Morgunblaðið - 14.03.1997, Side 35

Morgunblaðið - 14.03.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 35 Hjartaskurð- aðgerðir bama ÞESSA mánuðina eru hjartaskurðlækn- ingar barna að flytjast heim til íslands í vax- andi mæli. Sú ánægjulega þróun ber vitni framsækni ís- lenskrar heilbrigðis- þjónustu og vilja til að takast stöðugt á við ný og kreíjandi verkefni. Af umræðu líðandi stundar mætti stund- um draga þá ályktun að heilbrigðisþjónust- an eigi í vök að verj- ast, og að þar ríki stöðnun. Hitt er sönnu nær að enda þótt við getum aldrei gert eins vel og við viljum er það staðreynd að uppbygging er mikil og við erum í fararbroddi á mörgum sviðum. A hveiju ári fæðast hér á landi að meðaltali um tuttugu böm sem þurfa að gangast undir hjartaað- gerðir. Hingað til hafa flest þess- ara barna gengist undir aðgerðir erlendis en því sinnt hér heima sem kleift hefur verið. Öllum er ljóst hvílíkt álag þessar ferðir hafa ver- ið fyrir börnin og alla aðstandend- ur og hve mikilvægt það er að auðvelda þessum fjölskyldum að takast á við veikindin. Ég hef haft tækifæri til að kynna mér aðstæður þessara barna og fjöl- skyldna þeirra m.a. í heimsóknum mínum á Barnaspítala Hringsins. Því var tekin ákvörðun um að flytja meginhluta aðgerðanna heim. Endanlegar ákvarðanir voru tekn- ar síðastliðið sumar um aukna sérfræði- þjónustu lækna og annars starfsfólks og um tækjakaup, m.a. kaup á hjarta- og lungnavél og hjarta- ómsjá. En á síðastliðnu ári ákvað ríkisstjómin að veita fé til að tryggja að sem flestar hjarta- aðgerðir á bömum yrðu gerðar hér á landi. Um 10 milljón- um króna var varið til tækjakaupa á ár- inu og sömu upphæð til búnaðar nú í ár. Þá vom 26 milljónir króna ætlaðar til reksturs sem tengist hjartaaðgerðum bama árið 1997. Ákveðið er, segir Ingi- björg Pálmadóttir, að efna til samkeppni um hönnun byggingar nýs barnaspítala. Þegar þessi fjárveiting var fengin var hafist handa og nú verða gerð- ar fleiri og flóknari aðgerðir á hjartveikum börnum en áður hefur þekkst hér. Er fyrirsjáanlegt að þessum aðgerðum fjölgi smám saman og er gert ráð fyrir að að- eins um fjórðungur barnanna þurfi Ingibjörg Pálmadóttir að gangast undir aðgerðir í öðram löndum. Þessi breyting mun sannarlega létta þeim Íífið sem standa and- spænis þeim vanda að eignast bam með hjartagalla sem þarfnast aðgerðar. Starfsfólk heilbrigðis- þjónustunnar axlar þessa auknu ábyrgð framúrskaranndi vel, en allt byggist þetta á hæfu og fóm- fúsu starfsfólki. Þetta er að sjálfsögðu fagnaðar- efni, en við ætlum að halda áfram. Umönnunarbætur fyrir að- standendur veikra barna hafa ver- ið til endurskoðunar í sérstakri nefnd á vegum Tryggingastofnun- ar ríkisins að undanförnu og að þeirri vinnu kemur m.a. fyrrver- andi formaður Umhyggju, sem er samtök allra stuðningsfélaga veikra barna. Nefndin hefur lokið störfum og er tillagna til ráðherra um úrbætur vænst innan skamms. Nú hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um hönnun bygging- ar nýs barnaspítala, sem mun rísa á Landspítalalóðinni. Öllum vel- unnuram barna og áhugafólki um bættar aðstæður fyrir veik börn era þetta góð tíðindi. Mörg félög aðstandenda veikra barna og önn- ur líknarfélög hafa lýst áhuga á að þetta verkefni fái brautar- gengi. Þar leggjum við öll hönd á plóginn og tryggjum að veikum börnum verði búin góð aðstaða meðan þau þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Hið unga félag velunnara hjart- veikra barna hefur þegar látið til sín taka í baráttunni fyrir bættum aðstæðum skjólstæðinga sinna, eins og önnur félög velunnara veikra barna sem nú starfa. Er félaginu óskað árangursríkra starfa og allra heilla. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðhcrra. Afleiðingar verkfalla STRÍÐSHERRAR sumra verkalýðsfélaga blása um þessar mundir hressilega til átaka á vinnumarkaði. Er svo að skilja af fréttum í fjölmiðlum, að ballið eigi að byrja með skærahernaði eft- ir nokkra daga, en 23. mars skuli hefjast al- vöra styijöld, þ.e. alls- herjarverkfall. Svo var að skilja á vígreifum talsmanni rafiðnaðar- sambandsins í sjón- varpi miðvikudaginn 26. febrúar, að það væri hið minnsta mál að hleypa öllu í bál og brand. Sjóðir þessa sambands væra svo digrir, úthald í kjara- baráttu væri ekkert mál og ef í harðbakk- ann slægi stæðu 120.000 rafiðnað- armenn á Norðurlöndum reiðubún- ir til að styðja við bakið á þeim. Ekki kom fram hvort láglauna- fólkið í landinu, sem vissulega býr við óviðunandi kjör, myndi njóta góðs af þess- um rafmögnuðu sjóð- um meðan átökin gengju yfir né heldur, hvort þetta fólk, svo og atvinnulausir, ellilífeyrisþegar og öryrkjar, yrði betur sett þegar hamaganginum lyki. Þeir, sem komnir eru til vits og ára og muna eftir harðvítugum verkfallsátökum fyrr á öldinni, bera vissulega kvíðboga fyrir því ef efna á til styijaldarástands á vinnumarkaðnum eina ferðina enn. Minnist ég í því sambandi orða erlends vinar míns, sem kom hingað oft á 6. og 7. áratugnum, m.a. sem ráðgjafi við hagræðingu í frystihúsunum og fylgdist grannt með atvinnu-og efnahagsþróun í landinu: „Ég skil ekkert í ykkur íslendingum. í hvert skipti, sem ykkur miðar eitthvað áfram, þurf- ið þið alltaf að stræka ykkur niður á núll,“ sagði þessi mæti maður. Tilgangur þessarar ritsmíðar er að rifja upp nokkrar stað- reyndir um þær af- leiðingar, sem alls- heijarverkföll hafa gjarnan haft í för með sér í þessu landi. Langt er síðan slíkt slys héfur átt sér stað og er því ekki við að búast, að yngri kyn- slóðin þekki afleiðing- arnar. Ýmsa aðra hef- ur eflaust gleymskan sótt heim. Ilelstu afleiðingar allsheijarverkfalla 1. Þegar samið hefur verið við félög láglaunafólksins kemur skriðan á eftir. Þeir sem betur vora settir áður heimta nú sitt og taka jafnvel enn stærri sneið af Margir bera kvíðboga fyrir því, segir Sveinn Björnsson, ef efna á til styrjaldarástands á vinnumarkaðnum eina ferðina enn. kökunni til sín en áður. Láglauna- fólkið, sem gerði sér vonir um til- litssemi annarra betur launaðra hópa, þarf nú að horfast í augu við jafnvel enn lakari kjör en áður, hlutfallslega. Fari allt úr böndum, eins og stundum hefur skeð, þarf gengis- fellingu til að rétta þjóðarskútuna af með tilheyrandi verðhækkunum og rýrnun kaupmáttar. Líkur era á, að verðbólga magnist veralega (sumir munu eftir, þegar hún rauk í 130%). Því má ekki gleyma, að sumir starfshópar hafa slagkraft til að skara eld að sinni köku langt umfram aðra. Sé það ásetningur slíkra hópa að setja allt á annan endann verður fátt til vamar. Lág- launafólkið er ekki í uppáhaldi hjá þessum hetjum sjálfsbjargarvið- leitninnar. 2. Það er sérkapituli hvemig skuldsettar fjölskyldur geta brugðist við launmissi, e.t.v. í 2-3 vikur og versnandi kjörum á lána- markaði, sem vænta má í kjölfarið á hækkuðu verðbólgustigi, þ.e. vaxtahækkun. Hér er það eins og jafnan kaupmátturinn, sem skiptir máli, en ekki launaupphæðin. 3. Viðbrögð þjóða í okkar heimshluta við verkfallsfréttum frá íslandi reynast blandin: Vin- samleg vorkunnsemi þegar best lætur og efasemdir um, að þessi fámenna þjóð sé í raun þess um- komin að vera sjálfstæð. Niður- lægingin leiðir m.a. af sér það við- horf, að varasamt sé að fjárfesta á íslandi og best sé að hafa var- ann á með ferðalög til sögueyjunn- ar. Ferð án fyrirheits er fáum að skapi. Kæmi ekki á óvart, að nú þegar væru ýmsir ferðalangar, sem hugðust heimsækja landið í sumar, vera farnir að horfa til annarra átta. Skæruverkföllin, sem stríðs- herrarnir boða næstu daga, verða eflaust lærdómsrík fyrir land og þjóð, en margt sem hér hefur ver- ið sagt gildir einnig um þau. Læt hér staðar numið að sinni. Höfundur er verkfræðingur. Sveinn Björnsson Virk samkeppni - eina trygging neytandans VERÐLAGNING er nú fijáls nema í undan- tekningartilvikum og þá helst á ákveðnum landbúnaðarvörum. Forsenda frjálsrar verð- lagningar er virk sam- keppni milli aðila og sem betur fer er hún virk á mjög mörgum sviðum. Víða er þó pott- ur brotinn. Virk samkeppni Samkeppni á mat- vörumarkaðnum hefur á mörgum umliðnum árum aukist jafnt og þétt. Verslanir hafa komið og farið og margar hafa fest sig í sessi. Sameig- inlega hafa Haugkaup og Bónus borið ægishjálm yfir keppinautana á síðustu árum. En þróunin er hröð. Nú hafa aðrar matvöruverslanir verið að auka samstarf sín á milli og stærri einingar að myndast. Og þessar ein- ingar beijast hart um hylli viðskipta- vinarins. Samkeppnin á matvöru- markaðnum hefur kallað á þessa þró- un og neytendur njóta góðs af. Virkust er samkeppnin á suðvest- urhorni landsins og á Eyjafjarð- arsvæðinu. En verðlag á þessum svæðum hefur einnig áhrif á önnur svæði landsins. Þar koma til verð- kannanir, aukið samstarf á milli verslana og ekki síst aðhald neytenda sjálfra. Hér er aðeins nefnt eitt dæmi um hvernig virk samkeppni þjónar hags- munum almennings, nefna mætti fjölmörg fleiri. Og þar sem fermingar eru framundan er ekki úr vegi að minna á öll „tilboðin“ á hljómtækja- samstæðunum handa fermingar- börnunum. Fákeppni En það rikir ekki virk samkeppni á öllum sviðum og fákeppni er víða á íslandi. Tryggingamarkaðurinn hefur mörg undanfarin ár borið öll einkenni fákeppni. í Morgunblaðinu 7. mars sl. var sagt frá að „afkoma af vátryggingarrekstri er hlutfalls- lega best hér á landi af ríkjum evr- ópska efnahagssvæðisins". Bent er á í skýrslunni að samkeppni hafí farið mjög harðnandi innan ESB- landa með innri markaðnum. Fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga er að vonum ánægð- ur með árangurinn og að trygginga- félögin hafi „náð góðum árangri í því að ná niður rekstrarkostnaði". En neytendur eru ekki eins ánægðir og ítrekað hefur verið bent á há trygg- ingaiðgjöld hér. Það er allavega ljóst að betri afkoma tryggingafélaganna hefur fyrst og fremst skilað sér til þeirra sjálfra, en ekki neytenda. Ef samkeppni væri með eðlilegum hætti innan þessarar greinar, hefði bætt afkoma skilað neytendum meiru. Þetta er hins vegar fákeppnismarkað- " ur og þó að nokkur geijun hafi verið á þessum markaði að undanfömu, þurfa tryggingafélögin að gera mun betur. Samkeppni fjármálastofnana er líka takmörkuð og minnast margir þegar þau sameinuðust um þjónustu- gjöldin. Og margir urðu fyrir von- brigðum með afgreiðslu samkeppnis- yfirvalda þegar Neytendasamtökin kærðu fjármálastofnanir vegna meints samráðs. ítrekað hefur komið fram að vextir og vaxtamunur eru hærri hér en í flestum nágrannalönd- um okkar. Afkoma fjármálastofnana hefur einnig batnað mjög á allra síð- ustu eftir útlánatöp fyrri ára og er um þokkalegan hagnað að ræða á síðasta ári. En mun fákeppnin koma í veg fyrir að neytendur njóti þess í hagkvæmari viðskiptum? Einnig má nefna flutninga á sjó og í lofti til og frá landinu, jafnt á fólki sem varningi. Það er t.d. áhyggjuefni að Eim- skipafélagið lætur sér ekki nægja flutninga , með skipum, heldur j kaupir það einnig upp stóran hluta af flutn- ingum á landi innan- < '■ lands. Flugleiðir er ekki eftirbátur og styrkir sig í skipulögðum ferðalög- | um til útlanda með stækkandi hlutdeild á ferðaskrifstofumark- aðnum. Fyrirtækið hef- ur einnig verið að ná sterkari tökum á ferða- markaðnum innanlands og nú síðast með kaup- um á Ferðaskrifstofu j íslands, en það er gert til að ná betri tökum á hótelmarkaðn- um innanlands. Olíufélögin hafa einnig verið köll- uð til sögunnar, en þar hafa þó ver- ið vissir burðir til aukinnar sam- : keppni þó í takmörkuðum mæli sé. Reyndar þurfti erlent olíufélag til, áður en olíufélögin hugsuðu sér til hreyfings. Einokun Einokun er einnig að finna og er án efa eitt umtalaðasta dæmið nú Póstur og sími hf. í desember sl. ákvað fyrirtækið að hækka gjöld vegna símtala innanlands verulega. Þetta var gert þrátt fyrir að um veru- Fákeppni, segir Jó- hannes Gunnarsson, er víða á íslandi. legan hagnað sé að ræða af rekstri símþjónustunnar. Neytendasamtökin hafa mótmælt þessari hækkun harð- lega og krafist skýringa með ítarlegu bréfi. Þrátt fyrir að langt svarbréf hafi borist frá Pósti og síma er eng- um spumingum þó svarað og engin haldbær rök hafa borist frá Pósti og síma. Neytendasamtökin hafa nú ítr- ekað spumingarnar sínar með nýju bréfi, en svar hefur ekki borist þegar þetta er skrifað. Fleiri dæmi um fá- ^ keppni og einokun í íslensku sam- félagi mætti nefna, en þetta látið duga að sinni. Náttúrulögmál? Nú segja eflaust sumir að íslensk- ur markaður sé svo lítill að eðlilegt sé að aðstæður séu með þessum hætti innan sumra greina. En er það náttúrulögmál að fyrirtæki ráði ein ferðinni í skjóli fákeppni eða einokun- ar? í samkeppnislögum eru heimildir til að grípa inn í markaðinn þar sem virk samkeppni er ekki til staðar. Því er virkt eftirlit og á stundum bein afskipti af hálfu samkeppnisyf- irvalda nauðsynleg. Neytendasamtökin gegna einnig mikilvægu hlutverki til að markað- urinn starfi eðlilega og að samkeppni sé virk. Þau reyna einnig að gera það í þeim mæli sem kraftar leyfa. En stjómvöld hér gera neytendamál- um ekki hátt undir höfði borið saman við nágrannalöndin. Því geta Neyt- endasamtökin ekki sinnt þessu eins og nauðsynlegt er. Neytendasamtökin hafa einnig lagt til að skipaðar verði eftirlits- nefndir með einokunarfyrirtækjum eins og Pósti og síma og að Neyt- endasamtökin eigi þar fulltrúa. Póst- ur og sími hefur hafnað þessari til- lögu. Viðskipti og rekstur eru ekki nátt- úralögmál viðkomandi fyrirtækis. En vegna smæðar íslensks markaðar er einmitt mikilvægara en ella að eftir- lit og aðhald sé með virkum hætti. Höfundur er framkvœmdastjóri Neytendasamtakanna. Jóhannes Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.