Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Karl Arason skipstjóri á Dísarfellinu var staðráðinn í að þrauka Maður ætlar þá að hafa það af Karl Arason skipstjórí á Dísarfellinu segir að við sjópróf á miðvikudag hafí engin skýring fengist á því hvers vegna skipið varð hafínu að bráð. Sjór hafí af einhverjum orsökum komist í lestar þess og það sokkið án þess að skipverjar fengju rönd við reist. Morgunblaðið/Ásdís „ALLT sem ég hugsaði um var að þrauka - gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana," segir Karl Arason skipstjóri um veru sína i sjónum. ALLT var með felldu þegar Karl fór í koju um miðnætti á laugar- dagskvöld en þegar vakthafandi stýrimaður ræsti hann tveimur tímum síðar var hins vegar kom- in mikil slagsíða á skipið og að- vörunarljós farin að loga í vélar- rúmi sem sýndu að sjór væri kominn í lestamar. Skipstjórinn kveðst því hafa sent stýrimann- inn þegar í stað niður í lest til að freista þess að komast að því hvað væri á seyði. „Þetta var mikil hættuför en það var ein- faidlega ekki um annað að ræða.“ Að sögn Karls komst stýrimað- urinn að raun um að mikill sjór var kominn í lestarnar og farm- urinn farinn að aflagast. „Aflög- unin á farminum veldur hins vegar ekki mikilli slagsíðu ein og sér - hann kemst svo stutt.“ Dældu frá lestunum Þegar þetta lá fyrir segir Karl að skipveijar hafi byrjað að dæla frá lestunum en jafnframt hafi þeir reynt að dæla inn í tóma tanka stjómborðsmegin til að minnka slagsíðuna á skipinu. Samfara svona mikilli slagsíðu er nefnilega hætta á að vélar skipa stöðvist. En allt kom fyrir ekki - ástandið fór jafnt og þétt versn- andi. Næst brast sjóbúnaðurinn á öftustu lúgunni, þannig að allir gámarnir sem þar voru staðsett- ir, að einum undanskildum, fóm fyrir borð - á milli fjögur og fimm hundmð tonn. „Maður myndi ætla að ástandið hefði átt að batna við þetta - það gerðist hins vegar ekki,“ segir Karl og bætir við að enn hafi slagsiðan aukist. „Skömmu síðar misstum við fjóra gáma í viðbót af fram- skipinu og þeir lentu á bakborðs- björgunarbátnum og bmtu hann af skipinu.“ Enn syrti í álinn og skipstjór- inn segir að skipveijar hafi end- anlega gefið upp vonina um að Dísarfellinu yrði bjargað þegar drapst á vélunum. „Eftir það vorum við bjargarlausir - gátum ekkert meira gert.“ Þar kom að því að skipinu hvolfdi. Að sögn Karls telja skip- veijar að alda hafi hent þeim fyrir borð en sjálfur er hann ekki viss. „Eg var lengi að losna frá skipinu og varð fyrir geysi- lega miklu hnjaski - í síðustu snertingunni fór ég til að mynda úr axlarliðnum. Til allrar ham- ingju lamdist höfuðið á mér hins vegar ekki utan í skipið, þá hefði þetta verið búið.“ Karl kveðst hafa verið lengi í kafi eftir að hann losnaði frá skipinu og alveg búinn að vera þegar honum skaut loks upp á yfirborðið. „Það fyrsta sem ég hugsaði um voru endalokin. Þau ollu mér ekki beint skelfingu - ég var umfram allt undrandi. Annars er ákaflega erfitt að lýsa hugsununum sem fóm í gegnum kollinn á mér þarna i sjónum. Þetta var líkast því að horfa á bíómynd sem maður hefur ekki minnsta áhuga á.“ í fyrstu kveðst Karl hafa nýtt alla sína krafta til að draga and- ann og innbyrða nóg súrefni til að „komast í gang aftur“. Hann varð ekki var við lífsmark í kringum sig fyrr en mann, sem reyndist vera Ingjaldur Haf- steinsson yfirvélsljóri, rak upp að honum. „Hann rak hins vegar fljótt frá mér og eftir það var ég aleinn. Einhverja ljósglætu sá ég þó annað slagið, sem ég gerði mér ekki grein fyrir hvaðan kæmi, auk þess sem ég vissi af skipinu á hvolfi nokkra tugi metra frá mér.“ Karl var með meðvitund allan tímann sem hann var í sjónum og kveðst ekki hafa verið sérlega kvalinn, þrátt fyrir að önnur öxlinn hafi ekki verið i liðnum. „ Auðvitað fann ég til en verra þótti mér að geta ekki notað hendina." En var hann vongóður um að verða bjargáð? „Ekkert sérstak- lega - en ég var ekkert vonlaus heldur. Ég vissi að þyrlan var á leiðinni og hafði séð bjarma frá ljóskösturum skipa áður en Dís- arfellið fór niður. Ég leiddi hug- ann hins vegar ekkert frekar að þessu. Allt sem ég hugsaði um var að þrauka - gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana." „Allt í einu sá ég þyrluna" En með hvaða hætti skyldi skipstjórinn hafa gert sér grein fyrir því að hjálp hafði borist? „ Allt í einu sá ég þyrluna í beinni sjónlínu og fannst hún stefna í áttina að mér. Ég fór strax að veifa með betri hendinni en gerði mér enga grein fyrir því hvort flugmaðurinn sæi mig. Það var ekki fyrr en sigmaðurinn kom niður úr þyrlunni að ég vissi að þeir höfðu komið auga á mig og verið væri að bjarga mér. „Maður ætlar þá að hafa það af,“ varð mér hugsað.“ Karl var fyrsti skipveijinn sem hífður var upp í TF-LÍF en síðan komu þeir einn af öðrum. „Manni létti alitaf meira og meira eftir því sem fleiri birtust á lífi en auðvitað skyggði það verulega á gleðina að tveir félagar okkar skyldu hafa farist." Karl ber lof á áhöfn þyrlunnar sem hafi hlúð einstaklega vel að skipveijum. Þá hafi hún augljós- lega verið vel undirbúin því svo virðist sem henni hafi verið kunnugt um að hann sé veill fyr- ir hjarta. „Það var í alla staði frábærlega að þessari björgun staðið, frá upphafi til enda.“ Karl hefur verið til sjós um langt árabil en ekki lent í lífs- háska í annan tíma. Segir hann þessa atburði vafalaust eiga eftir að fylgja sér alla tíð enda sé allt- af erfitt að sætta sig við slíkt ^ón og umfram allt félagamiss- inn. „Eg hef spurt mig ítrekað að því hvort ég hafi gert ein- hveija vitleysu og á örugglega eftir að gera lengi enn. Gat ég komið í veg fyrir þetta eða gert þetta með einhveijum hætti létt- bærara? En sem betur fer finn ég ekkert sem bendir til þess.“ En ætlar skipsljórinn aftur á sjóinn? „Því er ég ekki tilbúinn að svara á þessari stundu. Ég óttast ekki sjóinn enda var það ekki hann sem olli þessu. Það fór eitthvað úrskeiðis í skipinu." Vanskil á vsk. o g staðgreiðslu Tíu milljóna króna sekt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur dæmdi í gær stjórnarfor- mann veitingahússins Jarlsins í tveggja mánaða varðhald og framkvæmdastjóra þess í 30 daga varðhald, fyrir að van- rækja að standa ríkissjóði skíI á um 8 milljónum í virðisauka- skatti og rúmum 2 milljónum í staðgreiðslu opinberra gjalda. Refsingin var skilorðsbund- in, en stjórnarformanninum var gert að greiða 10 milljóna króna sekt og framkvæmda- stjóranum að greiða 500 þús- und krónur í sekt. Lögbrotin voru framin á eins árs tímabili, frá júní 1994 til júní 1995, þegar fyrirtækið varð gjaldþrota, en það hafði m.a. rekið veitingastað. Fram- kvæmdastjórinn viðurkenndi ábyrgð sína fram til áramóta 1994-1995, en þá lét hann af störfum. Stjórnarformaðurinn kvaðst hins vegar hafa talið formennskuna formsatriði og engir stjórnarfundir hefðu ver- ið haldnir. í dóminum kemur fram að stjórnarformaðurinn hafi ekki getað upplýst hver hafi átt að sjá um greiðslu opinberra gjalda eftir að fram- kvæmdastjórinn hætti störf- um. Ekkert eftir fyrir skattinn Fyrirtækið lagði kortanótur vegna viðskipta inn hjá Búnað- arbanka, en lausafé var nýtt til að greiða hráefni og laun voru greidd með yfirdrætti í bankanum. Því var ekkert eftir til að greiða skattaskuldir, en hins vegar var rekstri ekki hætt í trausti þess að takast mætti að selja fasteign sem fyrirtækið átti. Refsingar voru ákveðnar með hliðsjón af að brotin töld- ust stórfelld. Hins vegar var varðhaldsrefsing beggja skil- orðsbundin til tveggja ára. Sjóprófum vegna Dísarfells fram haldið Engin skemmd er ógnað gat öryggi SJÓPRÓFUM vegna Dísarfells, sem sökk miðja vegu milli íslands og Færeyja aðfaranótt sunnudags, var fram haldið í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Að þessu sinni voru sjóprófin fyrir opnum dyrum enda lokið við að taka frumskýrslur af skipveijum á miðvikudag. I gær var farið yfir bráðabirgðaviðgerðir, sem gerðar höfðu verið á skipinu, en fram kom að skipið átti að fara í nákvæma skoðun í Þýskalandi eftir þessa síðustu ferð. Hjörtur Emilsson, deildarstjóri skiparekstrardeildar Samskipa, sagði að á skrokki Dísarfells hefðu aðeins verið minni háttar tjón eftir bryggjuhnoð og hefðu þau engin áhrif haft á styrkleika skrokksins. Hugsanlega hefði þurft að skipta um plötur í skrokknum að aftan til stjórnborðsmegin og að framan- verðu bakborðsmegin, en dældir á þessum stöðum hefðu verið fyrir ofan sjólínu. í sjóprófunum var nokkuð fjallað um bráðabirgðaviðgerð vegna tveggja lítilla gata sem fundust á botni skipsins í desember. Götin voru þétt með „bótum“, þ.e. stál- plötum með gúmmíþéttilistum kom- ið fyrir að utan og innan og boltað saman. Þessi bráðabirgðaviðgerð var fullnægjandi að mati skipafé- lagsins og tryggingafélags þess, enda voru götin á sjótönkum. Fram kom að hefði viðgerðin gefið sig og sjór flætt inn um götin hefði hann ekki komist í lestar skipsins. Þá var jafnframt nokkuð rætt um hugsanlegar sprungur í lestar- gólfi þar sem mikið álag væri á því þegar þungum gámum væri komið þar fyrir. Smávægilegur leki með- fram lúgupakkningum á dekki var einnig ræddur, en talið að hann hefði ekki haft nokkur áhrif á sjó- hæfni skipsins. Ekkert athugavert við tanka Ásbjörn Helgi Árnason, tækni- fræðingur sem starfað hefur að ýmsum verkefnum fyrir Samskip, lýsti viðgerðinni á götunum tveim- ur. Hann sagði að skipstjórinn hefði í fyrstu talið að sjór færi milli tanka, en svo hefði ekki reynst vera, held- ur hefðu þessi tvö göt fundist, 2-3 cm í þvermál. Hann hefði skoðað Morgunblaðið/Ásdls FULLTRÚAR Samskipa bera saman bækur sínar í dómsal, f.v. Kjartan Ásmundsson, deildarstjóri tjónadeildar, Hjörtur Emils- son, deildarstjóri skiparekstrardeildar, Kristinn Geirsson, fram- kvæmdasljóri rekstrarsviðs, og Ólafur Ólafsson, forstjóri. tankana og ekkert fundið annað tveimur í desember, kvaðst ekki athugavert. Ástand skipsins hefði hafa séð neinar dældir eða önnur verið gott og ekkert fundist sem göt í botni skipsins. ógnað gæti öryggi þess. Sjóprófum er að mestu lokið, en Aðalsteinn Aðalsteinsson, kafari þeim var frestað í gær um óákveð- sem vann að viðgerðinni á götunum inn tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.