Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 17. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnvöld í Suður-Kóreu snúa við blaðinu Umdeild vinnulög- gjöf endurskoðuð Seoul. Reuter. KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, féllst í gær á að taka aftur upp á þingi nýja vinnulöggjöf sem umdeild hefur orðið. Kom ákvörðun hans öllum á óvart en hann kvaðst harma það tjón, sem verkföllin hefðu valdið, og viðurkenndi, að ekki hefði tekist að ná því mark- miði laganna að örva efnahagslífið. Talsmenn ýmissa verkalýðsfélaga sögðu í gær, að verkföllum yrði haldið áfram þar til lögin hefðu verið afnumin. Á fundi, sem Kim átti með leið- togum stjórnarandstöðunnar, til- kynnti hann einnig, að lög um auk- in völd til handa hinni fyrrum ill- ræmdu leynilögreglu yrðu endur- skoðuð og auk þess sagði hann, að dregnar yrðu til baka skipanir um handtöku leiðtoga verkfallsmanna en sjö þeirra hafast við í Myong- dong-dómkirkjunni í Seoul. Þá er hann sagður hafa gefið í skyn, að fellt yrði úr gildi bann við starfsemi einna verkalýðssamtakanna. Hóta verkföllum áfram Kim Dae-jung, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokksins, fagnaði eftirgjöf Kims forseta en Yoon Yo- ung-mo, talsmaður herskárra verkalýðssamtaka, sagði að verk- föllum yrði haldið áfram þar til rík- isstjórnin lýsti því yfir, að nýja vinnulöggjöfin yrði numin úr gildi. Kim forseti leggur þó áherslu á, að aðeins verði um að ræða endur- skoðun laganna. Vinnulöggjöfin og lögin um leyni- þjónustuna voru samþykkt á sex mínútum snemma morguns 26. des- ember og án þess að stjórnarand- staðan væri látin vita af fundinum. Var fyrrnefndu lögunum ætlað að bæta samkeppnisstöðu s-kóreskra fyrirtækja en þau urðu til að hrinda af stað víðtækum verkföllum. Þau síðarnefndu víkka á ný valdsvið leyniþjónustunnar en fyrr á árum var henni óspart beint gegn menntamönnum og verkalýðsfélög- unum. Álitshnekkir fyrir Kim Fréttaskýrendur í S-Kóreu segja, að frammistaða Kims forseta í þess- um málum valdi því, að hann sé öllu trausti rúinn. I fyrsta lagi hafí honum orðið á mikil mistök með setningu laganna og síðan reyni hann að hörfa þegar allt sé komið í óefni. Reuter Sáttayfirlýsing í Prag HELMUT Kohl, kanslari Þýska- Iands, og Vaclav Klaus, forsætis- ráðherra Tékklands, undirrituðu í Prag í gær sáttayfirlýsingu þjóð- anna sem þeir segja mikilvægt skref í samrunaferlinu í Evrópu. „Við Þjóðverjar viljum vera. ykkur góðir grannar . . . Við viljum fyrirgefningu og við viljum fyrir- gefa,“ sagði Kohl. Sáttayfirlýsing- in er afrakstur tveggja ára samn- ingaviðræðna og er henni ætlað að græða þau sár úr fortíðinni sem ekki eru enn gróin. Lýsa Þjóðveij- ar yfir hryggð sinni vegna hersetu nasista i Tékkóslóvakíu 1938-1945 og Tékkar vegna þeirra 2,5 millj- óna Þjóðveija sem voru reknar úr landi eftir heimsstyijöldina síðari. Þjóðveijar lýsa ennfremur yfir stuðningi sínum við aðild Tékka að Evrópusambandinu og Atlants- hafsbandalaginu. Vonast Tékkar til þess að þessi skjalfesti stuðning- ur Þjóðveija muni koma sér til góða í aðildarviðræðum. Bankastjóri gísl eigin starfsmanna „VIÐ viljum lifa“ stendur á kröfu- spjaldi starfsmanna í höfuðstöðv- um franska ríkisbankans Crédit Foncier í París, sem ríkisstjórnin áformar að leggja niður. Starfs- mennirnir brugðu á það ráð fyrir helgina að mótmæla áformunum með því að fara hvergi frá vinnu- staðnum og halda bankastjóran- um í gíslingu. Ríkisstjórnin hefur skipað sérstakan sáttasemjara til að leita lausnar á málinu, en í gær sátu hundruð starfsmanna enn sem fastast á gólfum bank- ans. Hann var stofnaður fyrir 145 árum og hefur í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki með því að gefa tekjulágum frönskum fjölskyldum kost á hagstæðum húsnæðislánum, en er nú skuld- um vafinn. Clinton vill bann við j arðsprengj um Genf. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hvatti í gær til þess að gengið yrði til samningaviðræðna um bann við jarðsprengjum og bann við fram- leiðslu hluta í kjarnorkusprengjur. Ráðstefna um afvopnunarmál hófst í Genf í gær og sagði í ávarpi sem Clinton sendi ráðstefnunni að bann við framleiðslu og sölu á kjarna- kleyfum efnum væri stórt skref í átt að eyðingu allra kjarnavopna. Clinton hvatti fulltrúa á ráðstefn- unni til þess að hefja samninga uin alþjóðlegt bann við jarðsprengjum sem beint er gegn fólki; hvað varð- ar framleiðslu, notkun, flutning og geymslu. Hins vegar nefndi hann engin tímamörk. Kanadamenn og ítalir hafa enn- fremur hvatt til banns við jarð- sprengjum innan tveggja ára. Frakkar og Bretar hafa lýst stuðn- ingi við að gengið verði til samn- ingaviðræðna um slíkt bann en Rússar, Kínverjar og Indvetjar, sem notast við jarðsprengjur í hernaði, hafa lagst gegn banni við þeim. Um 100 milljónum jarðsprengna hefur verið komið fyrir um heim allan og árlega deyja eða örkuml- ast um 25.000 manns af völdum þeirra. Kamskí hættir skákkeppni Sakar Kasparov og Karpov um einokun Moskvu. Reuter. SKÁKMEISTARINN Gata Kamskí hefur ákveðið að hætta keppni að- eins 22 ára gamall. Skýrði rúss- neska fréttastofan Itar-Tass frá því í gær og hafði eftir honum, að ljóst væri, að þeir Anatolí Karpov og Garrí Kasparov einok- uðu heimsmeistaratitilinn í skák og hygðust ekki hleypa neinum öðrum að. Kamskí er fæddur í Rússlandi en hefur búið með föður sínum í Bandaríkjunum frá 15 ára aldri. Hann var aðeins 12 ára þegar hann varð Sovétmeistari í flokki 20 ára og yngri og Bandaríkjameistari varð hann 16 ára gamall. í júlí sl. keppti hann við Karpov um réttinn til að tefla um heimsmeistaratitil- inn en beið lægri hlut. „Það hefur verið ljóst í nokkum tíma, að þeir Karpov og Kasparov munu gera allt til að halda öðrum í hæfílegri fjarlægð frá heims- meistaratitlinum," sagði Kamskí en hann ætlar nú að taka aftur til við nám og segist hafa mestan áhuga á læknis- eða efnafræði. Gingrich áminntur og sektaður Washington. Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær að áminna forseta deildarinnar, Newt Gingrich, auk þess sem honum verður gert að greiða um 300.000 dala sekt, um 20 milljónir ísl. kr., fyrir að bijóta siðaregiur þingsins. Gingrich var fundinn sekur um að hafa sagt siðanefnd þingsins ósatt um hvaðan fé, sem hann notaði til námskeiðahalds, var komið og að hafa notað framlög, sem mnnu til háskóla og góð- gerðastofnana, í pólitískum til- gangi. Komst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að með þessu hefði hann kastað rýrð á þingið. Er nið- urstaða siðanefndarinnar og þingsins mikið áfall fyrir Gingrich. -----» ♦ ♦... Tvær bíl- sprengjur í Alsír París. Reuter. SJÖ MANNS létu lífið og 54 særð- ust í tveimur öflugum bílsprenging- um í Algeirsborg í gær. Ónnur sprengjan sprakk um miðjan dag en hin í gærkvöldi. Sex manns létust í fyrri spreng- ingunni en einn maður i þeirri síð- ari. Á mánudag sprakk bílsprengja skammt frá stúlknaskóla í Álgeirs- borg en enginn slasaðist. Heittrúarmenn hafa hótað því að auka árásir á almenning í ramadan- mánuðinum. Hafa 157 menn verið myrtir sl. ellefu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.