði að ekki sé seinna vænna að kynnast Asíu eins og hún upprunalega var, áður en sér- kennin þurrkuðust út. í Víetnam er flest enn með einkennum gamla tímans. Þótt uppbyggingin sé hafin af krafti og Saigon státi af nýjum hótelum í heimsklassa, eru þjóð- hættir og verklag víða með svip fortíðar. Fólkið er broshýrt, vin- gjarnlegt og gestrisið svo að að- dáun vekur. Skugga Víetnams- stríðsins er að létta af þjóðinni, og vafalaust á þetta gjöfula land mikla framtíð sem paradís ferðamanna, sem leita út fyrir almannaleið hins venjulega og hversdagslega. Verð- lag á flestu er ótrúlega lágt, t.d. mat og fallegum handunnum mun- um, s.s. útsaumi. Þekkingarleysi mesta hindrun ferðalaga í tengslum við Asíu ferðakaup- stefnuna voru haldin þing og nám- FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR +- -t±j irÉl^ k Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sfmi 567 4844 BÓKHALDSHUGBÚNAOUR fyr/rWINDOWS Tökum Opus-Allt og annan hugbúnað uppí gl KERFISÞRÓUN HF. ““ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 skeið þar sem fjallað var um nýj- ungar og framtíð ferðamála. Alls staðar kom fram að þekkingarleys- ið er versti þröskuldurinn í vegi góðra, rétta skipulagðra ferðalaga. Almenningur á Vesturlöndum er enn mjög fáfróður um Austurlönd og yfirburði þeirra á mörgum svið- um. Of mörg mistök verða vegna þess að ferðamenn sniðganga fag- fólk með sérþekkingu í ferðaþjónustunni, og var þessu jafnað við að sjúklingur vildi fremur framkvæma á sjálfum og vinum sín- um vandasama Iæknisaðgerð heldur en að leita til sérfræð- ings. Afleiðingamar væru e.t.v. sjaldan jafnháskalegar, en oft á tíðum bæði dýrar og óþægilegar. Á Asian Tourism Fomm var ég spurður sláandi spurningar: „Hvers konar fólk er Ingólfur Guðbrandsson annað en það ódýrasta á ferðalögum?“ Þessu til staðfestingar voru mér sagðar skondnar sögur af íslendingum sem keyptu sér ferðir út í bláinn og lentu í slæmum málum. Einn frægasti hótelhringur heimsins og marg- verðlaunaður er Mandarin Oriental og einnig Singapore Mandarin Internati- onal. En þar sannast íslenska orðtækið að ekki er sama Jón og séra Jón. Fleiri hótel skylt við hin fyrrnefndu. Gamla Mandarin-hótelið í Bangkok hefur þótt fínt fyrir 30 áram, en í dag stenst það engan samanburð við nýju glæsihótelin, sem kosta lítið meira. Stundum verður sparnaður- inn svo dýr að hann verður hreint öfugmæli og rænir ferðina öllum unaði. Sögunni fylgdi að stór hóp- ur íslenskra sérfræðinga hefði þannig keypt köttinn í sekknum nýlega. Þátttaka í viðburði eins og Asíu- ferðakaupstefnunni lýkur enn upp augum manns fyrir einhæfni í ferðum íslendinga, og tilviljana- kenndu ferðavali. Islendingar? Kaupa þeir aldrei kalla sig Mandarin og eiga ekkert Höfundur er ferðamálafrömuður. „Við borðum Cheerios hringi... á meðan jörðin hringsnýst um möndul sinn...!“ Cheerios sólarhrinqurinn Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum. Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem hungrið segir til sín - á nóttu sem degi. -einfaldlega hollt allan sólarhringinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.