Morgunblaðið - 14.03.1997, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Völundarhús sem er ekkert
leiðinlegt að villast í
Picasso-
verki rænt
VOPNAÐUR maður ruddist
fyrir skemmstu inn í
Lefevre-galleríið í London
og rændi Picasso-málverki,
sem nefndist „Tete d’une
Femme“ (Konuhöfuð), en
það er metið á um 100 millj-
ónir ísl. kr. Ræninginn er
sagður á þrítugsaldri, þétt-
vaxinn og með tagl.
Því fer fjarri að þetta sé
eina Picasso-verkið sem er
stolið eða hverfur, þau
munu vera á fjórða hund-
rað. Verkið sem stolið var,
málaði Picasso á fjórða ára-
tugnum en það er er andlits-
mynd af Doru Maar.
Franskt bók-
menntakvöld
HÉR Á landi er stödd Daniéle
Sallenave, franskur rithöfund-
ur. Alliance Francaise hefur í
tilefni af komu Daniéle hingað
til lands skipulagt bókmennta-
kvöld, mánudaginn 17. mars
kl. 20.30. (inngangur við Ing-
ólfstorg). Þar munu Guðrún
Kristinsdóttir leikkona og Ásta
Ingibjartsdóttir lesa upp úr
verkum Daniéle Sallenave.
Friðrik Rafnsson hefur þýtt
einn af þeim textum sem lesn-
ir verða upp og mun honum
verða dreift meðal gesta. Að
því loknu mun Daniéle tala um
efnið: Skrifti/Ferðalög.
Torfi Tulinius mun þýða það
sem fram fer yfir á íslensku
og aðstoða þá, sem það vilja,
við að spyija Daniéle.
Völundarhús heitir
nýtt leikrit eftir Sigurð
Pálsson sem verður
frumsýnt í Borgarleik-
húsinu í kvöld.
Þröstur Helgason fór
á æfingu á verkinu en
við uppfærslu á því hafa
verið gerðar miklar
breytingar á stóra sviði
leikhússins.
ÞAÐ var ekki hræða í stóra saln-
um þegar ég kom inn í Borgarleik-
hús að fylgjast með æfíngu á
Völundarhúsi Sigurðar Pálssonar
og stálslegið eldvarnartjaldið hafði
verið dregið fyrir sviðið. Skyldi
hafa verið hætt við æfinguna? Ég
þræddi hin flóknu húsakynni bak-
sviðs og hafði þar upp á konu sem
tjáði mér að það stæði vissulega
ennþá til að frumsýna á föstudag-
inn. Hún fylgdi mér krókaleið inn
á stóra svið bak við eldvarnartjald-
ið þar sem búið var að koma fyrir
áhorfendapöllum með sætum.
Sviðsmyndin virkaði dimm, köld,
hrá; þetta var stórt og mikið verk-
smiðjuhús. Tveir menn stóðu á
miðju gólfí og spjölluðu saman en
sá þriðji hljóp um eins og bijálæð-
ingur, upp stiga og niður, klifraði
veggi, skyggndist um í öllum skot-
um - hann var að leita að út-
gönguleið úr völundarhúsinu.
Tekist á um hús
í leikritinu er tekist á um þetta
hús. Gamalreyndur veitingamað-
ur, Völundur að nafni, hefur keypt
það til þess að láta gamlan draum
rætast. Gengið í kjallaranum er
aftur á móti ajgjörlega á móti
þeim áformum. í deilurnar bland-
ast svo hópur ungra leikara sem
eru að æfa fyrir sýningu á frum-
sömdu leikriti.
j Morgunblaðið/Halldór
í DEILURNAR blandast svo hópur ungra leikara sem eru að
æfa fyrir sýningu á frumsömdu leikriti. Björn Ingi Hilmarsson,
Halldóra Geirharðsdóttir og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir í hlut-
verkum sínum.
„Við fyrstu kynni,“ segir Þór-
hildur Þorleifsdóttir leikstjóri,
„virkar þetta verk afar einfalt að
allri gerð, með bráðskemmtilegum
uppákomum og persónum. En við
nánari kynni opnast ýmsar túlkun-
arleiðir að verkinu og neðri lög
þess koma í ljós. Það er hins veg-
ar undir hveijum og einum komið
hvort hann vill lesa eitthvað í þessi
undirliggjandi lög verksins eða
taka það bara eins og það kemur
af skinninu; verkið nýtur sin hvora
leiðina sem menn kjósa að fara.“
Hugsjón og efnishyggja
Þórhildur á við að í átökunum
um hús Völundar endurspeglist
átök ýmissa hugmyndalegra
þátta, svo sem eins og hugsjónar
og efnishyggju. Völundur er hug-
sjónamaður sem vill gera verk-
smiðjubygginguna að miðstöð
minninganna. Honum er annt um
að fólk varðveiti og muni sögu
sína, hann gerir sér jafnvel vonir
um að við lærum eitthvað af
henni, eins og Þórhildur bendir
á. En hann vill jafnframt horfa
til framtíðar; því ætlar hann að
stofna alnetskaffihús í bygging-
unni.
„Völundur er í raun maður
framtíðarinnar," segir Sigurður,
„án þess að gera sér grein fyrir
því. Hann fær hugljómanir. Hon-
um gengur hins vegar ekki jafn-
vel að koma hugmyndum sínum
í framkvæmd. Völund langar til
að byggja brú á milli fortíðar og
framtíðar með alnetskaffihúsinu
en eins og reynslan hefur kennt
okkur er enginn rekstrargrund-
völlur fyrir slíka starfsemi hér.
Það er miklu vænlegra að reka
spilavíti í húsinu eins og gengið
á neðri hæðinni hefur gert með
góðum árangri.“
-Já, það eru skrattarnir í neðra
sem blóta Mammon.
„Ja, skrattar, þetta eru bara
íslendingar,“ mótmælir Sigurður.
„íslendingar eru spilafíklar,
áhættufíklar; þessi þjóð spilaði
fyrir 5,7 milljarða í happdrættum
á síðasta ári og eins og fram kem-
ur í leikritinu er höfuðatvinnuveg-
urinn rúlletta - það er aldrei á
vísan að róa. Þetta er allt saman
ein rúlletta og við viljum hafa
hlutina þannig. Við kunnum til
dæmis ekki á iðnað, við viljum
hann ekki, við viljum ekkert sem
er hægt að skipuleggja.
Nei, þremenningarnir í kjallar-
anum eru engir skrattar. Og von-
andi eru engir alvondir í þessu
verki og engir algóðir heldur;
þarna eru menn svona með mis-
munandi starfsemi."
íslensk tunga má ekki hljóta
sömu örlög og orfið og ljárinn
Þótt íslenska sé töluð af fáum á hún heima
í mjög stóru húsi. Ef hugmyndin um framtíð-
ina á að vera með í spilinu er gott að ímynda
sér að húsið líkist banka Jóakims frænda,
skrifar Kristín Ómarsdóttir, sem sat þing
um tölvumálrækt á Hótel Loftleiðum.
ÚTLIT í vísindasögulegum stíl,
kalt, stórt og ópersónulegt, eins
og flestar myndir af umhverfi
framtíðarinnar birtast. Svo mjög
óttast menn framtíðina að engum
dettur í hug að sjá inní henni pínu-
lítið hús, konu og karl ganga þar
um gólf burstandi í sér tennurnar
á meðan tveir krakkar sitja í sófa
og spila rommí. Framtíðarsýnir éru
sjaldnast venjulegar. Þess vegna
býr íslenskan í stóru, gluggalausu
húsi með endalausum hæðum sem
skiptast niður í óteljandi deildir,
en innst í kjarna hússins slær lítið
hjarta, sern verið er að passa,
tungumálið sjálft.
Framtíðin er nú þegar
skollin á
Það er vísindasöguleg tilfinning
sem áheyrandi fær af því að sitja
á þingi um tölvumálrækt og kynn-
ast þeirri málræktarlegu starfsemi
sem fram fer á íslandi. Til þess að
íslenskan komi að notum í upplýs-
ingaumhverfi dagsins í dag og
framtíðarinnar þarf stöðuga vinnu
innan hins íslenska kerfis og stöð-
uga samvinnu við önnur erlend
kerfi, ef íslendingar eiga að halda
sérstöðu sinni og sérkennum. Nöfn-
in á sumum sviðum þessarar starfs-
semi, eins og verkefni Staðlaráðs
íslands sem heitir: „FS 130, staðall
um íslenskar þarfír í upplýsinga-
tækni" hafa yfir sér vísindasöguleg-
an blæ. Maður gæti haldið að eitt-
hvað af ímynduðum framtíðarsýn-
um mannsins væri nú þegar skolln-
ar á, flóknar og ópersónulegar.
Forsprakki þingsins sem haldið
var á Hótel Loftleiðum sl. miðviku-
dag var Fagráð í upplýsingatækni.
Fagráðið fylgist með og tekur jafn-
an þátt í erlendri og innlendri starf-
semi með staðla og hefur þann til-
gang að efla upplýsingatækni í ís-
lensku atvinnulífi. Þingið tengdi
saman fólk af ólíkum starfssviðum
sem á það sameiginlegt að vinna
með þetta tvennt, íslensku og tölv-
ur. Þar var mætt fólk sem vinnur
að rannsóknum á íslenskri tungu.
Fólk sem þýðir texta af öðrum
tungumálum. Umboðsaðilar frá
tölvufyrirtækjum sem hafa íslensk-
að stýrikerfi sin og ýmsan notenda-
búnað. Höfundar kennsluefnis og
fólk sem kann söguna frá upphafi
og til dagsins í dag af samskiptum
íslenskunnar og „gagnavinnsluvél-
anna“ eins og fyrstu tölvurnar sem
komu til landsins um miðja öldina
kölluðust.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra setti þingið og gaf gestum
þess heildarmynd af stöðu Islands
í heimi upplýsingarinnar og taldi
upp þau stefnumál sem hann telur
að íslendingar eigi að leggja höfuð-
áherslu á. Það yrði að styrkja ís-
lenska tungu svo hún gagnist
tölvulegu samhengi. íslendingar
ættu óhikað að starfa að tölvumál-
rækt með öðrum þjóðum. Skilyrði
fyrir nánu samstarfi við Norður-
landaþjóðirnar væri gott því þjóð-
irnar byggju við svipaðar aðstæð-
ur, þær væru á háu tæknistigi,
ættu sameiginlegan menningararf
og töluðu skyld tungumál. Islend-
ingar ættu að hafa allar forsendur
til að standa í fararbroddi í þess
konar samstarfi og þar gæti smæð
okkar styrkt okkur ef eitthvað er.
íslenskan er dýr
„Það er hvorki heppni eða örlög
sem vaka yfir íslenskri tungu,“
sagði Þorgeir Sigurðsson hjá
Skýrsluvélum ríkisins og Reykja-
víkurborgar (Skýrr) í erindi sínu á
þinginu.
„Islenskan er dýr,“ hélt hann
áfram. „Kostnaðurinn við þróun
tækja og hugbúnaðar fyrir lítil
málsvæði er sá sami og fyrir stór.
Munurinn er hinsvegar sá að ís-
lensk framleiðsla svarar ekki
kostnaði vegna smæðar markaðar-
ins. Einstök íslensk fyrirtæki eða
einstaklingar hafa ekki efni á að
gera eitthvað sem skiptir máli í
þróunarstarfi nema í samstarfi við
erlenda aðila. Margir hafa unnið
ómetanlegt starf og íslenskað not-
endaskil og forrit en til lengdar
vinnur enginn ókeypis. í stað þess
að búa til bráðabirgðalausnir held
ég að við verðum að koma íslensk-
unni inní meginstrauminn, við hlið
þýsku og annarra tungumála. Því
miður höfum við ekki enn sótt um
aðild að samstarfi Evrópuþjóðanna
sem eru að koma sér upp gagna-
grunni fyrir hvert tungumál fyrir
sig, sem síðar er hægt að byggja
ofan á.“
ísland er fjarri því að vera eitt
um málræktarvandamál sitt. Fleiri
Evrópuþjóðir standa í nákvæmlega
sömu sporum og við, þær telja sig
til smárra þjóða þó íbúatalan sé
hærri en okkar og þurfa að þýða
og aðlaga notendaumhverfi tölv-