Morgunblaðið - 11.02.1997, Page 21

Morgunblaðið - 11.02.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 21 Kongress- flokkur- inn geldur afhroð KONGRESS-FLOKKURINN á Indlandi galt mikið afhroð í kosningum til þings Punjab- ríkis á föstudag, fékk aðeins 14 sæti af 117, en hafði 87. Flokkurinn er nú aðeins við völd í sex af 25 ríkjum Ind- lands. Flokkur sikha, Akali Dal, vann stórsigur í kosning- unum, fékk 74 sæti, og sam- starfsflokkur hans, hindúa- flokkurinn Bharatiya Janata, fékk 18 sæti. Priebke fyrir herdómstól ÆÐSTI dómstóll Ítalíu úr- skurðaði í gær að herdómstóll ætti að fjalla um mál Erich Priebke, 83 ára fyrrverandi nasistaforingja, sem hefur ver- ið ákærður fyrir aðild að morð- um á 335 körlum og drengjum nálægt Róm 1944. 75 fórnar- lambanna voru gyðingar. Ákærður fyr- ir fjöldamorð 22 ÁRA atvinnulaus maður, Stephen Anderson, hefur verið ákærður vegna fjöldamorðsins á Nýja-Sjálandi á laugardag. Anderson er talinn hafa myrt sex manns og sært fimm til viðbótar í bænum Raurimu. Óstaðfestar fregnir hermdu að hann hefði átt við geðræn vandamál að stríða og verið á geðsjúkrahúsi í Wellington. Jeltsín rekur Sagalajev BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, rak í gær yfirmann rússneska ríkissjónvarpsins RTR, Edúard Sagalajev, vegna ásakana um óstjórn. Við starfinu tekur Níkolaj Svanidze, sem hefur stjómað fréttaþætti í sjónvarpinu. Átök í Mostar TALSMAÐUR friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins í Bosníu sagði í gær að einn maður hefði beðið bana og 22 særst, þar af tveir alvarlega, þegar Króatar hefðu skotið á um 500 múslima í borginni Mostar. Þetta eru alvarlegustu átökin í borginni frá því friðar- gæsluliðið var sent til Bosníu en ekki var ljóst hvað olli þeim. DteDD Það má æfa sig með ýmsu móti Ganga, hlaupa, synda, fara í þolfimi, pallapuð, í tækjasal, vaxtarmótun Safnaðli 5 hollráöum og þú færó 1000 kr. afslátt af þriggja mánaóa kortum i Mætti og Gatorade brúsa og duft frá Sól hf. - ' • V •* ÍJSS| ■jjru Reuter Vaxandi áhyggjur af heilsu gíslanna í Lima í Perú Rætt við skæruliðana Lima. Reuter. ÆTTINGJAR gísla, sem Tupac Amaru-skæruliðar hafa í haldi í bústað japanska sendiherrans í Lima í Perú, hafa vaxandi áhyggjur af heilsu gíslanna, sem dúsað hafa í 55 daga í prísundinni. Ættingjar nokkurra gísla, m.a. bólivíska sendiherrans og aðstoð- arnámuvinnsluráðherra Perú, hugðust efna til mótmæla við sendi- ráðslóðina og kreíjast þess að þeim yrði sleppt vegna veikinda. Perúsku mannréttindasamtökin Aprodeh kröfðust þess af byltingarsamtök- um Tupac Amaru (MRTA) að þau leyfðu læknum að fylgjast með heilsu gíslanna og færu jafnóðum að ráðleggingum þeirra um hvort gíslar skyldu látnir lausir af heilsufarástæðum. Alberto Fujimori, forseti Perú, sagði blaðamönnum, sem fylgdu honum á sunnudag til Bretlands, að samningamaður hans, Domingo Palermo, myndi hefja könnunarvið- ræður um lausn gísladeilunnar við næstæðsta leiðtoga Tupac Amaru, sem gengur undir nafninu „E1 Arabe“ eða arabinn, í dag, þriðju- dag. Ekki hefur verið rætt við gísla- tökumenn frá 28. desember og er vonast til að viðræður Palermo og arabans leiði til raunverulegra samningaviðræðna um lausn deil- unnar. Skæruliðasamtökin Skínandi stígur, sem eru öflugri og stærri en Tupac Amaru, stóðu fyrir sprengjutilræði við raforkuver í austurhluta Lima á sunnudag. Byggingar skemmdust en engan sakaði. Samtökin hafa lítið látið á sér kræla frá því Tupac Amaru-lið- ar tóku japanska sendiráðið. Netanyahu ræðir við Arafat BENJAMIN Netanyahu, forsæt- isráðherra fsraels, og Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórnar- svæða Palestínumanna, komu saman í Erez á sunnudag tii að ræða ýmis deilumál varðandi framkvæmd samkomulags þeirra um brottflutning ísrael- skra hermanna frá strjálbýlum svæðum á Vesturbakkanum. Á myndinni heilsar Arafat helsta ráðgjafa Netanyahus, Dore Gold. Leiðtogarnir sögðust báðir ánægðir með fundinn og náðu samkomulagi um hvernig frekari samningaviðræðum yrði háttað. Samninganefndir ísraela og Pal- estínumanna eiga að koma sam- an í næstu viku til að ræða ýmis deilumál, svo sem ásakanir ísra- ela um að Palestínumenn hafi brotið friðarsamningana með því að starfrækja skrifstofur í Jerú- salem. Sjö ísraelskir hermenn særð- ust í átökum við Hizbollah-skær- uliða á hernámssvæði ísraela í suðurhluta Líbanons á sunnu- dag. Þyrluslysið á svæðinu í síð- ustu viku, sem kostaði 73 her- menn lífið, hefur kynt undir umræðu í ísrael um að ísraelsku hersveitirnar verði fluttar af svæðinu en Netanyahu hafnaði því á sunnudag. Hann sagði að slíkt yrði til þess að palestínskir skæruliðar myndu herða árásir sínar á ísraelska hermenn. „For- sætisráðherrann skorar á alla þingmenn og embættismenn að hætta að ræða möguleikann á einhliða brottflutningi frá Lí- banon," sagði í yfirlýsingu frá Netanyahu. Með Sunft verður aksturinn áreynslulaus. Og líttu á verðið: Ótrúlegt verð: frá 980.000 kr. 3-dyra. Áreiðanlegur og ódýr í rekstri. Greiðslukjör sniðin að þínum þörfum. Öryggi í fyrirrúmi. þægindi upphituð framsæti ratstýrðar rúðuvindur tvískipt fellanlegt aftursætisbak samlæsingar rafstýrðir útispeglar útvarp/segulband öryggi tveir öryggisloftpúðar hemlaljós í afturglugga styrktarbitar i hurðum krumpsvæði framan og aftan skolsprautur fyrir framljós þurrka og skolsprauta á afturrúðu dagljósabúnaður i SWIFT1997 1 '^uzukTi AFLOG ÍÖRYGGI Prufukeyrðu Suzuki í dag. Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír. Mjúkur og léttur - eins og akstur á ao vera. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖLUUMB0D: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garöabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Hafnarfjöröur: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.