Morgunblaðið - 11.02.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.02.1997, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Caput hópurinn á Myrkum músíkdögum CAPUT hópurinn heldur tón- leika í Listasafni Islands í kvöld kl. 20 og eru þeir hluti af Myrk- um músíkdögum. Á tónleikun- um verður meðal annars frum- flutt verk eftir Áskel Másson sem hann nefnir Kammersinfó- níu en undirtitillinn er Sinfónía nr. 2. „Fyrsta sinfónían mín er geysistórt verk sem heitir Sin- fónía trílógía og hefur ekki enn verið flutt. Það er klukkutíma langt fyrir 120 manna hljóm- sveit. Þetta verk er andstæða þess og er fyrir fjórtán manna kammersveit. Ég hef nýlokið við þetta verk. í því geng ég út frá þekktu stefi sem stundum hljómar í kirkju- klukkum Hallgrímskirkju og er við textann Gefðu að móðurmál- ið mitt. Ég velti þessu stefi fyr- ir mér á alla vegu í verkinu, nota það allt og hluta af því í ýmsum tilbrigðum. Þetta stef myndar svo andstæðu við önnur stef sem ég hef gert sjálfur; það ber einföld nótnagildi og er í lydískri tóntegund, en hún ein- kennir mörg þau lög sem við höfum viljað kalla séríslensk." Verkið er tileinkað Caput hópnum og Petri Sakari, hljóm- sveitarstjóra. mjóðfæraleikar- arnir spila nánast allir á fleiri en eitt hljóðfæri og því er hljóð- færaskipan í verkinu töluvert fjölbreytt þótt hljóðfæraleikar- amir séu aðeins fjórtán. Hjjóm- sveitarstjóri í kvöld verður Guð- mundur Óli Gunnarsson og ein- söng syngur Sverrir Guðjóns- son. Á efnisskrá tónleikanna verða einnig verk eftir Atla Ing- ólfsson, Finn Torfa Stefánsson, Snorra Sigfús Birgisson og Hróðmar Sigurbjömsson. ÍSLENSKA óperan var þéttskipuð áheyrendum á frumsýningarkvöldi og var óperettunni vel fagnað og aðstandendur hennar hylltir í leikslok. Á myndinni eru Sigurður Björnsson, Magnús Jónsson, Páll Pampichler Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Garðar Cortes, Marta Halldórsdóttir.Þorgeir J. Andrésson og Kristinn Hallsson. Hin síunga ekkja OPEBÆTTA íslenska ópcran KÁTA EKKJAN Tónlist eftír Franz Lehár. Hljóm- sveitarstjóri: Páll Pampichler Páls- son. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Leikmynd: Stígur Siguijónsson. Bún- ingar Hulda Kristín Magnúsdóttír. Lýsing: Bjöm B. Guðmundsson. Danshöfundur: Terence Etheridge. Kór íslensku óperunnar. Hljómsveit íslensku óperunnar. ÞAÐ er alltaf glatt í borg og bæ þegar Káta ekkjan er á fjölun- um. Það ríkti gleði í íslensku óper- unni á frumsýningu á laugardags- kvöldið. Prúðbúnir frumsýningar- gestir nutu þess að hlusta á glað- væra og ljúfa tónlist Lehár og fylgjast með rómantískum og glettnum söguþræði óperettunnar. Franz Lehár er fæddur í Ungveija- landi og hlaut tónlistarmenntun sína við Tónlistarháskólann í Prag. Hann starfaði sem lúðrasveitar- stjórnandi bæði í Budapest og Vín- arborg og varð mikilvirkur ópe- rettuhöfundur. Af fjölmörgum óperettuverkum Lehár er Káta ekkjan þekktast og reyndar ein alvinsælasta óperetta allra tíma. Þetta er í þriðja sinn sem Káta ekkjan er flutt hér á landi, fyrst var hún flutt árið 1956 í Þjóðleikhúsinu, síðan árið 1978 aftur í Þjóðleikhúsinu. Aðrar ópe- rettur eftir Lehár sem hér hafa verið fluttar mér vitanlega er Brosandi land sem sýnd var í Iðnó fyrir um það bil 60 árum og síðar einnig í Þjóðleikhúsinu. Þá var óperettan Paganini flutt í Útvarpið á árum áður undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar og Ævars Kvaran. Ljúf Vínartónlist Lehár í Kátu ekkjunni á stærstan þátt í vinsæld- um óperettunnar, en hann notar mest dansform og einkum er hinn mildi, seiðandi vals ríkjandi, reyndar er álitið að valstempó Lehár í Kátu ekkjunni sé undanf- ari hins nýtísku hæga vals (Mod- ern slow waltz). Óperettan sem listform er flókin, nákvæm og fjöl- breytt. Þar verður allt að smella saman, fagur söngur, afbragðs leikur, léttur dans og leiftrandi lífsgleði, ásamt glæsilegum ytri búnaði. Tónlist Franz Lehár lætur eng- an ósnortinn, þar þekkir fólk svo til alla söngvana og kemst á kær- komið stefnumót við hugljúfa Vínarvalsa, fegurstu söngljóð, samanber Viljuljóðið sem allir þekkja, hressandi marsa og dil- landi can can dansa og það er víst að engum leiðist. Hinar mörg þús- und uppfærslur Kátu ekkjunnar um víða veröld hafa á þeim rúm- lega 90 árum síðan óperettan var frumflutt verið jafnmargbreytileg- ar og íjöldi þeirra segir til um, en tónlist Lehár er alltaf sú sama. Það er því erfitt að gefa sér for- skrift að því hvernig hin síunga ekkja „eigi“ að vera flutt. Sumt er þó alveg ljóst - söngurinn verð- ur að vera fagur, dansarnir léttir og glaðvær stemmning verður að ríkja. Margt komst vel til skila en sumt miður í uppfærslu íslensku óperunnar á Kátu ekkjunni komst margt vel til skila en sumt miður. Hljóm- sveitarstjórinn Páll Pampichler Pálsson stjórnaði söngvurum og hljómsveit mjög vel, hann er þaul- vanur stjórnandi og hefur áður stjómað Kátu ekkjunni og fleiri óperettum. Páll hélt söng- og hljómsveitaratriðunum þétt saman með listfengi og öruggri stjóm og hljómsveitin spilaði ljómandi vel. Andrés Sigurvinsson hefur það vandasama hlutverk á hendi að leikstýra verkinu. Andrés er reyndur og snjall leikstjóri en það þarf mikla æfingu og tónlistar- þekkingu til að leikstýra söngverk- um. Það er líka erfitt að hafa mis- sviðsvant fólk á sviðinu. Mér finnst nokkuð á vanta að Andrés nái því besta frá þeim sem óvanir eru en þeir sviðsvönu stóðu fyrir sínu. Hópatriðin í fyrsta þætti voru stirð, kórfólki var raðað á rétta staði yfir sviðið og upp stigana eins og áhorfendum en ekki eins og þátttakendum og virkaði allur fyrsti þáttur of þungur og gleði- laus. Of oft fannst mér að leik- stjórnin megnaði ekki að skapa nægan gáska,_ gleði og hraða á sviðinu. Kór íslensku óperunnar er einn besti blandaði kór á land- inu. Kórinn er skipaður úrvals röddum og er orðinn afar hagvan- ur á sviði og kórfélagar hafa hvað eftir annað sýnt og sannað að þeir geta leikið jafnt og sungið. Það tókst til dæmis mjög vel að skapa hina réttu stemmningu þeg- ar kórinn og Káta ekkjan sungu Viljasönginn, svo og þegar karlein- söngvararnir sungu Kvenna- göngulagið, þá ríkti fjör. Leikmynd Stígs Steinþórssonar er að mörgu Ieyti snjöll. I svo litlu rými sem sviðið í Islensku óper- unni er koma ævinlega upp vanda- mál þegar um mannmargar sýn- ingar er að ræða, stigar og pallar em yfirleitt notaðir til að auka rýmið. í þetta sinn tókst óvenju vel til, stigarnir voru breiðir og glæsilegir. Úrvinnslan með garð- skálann í öðrum þætti, ljósavegg- skrautið í þriðja þætti og hinar opnanlegu hurðir, var mjög vel gerð og þjónaði vel tilgangi sínum. Þó fannst mér vanta bekk á sviðið í laufskálaþáttinn. Það er þreyt- andi sjá hvern sönginn af öðrum sunginn á leið upp eða niður stiga. Sérstaklega var það vandræðalegt þegar Camille syngur til Valenci- enne eitt fegursta ástarljóð óper- unnar, „Væn eins og rós á vori“, og syngur fyrri hlutann ofan úr stiga en Valencienne snýr baki við honum á meðan af því að hún var komin lengra niður í stigann. Hulda Kristín Magnúsdóttir er búningahönnuður og hefur yfir- leitt tekist vel. Undantekning er þó búningar Kátu ekkjunnar sjálfrar. Það eru óskrifuð lög í Kátu ekkjunni að búningar Hönnu Glawari, konunnar sem á tvo millj- arða, eru glæsilegri en allra ann- arra. í upphafssenunni blasti við prúðbúið fólk, allt klætt í hvítt og svart, þar af margir kvenbúningar ljómandi fallegir. Þegar svo Káta ekkjan birtist þá verður hún að slá allar aðrar út í glæsileika. Það var því létt „sjokk“ að sjá Signýu koma inn í þunglamalegum taft- kjól sem virkaði eins og eini spari- kjóll miðstéttarkonu og með púka- legt hárskraut. Sama fannst mér um þjóðbúningana í öðrum þætti, sem voru yfirleitt mjög fallegir - nema búningur Kátu ekkjunnar, sem var hversdagslegur. Skárstur var búningur Signýjar í þriðja þætti. Búningur Zeta baróns var heldur ekki nógu „elegant" og hefði Sigurður Björnsson átt að vera í mun glæsilegra gervi. Bún- ingar konu hans Valencienne voru hins vegar fallegir og virkuðu vel. Björn B. Guðmundsson lýsti sýninguna. Hún var björt og lýsing í garðskála og á veggjum góð, en stundum fannst mér eins og mætti lýsa einstaka söngvara betur og skyggja aðra á meðan. Það gerði hann reyndar í Viljasöngsatriðinu, en það var besta atriði sýningar- innar. Dansahöfundur er Terence Eth- eridge. Hann hafði ekki mikinn tíma og það kom glöggt fram í hópatriðum með kórnum. Besta dansatriði var í byijun annars þáttar þegar nokkrar stúlkur í kór Islensku óperunnar dönsuðu þjóð- dans. Það var ljómandi vel gert. Can can dansinn í þriðja þætti fór líka vel fram en það voru einnig stúlkur úr kór íslensku óperunnar sem dönsuðu. Þær gerðu ótrúlega vel en gaman hefði verið að sjá þjálfaðar dansmeyjar dansa can can dansinn. Einn karldansari, Ingólfur Stefánsson, dansaði og setti mikinn svip á dansinn. Óskahlutverk allra söngkvenna Aðalhlutverkið, Kátu ekkjuna sjálfa, leikur og syngur Signý Sæmundsdóttir. Hlutverkið er óskahlutverk allra söngkvenna. Ekkjan syngur fegurstu melód- íurnar, klæðist glæsilegustu fötun- um og öll persónan höfðar mjög til áhorfandans. En hlutverk Hönnu Glawari er ekki á allra færi, einkum verður raddgerðin að vera rétt. Mjúk, fögur og hálý- risk sópranrödd er sú krafa sem verður að gera til raddgerðar þeirrar söngkonu sem tekst það á hendur. Signý Sæmundsdóttir hef- ur ekki raddgerð í þetta hlutverk og þess vegna fór margt forgörð- um af þeim léttleika og yndisþokka sem prýðir sönghlutverkið, hún hefur ekki þá tónhæð sem krafist er og heldur ekki þá tækni að syngja mjúkt og nota höfuðtóna- sviðið. Þó var sú undantekning að hún söng Viljusönginn fallega og mér er spurn: Af hveiju notar hún ekki þá tækni sem hún réði við í Viljusöngnum í allri óperettunni? Garðar Cortes fór með hlutverk Danilo greifa og féll ljúflega inn í hlutverkið. Hann var á léttu nótunum, fór aldrei yfir þau söng- mörk sem óperettan setur honum og leyfði sér á köflum að syngja veikt og mjúkt sem kom mjög vel út. Hann á einnig létt með að leika. Sigurður Björnsson söng og lék Mirko Zeta barón og sendiherra. Það er mikilvægt hlutverk og þótt baróninn sé einfaldur þá á hann að bera með sér virðuleika og framkomu aðalsmanns. Sigurður bæði lék og söng af myndugleik en of mikil áhersla var lögð á hið kjánalega í fari persónunnar - á kostnað elegansins. Marta Halldórsdóttir fór með hlutverk Valencienne, eiginkonu Zeta baróns. Marta er falleg stúlka og gerði ýmislegt vel. Valencienne á að vera virðuleg sendiherra- og barónsfrú sem vill fyrir hvern mun halda stöðu sinni þótt hún daðri við aðra. Það vantaði á leik Mörtu að sýna hina glæsilegu gestgjaf- afrú og svo andstæðuna, hina ást- föngnu konu. Hún lék Valencienne meira eins og stelpu sem er skotin í strák. Raddbeiting Mörtu var ekki alltaf nægilega eðlileg, svo sem á efra raddsviði þar var rödd- in of opin og ekki nógu mjúk og hnitmiðuð. Hlutverk Camille de Rosillon fór Þorgeir J. Andrésson með. Það er erfiðasta karlsönghlutverkið en að öðru leyti gefur það lítil tækifæri. Hvað sönginn snertir fór Þorgeir vel með hlutverkið en ekki virkaði hann yfirmáta ástfanginn. Satt að segja fannst mér senan þar sem Camille syngur ástaróð sinn til Valencienne ekki spegla þá hlýju og ást sem þar á að ríkja. Jón Þorsteinsson lék og söng Cacada, einn af vonbiðlum Kátu ekkjunnar, og gerði það af virðu- legri fagmennsku; bæði hvað söng og leik snertir. Árni Tryggvason lék Néegus kansilista af öryggi hins reynda leikara. Stefán H. Stefánsson fór með hlutverk St. Brioche, annars vonbiðils Hönnu, og var hann bæði iéttur og lífs- glaður. í minni karlhlutverkum voru þeir Ólafur Fredriksen, Magnús Jónsson og Kristinn Halls- son og í minni kvenhlutverkum voru þær Hrafnhildur Björnsdótt- ir, Rósalind Gísladóttir og Sieg- linde Kahmann. Sieglinde var sú eina af þeim sem naut sín vel, hún sprellaði af leikgleði og fjöri og dansaði can can af lífi og sál. Hin voru öll fremur dauf. Laust mál og leikgerð er skrifað á Flosa Ólafsson og virtist mér hið talaða mál vera lipurt og létt og söngtextar Þorsteins Gylfason- ar einnig. íslenska óperan var þéttskipuð áheyrendum á frum- sýningarkvöldi og var óperettunni vel fagnað og aðstandendur henn- ar hylltir í leikslok. Hvað ræður vali á söngvurum? Það er vandaverk fyrir forráða- menn í söng- og tónlistarflutningi að velja fólk í sönghlutverk, bæði í óperur og í annars konar söng- flutning hér á landi. Söngröddin er afar margbreytilegt hljóðfæri, t.d. sópranröddin, hún skiptist í margar raddgerðir, svo sem color- atur, lýriskan coloratur, lýriskan sópran, lýris-dramatískan sópran, dramatískan sópran, léttan mezzó- spóran og svo mætti telja áfram um aðrar söngraddir. Hér hafa ótalmargir stundað söngnám undanfarin ár og við eig- um nú frábærum söngvurum á að skipa. Til þess að efla sögnlistina í landinu og vinna með góðri upp- fræðslu og menntun í söng ættu þeir sem hér ráða sögnvara að nýta alla tiltæka þekkingu til að velja þá söngrödd sem hæfir hveiju hlutverki. Að öðrum kosti eru fólki send röng skilaboð. Þeir sem ekki vita betur halda að verið sé að hlusta á það réttasta og besta sem völ er á, hinir sem vita betur sitja og hugsa: Af hveiju...? Þuríður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.