Morgunblaðið - 14.03.1997, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.03.1997, Qupperneq 60
JíewriCd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga Stækkun tryggð með auknu hluta- fé frá Elkem EIGENDUR íslenska járnblendifé- lagsins hafa náð saman um breytta eignaskiptingu félagsins og stækkun verksmiðjurnar. Hlutur Elkem sem var 30% eykst í 51%, hlutur ríkisins, sem var 55% minnkar í 38,5%, og hlutur Sumitomo minnkar úr 15% í 10,5%. Nýtt hlutafé frá Elkem verður 932,5 milljónir króna sem er þriðj- ungur þess sem stækkunin kostar. Verður aflað lánsfjár til að ljúka framkvæmdunum. Jón Sveinsson stjórnarformaður segir að verk- smiðjan verði mun samkeppnishæf- ari eftir stækkun. í fyrrakvöld tókst að jafna ágrein- ing sem verið hefur meðal eigenda um mat á hlutafé verksmiðjunnar sem var forsenda þess að hægt væri að ræða breytt eignarhald. Hlutaféð er metið á 2.548 milljónir króna og eftir stækkun er miðað við að það verði um 3,5 milljarðar króna. Jámblendifélagið verður í ár gert að almenningshlutafélagi og hluta- bréf íslenska ríkisins seld í áföngum að undangengnu hlutafjárútboði. Fulltrúar eigenda kváðust ánægð- ir með samninginn og iðnaðarráð- herra sagði á Alþingi í gær að rekst- ur Járnblendiverksmiðjunnar væri betur tryggður með þriðja ofninum og starfsöryggi aukið. Fulltrúi Elkem sagði engar hugmyndir um breytingar á rekstri en aukinn eign- arhlutur í Járnblendiverksmiðjunni væri í samræmi við stefnu Elkem í langtíma íjárfestingum. íslenskur forstjóri verður áfram við fyrirtækið. ■ Hlutaféð metið/6 Hamstra mjólk fyrir austan flall Hveragerði. Morgrunblaðið. SALA á mjólkurvörum í verslun- inni Hverakaupi í Hveragerði er fjórfalt meiri en hún var áður en verkfallið í Mjólkursamsölunni í Reykjavík skall á. Að sögn Árna Benediktssonar, verslunarstjóra Hverakaups, er greinilegt að fólk af höfuðborg- arsvæðinu streymir austur fyrir fjall til að versla mjólkurvörur. Algengt er að einstaklingar versli fyrir margar fjölskyldur í sömu ferðinni og jafnvel að heilu vinnu- staðirnir taki sig saman og sendi einhvern einn yfir heiðina til að ná í mjólkurvörur fyrir allan hóp- inn. Arni segir að það þurfi ekki að taka lengri tíma að keyra austur fyrir fjall en að skreppa í Kringl- una og fólk sefji ferðalagið ekki fyrir sig, enda veður og færð ver- ið með besta móti síðustu daga. „Það er greinilegt að fermingar standa fyrir dyrum á mörgum heimilum því það er mikið hringt og spurt um rjóma. Einn höfuð- borgarbúinn kom gagngert til að kaupa rjóma og fór ánægður til baka með 20 fernur af ijóma. Verslanir á höfuðborgarsvæðinu hafa falast eftir mjólkurvörum frá okkur en við höfum ekki seit þeim vörur.“ Það eru því eingöngu einstakl- ingar sem geta nálgast dropana dýrmætu í Hveragerði þessa dag- ana. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson ELDHAMAR GK í Grindavíkurhöfn í gær með dekkið fullt af fiski. Forystumenn ASÍ og VSÍ segja kjaraviðræður ganga hægt þrátt fyrir stíf fundahöld Lausn um helgina eða umfangsmeiri átök „ANNAÐ hvort tekst að þroska þetta núna, þann- ig að menn sjái fyrir endann á þessu um helgina eða við erum að fara hér í mun umfangsmeiri átök en þegar eru hafin,“ segir Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ. Grétar og Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, eru á einu máli um að viðræðum hafi miðað hægt að undanfömu. Nær stöðug fundahöld voru í gær milli samninga- hópa Dagsbrúnar og Framsóknar og vinnuveit- enda, auk sáttafunda í deilum fjölda annarra fé- laga og landssambanda. í gær var rætt um fyrir- tækjaþátt samninga milli vinnuveitenda og Verka- mannasambandsins, að ósk VMSÍ. Þórarinn seg- ist telja að aðiiar muni ná samkomulagi um þann hluta samninga. Verkföll 23. mars samþykkt í gærkvöldi lauk atkvæðagreiðslu um boðun allsheijarverkfalls sem á að hefjast á miðnætti 23. mars meðal félagsmanna Dagsbrúnar og Framsóknar. 4.299 voru á kjörskrá í Dagsbrún, þar af kusu 1.263 eða 29,4%. 91,3% samþykktu verkfall en 8,23% voru á móti. Alls voru 2.160 á kjörskrá í Framsókn, þar af kusu 566 eða 26,2%. 84,6% þeirra sögðu já en 15% sögðu nei. Þá var boðun verkfalls sem á að hefjast á miðnætti 22. mars samþykkt í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur (VSK) en talningu lauk í í gær. Á kjörskrá voru 1.847 og greiddu 842 eða 46% fé- lagsmanna atkvæði. 723 eða 86% sögðu já, 110 eða 13% sögðu nei. Viðræður um vaxtabótakerfið Grétar Þorsteinsson segir að svör ríkisstjórnar- innar um breytingar í skattamálum hafí ekki ýtt undir ganginn í samningaviðræðunum vegna megnrar óánægju með margt í hugmyndum stjórnvalda. „Afdráttarlaus svör stjómvalda um vaxtabótakerfið eru mjög slæm. Þar eru vaxta- bætur að hækka á hátekjufólki en lækka á lág- tekjufólki. Ákveðnir hópar hinna tekjulægstu missa vaxtabætur á sama tíma og hópar bætast við meðal hátekjufólks sem fá vaxtabætur þótt þeir hafi ekki fengið þær til þessa. Þetta þýðir að hluti þess fólks sem við lögðum sérstaka áherslu á að fengi úrbætur í skattakerfinu tapar ávinningnum af skattalækkunum vegna þessa gjörnings í vaxtabótakerfinu," segir Grétar. Fulltrúar ASÍ áttu í gær fund með starfsmönn- um fjármálaráðuneytisins, að ósk ASÍ, þar sem farið var yfir vaxtabótatillögur ríkisstjórnarinnar. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að margt hafi skýrst á fundinum og að þessum við- ræðum verði haldið áfram. Staðan í viðræðum bankamanna og viðsemj- enda þeirra var sögð mjög óljós seint í gærkvöldi en ef samkomulagi næst ekki fyrir miðjan dag í dag mun sáttanefnd leggja fram sáttatillögu. ■ íhugaað/2 I mokveiði undir Krísu- víkurbergi Grindavík. Morgunblaðið ELDHAMAR GK 13, 63 tonna eikarbátur frá Grindavík, mo- kveiddi undir Krísuvíkurbergi í gær. Fékk báturinn 25 tonn af rígaþorski í fimm trossur, á sama stað og Þorsteinn GK 16 hafði lagt þegar báturinn fékk í skrúf- una síðastliðinn mánudag og rak upp í bjargið. Að sögn skipsljórans á Eld- hamri GK, Sigurðar Óla Sigurðs- sonar, er sorglegt að horfa upp á flakið í klettunum en fiskiríið þarna er ævintýri líkast því þeir hafa orðið að hætta að draga þegar fimm trossur hafa verið dregnar því að allt var orðið fullt bæði í lest og eins á dekki. „Við urðum að skilja tvær trossur eftir og á ég von á að ekki séu minna en tiu tonn í þeim, við verðum að fara aftur út í kvöld og klára að draga og dreg ég þá einnig þær sem við kláruð- um að leggja í gær,“ sagði Sig- urður Óli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.