Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vinafélag Sjúkra- húss Reykjavíkur VINAFÉLAGIÐ er búið að starfa í rúm 14 ár, lengst af undir nafninu „Félag velunn- ara Borgarspítalans". Félagar eru hátt á ann- að hundrað. Stjóm er skipuð 7 mönnum og trúnaðarmannaráð er skipað 12 mönnum. Aðalfundur er haldinn * í mars ár hvert, með stjórnarkjöri, trúnað- armannakjöri, yfírferð og samþykkt á árs- reikningum, og um- ræðum um verkefni næstu mánaða. Fjár- öflunarleiðir eru oft ræddar svo og hvemig fjölga mætti félögum eða stuðningsmannaliði. Enn em fé- lagsgjöldin dijúgur þáttur í íjáröfl- uninni. Á stofnfundi félagsins, sem hald- inn var 10. febrúar 1983, vom sam- þykktir félagsins einnig samþykkt- ar. Aðalatriði samþykktanna eru: Félagið beitir sér fyrir því að: 1. Bæta hvers kyns aðstöðu sjúklinga, sem á einhvern hátt njóta þjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur og stuðla að því að þeir fái sem besta og hagkvæmasta lausn á sín- Mörg og stór verkefni bíða, segir Reynir Ar- mannsson, m.a. útveg- un tækis sem auðveldar endurteknar liðaðgerðir. um heilbrigðisvandamálum og að sem flestir sem á þurfa að halda geti notið þeirrar þjónustu. 2. Bæta og efla allskyns þjón- ustu, svo sem lækningar, endurhæf- ingu og vísindastarfsemi á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og stuðla að því að sú þjónusta megi hveiju sinni vera sem árangursríkust og til fyrir- myndar, 3. Efla og styrkja hverskonar fyrirbyggjandi starfsemi í heilbrigð- ismálum innan veggja Sjúkrahúss Reykjavíkur, svo og utan, í sam- , vinnu við önnur hugsjónasamtök "'eftir mati stjórnar hveiju sinni. 4. Stuðla að auknum skilningi almennings og stjórnvalda á starf- semi Sjúkrahúss Reykjavíkur með málefnalegri kynningu og umræðu. Fylgjast með þróun Sjúkrahúss Reykjavíkur og einstakra þjónustu- þátta þess og gera tillögur til úr- bóta eftir því sem ástæða þykir til. 5. Stuðla að því að Sjúkrahús Reykjavíkur sé aðlaðandi og vinsæl vinnustaður og að vinnuaðstaða þar sé jafnan sem best. Til þess að hægt sé að fylgja eftir háleitum markmiðum er fjár- magn nauðsynlegt. Og oft kemur upp spurningin af hveiju hið opin- .bera geri ekki hlutina? Sjónarmið okkar hjá VSR er að það muni alltaf verða svo að það fjármagn sem hið opinbera getur veitt til þessa rekstrarþáttar, það /' Hún i/aldi skartgrípi frá Silfurbúöinni (Q) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœrðu gjöfina - er umönnun sjúkra, mun aldrei duga fyrir öllum þörfum og að alltaf verði að raða verkefnum til lausnar í einhveija óskaröð. Þau verkefni sem að jafnaði verða aftast eru þau verkefni sem VSR mun reyna að finna lausn á. Verkefni Allskonar verkefni hafa komið upp, og allskonar lausna verið leitað. Við höfum unnið með Rauða krossinum, kvennadeildinni í Reykjavík og Odd- fellowum og við höfum farið í sér- staka fjáröflunarleiðangra út af ákveðnum verkum, við höfum selt bók sem félagið gaf út, í Kolaport- inu og í Hagkaup, það er bókin „Listin að lifa með kransæðasjúk- dóm“ og vakið athygli á uppátæk- inu með því að mæla blóðþrýsting jafnframt hjá þeim sem vildu. Félagið hefur líka fengið góðar gjafir bæði til ákveðinna verkefna og til fijálsra afnota. Þá hefur sam- starfið við stjórnendur spítalans verið með ágætum og þeir kostað vissa skrifstofuvinnu með sínu fólki. En öll vinna félagsmanna í VSR hefur verið unnin í sjálfboðavinnu. Gegnumsneitt hefur félagið ekki farið inn í verkefni sem eru endur- tekin ár eftir ár, en þó eru tvö verk- efni slík, það er skógrækt í kringum spítalann, sem hefur verið árviss atburður undanfarin 6-8 ár, og er nú farin að sýna árangur og svo hinsvegar að koma með litlar gjafir til þess fólks sem er við störf að- fangadag jóla. Félagið lét einnig frá sér heyra þegar rætt var um sölu spítalans, sölu Hafnarbúða og þegar áformað var að draga úr byggingarhraða á B-álmu Borgarspítalans. Félagið hefur komið því til leiðar að innréttað var sérstakt herbergi í tengslum við slysadeild fyrir að- standendur þeirra sem í slysum lenda, og lagði til búnað, einnig tók félagið þátt í að innrétta kapellu á fyrstu hæð spítalans, en Oddfellow- ar sáu um mestan hluta þess verks. Þá lagði félagið til lýsingu í þyrlupall spítalans. Allskonar tæki hafa og verið gefin spítalanum, þau stærstu voru aðgerðasmásjá og svo Kusa-tæki, en einnig mikið af minni tækjum. Hljóðfæri og hljómflutningstæki hafa verið gefin á margar deildir einnig videó bæði fyrir sjúklinga og þjálfun þeirra sem sjúkraþjálfun fá á Grensási svo og tölva í sama tilgangi. Félagið hefur einnig útvegað listafólk við ýmis tækifæri, sem hefur skemmt með söng og tón- listarflutningi. Lokaorð Mörg og stór verkefni bíða, m.a. útvegun tækis sem á að auðvelda endurteknar liðaaðgerðir. Söfnun í það verkefni hefur staðið lengi og víða verið leitað aðstoðar. Margir hafa brugðist mjög vel við, en svo sem vitað er hafa orðið þau alvar- legu slys undanfarin tvö ár að við ákváðum að draga okkur í hlé, því að það er auðvitað takmarkað sem hinn almenni borgari getur látið til líknarmála. Verkefnin eru geymd en ekki gleymd. Stjórn VSR þakkar öllum þeim sem hafa lagt þeim málum lið sem fengist hefur verið við. Stjórnin vonar að þau mál sem upp verða borin á næstunni fái hljómgrunn hjá almenningi eins og hingað til og mun takast á við verkefni morg- undagsins af sama hug og hingað til. Höfundur er póstfulltrúi. Reynir Ármannsson Goðsögn um glansmynd í LESBÓK Morgunblaðsins 1. mars skrifar Siguijón Baldur Haf- steinsson grein undir fyrirsögninni Glansmyndir fyrr og nú. Aðalinn- tak hennar er að mæra sjónvarps- þættina Þjóð í hlekkjum hugarfars- ins frá 1993 sem eigi að hafa af- hjúpað blekkingu í einhverri glans- mynd og goðsögnum sem þjóðin hafi gert af sjálfri sér á umliðnum öldum. Maður sem hefur bráðum lifað tvo þriðju hluta 20. aldar og auk þess gruflað helming þess tíma í svokallaðri menningarsögu hlýtur að spyija hvar þá glansmynd sé að finna. Ekki þurfti neitt ffög- urra klukkustunda sjón- varpsrugl, segir Árni Biörnsson, til að benda á fátækt og kúgun ís- lenskrar alþýðu. Vissulega mærðu menn land- náms- og söguöldina eftir að rómantík komst í tísku og einna fyrstur til þess var Jónas Hall- grímsson í eggjunarkvæði sínu ís- landi: Þá riðu hetjur um héruð og skrautbúin skip fyrir landi flutu með friðasta lið færandi varninginn heim. Norrænir og þýskir rómantíker- ar voru samt enn áfjáðari að vegs- ama þessa „gullöld Islendinga“. Margir þeirra vildu jafnvel trúa því að íslendingar samtímans væru lif- andi eftirmyndir hinna glæsilegu söguhetja og urðu fyrir sárum von- brigðum þegar þeir komust að hinu gagnstæða með eigin augum. Sveitasælurómantík gætti einnig töluvert í skáldskap kringum síð- ustu aldamót. Þar var annarsvegar á ferðinni ósköp venju- leg fortíðarþrá borg- arbúans eftir bernsku sinni og hinsvegar við- leitni til að sætta menn við búsetu í harðbýlu landi. Segja má að Halldór Kiljan hafi af- greitt sveitarómantík- ina með Sjálfstæðu fólki um miðjan 4. ára- tuginn. Um svipað leyti yrkir Jakob Jóh. Smári af raunsæi í sonnettu sinni um Þingvelli: Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár geymist hér, þar sem heilög véin stóðu - höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár sem tími og dauði í sama köstinn hlóðu. Öldum saman er naumast hægt að muna eftir nokkurri stöðugri glansmynd sem gerð hafi verið af þjóðinni, eftir að 11. öld sleppir, nema ef vera skyldi nokkurt stolt af þeirri staðreynd að þjóðin skyldi lifa af allar þrengingar þrátt fyrir allt. Fjallkonan var aldrei ímynd þjóðarinnar, heldur landsins, og upphafsmaður hennar, Eggert Ól- afsson, túlkar hana aukinheldur fremur raunalega. Ekki einu sinni auglýsingapésar ferðaskrifstofa á síðara hluta 20. aldar gefa neina glansmynd af þjóðinni. Þær draga sem vonlegt er miklu heldur fram hlut landslags en þjóðar. Helsta heimild Siguijóns að glansmyndum íslendinga af sjálfum sér virðist raunar ekki vera annað en nýlegur pirringur í ein- hveijum dönskum blaðamanni, sem finnst jafnvel að íslendingar miklist af gáfuðum stjórnmálaforingjum! Mikill meirihluti íslandssögunn- ar frá 13. öld og fram um 1900 var jafnan túlkaður sem óslitin eymdartíð, og stundum var kannski gengið óþarflega langt í því efni. Islandssaga Jónasar frá Hriflu, sem flest íslensk börn lærðu í hartnær hálfa öld, hélt þessum eymd- arsöng mjög á loft. Jónas og Jón Aðils kenndu hinsvegar Dönum um alla eymd- ina, en þögðu um ávirðingar íslenskra stórbænda. Upphafning bænda- þjóðfélagsins var á sama hátt nánast óþekkt fyrirbæri, áður en Jónas frá Hriflu tók að beita henni fyrir sig í pólitískri baráttu snemma á 20. öld. En jafnvel hann dró aldrei upp neina glansmynd af fortíð þjóðarinnar eftir að söguöld lauk. Á hinn bóginn hefur það ver- ið tíska í nokkra áratugi að sýna íslenska bændur helst ekki nema sem afkáralegar grínfígúrur í leik- ritum og kvikmyndum. Ekki þurfti neitt ljögurra klukkustunda sjónvarpsrugl til að benda á fátækt og kúgun íslenskr- ar alþýðu, sem lesa má í öllum haldbærum heimildum um sögu íslands. í fyrrnefndum þáttum var hinsvegar að einu leyti brotið gegn allri sagnfræðilegri skynsemi: Voðaverk, sem getið er í annálum, af því að þau eru óvenjuleg og þessvegna annálsverð, voru túlkuð sem almenn regla og af því dregn- ar margar skrítnar ályktanir. Áður en farið verður að draga ályktanir um orsakir þess að sumir virðast á síðustu árum farnir að búa til goðsagnir um stöðuga glansmynd íslendinga af fortíð sinni, er rétt að ítreka spurning- una, ef mér kynni að hafa yfirsést eitthvað mikilvægt: Hvar er glans- myndin? Höfundur er þjóðháttafræðingur og doktor í menningarsögu. Árni Björnsson Svikamylla og stij álbýlisauðn ÞAÐ ER stundum ískyggilegt að hugsa til þess hveiju dóm- stólar geta áorkað. Eitt dapurlegasta dæmi síðustu ára er án efa dómur í málinu: Hrönn gegn fjármála- ráðherra, „brask- kvótamálinu“. Dómendur Hæsta- réttar hefur ekki órað fyrir því, að sá dómur myndi gera útgerða- raðilum mögulegt að koma sér upp svika- myllum í því skyni að geta breytt gjafakvót- anum sem er ófyrnan- legur í braskkvóta, sem fyrna má um 20% á 8 árum og jafnvel leng- ur og búa sér þannig aukinn tekjufrádrátt á skattaframtali og gera með því eignastöðu fyrirtæk- isins betri í skattaframtali og út á við. Útgerð, sem rekin var með tapi, getur með því að selja kvótann og kaupa hann aftur skapað skatt- frjálsan hagnað og jafnframt frest- að tapi áfram um ótiltekinn tíma. Útgerðaraðilum hlýtur að vera akkur í því, að verð braskkvótans hækki, því það þýðir aukinn frá- drátt til skatts. Skattamál út- gerðarinnar eru flókin og erfitt að stilla dæmunum upp á einfaldan hátt. Sukkið þar er án efa meira en nokkurn grunar. Eitt atriði í því sambandi er samruni fyrirtækja eða tengsl, sem auðveldar sölu og kaup á brask- kvóta á víxl. Hveiju útgerðarfyrir- tæki er mikilvægt að komast í skattleysisflokkinn með hina bættu eignastöðu a.m.k. á pappírnum. Það er furðulegt til- hugsunar, að öll út- gerð landsins skuli aðeins greiða kr. 200 milljónir í tekjuskatt á ári. Fjöldi manna, sem aðeins hafa komið lítil- lega nærri útgerð halda kvóta, sem þeir höfðu fengið úthlutað árum saman og fá milljónir í leigu af hon- um. Nefna má trilluút- gerðina, sem var þym- ir í augum stórútgerð- arinnar og var settur stóllinn fyrir dyrnar með kvóta eða króka- veiðileyfum, sem velja mátti á milli. Þeir, sem voru svo snjallir að velja kvóta, fengu úthlutað 40-70 tonn- um í kvóta. Margir þeirra hafa hætt útgerð, en fá eftir sem áður 5-10 milljónir króna, allt að 25 milljónir á ári fyrir kvótaleigu. Auðvitað ættu þeir, sem hætta útgerð að vera skyldugir að skila kvótanum. Kvóti sá ætti að svo búnu að seljast á uppboði. Braskkvótinn er mjög alvarlegt vandamál. Stórfelld umdeild eigna- tilfærsla hefur átt sér stað með þjóðinni og á eftir að aukast í skjóli kvótans. Ríkisstjórn og Alþingi horfir á þetta aðgerðalaus líkt og ríkisstjórnin í Albaníu á keðju- bréfahneykslið mikla. Undarleg er sú þögn, sem hvílir yfir alþingismönnum og öðrum pólitíkusum I sambandi við brask- kvótann, þeir virðast ekki óttast að kvótinn geti orðið aðal kosn- ingamálið í næstu þingkosningum. Niðurskurður kvótans á Flæmska hattinum er tiltölulegt Braskkvótinn, segir Gunnlaugur Þórðar- son, er mjög alvarlegt vandamál. lítilræði miðað við önnur mistök. Afleiðing hans er óðum að segja til sín á fleiri en einn veg. Nú er verið að selja nokkur þeirra skipa, sem áður veiddu á Flæmska hattin- um og þýðir að 400-500 íslenskir sjómenn missa vinnu sína. Þjóðar- tekjur minnka um milljarða. I stað- inn fá aðrar þjóðir, einkum Rúss- ar, þá vinnu, sem íslenskum hönd- um hentaði. Einn þáttur í starfi stórút- gerðarinnar hlýtur að vera nokkurt áhyggjuefni, sem er útgerð, verk- smiðjurekstur og önnur skyld starfsemi erlendis. Hætt er við að útgerðin leiti til þeirra svæða í útlöndum, þar sem skattar eru undir 33% og íslenska þjóðin beri minna úr býtum af þeim atvinnu- rekstri en ella og stöðugt færri íslenskar hendur vinni þjóðinni. Þá hlýtur það, að vekja ugg með þjóðinni, að braskkvótinn munu í vaxandi mæli færast á færri hend- ur. Byggð í litlu sjávarþorpunum í strjálbýlinu er í yfirvofandi hættu af að útgerð leggist þar niður. Það verður af, sem áður var, að úrvals- afla verði landað á þeim stöðum. Sjávarplássin munu hverfa úr sögunni og verða að draugaþorp- um, menningararfleifð fyrnist með öllu. Meiri ójöfnuður mun skapast í þjóðfélaginu en dæmi eru til áður. Þjóðin verður að halda vöku sinni. Höfundur er lögmaður. Gunnlaugur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.