Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Flugmála- stjóm gefur gler- listaverk Málþing í Borgarleikhúsinu „Upphafið aðmikilli naflaskoðim“ HORFT til framtíðar var yfirskrift málþings um innra starf Leikfélags Reylqavíkur og Borgarleikhússins sem haldið var í Borgarleikhúsinu síðastliðinn mánudag. Theodór Júl- íusson, sem sæti átti í undirbúnings- nefnd, segir málþingið hafa tekist vel en það hafi einungis verið upphaf- ið að mikilli naflaskoðun sem nú fari í hönd hjá leikfélaginu. Að sögn Theodórs lágu engar niðurstöður fyr- ir eftir daginn en fjölmargir mála- flokkar hafí verið teknir fyrir á mál- þinginu og starfshópar myndaðir sem halda muni starfi sínu áfram. „Það má eiginlega segja að þetta hafi ver- ið fyrsta skrefið í þá átt að taka innra starf Leikfélags Reykjavíkur föstum tökum,“ segir Theodór en undirbún- ingsnefiidin mun hittast á nýjan leik næstkomandi föstudag. Sigurður Karlsson, formaður Leik- félags Reylg'avíkur, vísar því á bug að um „krísusamkomu" hafi verið að ræða enda hafi málþingið verið í undirbúningi frá því Þórhildur Þor- leifsdóttir leikhússtjóri hafi varpað hugmyndinni fram síðastliðið haust. Segir Sigurður þátttöku hafa verið góða, á að giska sjötíu manns, og áhuga mikinn. „Þetta var mjög ánægjulegur dagur enda er nauðsyn- legt fyrir starfsfólk í atvinnuleikhúsi að koma annað slagið saman og ræða sín mál, félagsleg og fagleg, taktísk og listræn. Fjármál voru hins vegar ekki nefnd nema í framhjá- hlaupi." Nokkur erindi voru flutt á mál- þinginu. Má þar nefna að Þórhildur Þorleifsdóttir fjallaði um listræna stefnu leikhússtjóra og lagði mat á núverandi stöðu, Sigurður Karlsson ræddi um starf leikhúsráðs og stöðu LR í dag og Hlín Agnarsdóttir flutti erindi sem nefndist Innri vandi leik- hússins - er hann til? Sex starfshópar voru settir á lagg- imar á málþinginu en viðfangsefni þeirra eru: Hvers konar leikhúsi vilj- um við vinna í? Hvemig verður góð- ur leikhópur til? Staða, áhrif og ábyrgð leikarans innan LR; Starfs- mannaráð; Kynningar- og markaðs- mál og Leikfélag Reykjavíkur - hvemig getum við endumýjað það? FLUGMÁLASTJÓRN færði Al- þjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) íslenskt glerlistaverk að gjöf í tílefni af því að ICAO hef- ur flutt starfsemi sína í nýjar höfuðstöðvar í borginni Montre- al í Kanada. Ingunn Benedikts- dóttir glerlistakona vann lista- verkið að beiðni Flugmálastjóra- ar og hlaut það nafnið Vængjuð veröld. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri afhenti dr. Assad Koitate, forseta fastaráðs ICAO, lista- verkið við sérstaka athöfn í des- ember sl. að listamanninum við- stöddum. Verkið Vængjuð ver- öld er hlutur íslands í sameigin- legri gjöf Norðurlandaþjóðanna í nýju ICAO-skrifstofumar, en sú gjöf er húsbúnaður í móttöku Kvennakór hjá Söng- smiðjunni STOFNAÐUR hefur verið kvennakór á vegum Söng- smiðjunnar sem kallar sig Kyijumar. Stjómendur kórsins em Sigurbjörg Hv. Magn- úsdóttir og Sigrún Grendal. Undanfarin tvö ár hefur verið starfræktur gospelkór á vegum Söngsmiðjunnar sem kallast Sönghópur Móður jarð- ar. Stjómandi hans er Esther Helga Guðmundsdóttir og und- irleikari Sigrún Grendal. í vet- ur er sjötta starfsár Söng- smiðjunnar. Hvunndagshetjur MYNDLIST M okka LJÓSMYNDIR Spessi. Opið á túnum kaffistofunnar. Til 6. febrúar. Aðgangnr ókeypis. UM ÞAð geta allir verið sammála að íslenzkir sjómenn eru með þeim harðgerðustu í heimi hér. Trauðla býður veðurfarið upp á annað, sé ekki minnst á það ómanneskjulega hark sem illu heilli hefur hingað til einkennt íslenzka sjósókn, þar sem allt snýst um tonnin, sem upp úr djúpunum eru dregin. Óraunhæft væri ekki að nefna þessa öld „tonna- öldina“ og má búast við að dæmið snúist við og næsta öld verði „hag- nýtisöldin", og fiskurinn hljóti þá uppreisn æm og sóma innanlands sem hann á skilda, einnig sem fjöl- þættasta og næringarríkasta ljúf- meti sem bragðlaukar mannsins komast í tæri við. íslenskir listamenn hafa í tímans rás naumast gaumgæft hið frábæra myndefni sem fískurinn og sjómað- urinn er og þeir hafa haft fyrir fram- an nefið, mikið til vegna þess að þessir menn voru slorinu vígðir, sem þótti ekki par fínt og varla augna- yndi á veggjum híbýla. Virðingin fyrir þeim var þó alltaf fölskvalaus, en starfið þótti kuldalegt og hrjúft og ekki vænlegt á yfirborð dúka nema mjög stflfært, eða hluti af uppbyggingu svipmikillar mynd- heildar, helst í anda franskrar hefð- INGÓLFUR Þorleifsson, fæddur 1. september 1920 í Bolungarvík. Hóf sjósókn 14 ára á Hring. Ingólfur stundar enn sjómennsku á trillunni Ritu sem er I hans eigu. ar. Þetta var þó myndefni sem fyrir ýmis sérkenni var einstakt í öllum heiminum. Að minni hyggju er hér um um- talsverða eyðu að ræða í íslenzkri myndlist, þótt ekki skorti að stór- brotnar sjávarmyndir hafi verið mál- aðar, einkum verður maður var við það, þegar skoðaðar hafa verið gamlar ljósmyndir á sýningum und- anfarinna ára. Margoft hef ég hrokkið við er ég hef litið þessi myndefni, svo sláandi áhrifamikil, mörg upplögð á málaða dúka, engu síður en flatamálverkið, ljóðrænan, úthverfa innsæið og poppið frá út- landinu. Hitt er svo annað mál að það þarf svipmikil listbrögð til að gera myndefninu skil hvort sem um hlutvakta frásögn er að ræða eða huglæg hrif. Þar sem þetta tímabil er óðast að hverfa og mýkri andlits- drættir komnir á ásjónur yngri kyn- slóða sjómanna er mikilvægt að framsæknir myndlistarmenn taki myndefnið fyrir í ríkari mæli, ekki síst róttækir fjöllistamenn. Hér er af fjársjóð að ausa sem listasalir stórborganna bíða eftir, ef rétt er að staðið. Myndir ljósmyndarans Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar, eru hér sem hólmgönguáskorun, en hann hefur fengið nokkra gerðarlega karla til að klæðast sínu fínasta pússi, sem eru ekkert minna en út- lenzk jakkaföt, bindi og blankskór. Rúnum rist andliti vinnuþjarkanna sem afhjúpa ekki síður óblíða veðr- áttuna, en húsarústir og skellóttir sprungnir veggir í bakgrunni, virka ekki síður sem hvatning til snjallra íslenzkra fatahönnuða um meira samræmi og sannari umbúðir. Menn eiga ekki að þurfa alfarið að fara í útlenzkar flíkur til að teljast fínir. Þetta eru eins konar „öðruvísi póstkort" og er markað verkefni með byggðasafn Vestfjarða í huga og átti Jón Sigurpálsson hugmynd- ina. Karlamir á myndunum hófu allir sjósókn á unga aldri, eða allt niður i 12 ára. Hugmyndin er snjöll, en útfærsla myndanna er nokkuð einhæf, bæði í uppsetningu og grá- tónum, hefði þurft að vinna þær betur. Myndefnið hins vegar svo gott að einungis kröftugustu lýsing- arorð orðabókarinnar eiga hér heima, en skulu síður notuð á Prenti... Bragi Ásge irsson INGUNN Benediktsdóttir við glerlistaverk sitt. og biðsalur fyrir gesti æðstu stjóraenda ICAO, en þeir koma hvaðanæva úr heiminum. Flug og flugstarfsemi er að- alviðfangsefni Vængjaðrar ver- aldar segir m.a. í fréttatilkynn- ingu.. Grunnhugmyndin að baki verkinu er oddaflug gæsa. Það er síðan tengt jörðinni með því að verkinu er skipt i fímm hluta er geta táknað Norðurlöndin eða hinar fímm byggðu heimsálfur. Heimssýnin í verkinu endur- speglar alþjóðlegt umhverfí flug- mála með skirskotun til hins mikilvæga og árangursríka sam- starfs aðildarríkja ICAO. Dökk- leitir hringir í spegilgrunni verksins eru ímynd flugumferð- íirstjómar.enda tákna þeir rat- sjárgeisla. ísland er gert úr hreinum og hvítum bergkristal af Austíjörðum, auk þess sem fáni landsins er dreginn fram í bláum, rauðum og hvítum litum, sem eru ríkjandi í verkinu. Það er unnið úr munnblásnu gleri, spegilgleri og blýi. Morgunblaðið/Kristinn INDRIÐI G. Þorsteinsson afhendir Ólafi Jóhanni Ólafssyni bók- menntaverðlaun Félags islenskra rithöfunda, Daviðspennann. Olafur Jóhann Ólafsson hlýtur Davíðspennann ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hlaut í gær Davíðspennan 1997, bók- menntaverðlaun Félags íslenskra rit- höfunda. Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur afhenti Ólafi Jóhanni penn- ann í gær við hátíðlega athöfn í Perlunni. Penninn er veittur árlega 21. janúar á afmælisdegi Davíðs Stefánssonar skálds. Sveifla lesendum úr gráma hvunndagsins „Ég þakka af heilum hug fyrir þessa fallegu viðurkenningu," sagði Ólafur Jóhann í ræðu við afhending- una. Hann minnti á að nú á tímum stæði fólki margt annað en bækur til boða þegar það hefði tíma aflögu og sagði: „Skyldur rithöfunda eru vitaskuld ekki við aðra en lesendur sína. Um leið og þeir uppfylla þær skyldur tryggja þeir það að skáld- skapurinn heldur áfram að lifa í þeirri samkeppni um augu og eyru fólks sem mun símagnast á næstu árum með framförum í tækni og tólum. Ef þeir sem skrifa bækur bera til þess gæfu að stytta stundir og lyfta huganum á kreik, sveifla lesendum sínum úr gráma hvunn- dagsins og skilja eitthvað eftir þegar lestrinum Iýkur, þá heldur fólk áfram að lesa.“ Fimm bækur Fyrsta bók Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar var smásagnsafnið Níu lyklar, 1986. Síðan hefur hann sent frá sér fjórar skáldsögur, nú síðast Lávarð heimsins, 1996. Skáldsaga hans, Fyrirgefning syndanna, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1992 pg hefur komið út í sex löndum utan íslands. Bókin vakti mikla at- hygli í Frakklandi þar sem hún kom út í fyrrahaust hjá bókaforlaginu Seuil. Ólafur Jóhann er fæddur í Reykja- vík 1962 og er eðlisfræðingur að mennt. Auk ritstarfa stundar hann nú fjárfestingar og ráðgjöf á sviði margmiðlunar í Bandaríkjunum og í Evrópu og situr í stjóm nokkurra stórfyrirtækja á því sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.