Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HLUTUR OPIN-
BERRA STARFS-
MANNA
ATHYGLISVERÐAR upplýsingar komu fram í Morgun-
blaðinu í gær um launaþróun í landinu. Samkvæmt
útreikningum Hagstofu íslands hefur launavísitala opinberra
starfsmanna og bankamanna hækkað frá fyrsta ársfjórðungi
árið 1995 til loka síðasta árs um 12,6% en launavísitala
fyrir almennan vinnumarkað um 7,9%. Þetta er býsna mik-
ill munur.
Nú er auðvitað ljóst, að ákveðnir hópar opinberra starfs-
manna hafa knúið fram kauphækkanir umfram aðra m.a.
með verkföllum og gert það með þeim rökstuðningi, að þeir
hafi dregizt aftur úr hinum almenna vinnumarkaði í launum.
Því skal ekki mótmælt og ljóst er, að ýmsir starfshópar hjá
hinu opinbera búa enn við launakjör, sem engan veginn
hæfa menntun þeirra og starfi. Má þar m.a. nefna háskóla-
prófessora.
Fyrir áramót var jafnframt gengið frá nýjum samningum
um lífeyrismál opinberra starfsmanna með lagasetningu á
Alþingi. Stjórnvöld halda því fram, að þar sé einungis um
„slétt skipti“ að ræða frá fyrra kerfi en launþegasamtökin
og vinnuveitendur telja, að lífeyrisréttindi opinberra starfs-
manna hafi verið bætt frá því sem var.
Þegar óumdeilt er að launakjör opinberra starfsmanna og
bankamanna hafa á síðustu tveimur árum batnað umtals-
vert umfram kjör almennra launþega og deilt er um það,
hvort lífeyrisréttindi þeirra hafi verið aukin, er ljóst að þessi
þróun mála hlýtur að hafa áhrif á kjaraviðræður þær, sem
nú standa yfir á hinum almenna vinnumarkaði. Raunar þarf
engum að koma á óvart, þótt sumir forystumenn launþegafé-
laganna íhugi að bíða með kjarasamninga fram yfir samn-
inga við opinbera starfsmenn.
Alltaf má deila um, hvort einhver starfshópur í samfélag-
inu hafi fyrr á tíð náð kjarabótum umfram aðra. Um hitt
verður ekki deilt, að þegar launaþróun opinberra starfs-
manna síðustu tvö árin er höfð í huga og lífeyrisréttindi,
sem að minnsta kosti eru umfram það, sem tíðkast á hinum
almenna markaði, verður ekki lengra gengið í þeim efnum.
Þess vegna verða almennir launþegar að fá einhvers kon-
ar tryggingu fyrir því, að ekki verði á ný samið við opin-
bera starfsmenn og bankamenn umfram þá samninga, sem
vonandi verða gerðir á hinum almenna vinnumarkaði á næstu
vikum. Sú leiðrétting, sem opinberir starfsmenn og banka-
menn hafa fengið á síðustu tveimur árum verður að duga.
Launaþróun starfshópa hjá hinu opinbera og í einkageiranum
verður að vera sambærileg á næsta samningstímabili.
ÞJÓNUSTA VIÐ
FERÐAMENN
NIÐURSTÖÐUR viðhorfskönnunar sem Ferðamálaráð
íslands lét gera meðal erlendra ferðamanna hér á landi
á liðnu ári og greint var frá hér í Morgunblaðinu í gær,
hljóta að vera skipuleggjendum ferðaþjónustu alvarlegt
áhyggjuefni. En um leið ættu þær að verða hvatning um
að bæta og styrkja þjónustu við ferðamenn á ákveðnum
sviðum.
Vissulega eru jákvæðir þættir í niðurstöðum viðhorfskönn-
unarinnar, sem einnig má draga lærdóm af. Þannig er það
ánægjulegt, að 90% aðspurðra treysta sér til að mæla með
íslandsferð við vini sína. Það er einnig jákvætt að íslensk
náttúra, hreinleiki, friðsæld og hálendið, skuli draga að svo
stóran hluta ferðamanna, sem raun ber vitni.
Um leið ættu þær niðurstöður að gera það að verkum,
að við verðum enn frekar á varðbergi um framkvæmdir, sem
gætu spillt hinni hreinu og ómenguðu ímynd íslands.
Það sem hvað alvarlegast er við niðurstöður könnunarinn-
ar, er sú einkunn sem erlendir ferðamenn gefa verðlagi hér
á landi, en hún er sýnu verst, eða 3,3 af 10 mögulegum.
Þá ætti niðurstaða ráðstefnugesta haustið 1996 ekki síður
að verða umhugsunarefni þeim sem standa að skipulagningu
ráðstefna hér á landi. Meðaleinkunnin varð einungis 4,5 og
33% aðspurðra ráðstefnugesta gáfu þjónustu vegna við-
skipta einkunn sem var aðeins á bilinu 0-1. A þessu sviði
er alveg ljóst að taka þarf til hendi og það svo um munar.
Takmörkuð hrifning við hugmynd um Fjárfestingarbanka Islands hf.
Viðskiptabankarnir
reifa valkost
Finnur Ingólfsson bankaráðherra vill að fjár-
festingarlánasjóðimir Iðnlánasjóður, Iðnþró-
unarsjóður og Fiskveiðasjóður verði sameinað-
ir í einn banka, sem rætt hefur verið um að
*
hljóta myndi nafnið Fj árfestingarbanki Islands
hf. Agnes Bragadóttir og Helgi Þorsteins-
_______son könnuðu skiptar skoðanir um_______
fyrirhugað frumvarp ráðherrans og hvaða
úrræði viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir
telja sig geta boðið upp á sem valkost.
FISKVEIÐASJOÐUR
ÍSLANDS
IÐNLANASJOÐUR IÐNÞROUNARSJOÐUR
KJARTAN Gunnarsson,
formaður bankaráðs
Landsbankans:
„Þá hugmynd verður
að hugsa mjög vel,
áður en ákveðið verð-
ur að stofna þriðja og
jafnvel fjórða ríkis-
bankann."
KRISTJAN Ragnars-
son, formaður LIÚ:
„Það sem við hjá LIÚ
höfum lagt mesta
áherslu á er að Fisk-
veiðasjóði verði
breytt í hlutafélag."
SVEINN Hannesson,
framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins:
„Bankarnir eru að
hugsa um að fá stærri
bita af markaðinum
með því að fá fjárfest-
ingarlánin inn til sín.“
Morgunblaðið/Leif R. Janson
HAGFRÆÐINGARNIR á blaðamannafundinum frá vinstri: Arne Jon Isachsen, prófessor við Handelshögskolan BI í Ósló, John William-
son, yfirhagfræðingur fyrir Suður-Asíu í Alþjóðabankanum, Þorvaldur Gylfason, formaður nefndarinnar, prófessor við Háskóla Islands,
Torben M. Andersen, prófessor við Háskólann í Árhus, Seppo Honkapohja, prófessor við Háskólann í Helsinki.
Þorvaldur Gylfason fór fyrir hópi virtra hagfræðinga í úttekt á efnahagslífi Svía
Er Svíþjóð úr
takti við umheiminn?
Á meðan Sviar haf a talað um vandamálin
hafa margar aðrar þjóðir leyst þau. Þetta
voru meðal annars skilaboðin sem fímm manna
nefnd virtra hagfræðinga, sem ekki eru
sænskir, ber Svíum í bókinni „Úr takti við
umheiminn? - Sænskt efnahagslíf í alþjóðlegu
samhengi“, sem kom út í fyrradag. Sigurjón
Pálsson sat blaðamannafund með hagfræð-
ingunum í Stokkhólmi og ræddi við Þorvald
Gylfason, hagfræðing og prófessor við Há-
skóla íslands, sem ritstýrði bókinni og var
jafnframt formaður nefndarinnar.
TALSVERÐ umræða hefur
farið fram undanfarnar vik-
ur á milli ákveðinna tals-
manna viðskiptabankanna
og sparisjóðanna, sem telja sig hafa
upp á skynsamlegri og hagkvæmari
valkost að bjóða, en þann sem Finnur
Ingólfsson, banka- og viðskiptaráð-
herra, hefur boðað boðar um breytt
rekstrarform og eignarhald fjárfest-
ingarlánasjóðanna, Fiskveiðasjóðs,
Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, en
eins og kunnugt er gerir ráðherrann
ráð fyrir sameiningu sjóðanna í einn
banka, Fjárfestingarbanka íslands hf.
í Morgunblaðinu í gær er greint frá
því að stefnt er að því að leggja fram
frumvarp um sameiningu fjárfesting-
arlánasjóðanna fljótlega eftir að þing
kemur saman á ný, eða strax upp úr
mánaðmótum.
Hér er síður en svo um einfalt
mál að ræða og virðist lítil eining
nkja um hver framtíð sjóðanna eigi
að vera. Eftir því sem næst verður
komist er helsta kveikja þess að tals-
menn viðskiptabanka og sparisjóða
hafa að undanfömu verið að leita
leiða til þess að vinna sínum hug-
myndum um framtíð sjóðakerfisins
fylgi sú að þeir eru mjög mótfallnir
því að hér verði settur á stofn nýr
ríkisbanki. Segja ákveðnir viðmæl-
endur Morgunblaðsins að það skjóti
skökku við að á sama tíma og ríkis-
stjórnin er með á borði sínu að hf,-
væða ríkisbankana, þ.e. Landsbank-
ann og Búnaðarbankann, sem vænt-
anlega sé undanfari þess, að ríkis-
bankarnir verði seldir að hluta eða
öllu leyti á markaði, sé hún að und-
irbúa stofnun þriðja og jafnvel íjórða
ríkisbankans því rætt er um að
stofna sérstakt fyrirtæki um Stofn-
lánadeild landbúnaðarins sem er eins
og kunnugt er rekin innan vébanda
Búnaðarbankans.
Andvígir hugmyndum ráðherra
Morgunblaðið hafði spurnir af því
að viðskiptabankarnir, sem frá upp-
hafi hafa lýst yfir andstöðu sinni við
hugmyndir bankaráðherrans, hafi,
fyrir frumkvæði talsmanna Lands-
bankans, ekki síst formanns banka-
ráðs Landsbankans, Kjartans Gunn-
arssonar, mótað ákveðna leið, sem
nefna má valkost viðskiptabankanna
og Sparisjóðabankans. I því felst að
viðskiptabankarnir og Sparisjóða-
bankinn myndu kaupa ákveðinn
eignarhluta ríkisins í sjóðunum og
reka í sameiningu slíkan heildsölu-
banka til að byija með, en skipta
síðan jafnvel niður viðskiptunum á
viðkomandi banka, í hlutfalli við
eignarhluta þeirra.
Rétt er að geta þess þegar að ís-
landsbanki hefur verið lítt virkur í
þessum umræðum, enda vandséð
hvernig starfsmenn hans ættu að
geta haft mótaðar skoðanir á þessu
máli, með formann í bankaráði,
Kristján Ragnarsson, sem jafnframt
er formaður LÍÚ og fulltrúi í stjórn
Fiskveiðasjóðs.
Einfaldari leiðir til
Kjartan Gunnarsson kýs að vera
þagmáll um hugmyndir þessar. Hann
segir þó: „Ég tel að þá hugmynd
verði að hugsa mjög vel, áður en
ákveðið verður að stofna þriðja og
jafnvel fjórða ríkisbankann. Á sama
tima og verið er að tala um að ein-
falda bankakerfið, meðal annars með
því að breyta ríkisbönkunum í hluta-
félög. Ég tel að það séu til einfald-
ari og affarasælli leiðir til þess að
stokka upp og endurskoða sjóðakerf-
ið heldur en að steypa því öllu sam-
an í einn nýjan ríkisbanka.“
Talsmenn viðskiptabankanna og
sparisjóðanna spyija m.a. hvort ekki
væri ákjósanlegt fyrir ríkisstjórnina,
sem vill efla lánamöguleikana til at-
vinnulífsins, að nýta þetta tækifæri,
til þess að breyta atvinnusjóðakerf-
inu á allt annan hátt en umræðan
hefur staðið um á undanförnum
árum.
í raun segja þeir að með þeirra
útfærslu hefðu stjórnvöld tækifæri
til þess að sleppa ákveðnum millistig-
um og stökkva yfir með þvi að fall-
ast á hugmyndir sínar.
Ríkið geti tekið þær eignir sem
það á, í þessum sjóðum, þótt um-
deildi hlutinn sé látinn liggja milli
hluta. Viðskiptabankarnir og Spari-
sjóðabankinn geti í sameiningu gert
ríkinu tilboð um kaup á hluta ríkis-
sjóðs í sjóðunum. í því tilboði fælist
að nægar eignir væru skildar eftir í
sjóðunum til þess að hægt yrði að
stofna Nýsköpunarsjóð atvinnulífs-
ins sem beðið hefur verið eftir um
nokkra hríð.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
yrði eini sjóðurinn sem yrði að grunni
til rekinn á allt öðrum forsendum
en hinir er þessi: Hann er hugsaður
sem eins konar áhættusjóður at-
vinnulífsins þar sem það er undir
hælinn lagt hvort framlög úr honum
verða nokkurn tíma endurgreidd,
vegna þess að eðli málsins sam-
kvæmt er slíkur sjóður hugsaður sem
leið til leitar að nýsköpunartækifær-
um í íslensku atvinnulífi; þannig er
um áhættusjóð að ræða, sem rekinn
yrði á allt öðrum forsendum en Tjár-
festingarlánasjóður.
Talsmenn bankastofnana telja að
ef farið yrði að þeirra hugmyndum
um kaup og yfirtöku á hluta ríkisins
í fjárfestingarlánasjóðunum yrði það
til þess að bankarnir kæmu mun
sterkar inn í Iangtímalán til atvinnu-
lífsins sem þær þegar hafa hafið í
meira eða minna mæli.
Umtalsverð hagræðing?
Með þessu fengist að þeirra mati
fram umtalsverð hagræðing í banka-
kerfinu og lækkun á rekstrarkostn-
aði þess. I þeim efnum er bent á að
lánastarfsemi þeirra fjárfestingar-
sjóða sem hér er við lýði, er í höfuð-
atriðum heildsölulán, þ.e.a.s. lang-
tímalán. Talsmenn bankanna benda
á að með því að starfsemi fjárfesting-
arlánasjóðanna færist undir við-
skiptabanka og sparisjóði hefði slíkt
í för með sér umtalsverða lækkun
rekstrarkostnaðar bankakerfísins.
Þannig sjá forsvarsmenn bank-
anna fyrir sér að ef langtímalánin
til atvinnuveganna, eða svokölluð
heildsölulán fjárfestingarlánasjóð-
anna, yrðu daglegur hluti af starf-
semi viðskiptabanka og sparisjóða í
framtíðinni væri hægt að ná fram
umtalsverðri hagræðingu í banka-
kerfinu í heild.
Ekki rætt í bankaráði
íslandsbanka
Hagsmunaaðilar í atvinnulífínu
eru raunar andvígir báðum hug-
myndum, hvort sem er þeirri sem
feíst í fyrirhuguðu frumvarpi banka-
ráðherrans eða útfærslu ákveðinna
forystumanna bankakerfisins.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍU og bankaráðs íslandsbanka,
segir að þessar hugmyndir bankanna
hafi ekki verið ræddar innan bankar-
áðsins. „Tillögur ríkisstjórnarinnar
um að stofna Pjárfestingabanka ís-
lands er það sem liggur á borðinu
og það er það sem hagsmunaaðilarn-
ir eru kvaddir til til að fjalla um.
Svo eru einhveijar hugmyndir um
þátttöku viðskiptabankanna í slíku,
en meðan bankaráð íslandsbanka
hefur ekki heyrt eða séð þau áform
vil ég ekki tjá mig um það. Þær hug-
myndir sem uppi eru um málið verða
ræddar á fundi í næstu viku. Það sem
við hjá LÍÚ höfum lagt mesta áherslu
á er að Fiskveiðasjóði verði breytt í
hlutafélag. Þá væri einnig eðlilegt að
breyta iðnlánasjóðunum í einn sjóð
og gera þá að einu hlutafélagi. Við
viljum fyrst og fremst að opnað verði
fyrir það að sjóðimir geti lánað til
annarra atvinnuvega. Það er ekki
tímabært að taka afstöðu til þess
hvort þeir muni síðan í framtíðinni
sameinast bönkum. Við leggjum höf-
uðáherslu á að sérhæfíng sjóðanna
verði afnumin og til dæmis að fellt
verði úr lögum ákvæði um að ekki
megi veita lán nema gegn fyrsta veð-
rétt í fiskiskipum.“
Samtök iðnaðarins lítt hrifin
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, segist
vera lítið hrifín af hugmyndum bank-
anna eins og þeim er lýst hér. „Við
höfum heyrt um áhuga bankanna á
að fá sjóðina til sín, en þetta hefur
ekki komið upp á borð í viðræðum
okkar við ráðuneytið. Þessar hug-
myndir ganga út á að selja lánasjóð-
ina nánast til niðurrifs til bankanna.
Atvinnulífið er búið að vera að borga
í áratugi til að byggja upp sjóði sem
gætu þjónustað það með fjárfesting-
arlánum. Við viljum halda þessari
uppbyggingu áfram og sameina sjóð-
ina í einn öflugan fjárfestingarlána-
sjóð sem getur sinnt íslensku at-
vinnulífi. Við styðjum hugmyndir
sem ganga út á að breyta honum
síðan í almenningshlutafélag.“
Sveinn segir afstöðu bankanna
ráðast af eiginhagsmunum. „Þeir eru
að hugsa um að fá stærri bita af
markaðinum með því að fá fjárfest-
ingarlánin inn til sín. Fyrst og fremst
held ég að þeir séu að hugsa um að
losna við samkeppni. Það er ekki í
þeim anda sem ríkisstjórnin hefur
talað um að auka samkeppni á lána-
markaði. Við teljum að þessi stofn-
un, eins og við hugsum hana, myndi
geta veitt erlendum aðilum sam-
keppni um lán til stærri fyrirtækja
hér á landi. Vaxtamunur í fjárfest-
ingarlánasjóðunum er allt annar en
í bönkum. í Iðnlánasjóði er vaxta-
munur innan við tvö prósent nú, en
í bönkunum er hann mun hærri, að
minnsta kosti tvöfaldur. Ef bankarn-
ir fá sjóðina til sín mun það verða
til þess að jafna þann vaxtamun en
það verður í þá átt að hækka hann
í stórum fjárfestingarlánum."
BÓK sem þessi, þar sem gerð
er úttekt á sænsku efna-
hagslífí, kemur út árlega í
Svíþjóð og vekur ávallt
nokkra athygli og umræðu. Það sem
gerir bókina í ár frábrugðna fyrri út-
gáfum er að enginn hagfræðinganna
í nefndinni var sænskur. Bók þessi
ætti að vekja áhuga íslendinga því
eins og Þorvaldur segir sjálfur hér
annars staðar á síðunni má lesa um
ísland milli linanna í nánast öllum
köflum bókarinnar.
Atvinnuleysi og hægur
hagvöxtur
Þorvaldur Gylfason hóf blaða-
mannafundinn þar sem niðurstöður
bókarinnar voru kynntar með þvi að
segja að umræðan í Svíþjóð hefði til-
hneigingu til að vera of mikið inn á
við. Reynt væri að fínna sérsænskar
lausnir í stað þess að draga lærdóm
af því sem gert væri annars staðar.
Hagfræðingahópurinn segir Svía
eiga við þijú höfuðvandamál að stríða.
í fyrsta lagi mikið atvinnuleysi en það
var 12% árið 1996. í öðru lagi hægan
hagvöxt en hann hefur verið 1,6% á
ári frá árinu 1970. I þriðja lagi skort
á tilhneigingu til umbóta. í bókinni
er sýndur samanburður við ríki eins
og Tékkland þar sem ekkert atvinnu-
leysi er og Tæland þar sem mikill
hagvöxtur er.
Stífni hins sænska vinnumarkaðar
gerir atvinnuleysið verra að mati hag-
fræðinganna. Skoðun þeirra er að
hraðari hagvöxtur dugi ekki einn og
sér til að minnka atvinnuleysið heldur
verði að losa um atvinnumarkaðinn
og draga úr miðstýringu. Þorvaldur
sagði að á þetta hefði oft verið bent
áður en tíminn, sem í Svíþjóð hafí
verið notaður til að tala, hafí verið
notaður til aðgerða víða annars staðar.
í máli Torbens M. Andersens, pró-
fessors við Háskólann í Árhus og eins
nefndarmanna, kom fram að það
væri ekki nóg að hafa hátt hlutfall
menntunar eins og er í Svíþjóð, þegar
stór hluti menntamanna fái ekki
menntun, sem gerir þá hæfa fyrir
vinnumarkaðinn. Hann benti líka á að
60% þeirra sem bestu menntunina
hafi starfi í opinbera geiranum. Efna-
hagsleg arðsemi af menntun væri lítil
í Svíþjóð.
Svíar flytja einnig of lítið út, aðeins
33% af vergri þjóðarframleiðslu miðað
við 38% heimsmeðaltal. Sama gildir
um fjárfestingu Svía sem er 14% af
vergri þjóðarframleiðslu miðað við
30t40% í Austur-Asíu.
Án róttækra umbóta mun Svíþjóð
halda áfram að dragast aftur úr um-
heiminum og til þessara umbóta verður
ekki að grípa einhvem tímann í fram-
tíðinni heldur svo fljótt sem mögulegt
er. Þetta sagði John Williamson, yfír-
hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum
fyrir Suður-Asíu svæðið og einn nefnd-
armanna. John sagði að til að koma
mætti á umbótum væri lykilatriði að
hafa samhenta forystu, sem öll tryði á
breytingamar. AUt of oft gerðist það
að leiðtogar sem tryðu á breytingar
og vildu vinna þeim framgang skipuðu
ráðherra sem ekki deildu sömu sann-
færingu og kæmu þannig í veg fyrir
að hugmyndimar næðu fram að ganga.
Kynningarherferð
„Úr takt við umheiminn?" var unnin
að frumkvæði SNS - Studieförbundet
Náringsliv och Samhálle. SNS er svo-
nefndur „think-tank“, nokkurs konar **
hugmyndabanki sem starfar sjálfstætt
og óháð öllum hagsmunasamtökum,
stjórnamálaflokkum, ráðuneytum eða
stjómvöldum. Blaðamannafundurinn
sem haldinn var í Stokkhólmi í gær
og hér er sagt frá er aðeins fyrsta
skrefíð í markvissri kynningu á niður-
stöðum bókarinnar. Þannig rökræddi
Þorvaldur í gærkvöldi við ráðuneytis-
stjóra fjármálaráðuneytisins og fram-
undan eru rökræður við Erik Asbrink
fjármálaráðherra Svíþjóðar sem og
fundir víða um Svíþjóð.
LESA MÁ um ísland milli linanna í bókstaflega
öllum köflum bókarinnar „Úr takti við umheim-
inn?“ að sögn Þorvaldar Gylfasonar, sem rit-
stýrði henni. Hann segir tvímælalaust vera þörf
fyrir svipaða úttekt á Islandi.
Þótt atvinnuleysi sé minna á íslandi en í Sví-
þjóð bendir Þorvaldur á að það hafi samt tífald-
ast undanfarin fimm ár. „Vinnumarkaðsskipanin
heima,“ segir hann, „hefur að mörgu leyti svip-
aða galla og hér í Svíþjóð. Ef langtímastöðnunin
heima heldur áfram, þá horfi ég framþjá þessari
tímabundnu uppsveiflu sem er núna vegna stór-
iðjuframkvæmda, þá er hætt við því að atvinnu-
leysið á íslandi geti mjakast enn hærra. Ég held
þess vegna að rökin, sem eiga við í Svíþjóð, fyr-
ir því að færa kjarasamninga frá miðstýrðum
risavöxnum heildarsamtökum yfir á vinnustaðina
sjálfa eigi jafn vel við heima,“ segir Þorvaldur.
Eru sömu upplýsingar til staðar á íslandi og
þið fenguð hér í Svíþjóð viðgerð bókarinnar?
„Nei, því miður vantar mikið upp á að þess
konar upplýsingar sem við höfðum aðgang að
hér, séu til heima. Svíþjóð er háþróað land sem
á sér virðulega hefð og sögu í efnahagsmálum
og í efnahagsumræðu yfirhöfuð. Þessu fylgir
mjög vandleg kortlagning á sænsku efnahags-
lífi. Þess vegna eru allar hagtölur hér í hæsta
Er Island úr
takti við
umheiminn?
gæðaflokki sem þekkist. Það auðveldar mjög
vinnu af því tagi sem við höfum unnið."
Hvar myndirðu set/a menntun & íslandi í sam-
anburði við menntun í Svíþjóð?
„Ég óttast það að þegar nauðsynlegra upplýs-
inga verður aflað muni koma í ljós að ástand
menntamálanna á íslandi sé slæmt.“
Hvað um samanburð á íslenska ogsænska
vinnumarkaðnum ?
„ Vinnumarkaðurinn á Islandi er að mörgu leyti
sveigjanlegri en haim er hér i Svíþjóð og víða
annars staðar í OECD-löndunum. Það stafar af
þvi að við höfum þessa sérstöku blöndu af tiltölu-
lega lágum grunnlaunum og siðan viðbótargreiðsl-
um, ofan á gruiuilaunin, sem eru sveigjanlegar.
Eftir stendur hitt að um gninnlaunin er samið
af risavöxnum heildarsamtökum, sem hafa til
þess vald að sprengja launin upp úr öllu valdi og -f
hafa notað vald sitt til þess oftar en einu sinni
og oftar en tvisvar undanfama áratugi. Þessu
valdi þarf að dreifa. Það þarf að gera vinnumark-
aðinn líkari öðrum mörkuðum, á Islandi líka, ekki
síður en í Svíþjóð eða öðrum Evrópulöndum."
Það kom fram í úttektinni að í Svíþjóð hefði
verið ofmikið talað og oflítiðgert. Hvernig
myndirðu lýsa ástandinu á íslandi í þessu tilliti?
„Það er stundum orðað á rússnesku að Svíar
hafi haft glasnost en ekki perestrojku. Okkur
vantar ennþá hvorutveggja: glasnost og per-
estrojku. En þetta kemur smám saman.“
Undirstöður hagvaxtar feysknar
„Það sem við segjum um hagvöxt í Svíþjóð á
að miklu leyti við um ísland líka,“ heldur
Þorvaldur áfram. „Það er að segja að íslend-
ingar og Svíar fjárfesta allt of Iítið, fiytja allt
of lítið út og hafa vanrækt menntun. Þetta eru
þessar þrjár mikilvægustu undirstöður
hagvaxtarins til langs tíma og ef þær eru
feysknar allar þijár horfir ekki vel um hag-
vöxtinn. Ég er hins vegar bjartsýnn á að ís-
lendingum takist að taka sig á,“ segir hann.