Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 19 VIÐSKIPTI Samvinnusjóður Islands með sína bestu afkomu frá upphafi Hagnaðurinn liefur aukist um 242% Samvinnusjóður ísiands hf. Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur Mnijómr króna 1996 1995 Breyting Vaxtatekjur 371,7 184,6 +101% Vaxtagjöld 240,1 115,3 +108% Hreinar vaxtatekjur 131,6 69,3 +90% Aðrar rekstrartekjur 168,4 21,2 +693% Önnur rekstrargjöld 37,8 26,5 +43% Framlög i afskrittarsjóð 75,2 22,0 +242% Hagnaður fyrir skatta 187,0 42,1 +344% Reiknaður tekju- og eignaskattar 43,0 0 - Hagnaður ársins 144,0 42,1 +242% Efnahagsreikningur 31. des.: 1996 1995 Breyting | Eígn/r: | Milljónir króna Útlán og aðrar eignir 3.524,0 1.909,0 +85% Markaðsverðbréf og fjárfest.hlutabr. Elgnlr samtals 851,7 690,9 +23% 4.375,7 2.600,0 +68% I Sku/dir og eigið fó: | Milljónir króna Lántaka og aðrar skuldir Eigið fé 3.592,2 783,5 1.974,8 625,2 +82% +25% Skuldir og eígið fé samtals 4.375,7 2.600,0 +68% Kennitölur Arðsemi eigin fjár Arðsemi hlutafjár 23,03% 28,17% 7,32% 8,20% Bjartsýni hjá Moody’s um lánshæfi Islands HAGNAÐUR Samvinnusjóðs ís- lands hf. nam alls um 144 milljónum króna eftir skatta sem er um 242% aukning frá árinu 1995. Þetta er besta afkoma félagsins frá upphafi. Samvinnusjóður er lánastofnun og starfar samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en banka og sparisjóði. Félagið hefur milligöngu um útvegun lánsfjár til einstaklinga og fyrirtækja, en fjármögnun fer fram með útgáfu verðbréfa sem seld eru til ijárfesta. Vaxtatekjur á síðasta ári jukust um rúmlega 100% frá árinu á und- an og vaxtgjöld um 108%. Hreinar vaxtatekjur jukust um 90% og hreinar rekstrartekjur um 231%. Önnur rekstrargjöld jukust á milli ára um 43% vegna fjölgunar starfs- manna og aukinna umsvifa. Fram- lag í afskriftarreikning útlána var rúmlega 75 milljónir og þrefaldaðist frá árinu áður, en nánari upplýs- ingar um afkomu félagsins er að fínna á meðfylgjandi töflu. Veruleg aukning varð á lána- starfsemi félagsins á árinu saman- borið við fyrra ár. Eftirspum eftir lánum jókst mikið og varð aukning- in mest í fasteignaveðlánum og bíla- lánum. Útlán ársins jukust um 1.547 milljónir og námu útlán í árslok alls um 3.412 milljónum. Mest var lánað til einstaklinga og jókst hlutdeild þeirra í útlánum úr 62% í 67%. Þá jókst verðmæti hlutabréfa- eignar félagsins verulega á árinu. Bókfært verð hlutabréfa í eigu fé- lagsins nam 592 milljónum í árslok, en markaðsverð bréfanna er hins vegar um 548 milljónum hærra miðað við skráð gengi í árslok. FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur sent nefndarsviði Alþingis umsögn um frumvarp til laga um samningsveð og segist ekki geta mælt með því að frumvarpið verði samþykkt. 200 m.kr. hlutafjárútboð Fram kemur í frétt frá Sam- vinnusjóðnum að reiknað er með að starfsemin á árinu 1997 verði í stórum dráttum svipuð og verið hefur. Stjórn félagsins hefur heim- ild til útgáfu nýrra hlutabréfa að nafnverði allt að 400 milljónir kr. í umsögninni segir m.a.: „Lögleið- ing þess í dag, myndi hafa verulega skerðingu í för með sér fyrir vöru- sala og leiða af sér verulega skerta réttarstöðu þeirra gagnvart bönkum og öðrum lánastofnunum. Vega þar til núverandi hluthafa eða nýrra. Hefur stjóm félagsins ákveðið að nýta sér þessa heimild að hluta á árinu 1997 með útgáfu nýrra hluta- bréfa að nafnverði 200 milljónir. Þá hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að greidd- ur verði 7% arður til hluthafa. þyngst ákvæði um veð í vörubirgðum og söluveð. Eins og frumvarpið kem- ur félaginu fyrir sjónir, munu bank- ar og lánastofnanir geta tekið alls- herjarveð í eignum og rekstrarvörum fyrirtækja, án tillits til þess hvort birgðir hafi verið greiddar eða ekki. Með þessu er sú takmarkaða réttar- staða, sem birgjar og vörusalar búa við í dag, eða eygja von um greiðslu upp (almennar kröfur, komi til gjald- þrots, með öllu þurrkuð út,“ segir í umsögn Félags íslenskra stórkaup- manna. BANDARÍSKA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur lýst því yfir að hprfur varðandi lánshæfiseinkunn íslands á al- þjóðamarkaði séu jákvæðar. í því sambandi er bent á að tekist hafí að draga úr skuldum hins opinbera með aðgerðum á sviði hagstjómar og fyrir áhrif bættra efnahags- legra skilyrða í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í stuttri at- hugasemd fyrirtækisins um horfur á hugsanlegum breytingum á láns- hæfiseinkunn íslands, en fyrirtæk- ið hóf nýlega að birta slíkar at- hugasemdir með lánshæfisein- kunnum. í frétt Moody’s, sem gef- in var út í Lundúnum 7. mars sl., kemur fram að ætlunin sé að draga fram mat fyrirtækisins á hugsan- legum áhrifaþáttum lánshæfisein- kunna 18-24 mánuði fram í tím- ann. Til þessa hefur Moody’s birt lánshæfiseinkunnir ríkja án þess að tilgreina horfur um líklegar breytingar á komandi tíð. Moody’s Investors Service hækkaði lánshæfíseinkunn íslands í júní 1996 í A1 úr A2. Hækkunin var tilkynnt eftir að fyrirtækið lýsti yfir í aprílmánuði á sama ári að það myndi endurskoða einkunn Islands með hugsanlega hækkun fyrir augum. Bandaríska mats- fyrirtækið Standard & Poor’s hækkaði sína lánshæfiseinkunn fyrir ísland í A+ úr A í apríl 1996. Markaðurinn metur ríkissjóð hærra en matsfyrirtækin Að sögn Ólafs ísleifssonar, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabankans, má tengja þessa breytingu hjá Moody’s við kjör rík- issjóðs á erlendum mörkuðum á undanfömum misserum. í lok febr- úar voru gefin út skuldabréf ríkis- sjóðs til þriggja ára á alþjóðlegum markaði að fjárhæð 150 milljónir þýskra marka á vöxtum sem liggja undir millibankavöxtum í Lundún- um, svonefndum Libor-vöxtum. Er þetta í fyrsta sinn sem ríkissjóður nær slíkum kjörum á langtímaláni á almennum markaði. Kjör skulda- bréfaútgáfunnar vöktu athygli er- lendis fyrir það hversu hagstæð þau em ríkissjóði og var í erlendum fjármálaritum bent á að þau væru áþekk þeim kjörum sem lántakend- ur í AA-flokki njóta á sambærileg- um lánum. Ennfremur benti Ólafur á skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs til fimm ára á liðnu ári á millibanka- vöxtum sléttum. „Það má því e.t.v. segja að markaðurinn meti ríkissjóð nokkru hærra en matsfyrirtækin hafa treyst sér til að gera til þessa. En frétt Moody’s með jákvæðum horf- um fyrir ísland sýnir að fyrirtækið kann að vera farið að hugsa sér til hreyfings varðandi hugsanlegar breytingar á komandi árum enda er talað í frétt Moody’s um 18-24 mánaða tímabil sem horfumar eiga við um,“ segir Ólafur. Franskt rauðvín vinsælt París. Reuter. FRANSKUR útflutningur á léttum vínum og öðru áfengi hefur aukizt á ný eftir við- skiptabann vegna kjarnorkut- ilrauna á Kyrrahafi og jókst útflutningur um 5% í fyrra í 36,2 milljarða franka, eða 6,3 miíljarða dollara, að sögn tals- manna atvinnugreinarinnar. Greinin myndaði 32 millj- arða franka greiðsluafgang eða einn fjórða af heildar- greiðsluafgangi Frakka. „Hvað viðskiptajöfnuðinn áhrærir komum við næstir á eftir frönskum flugvélaiðnaði og á undan bílaiðnaði og ilm- vatnsgerð," sagði Philippe Pascal, forseti sambands fran- skra áfengisútflytjenda. Hann sagði á blaðamanna- fundi að tölurnar jafngiltu sölu á 120 Airbus farþegaflugvél- um eða 400 TGV hraðlestum. Þær þjóðir sem keyptu mest af léttum vínum og öðru áfengi frá Frakklandi í fyrra voru Bandaríkin, Þýzkaland, Belg- ía, Lúxemborg og Japan. Biddu um Banana Boat ef þú viK spara 40-60% FÍSgegn frumvarpi um samningsveð Dlacovery Dlosol ▼ ÞU KEMST VELÁFRAM - á Discovery Diesel Glæsilegur og rúmgóður farkostur, með slaglanga og mjúka gormafjöðrun sem er ein sú besta sem í boði er. Komið og skoðið vel útbúinn Discovery Diesel í sýningar- sal okkar Suðurlandsbraut 14. SUBURLANDSBRAUT 14 . SÍMI 533 8B3S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.