Morgunblaðið - 11.02.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 11.02.1997, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KVOTINN FÆRIST Á FÆRRIHENDUR HANDHÖFUM botnfiskskvóta hefur fækkað um 39% frá 1991 til 1997, eða úr 1.155 niður í 706. Fækk- unin er að meðaltali um 70 á ári og er mest í röðum smæstu kvótahafa. Hlutdeild stærstu útgerðarfyrirtækj- anna hefur vaxið úr 25,6% í 46,1% af heildarkvótanum, eða úr 84 þorskígildistonnum að verðmæti ríflega 7,8 milljarðar í 129 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiði- ári og er aflaverðmæti þessa kvóta rúmlega 11 milljarð- ar króna (miðað við 88 kr. meðalverð á þorski). Verð- mæti kvóta þessara stærstu fyrirtækja er þó enn meira, þar sem hann gefur árlegan rétt til þessara aflaverð- mæta. Er hann nú metinn á 75 milljarða króna. Stærstu og meðalstórir útgerðaraðilar fara nú með 74% botnfisk- kvótans, en við upphaf framsalskerfisins var hann 63%. Kvóti fimm stærstu útgerðarfyrirtækjanna hefur aukizt um 70% frá 1991, eða úr 12,4% í 21%. Þessar upplýsingar koma fram í grein, sem birtist hér í blaðinu sl. laugardag eftir mannfræðingana Gísla Pálsson og Agnar Helgason. í upphafi greinarinnar segja þeir, að í deilum landsmanna um sjávarútvegsmál og kvótakerfið hafi almannahagsmunir, réttlætissjón- armið og siðferðileg rök fengið aukið vægi. Stjórnvöld hafi ekki gefið þessum málum gaum sem skyldi, en ýmislegt bendi til, að ekki verði hjá því komizt að taka þau á dagskrá af fullri alvöru, ekki sízt byggðavanda, brottkast afla, svonefnt kvótabrask og samþjöppun afla- heimilda. Ljóst er af grein þeirra, að handhöfum veiðiheimilda fækkar stöðugt og að kvótinn færist fyrst og fremst frá smábátum til stærstu og öflugustu útgerðanna. í sjálfu sér er ekkert á móti því, að útgerðarfyrirtækin eflist og hagkvæmni stærðarinnar skili auknum arði af veiðunum. En það leiðir hugann að því, hvort bætt staða útgerðarinnar sé ekki einmitt tækifæri fyrir hana til að greiða eiganda auðlinda sjávar, íslenzku þjóðinni, fyrir afnotin? REYKLAUS ARGANGUR MORGUNBLAÐIÐ birti á laugardag mynd af reyk- lausum árgangi 8. bekkjar Foldaskóla. Allir nem- endurnir, tæplega 100 unglingar á fjórtánda aldursári, reyndust reyklausir þegar Krabbameinsfélag Reykjavík- ur og Tóbaksvarnarnefnd fengu undirskriftir frá reyk- lausum grunnskólanemendum landsins. Tekin var mynd af krökkunum og í viðurkenningarskyni eiga þau hvert um sig að fá myndina uppstækkaða. Það eru afskaplega gleðileg tíðindi, að unnt sé að finna í grunnskóla í dag algjörlega reykfrían árgang, því að undanfarin misseri hafa kannanir sýnt að reyking- ar hafa aukizt meðal ungs fólks^ þrátt fyrir að óholl- usta reykinga verði æ ljósari. Árangur krakkanna í Foldaskóla er frábær og vonandi tekst þeim að halda árganginum áfram reyklausum. Nú er þegar hálft ár liðið frá því er ákveðin þátta- skil urðu í Bandaríkjunum gagnvart reykingum. í Bandaríkjunum eru flestir vindlingar, sem reyktir eru á íslandi, framleiddir. Þá féllst forseti Bandaríkjanna á að skilgreina tóbak, sem ávanabindandi fíkniefni, sem þýðir að framleiðendurnir heyra nú undir eftirlit Mat- væla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Óheimilt er að selja á almennum markaði hættuleg lyf. Matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur samkvæmt þessari skilgreiningu vald til þess að banna sölu tóbaks, en samt mun stofnun- in ekki gera slíkt, a.m.k. ekki fyrst í stað. Nú beinir hún kröftunum að því að gera aðgengi unglinga að tóbaki erfiðara en verið hefur. Slíkar ákvarðanir eru lofsverðar og ættu að verða öðrum stjórnvöldum til eftirbreytni, því að þær hljóta að hafa þau áhrif, að ungt fólk hefji síður reykingar. Það er því vonandi táknrænt að einmitt nú finnist heill árgangur ungs fólks í fjölmennum skóla, sem er algjör- lega reyklaus. Vonandi er þetta aðeins upphaf að ein- hveiju ennþá meira og gleðilegra. Ákvörðun um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga verður tekin á næstu vikum Óviss staða þegar undirboðs- tollar falla niður Stjómendur Jámblendiverksmiðjunnar á Gmndartanga standa núna frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort stækka eigi verksmiðjuna. Ákvörðunin er ekki auðveld. Hún gæti fært eigendum fyrirtækisins aukinn hagnað, en hún gæti einnig valdið því erfiðleik- um. Talsverð óvissa ríkir um hvað gerist á mörkuðum fyrir kísiljám þegar undirboðstoll- ar, sem nú em í Bandaríkjunum og ESB, falla niður í árslok 1998. Egill Ólafsson skoð- aði markaðina og þá áhættu sem fylgir stækkun Jámblendiverksmiðjunnar. ETTA er ein af þeim ákvörðunum sem enginn getur vitað fyrir, hvort reynast muni rétt eða röng,“ segir Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga, um þá ákvörðun, sem stjórn fyrirtækisins stendur frammi fyrir, að ákveða hvort stækka eigi verksmiðjuna um einn ofn. Áætlað er að stækkunin kosti um tvo og hálfan til þijá millj- arða króna, en við það eykst fram- leiðslugeta fyrirtækisins um 40-45 þúsund tonn á ári. Framleiðsla á kísiljámi er afar sveiflukennd iðngrein og Járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga hefur fengið að kynnast því í þau 17 ár sem hún hefur verið í rekstri. Sum árin hefur verið mikill hagn- aður af rekstri fyrirtækisins, en þess á milli hafa komið ár þar sem það hefur verið rekið með tapi, sem stundum hefur verið verulegt. Til þess að skilja þessar sveiflur er nauðsynlegt að líta á nokkur grunnatriði varðandi iðngreinina sjálfa. Kísiljám er efnablanda, sem að stærstum hluta er notuð við framleiðslu á stáli. Eftirspurn eftir stáli ræður því mestu um hve mikil eftirspurn er eftir kísiljárni. Al- mennar sveiflur í efnahagslífi iðn- ríkja ráða því mestu um afkomu í framleiðslu á kísiljárni, en fleira hefur þó áhrif. Ódýrt kísiljárn frá Sovétríkjunum I dag eru framleidd u.þ.b. 4 millj- ónir tonna af kísiljárni í heiminum og þar af er markaður á Vesturlöndum um 2,3 milljónir tonna. Frá Kína koma inn á Vesturlanda- markað um 360 þúsund tonn og frá Rússlandi og öðram löndum sem til- heyrðu gömlu Sovétríkj- unum koma 150-160 þúsund tonn. Meginhluti af heimsframleiðslu á kísiljámi er notaður af kaupendum í þeim löndum þar sem framleiðslan fer fram. Þau lönd sem framleiða kísiljárn og selja það á erlenda markaði era Noregur, Brasilía, S-Afríka, ísland og fáein önnur lönd. Sveiflur á heimsmarkaðsverði kísiljárns kemur mest við framleið- endur í þessum löndum. Almennt má segja að verð á kísiljárni svei- flist upp og niður á 4-5 ára fresti. Þannig náði verðið hámarki 1984, en fór síðan niður og náðí aftur hámarki 1988-1989. Árið 1989 hrapaði verðið niður úr öllu valdi og við tók fjögurra ára tímabil þar sem verðið hélst það lágt að segja má að verksmiðjur um allan heim hafi verið reknar með bullandi tapi. Ástæðan fyrir þessu var sú að verk- smiðjur í Kína og löndum fyrram Sovétríkjanna seldu gífurlegt magn af kísiljárni á Vesturlandamarkað á verði sem raglaði öll eðlileg við- skiptalögmál. Þegar Berlínarmúrinn hrundi, hrundi um leið stálframleiðsla Sov- étríkjanna, en Sovétríkin vora á þeim tíma stærsti stálframleiðandi í heimi. í dag framleiða lönd fyrram Sovétríkjanna ekki nema um helm- ing af því stáli sem þau framleiddu fyrir 1989. Rússar höfðu því ekki not fyrir allt það kísiljárn sem þeir gátu framleitt og seldu það þess vegna til Vesturlanda. Þar fengu þeir gjaldeyri, sem þá skorti sárlega. „í Kína og Sovétríkjunum þekktu menn ekki hugtakið framleiðslu- kostnaður. Flutningskostnaður og raforkukostnaður var greiddur af stóra bróður og framleiðslan var einfaldlega seld fyrir það verð sem fékkst á erlendu mörkuðunum," sagði Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri íslenska járnblendifé- lagsins hf. Afleiðingarnar fyrir framleiðend- ur á Vesturlöndum urðu afar slæm- ar og ekki bætti úr skák að á sama tíma varð almennur sam- dráttur í efnahagslífi á Vesturlöndum. Eftirspurn eftir stáli í heiminum minnkaði t.d. um 8%. Þeg- ar markaðsverð var lægst á þessum árum seldist kísiljárn fyrir 490 dollara tonnið, en það hefur farið í 1.050 dollara. Það eykur enn á erfiðleika verksmiðja sem selja á heimsmark- aði að í niðursveiflunni er mun erfíð- ara fyrir þá að selja framleiðsluna. Það fer því saman lágt verð og minni sala. Þó að eftirspurn eftir stáli minnkaði um 8% minnkaði framleiðsla Járnblendiverksmiðj- unnar á þessum árum um 30%. ESB og Bandaríkin setja á tolla Árið 1993 settu Bandaríkin og Evrópusambandið tolla á kísiljárn. Þetta var gert með þeim rökum að framleiðendur utan Bandaríkjanna og ESB hefðu verið með undirboð á markaðinum. Tilgangurinn með þessu var að koma í veg fyrir að framleiðendur í Kína, löndum fyrr- um Sovétríkjanna og Brasilíu gætu selt kísiljárn á lágu verði á þessum mörkuðum og þannig skaðað heima- framleiðendur. ESB setti lágan toll á framleiðslu frá íslandi, en hann féll niður einum mánuði síðar þegar ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þessir tollar gerðu það að verkum að markaðsverð á kísiljámi í Evrópu og Bandaríkjunum hækkaði og hef- ur haldist hátt síðan. ESB mun fella niður tollana í árslok 1998 og að öllum líkindum gerist það í Banda- ríkjunum á sama tíma. Það gæti þó orðið eitthvað fyrr en líka síðar. Hvað þá gerist veit enginn fyrir víst. Jón Sigurðsson sagði að það væri vitað að verksmiðjur í löndum gömlu Sovétríkjanna væru vannýttar. Talið væri að þær gætu framleitt 200-250 þúsund tonnum meira en þær gera í dag. Ef þessi framleiðslugeta yrði öll nýtt myndi það án efa hafa áhrif á heimsmarkaðsverð á kísiljámi. Það skipti þó miklu máli hvort stáliðnað- urinn í löndunum myndi á rétta úr kútnum á sama tíma. Ef það gerðist yrði minna af kísiljámi selt á vest- ræna markaði og þar með yrði þrýst- ingurinn á verðið minni. Stefán Reynir Kristinsson, fjár- málastjóri Járnblendifélagsins, sagði að margt benti til að framfarir hefðu orðið í efnahagslífi Rússlands frá hruninu 1989 og framleiðendur myndu í auknum mæli taka tillit til framleiðslukostnaðar við verðlagn- ingu á framleiðslunni, m.ö.o. að verksmiðjurnar gætu ekki framleitt óhindrað án tillits til þess hvort reksturinn skilaði hagnaði eða tapi. Kínverjar eru í dag stærstu stál- framleiðendur í heimi og þurfa þess vegna mikið af kísiljárni. Þar hefur verið skortur á nægu rafmagni a.m.k. á tilteknum svæðum og raf- ÞAÐ var ekki auðvelt verk að stýra Járnblendifélaginu á Grund- artanga á árunum 1989-1994 þeg- ar heimsmarkaðsverð á kisiljárni var í lágmarki. Verðið fór niður í 3.300 norskar krónur fyrir tonn- ið þegar verst lét. Til samanburð- ar má geta þess að verksmiðjan er að fá yfir 5.000 norskar krónur fyrir tonnið í dag. Á sama tíma og verðið lækkaði varð erfiðara að selja framleiðsl- una og þess vegna neyddist Járn- blendiverksmiðjan til að draga úr framleiðslu. Þetta leiddi til þess að framleiðslan varð óhagkvæm- ari. Framleiðslukostnaður á hvert tonn er hærri þegar framleiðslu- getan er ekki nýtt að fullu. Árið 1990 tapaði Járnblendifé- lagið 154 milljónum. Árið eftir. varð tapið 547 milljónir og árið 1992 nam tapið 614 milljónum. Fyrirtækið safnaði skuldum og þurfti stöðugt á meira lánsfé að Um 200 þús- und tonna ónýtt fram- leiðslugeta I Rússlandi heimsmarkaðsverði. Það verð hefur undanfarið verið mun lægra en markaðsverð í Japan. Sumitomo er ekki framleiðandi heldur kaupir hrá- efni og framleiðslu á alþjóðlegum markaði til að selja hana áfram. Við þær aðstæður sem ríkt hafa á mark- aðinum í Japan hefur Sumitomo í raun verið að tapa á viðskiptum við Járnblendiverksmiðjuna vegna þess að fyrirtækið hefur verið að kaupa kísiljárn frá íslandi á mjög háu verði og orðið að selja það í sumum tilvik- um á lægra verði. Lausn á þessu máli hefur verið hluti af þeim samningum sem farið hafa fram milli eigenda Járnblendi- félagsins um stækkun verksmiðj- unnar. Síðustu tvö ár hefur Járn- blendifélagið átt auðvelt með að selja sína framleiðslu og þess vegna hefur Sumitomo ekki keypt þriðjung framleiðslunnar eins og markaðs- samningurinn gerir ráð fyrir. Sumi- tomo hefur hins vegar lagt mikla áherslu á að kaupa áfram kísiljárn frá íslandi. Ástæðan er sú að þeir treysta því ekki að Kínveijar eða Rússar geti um alla framtíð útvegað þeim nægilega mikið af kísiljárni. í þessum löndum ríkir ekki sami stöð- ugleiki í efnahagslífi eða stjórnmál- um og á Vesturlöndum. Sumitomo telur það því þjóna hagsmunum sín- um að halda áfram viðskiptum við ísland þó þau viðskipti séu þeim ekki mjög hagstæð nú um stundir. Lítil tækniþróun STJÓRNENDUM Járnblendifélagsins tókst að stýra fyrirtækinu á farsælan hátt í gegnum erfiðleikaárin 1989-1994 og nú er fyrirtækið afar sterkt. Bslenska járnblendifélagið hf FRAMLEIÐSLA. tonn 70.051 72 007 71.410 72.450 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 áætl. AFKOMA. miiljónir króna á verðiagi 1996 +804,8 +451-3 hagnaður +531,4 +290,9 +154,3 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 -153,9 -234,6 tap -547,3 -614,1 Barist fyrir lífi verksmiðjunnar halda. Ekki bætti úr skák þegar allir þrír helstu viðskiptabankar fyrirtækisins erlendis urðu nánast gjaldþrota á árinu 1993 þegar bankakreppan reið yfir Skandin- avíu. Bankarnir voru endurreistir með ríkisfjárframlagi, en nýju bankarnir settu sér þær lánaregl- ur að lána ekki erlendum aðilum til áhætturekstrar eins og fram- leiðslu á kísiljárni. Skyndilega stóð fyrirtækið frammi fyrir því að vera búið að missa sambönd sín og enginn vildi lána því pen- inga þar sem það var rekið með miklu tapi og ekki sjáanlegt að betri tíð væri framundan. DnB og UNI-Bank í Kaupmannahöfn kröfðust þess að öll lán til Járn- blendifélagsins yrðu endurgreidd í árslok 1993. Árið 1992 var samþykkt neyð- aráætlun til bjargar fyrirtækinu. Kostnaður við allan rekstur fyrir- tækisins var lækkaður með rót- tækum aðgerðum. Það neyddist m.a. til að segja upp 39 mönnum. Teknar voru upp viðræður við alla helstu seljendur vöru og þjón- ustu til fyrirtækisins til að tryggja því betri kjör í viðskiptum. Lands- virkjun samþykkti að lækka raf- magnsverð er því víða hátt. Talið er að eftirspum eftir rafmagni í Kína aukist það mikið á næstu árum að Kínveijar muni eiga í erfiðleikum með að anna henni. Við þær aðstæð- ur kemur orkufrekur iðnaður, eins og framleiðsla á kísiljárni, til með að eiga undir högg að sækja. Eftir sem áður eru vinnulaun lág í Kína og hráefnisverð lágt og af þeim sök- um má búast við að framleiðsla frá Kína eigi eftir að hafa áhrif á verð- þróun á vestrænum mörkuðum þeg- ar undirboðstollarnir falla úr gildi. Breyttur markaður 1999 Ef áform um stækkun Járnblendi- verksmiðjunnar á Grandartanga um einn ofn ganga eftir kemur hann í notkun í árslok 1999. Þá verða að- stæðurnar á mörkuðunum aðrar en þær era í dag. Undirboðstollarnir, sem hafa verið grandvöllur undir þeim mikla hagnaði sem verið hefur á Járnblendiverksmiðjunni á síðustu tveimur árum, verða úr sögunni. Samkeppnin verður meiri og líkleg- ast verður verðið þá lægra en það er í dag. Sú spuming hlýtur að vakna hvort það sé ekki óráð að stækka verksmiðjuna þegar óvissuþættirnir eru svona miklir. Jón Sigurðsson segir það ekki vera. Að vísu gætu aðstæður snúist á versta veg og kippt fótunum und- an áætlunum sem liggja til grand- orkuverð til fyrirtækisins tíma- bundið. Þegar þessu hafði verið hrint í framkvæmd sneru stjórn- endur Járnblendifélagsins sér að því að semja um framlengingu lána. Landsbankinn og Iðnþróun- arsjóður aðstoðuðu fyrirtækið við þau mál. Þessar aðgerðir leiddu til þess að Járnblendifélaginu tókst að skila hagnaði á árinu 1993. Árið 1994 fór heimsmarkaðsverð á kís- iljárni að hækka. Hagnaður fyrir- tækisins á síðustu tveimur árum hefur verið mjög góður. Það hefur nú greitt til baka lán sem tekin voru á erfiðleikaárunum. Raf- orkuverð til Landsvirkjunar hefur hækkað á ný og tímabundin lækk- un á orkuverði hefur verið endur- greidd. Staða fyrirtækisins er þannig í dag að það treystir sér til að fjármagna sjálft byggingu nýs ofns með lánsfé og fjármunum úr rekstri. vallar stækkun verksmiðjunnar. „Þær áætlanir sem við höfum gert benda þó til þess að skuldug þriggja ofna verksmiðja sé betur í stakk búin til að mæta niðursveiflu á mörkuðum en skuldlítil tveggja ofna verksmiðja." Jón sagði að nýting á framleiðslu- getu verksmiðjunnar væri algjör lyk- ill að því að þetta dæmi gengi upp. Ofnar verksmiðjunnar hefðu verið í notkun 350-360 daga á ári undan- farin ár og þetta ætti einn stærstan þátt í góðri afkomu Jámblendifé- lagsins á síðustu árum. Fastur kostnaður við rekstur verksmiðjunn- ar væri hár, en með því að fullnýta framleiðslutækin væri hægt að ná ágætum hagnaði af rekstrinum. Hann sagði að ástæðan fyrir því að stækkun verksmiðjunnar væri talin arðbær væri sú að fasti kostnaður- inn ykist ekki eins mikið og fram- leiðslugetan. Kostnaðurinn við að framleiða hvert tonn af kísiljárni lækkaði því við stækkunina. Stefán Reynir sagði að verksmiðj- an hefði verið að framleiða yfir 70 þúsund tonn af kísiljárni á ári und- anfarin ár. í fyrra hefði verið sett framleiðslumet 72.450 tonn. Þetta væri mun meiri framleiðsla er gert var ráð fyrir þegar verksmiðjan var byggð. I samningum sem gerðir voru um fjármögnun verksmiðjunn- ar hefði t.d. verið miðað við 54 þús- und tonna framleiðslu á ári. Baristá Japansmarkaði Stærstu markaðir fyrir kísiljárn eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Japan og Kína. Eins og áður segir hafa Bandaríkin og ESB lokað sín- um mörkuðum með tollmúrum. Kín- veijar sitja einir að kínverska mark- aðinum. Japanski mark- aðurinn er hins vegar öll- um opinn og þar er líka hart barist. Þangað selja framleiðendur í Kína, Rússlandi, Brasilíu, Venezuela og S-Afríku. Verðið er talsvert lægra en það verð sem fæst fyrir fram- leiðsluna í Bandaríkjunum og ESB. Þetta setur japanska fyrirtækið Sumitomo, sem er einn þriggja eig- enda Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, í sérkennilega stöðu. Samkvæmt markaðssamningi Jám- blendiverksmiðjunnar er Sumitomo skuldbundið til að kaupa þriðjung af framleiðslu Járnblendifélagsins á Mjög fáar járnblendiverksmiðjur hafa verið reistar í heiminum á síð- ustu árum og ekki era uppi áform um mikla aukningu á næstu áram. Ástæðan er sú að framleiðslugetan hefur ekki verið fullnýtt í Rússlandi og raunar víðar, en einnig hefur verð á kísiljárni verið að lækka á heimsmarkaði á síðustu 15 árum á sama tíma og raforkuverð í heimin- um hefur hækkað. Þess ber þó að geta að allt hráefnisverð hefur einn- ig lækkað. Hátt orkuverð dregur þannig úr líkum á því að Kína og Brasilía auki sína framleiðslu. Jón Sigurðsson sagði að lítil fjár- festing í kísiljámsframleiðslu í heim- inum hefði leitt til þess að lítil tækni- þróun hefði orðið í vinnslunni. Járn- blendifélagið hefði áhuga á, að sú tækni sem notuð yrði við rekstur þriðja ofnsins yrði sú besta sem völ er á í heiminum. í þessu sambandi hefði fyrirtækið uppi áform að senda tæknimenn m.a. til S-Afríku til að skoða verksmiðjur þar, en granur léki á að S-Afríkumenn hefðu þróað nýja tækni á meðan viðskiptabann var á landinu. Ekki byggt í Noregi Norðmenn koma ekki til með að auka framleiðslu sína á næstu árum. Elkem á ijórar kísiljárnverksmiðjur í Noregi, sem allar era komnar til ára sinna. Um 90% af þeirri raforku sem verksmiðjurnar nota, era fram- leidd af Elkem. Raforkuverð í Nor- egi hefur verið gefið fijálst og hefur þróunin verið sú að verðið hefur stig- ið á síðustu árum, ekki síst eftir að dreifikerfi landsins var tengt við raforkumarkaðinn í Danmörku og Svíþjóð. Lokun kjarnorkuversins í Barsebáck er fallin til að þrýsta verðinu enn hærra. Þegar verð á kísiljárni er lágt er í raun mun hag- stæðara fyrir Elkem að selja raforku sína á almennum markaði frekar en að nota hana til að framleiða kísiljárn. Það er því eðlilegt að Elkem horfi til íslands þegar fyrirtækið veltir fyrir sér möguleikum sín- um til að auka markaðs- hlut sinn í kísiljárni. Fyrirtækið hef- ur á síðustu tveimur áram verið að borga niður skuldir, sem það safn- aði á erfiðleikaáranum 1989-1994. Elkem er nú komið I þá stöðu að geta farið að fjárfesta af auknum krafti. Það hefur sýnt áhuga á að auka eignarhlut sinn í Járnblendifé- laginu. Markaðs- samningi breytt í tengslum við stækkun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.