Morgunblaðið - 11.02.1997, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP
Flúgandi ver-
% ur og loftbólur
*
Heimildamyndin Undirdjúp Islands verður
sýnd í Finnlandi í byrjun mars, en hún var
tekin hérlendis í fyrra. Hildur Loftsdóttir
ræddi við Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur
> um gerð myndarinnar.
FINNSKI kvikmyndaframleiðandinn
Marco Röhr kom til landsins í fyrra
og sameinaði krafta sína íslensku
kvikmyndasamsteypunni við gerð
heimildamyndarinnar „Undirdjúp ís-
lands“. Marco er mjög stór framleið-
andi, og stóð að gerð „Vetrarstríðs-
ins“, dýrustu myndar sem gerð hefur
verið í Finnlandi. Einnig var hann
meðframleiðandi stórmyndarinnar
yJerúsalem“ eftir Billy August. A
Islandi var hann hins vegar að leita
að náttúrufegurð eins og fleiri sem
hingað koma. Gerðu hann og tökul-
iðið víðreist, og festu það á fílmu sem
þeim þótti markvert í vötnum og við
** strendur íslands.
María Sólrún Sigurðardóttir kvik-
myndafræðingur var framkvæmda-
stjóri myndarinnar. Hún er búsett í
Berlín, en íslendingar kannast
eflaust við stuttmyndir hennar. Þær
eru nú orðnar þtjár, og sú síðasta
„Tvær stelpur og stríð“ vann fyrstu
verðlaun við stuttmyndahátíðina í
Reykjavík, og hefur hlotið verðlaun
og viðurkenningar víða um heim.
Áhætta að kvikmynda Geysi
Þegar ákveðið var að gera sér-
stakan þátt um köfunina á Þingvöll-
um, tók María Sólrún að sér leik-
stjóm og handritagerð þess þáttar.
Hún stundar nú nám við handrita-
akademíu í Berlín, og er jafnframt
að þróa bæði bíómyndir og sjónvarps-
þætti. Hún tók sér frí frá miklum
önnum, og er hingað komin til að
setja saman þáttinn. Litið var inn til
Maríu, og hún beðin að segja frá
þessu mikla ævintýri.
„Þátturinn sem ég er að ljúka við
er um gerð myndarinnar „Undirdjúp
íslands“ þegar verið var að mynda
í gjánum á Þingvöllum. Það er vafa-
laust besta efni sem tökumennimir
náðu í ferð sinni. Síðar var ákveðið
að bæta inn í þáttinn köfunarleið-
angri sem farinn var í Geysi. Þetta
er í fýrsta skipti sem reynt er að
kvikmynda Geysi að innan, og ansi
mikil áhætta fólgin í því. Þegar kom-
ið var á staðinn, gekk ekki upp að
stjórna myndavélinni frá yfírborði
Þú velur
lonvll
Súpu eða salal
/UJalréll
Léttsteiktan lambavöðva
eða
kjúklingabringu meö
villisveppasósu
eða
fískfang dagsins
eða
grænmetislasagne
mamsB —
Ilnelumousse
eða
kal'fi og sætindi
ÍOg auðvilað )___
(ballá eftir ,
Þriggjíi rctla
Aldamótaverð
kr. 2000
Borðapantanir sími 551-9636
Morgunblaðið/Ásdís
MARIA og Steingrímur Karlsson kafa í Undirdjúp Islands.
jarðar, eins og ákveðið hafði verið.
Þá var gripið til þess ráðs að senda
tökumann ofan í Geysi. Til öryggis
var hannaður sérstakur hitaþolinn
búningur, og þeir náðu myndunum
sem þeir vildu.“
Heill heimur í vatninu
Tökuliðið býr yfir einum besta
ljósabúnaði sem til er í Evrópu. Hann
er hannaður í samráði við ljósahönn-
uð sem hlaut óskarsverðlaun fyrir
lýsingu myndarinnar „The Abyss".
Þeir fóru með þennan ljósabúnað
niður í gjárnar, og myndimar urðu
alveg ótrúlega fallegar. Finnunum
fannst í fyrstu lítið til gjánna koma,
en álit þeirra breyttist fljótt þegar
þeir voru kpmir ofan í þær.
„Fólk á íslandi veit ekki að það
er heilan heim að fínna í vatninu
undir hrauninu við Þingvallavatn.
Almannagjá bliknar í samanburði við
gjárnar sem eru þar undir. Þar er
hægt er að kafa niður á 45 metra
dýpi, og vatnið er með því tærasta
sem finnst í heiminum. Það er svo
tært að lítill sólargeisli sem nær að
skína gegnum þröngar rifumar helst
alveg heill niður á botn. Á myndunum
líkjast því kafaramir svífandi verum
í tunglslandslagi. Það eina sem sann-
ar að þeir séu að synda eru loftból-
umar sem koma frá þeim. Framköll-
unarfyrirtækið hringdi sérstaklega
til íslands, því starfsmennirnir trúðu
ekki sínum eigin augum!“
Stuttmyndir ekki síður vinna
Handrit myndarinnar „Undirdjúp
íslands" er unnið með Guðmundi
Páli Ólafssyni, sem hefur skrifað
margar bækur um náttúru íslands.
María kom svo hugmyndum hans
yfír í kvikmyndahandrit. Lokaútgáf-
an af lesna textanum í myndinni er
skrifaður af fínnska skáldinu Antti
Tuuri, sem m.a. hefur fengið bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Njörður P. Njarðvík mun snúa þeim
texta fyrir íslensku útgáfuna.
María er framkvæmdastjóri heim-
ildamyndar í fyrsta sinn, og mætti
halda að það sé erfítt að fara úr leikn-
um stuttmyndum yfír í svona viðam-
ikið verk. María sagði að svo væri
ekki; „Það vill oft misskiljast að það
sé lítil vinna á bakvið stuttmyndir.
Það er alveg sama forvinnan, mikið
stress við tökumar og eftirvinnan fer
eins fram. í rauninni er reynsluþrep-
ið þarna á milli ekki eins stórt og
hægt er að ímynda sér.
Þetta var þó ólík reynsla, og margt
skemmtilegt kom upp á. Hingað kom
hópur af fínnskum kraftakörlum, og
eru átta af þeim kafarar úr björgun-
arsveit slökkviliðsins í Helsinki. Þetta
voru stórir karlar, sem komu í mars,
og hlógu mikið að varfæmi íslend-
inga í sambandi við veður og nátt-
úm, en þeir áttu eftir að kynnast
henni nánar.
Þegar þeir fóm hringinn í kringum
landið var Jón Hinrik Garðarsson
leiðangursstjóri, og Karl Gunnars-
son, sjávarlíffræðingur, stjómandi
fræðilegu hliðarinnar. Þeir lentu í
miklum snjóstormi á Vestfjörðum,
og þá lækkaði rostinn í fínnsku töff-
urunum. Þeir voru auðvitað með öll
réttu tækin og tólin, og í rétta fatn-
aðinum, en þegar átti að bregðast
rétt við, þá vom það nú Islendingarn-
ir sem vissu hvernig átti að snúa
sér. Þeir sögðu það svo seinna í
gamni að þetta hefði verið í eina
skiptið sem hinn rólegi og yfírvegaði
Karl Gunnarsson fór úr sunnudags-
skónum í gúmmistígvélin!
Einnig breyttist sýn þeirra á land-
ið, þegar þeir komust að því að það
er allt á hreyfingu. Á vissu tímabili
höfðu þeir tekið sér frí frá köfun á
Þingvöllum. Þegar þeir komu svo til-
baka hafði allt breyst ofan í gjánum;
það hafði hmnið ofan í op sem þeir
vom vanir að synda um, og mikið
hmn á stóm gijóti almennt. Þá fóm
þeir að átta sig á nálægð þessara
náttúruafla sem þeir þekkja ekki í
Finnlandi."
„Undirdjúp íslands" er klukkutíma
löng mynd, og verður hún fmmsýnd
í Finnlandi í byijun marsmánaðar.
Hins vegar er enn óljóst hvenær við
íslendingar fáum að njóta dýrðarinn-
ar, og einnig hvort það verður í sjón-
varpi eða í kvikmyndahúsi. Finnarnir
taka nefnilega allt á hágæðafilmu,
og verður því breiðtjaldsútgáfa gerð
af myndinni. Þetta em eflaust með
bestu neðansjávarmyndum sem tekn-
ar hafa verið hér við land og þess
vegna ærin ástæða til að hlakka til.
BÍÓIN í BORGINNI
BÍÓBORGIN
Að lifa Picasso •k-k'k
Höfundar nokkurra bestu mynda síð-
ari ár skortir eldmóð í kvikmynda-
gerð um meistara Picasso, en Hopk-
ins kemur til bjargar með enn einum
stórleik (á köflum).
Lausnargjaldið kkk
Gibson leikur auðkýfíng sem lendir
í því að syni hans er rænt. Snýr
dæminu við og leggur lausnarféð til
höfuðs skálkunum. Gibsonmynd í
góðum gír.
Ævintýraflakkarinn k'A
Sjá Kringlubíó.
Kona klerksins k
Sykursætt og vellulegt fjölskyldu-
drama frá sápudeild Draunaverk-
smiðjunnar.
Hringjarinn íNotre Dame kkk
Vönduð, falleg fjölskyldumynd
byggð á hinni sígildu sögu um tilvist-
arkreppu kroppinbaksins í Frúar-
kirkju. Litlaus tónlist og framvinda
en snjöll, íslensk talsetning.
SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA
Ærsiadraugar k k'A
Góðar brellur og brandarar en ís-
lendingum ætti ekki að bregða við
Hollívúddslæðinginn. Fox og Al-
varado standa sig bærilega.
Sonur forsetans kk
Lumma um forsetasoninn og vin
hans í lífverðinum sem losar um
hann í einangrun Hvíta hússins.
Sinbad á einn hrós skilið og fellur
vel í kramið hjá smáfólkinu.
Ævintýraflakkarinn k.
Sjá Kringlubíó.
Dagsljós kk'h
Þegar sprenging verður í neðansjáv-
argöngum með hroðalegum afleið-
ingum, mætir okkar maður, Stallone,
á staðinn. Og óþarft að spyija að
leikslokum.
Kona kierksins k
Sjá Kringlubíó.
Djöfiaeyjan kkk'A
Friðrik Þór, Einar Kárason, óað-
finnanlegur leikhópur og leiktjalda-
smiður og reyndar allir sem tengjast
Djöflaeyjunni leggjast á eitt að gera
hana að einni bestu mynd ársins.
Endursköpun braggalífsins er í senn
fyndin, sorgleg og dramatísk.
HÁSKÓLABÍÓ
Meðeigandinn kk
Svolítið lunkin gamanmynd um stöðu
kpnunnar í fjármálaheimi New York.
Áttundi dagurinn k k'A
Heimar sakleysis og veraldar-
mennsku skarast í ljúfri og einkar
vel leikinni, belgískri mynd sem
minnir mjög á Regnmanninn.
Dagsljós kk'A
(Sjá Sambíóin, Álfabakka).
Leyndarmál og lygar kkkk
Meistaraverk frá Mike Leigh um
mannleg samskipti, gleði og sorgir
og undarlegar uppákomur í lífí
bresks almúgafólks.
Pörupiltar kk
Fjórir vinir verða fyrir hroðalegri lífs-
reynslu í æsku. Stekkur áfram um
nokkur ár, tími hefndarinnar rennur
upp - og nær sér ekki aftur á strik.
Brimbrot kkk'A
Besta mynd Lars Von Triers fyallar
um nútíma píslarvott í afskekktu og
þröngsýnu samfélagi. Myndin er á
sinn hátt kraftaverk þar sem stór-
kostlegan leik Emely Watson ber
langhæst.
KRINGLUBÍÓ
Ævintýraflakkarinn k'A
McCauley Culkin verður að teikni-
myndafígúru og kynnist klassískum
ævintýrum.
Lausnargjaldið (Sjá Bíóborgin)
Kvennaklúbburinn kk'A
Þrjár góðar gamanleikkonur, Hawn,
Keaton og Midler, fara á kostum sem
konur sem hefna sín á fyrrum eigin-
mönnum.
/ straffi k
Yfírdrifín gamanmynd um krakka
sem loka foreldra sína niðri ! kjallara
í von um að þau nái saman á ný.
/ hefndarhug kk'A
Baldwin nær góðum tökum á leyni-
löggu í gloppóttri sakamálamynd
sem gerist niður í New Orleans.
LAUGARÁSBÍÓ
Koss dauðans kkk'A
Geena Davis og Samuel L. Jackson
fara á kostum í frábærri hasarmynd
frá Renny Harlin.
Samantekin ráð kk
Stelpurnar í hverfmu taka uppá að
ræna banka og haga sér nákvæm-
lega eins og strákarnir í hverfínu.
Flótti kk
Aldrei beint leiðinleg hringavitleysa
þar sem leikstjórinn Kevin Hooks
nýtir sér flestar klisjur „félagamynd-
anna“ án þess að bæta miklu við
tegundina.
REGNBOGINN
Blár í framan kkk
Framhald Reyks stendur forvera sín-
um lítið að baki í „Svona er Brook-
lyn í dag“.
Banvæn bráðavakt k k'A
Haganlega samansett, lítil spennu-
mynd sem skilur fátt eftir en er góð
og fagmannleg.
Slá í gegn k k k'A
Reykur kkk'A
Einfaldleiki og góð sögumennska
einkenna eina bestu mynd síðari ára
og gera hana að listaverki þar sem
Harvey Keitel hefur aldrei verið betri
en tóbakssölumaður „á horninu" í
New York.
STJÖRNUBÍÓ
Tvö andlit spegils kk'A
Það stormar af Streisand í róm-
antískri gamanmynd sem tekur sig
fullalvarlega þegar líða tekur á. Jeff
á í engum vandræðum með mjúka
manninn.
Ruglukollar kk
Skólamyndir teknar á beinið af öðr-
um Zuckerbræðra, útkoman mjög
léttvæg fundin..
Matthildur kkk
Frábær kvikmyndagerð um hina
undursamlegu Matthildi, ógeðslega
lélega foreldra hennar og skólastjór-
ann Frenju - sem hatar böm sér-
staklega.
Djöflaeyjan k k k'A
Sjá Sambíóin, Álfabakka