Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 27
AÐSEIMDAR GREINAR
Ríkið skatt-
leggur fætur
fatlaðra
Þórður
AÐ VERA fatlaður
og bundinn við hjóla-
stól finnst varla nein-
um eftirsóknarvert
hlutverk. Fólk sem
þannig er ástatt fyrir
hefur það sameiginlegt
að vilja „standa á eigin
fótum“ ef svo mætti
að orði kveða og vera
eins lítið háður mis-
kunn annarra og hægt
er. Þetta hafa nokkrir
reynt en þá komið í
ljós að þær byrðar sem
hið opinbera leggur á
þá hafa reynst of
þungar. Við erum
kannski í mesta lagi 10 manns sem
hefur tekist að eignast bíl með
hjólastólalyftu. Við sem erum það
mikið fötluð að við komumst ekki
úr hjólastól í fólksbíl þurfum á
þessu að halda, sérstaklega þeir
sem þurfa að vera bundnir við
rafknúna hjólastóla sem eru of
þungir og fyrirferðarmiklir til að
taka með sér í fólksbíl. Þessir bílar
eru okkar fætur.
Árið 1992 fór ég á fund Friðriks
Sophussonar fjármálaráðherra í
þeim erindagjörðum að fá aflétt
dieselskatti ríkisins af þessum bíl-
um fatlaðra, en þeir eru yfirleitt
stórir og þungir sendiferðabílar.
Þeir sem hafa fengið þá með
bensínvél hafa ekki getað rekið þá
vegna þess hve bensínfrekir þeir
eru og við sem höfum fengið diesel-
bíla erum að kikna undan diesel-
skattinum sem er 7-20 kr. á hvern
kílómetra.
Ráðherra tók ekki illa í hug-
myndina um að fella niður þennan
skatt en kvað samþykki þingis
þurfa til. Skömmu seinna ætlaði
Guðmundur Hallvarðsson, alþingis-
maður og forstöðumaður Hrafn-
istu, að leggja fyrir þingið tillögu
um að þessum skatti yrði aflétt af
bifreiðum þeirra sem verst settir
eru í þjóðfélaginu. En þá var mér
tjáð að Friðrik hafi komið í veg
fyrir að sú tillaga yrði flutt. Trúði
ég varla mínum eigin eyrum þegar
ég heyrði það. Dieselskatturinn á
mínum bíl er um kr. 168.000 á ári
þótt honum sé ekið eins lítið og
hægt er, aðallega til og frá vinnu
en ég hef stundað sjálfstæðan at-
vinnurekstur í nokkur ár. Hefur
reksturinn staðið í járnum þar sem
ég þarf að kaupa út alla vinnu og
verið mér meira til afþreyingar en
ábata. En við sem fötluð erum vilj-
um gjarnan taka þátt í þjóðfélaginu
og vinna þarflegt verk ef við verð-
ur komið.
íbúðir aðgengilegar fyrir hjóla-
stól hafa verið útbúnar í sumum
fjölbýlishúsum og hafa fatlaðir átt
forkaupsrétt að þeim. Ég var svo
lánsamur að geta keypt eina slíka.
Af henni þarf ég að borga kr.
280.000 á ári og kr. 64.000 í fast-
eignagjöld (klósettskattur Ingi-
bjargar Sólrúnar innifalinn). Þetta
eru kr. 512.000 á ári af bíl og íbúð
fyrir utan lyf og lækniskostnað,
sem er talsverður hjá fötluðum, svo
kostnað við rekstur heimilis eins
og hjá öðru fólki. En hvað er nú
það sem ég fæ til að lifa af? Ég
fæ kr. 55.827 á mánuði með öllum
uppbótum og konan mín sem einn-
ig er fötluð fær kr. 48.874 á mán-
uði. Það er samtals kr. 1.156.412
á ári fyrir okkur bæði. Af þessu
eigum við að borga af íbúð og bíl
og reka allt okkar heimili. Það hef-
ur einfaldlega ekki gengið upp og
höfum við ekki komist hjá að safna
skuldum sem við vitum ekki hvern-
ig við getum borgað. Það einfald-
lega stefnir í það að við verðum
að fara inn á stofnun
og láta það opinbera
sjá fyrir okkur. En
hvað kostar það? í
sjónvarpsviðtali við al-
þingismanninn Pál á
Höllustöðum í nóvem-
ber síðastliðinn kom
það fram að það kostar
ríkið kr. 600.000 á
mánuði að hafa fatlað-
an einstakling inni á
stofnun. Það eru yfir
fjórtán milljónir fyrir
okkur hjónin á ári!
___________ Væri ekki nær fyrir
Jónsson Þaað °Pinb.era að fella
mður smaskatta eins
og dieselskattinn, fasteignagjöld
og jafnvel hækka örorkubætur til
okkar sem verst erum stödd og
erum ekki fleiri en fjármálaráð-
herra getur talið á fingrum handa
sinna, heldur en að borga á annað
hundrað milljóna á ári úr vasa
Við sem erum fötluð
viljum gjarnan taka þátt
í þjóðfélaginu, segir
Þórður Jónsson, og
vinna þarflegt verk, ef
við verður komið.
skattborgaranna til að halda í okk-
ur lífinu inni á stofnun? Er ekki
eitthvað að hugarfari Friðriks Sop-
hussonar að kasta þannig krónunni
til að spara eyrinn fyrir skattgreið-
endur? Er ekki eitthað fleira í voru
þjóðfélagi sem ber keim af skamm-
sýni fjármálaráðherrans?
Annað mál langar mig að taka
fyrir úr því ég er kominn út á rit-
völlinn en það er óreiða á ýmsum
stöðum hjá því opinbera. Til dæmis
þegar ég fékk bílinn minn fékk ég
afslátt af tolli vegna fötlunarinnar
eins og ég átti rétt á. En hálfu ári
seinna fékk ég svo rukkun frá toll-
stjóra vegna vörugjalds af bílnum
sem ég átti ekki að borga og fylgdi
með rukkun til mín vegna vöru-
gjalds af hjólastólalyftunni sem ég
hafði haft í ár að láni en hún er
eign Tryggingastofnunar ríkisins.
Kostaði þetta mig mikið amstur og
margar ferðir niður í tollstöð.
Ræddi ég við tollstjóra í síma og
kvartaði undan því að tollstöðin
væri ekki hjólastólageng. Kvað
hann húsið gamalt og armmörk á
að breyta því. Benti ég honum á
að 1978 hefðu verið sett bygging-
arlög á Alþingi þar sem kveðið var
á um að allar nýbyggingar sem
hýsa ættu opinbera þjónustu skyldu
vera hjólastólagengar og eldri
byggingum breytt eins og kostur
væri svo fatlað fólk gæti farið þar
um. Einnig benti ég tollstjóra á hve
myndarlega til dæmis Eimskip
handan götunnar hefði leyst þetta
mál. Þegar ég hef fengið vörur
erlendis frá hef ég látið senda þær
til Hafnarfjarðar því þar er toll-
stjóraskrifstofan hjólastólageng.
Til þess að leysa vitleysuna með
vörugjaldið sem ég átti ekki að
borga þurfti ég að skrifa undir
pappíra þar sem mér var gert að
endurgreiða gjaldið ef ég seldi bíl-
inn innan 5 ára. Þótti mér það
hart því ég get endurnýjað bílinn
og fengið styrk (tollafslátt) á
þriggja ára fresti. Öryrki sem ég
veit um hafði samband við ijár-
málaráðherra til að spyija um þetta
misræmi því flestir fatlaðir sem fá
afslátt af nýjum bíl reyna að end-
urnýja á þriggja ára fresti frekar
en 5 ára til að geta brúað bilið fjár-
hagslega. Fjármálaráðherra svar-
aði því til að þessi reglugerð hafi
farið inn fyrir misskilning. Flestir
heilvita menn reyna að leiðrétta
mistök sín en Friðrik virðist ekki
sjá þörf á því þegar fatlaðir eiga
hlut að máli.
Það eru fleiri hús en tollstöðin
sem ekki eru hjólastólageng. Til
dæmis er lögreglustöðin í Reykja-
vík ekki hjólastólageng. Þegar ég
hef þurft að endurnýja ökuskírteini
eða vegabréf hef ég orðið að láta
sækja starfsmanneskju út og síðan
að fylla út pappír og skrifa úti á
hlaði, stundum skjálfandi í kulda-
nepju. Hefur starfsfólkið tjáð mér
að svo þurfi að gera þetta þegar
fatlaðir eigi í hlut. Eru ekki dóms-
málaráðherra og lögreglustjóri hér
að brjóta lög í sameiningu? Eða er
ekki kominn tími til að laga þessa
hluti og framfylgja lögum sem sett
voru á Alþingi fyrir 20 árum?
Væri ekki löngu búið að setja á
sektir ef einhveijir aðrir en fatlaðir
ættu í hlut? Er ekki líka kominn
tími til að setja sneiðingar á gang-
stéttar svo hjólastólar komist upp
á þær til dæmis við bílastæði fyrir
fatlaða? Það er lítið gagn að þeim
ef hjólastóll kemst ekki upp á gang-
stéttina eða inn í þá stofnun sem
stæðið er við. Þetta hefur þó lag-
ast dálítið á undanförnum árum,
þökk sé R-listanum.
Við teljum okkur meðal vest-
rænna þjóða og jafnvel framarlega
á ýmsum sviðum menningar. En
það segi ég satt að þessir hlutir
eru alls staðar betri þar sem ég
hef farið, jafnvel inni í miðri Afríku.
Höfundur stundar sjálfstæðan
atvinnurekstur og hefur verið
bundinn við hjólastól frá fæðingu.
Kattalaus
íbúðarhverfi
í DEGI-TÍMANUM
þann 27. febrúar sl. var
á bls. 5 grein eftir bæj-
arstjóra Hafnaríjarðar,
Ingvar Viktorsson, sem
bar heitið „Kattalaus
íbúðahverfi". Þar ræðir
bæjarstjórinn um ný-
byggingarsvæði við
Ástjörn, þar sem komin
sé ný síaða, að hugsan-
lega yrði kötturinn, fé-
lagi manna frá örófi
alda, bannaður í þessu
hverfi. Ástæða þessa
banns er fuglaparadís og
fjölskrúðugt náttúrulíf,
m.a._ verpir flórgoðinn
við Ástjörn, en hann er
talinn í mikilli útrýming-
arhættu á íslandi. Hafi Hafnfirðingar
þökk fyrir þetta brautryðjendastarf
í náttúruvernd, en önnur sveitafélög
þurfa nú að fylgja fast á eftir.
Hér með er skorað á
Leifur
Sveinsson
borgaryfírvöld, segir
Leifur Sveinsson, að
gera þegar gangskör að
því að fá staðfesta
reglugerð um kattahald
í Reykjavík.
ii.
Reykjavíkurborg hefur enn ekki
óskað eftir því við umhverfisráðu-
neytið, að staðfest verði reglugerð
um kattahald í Reykjavík. í Stjórn-
artíðindum hefur undanfarið mátt
lesa kattareglugerðir, t.d. frá Hrís-
ey, nr. 533, frá 2. október 1996, og
frá Neskaupstað nr. 600 frá 14.
nóvember 1996. Reglugerðir þessar
eru afar mismunandi og fara eftir
aðstæðum á hveijum stað. í útvarpi
fyrir skömmu var talið að um 15.000
kettir væru á íslandi. Hér með er
skorað á borgaryfirvöld að gera þeg-
ar gangskör að því að fá staðfesta
reglugerð um kattahald í Reykjavík.
III.
Við Tjörnina er fuglaparadís
Reykvíkinga. Við gömlu stein-
bryggjuna hjá gamla Búnaðarfé-
lagshúsinu hópast foreldrar með
börn sín að gefa bra-bra brauð. Sá
galli er þó á gjöf Njarðar, að allt
of mikið er um ketti í nágrenni
Tjarnarinnar og hafa þeir sést draga
andarunga frá Tjarnarbakkanum og
sitja um að drepa þrastarunga, þeg-
ar þeir eru bjargarlitlir. Þessu verður
að linna. Enginn vill meina fólki að
halda kött, en þá verða
þeir að sætta sig við
ákvæði eins og gilda í
Hrísey: „6. gr. Kettir
skulu ekki undir nein-
um kringumstæðum
ganga. lausir ..Um-
hirða kattaeigenda við
Tjörnina er víða til
skammar, þeir eru
hafðir úti fram á rauða
nótt, stökkva upp í eld-
húsglugga og þar yfir
öll borð. í þéttbýli Nes-
kaupstaðar er katta-
hald bannað, en unnt
er að sækja um undan-
þágu frá banninu gegn
ákveðnum skilyrðum,
svo sem að hafa kött-
inn ábyrgðartryggðan og með bjöllu
og plötu með skrásetningarnúmeri.
IV.
Allir eiga að geta lifað í sátt og
samlyndi, menn, fuglar, hundar og
kettir. Til þess, að svo megi verða,
þarf að vera til reglugerð um katta-
hald í Reykjavík, aðrar reglugerðir
munu vera til, Lögreglusamþykkt
fyrir Reykjavík og reglugerð um
hundahald.
V.
Það var átakanleg sjón, sem blasti
við ökumönnum í einu hrakviðrinu
í janúar sl. Lærbrotinn köttur að
bijótast yfír Sóleyjargötuna á móts
við Staðastað. Stórslasaður braust
hann yfir einn snjóhraukinn af öðr-
um í átt að eystri brún götunnar.
Kattavinafélagið þarf að sjá til þess
að svona harmleikir gerist ekki.
Aðeins einlægir kattavinir fái að
halda ketti.
Höfundur er lögfræðingur.
Glœsileg hnífapör
í miklu úrvali
SILFURBUÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þar fceröu gjöfina -
Rúmhetri en keppinautarnir?
MAZDA 323 Sedan er stærri og með lengra farþegarými en
323 Sedan kostar frá kr.
helstu samkeppnisbílar. Komdu, mátaðu og finndu muninn! Aðrar gerðir kosta frá kr. 1.249.ooo
Umboösmenn: Akranes: Bílás sf. • ísafjöröur: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. • Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs