Morgunblaðið - 15.03.1997, Page 32

Morgunblaðið - 15.03.1997, Page 32
32 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Heimilisofbeldi | * > NÝLEGA birtust niðurstöður könnunar um ofbeldi á íslandi og voru þar meðal annars birtar nið- urstöður um heimilis- ofbeldi. Virtust niður- stöður þessarar könn- unar vekja undrun fólks og í kjölfar þeirra hefur umræðan um heimilisofbeldi skotist upp á yfirborð- ið. Vegna þess að ég hef starfað sem með- ferðaraðili fyrir ein- staklinga sem fundnir hafa verið sekir um heimilisofbeldi í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum, vakti þessi um: ræða sérstakan áhuga minn. í skýrslu þessari kom meðal annars fram að árlega verða hér á landi um 1.100 konur og tæplega 700 karlar fyrir ofbeldi af völdum nú- verandi eða fyrrverandi maka. Án þess að fara nokkuð út' í það að greina þessar tölur nánar er það augljóst að heimilisofbeldi er al- varlegt vandamál í ís- lensku þjóðfélagi eins og öðrum. Sú niður- staða kemur mér ekki á óvart en hinsvegar hefur sú umræða sem myndast hefur í kring- um þessar niðurstöður komið mér á óvart því áberandi er að þeir sem koma nálægt þessum málum hér á landi vilja skilgreina þennan vanda á mjög einfaldan og órökrétt- an hátt, þ.e.a.s. að heimilisofbeldi sé ein- faldlega aðferð karla til að sýna vald sitt yfir konum og að aðeins karlar beiti konur ofbeldi en aldrei öfugt. Virðist þessvegna vera tilhneiging til að falla í þá gryfju að gera þetta flókna vandamál að einhverskonar stríði milli kynjanna. Tilgangurinn virðist vera að finna einn söku- dólg, sem í þessu tilfelli er karlkyn- ið. Það væri óskandi fyrir með- ferðaraðila að þetta vandamál Virðist tilhneiging, segir Olafur Arnason, til að gera þetta flókna vandamál að einhvers- konar stríði milli kynjanna. væri svona einfalt en svo er ekki. Heimilisofbeldi er mjög flókið vandamál sem spilast meðal ann- ars af þáttum eins og afbrýði- semi, áfengis- og fíkniefnaneyslu, sjálfsmati, uppeldi, fjölskyldu- tengslum og að sjálfsögðu sam- spili þeirra tveggja einstaklinga sem í sambúð eru, en sá þáttur er að mínu áliti veigamestur. Málþing Laugardaginn 22. febrúar sat ég mjög þarft málþing þar sem fjallað var um ofbeldi á heimilum. Bar þar ýmislegt fróðlegt á góma Ólafur Árnason ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 892. þáttur FERSKEYTLUÆTT VII, gagaraljóð, er fram úr hófi skemmtilegur rímnaháttur. Er þó hrynjandinni í engu breytt frá venjulegri ferskeytlu, nema hvað einu atkvæði er aukið við síðlín- urnar. Hrynjandin verður þá hin sama og í stafhendu (sjá síð- ar), en endarímsetningin önnur. Enginn veit hvers vegna þessi skemmtilegi og vinsæli bragar- háttur fékk nafnið. Sögnin að gaga merkir að spotta, draga dár að, og gagari hefur margs konar leiðinlega merkingu. En þetta virðist hafa haft eitthvert seiðmagn, því að Æra-Tobba var afar tamt að nota agara, gag- ara í vísum sínum, og í Óljóðum Jóhannesar úr Kötlum eru í af- bærum „þjóðvísum“ þessar lín- ur: agarinn strýkir flagarann gagarinn byijar á litlum staf og fyrirlítur endapunktinn drep ég ég drep með ásnum. Nú er að segja frá Magnúsi Jónssyni prúða (um 1525- 1591). Hann orti Pontusrímur m.a. til að brýna fyrir mönnum sómatilfinningu og ættjarðarást. Hann gæti verið höfundur hátt- arins. I Pontusrímum segir: Ætla eg flest sé orðin mædd öld að gefa rímu hljóð. Orðum fám er glæstum gædd, gagara kalla eg þessi Ijóð. Ætla mætti að Magnús legði ekki góða merking í þennan kveðskap, en hátturinn varð svo vinsæll, að af honum urðu um 20 tilbrigði. Hallgrímur Pétursson kunni að fara skemmtilega með gag- araljóð eins og annað. Hér eru þau fagursneidd úr smiðju hans (Rímur af Lykla-Pétri og Mag- elónu): Getið var í fræði fyr, fleina Týr og meyjan skær hvíldu þar með blíðu byr, er blómin dýr í skógi grær. Finnið þið hvernig rímorðin fljúga upp í fangið á ykkur og hvernig hann leikur sér að þeim, bæði langsetis og þversetis. Nú datt mönnum í hug að hafa rímorðin fremst og aftast í braglínunum, skothendingar í frumlínunum t.d. og aðalhend- ingar í síðlínunum, og verður þá til afar skemmtilegt afbrigði, fornstímað: Hákon Hákonarson í Brokey (1793-1863) kvað í Reimarsrímum: Dristugt flokkar fengu þust, fast í helju margur brast; hristist jörð við geira gust, gnast á röndum stálið hvasst. Þys orustunnar berst að eyr- um okkar með rímorðunum. Óvíða er kveðið af meiri íþrótt undir þessum hætti en í Griðku- rímu, sem tveir komungir Mý- vetningar, Gamalíel Halldórsson og Illugi Einarsson, ortu á öld- inni sem leið. Lítið dæmi verður að nægja: Segja verður fyrst þar frá frú er átti reisugt bú; eyjur hririga tvær að tjá trúar hélt á bænum sú. Þetta er svo áreynslulaust, og einhvem veginn ásköpuð hag- mælska. ★ Inghildur austan sendir: Herbert von Karajan hafði hendur á engelskri lafði inni í dómkirkju Páls; frú varð dreyrrauð um háls og desímalbrot ekki tafði. ★ Og þá er það Hermann Þor- steinsson aftur, sbr. 888. þátt. Hann spyr hvort sagnirnar að rjála, vafra og eigra, svo og lýsingarorðið dolfallinn „eigi nána ættingja í ísl. máli“. Nú skal reyna að svara þessu. a) ijála(við)=fitla við, handfjatla er talin skyld ijá, ijátla, rælinn og rælni. Sögnin að ijá merkir stundum sama og ijála, en í gömlu máli að hrjá og hrekja. Rælinn maður er handóður, fiktsamur, og af því kemur rælni, og til er að ræln- ast=fálma. Sögnin að ijátla er af sama stofni og merkir að rölta eða vera á stjái, og þegar okkur smáskánar lasleiki, ijátlast af okkur. b) vafra=skjögra, sveima, sbr. vafurlogi=flöktandi eldur og vafurleysa=markleysa. Ætli þetta sé ekki líka skylt vofa(< váfa) og Óðinsheitinu Váfuður, það er sá sem reikar um. c) eigra=reika um, einnig egra=staulast um og no. eig- ur=rölt, reikun. Skylt eigla= reika um og kannski il (á fæti). d) dol er hangs, deyfð, do!a= slóra, þar af dolfallinn, skylt einnig dvali og doli=uppgefinn maður. Þá spyr H.Þ. hvers vegna námundi sé með m-i, en nánd með n-i. Trúlega hefur md>nd í nánd. Það er ófullkomin sam- lögun, eins og þegar *sumd- >sund. D-hljóðið (tannhljóð) breytir m-inu í líkingu við sjálft sig. Enn spyr H.Þ. um álit umsjón- armanns á skilgreiningunni: „íjóðtunga er samkomulag um hljóð.“ Umsjónarmanni finnst þetta geta gengið, svo skammt sem það nær. Sundmenn hafa spurt um andrá, sem merkir augabragð eða hörð og skyndileg átök. Orð- ið er líklega skylt ijá (sjá hér á undan), og Ásgeir Bl. Magnús- son gerir ráð fyrir *andrewón= beijast gegn. Þetta er erfitt við- ureignar. ★ Tryggir vinir þessa þáttar þreyta sína ferð. Ýmist dagar eða náttar; er sú skipan gerð. ★ Bruðlað með miðstig. „Ég er ekki frá því að krakk- ar séu jafnvel betur upplýstari nú en var þegar ég var dómari fyrir fimm árum“, er haft eftir Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur í Degi-Tímanum. Hér hefði um- sjónarmaður látið duga að segja betur upplýstir, fremur en „betur upplýstari". Auk þess er umsjónarmaður ekki sæll með orðið „hungur- verkfall". Hvaða „hungurverk“ á að fella? Væri ekki betra að tala um mótmælasvelti, bana- svelti eða dauðaföstu? og meðal annars reyndu tveir fýr- irlesarar að vekja athygli á því hve flókið þetta vandamál er og vildu minna á mikilvægi þessa samspils makanna sem ég nefndi hér á undan. Bent var á ýmsar erlendar kannanir sem sýnt hafa að konur beita karla einnig ofbeldi og það mun oftar en af er látið. Það sem vakti athygli mína var að mál- þingsgestir sem margir hveijir hafa látið að sér kveða um þessi mál á opinberum vettvangi, vildu strax loka á þann möguleika að kannski sé heimilisofbeldi flóknara vandamál en skapillur karl sem átti erfiðan dag í vinnunni svo hann ákvað að lemja konuna sína! Svo virðist vera að margir vilji halda í þá einföldu kenningu og séu ekki tilbúnir að hlusta á önnur rök. Vaknar þá sú spurning hjá mér hvaða hagsmunir liggi þar að baki og hvaða langtímamarkmiði verið sé að stefna að. Nú er það alls ekki tilgangur minn að gera lítið úr þeirri staðreynd að sumir karlar beiti maka sína ofbeldi, því að það er vandamál sem verður að takast á við. Ég vil hinsvegar leggja áherslu á að sumar konur beita maka sína einnig ofbeldi og með því að halda öðru fram er einfaldlega verið að stinga hausn- um í sandinn. Ef meðferðaraðilar og aðilar sem vinna að forvörnum um heimilisofbeldi hér á landi neita að taka hausinn úr sandinum, þá verður aðeins tekist á við hluta vandamálsins og mikill tími og peningar fara hreinlega til spillis. Það virðist vera sterk tilhneiging til þess að halda í gömlu alhæfing- una um orsakir heimilisofbeldis því jafnvel þegar tölur birtast um ofbeldi kvenna gagnvart körlum falla þeir aðilar sem að þessum málum vinna jafnvel í þá gryfju að gera lítið úr ofbeldisverkum kvenna. Starfsmaður á skrifstofu jafnréttismála sagði meðal annars í viðtali við Helgarpóstinn þann 20. febrúar 1997 að; „þó svo að kona löðrungi þig (karlinn) þá er það ekki neitt sem þú (karlinn) þarft að vera að stressa þig neitt verulega á. í langflestum tilfellum hefur karlinn líkamlega yfirburði“. Ég er nú að vona að þessi setning hafi verið tekin úr samhengi því hún er alveg út í hött. Þessum aðila finnst þá kannski líka allt í lagi fyrir lítinn karlmann að slá einhvem sér stærri? Eða fyrir 10 ára gamlan dreng að slá mömmu sína? Nei, til að takast á við þann vágest sem heimilisofbeldi er verð- ur að stoppa allt líkamlegt of- beldi, alveg sama hver slær hvern eða hve fast, það er ekki til nein afsökun fyrir ofbeldi. Mál maka En hvernig dettur mér í hug að halda því fram að það beri að líta á það sem vandamál að konur beiti maka sinn ofbeldi. Áður en ég fer út í það vil ég leggja áherslu á að ég er ekki að reyna að koma „sökinni" um heimilisofbeldi yfir á konur. Ég er að benda á að heimil- isofbeldi er það flókið vandamál að ekki er hægt að afgreiða það sem einfaldlega vandamál karla heldur er þetta mál maka. Rann- sóknir meðal maka sem hafa verið í sambandi þar sem ofbeldi er beitt sýna að konur hófu ofbeldið álíka oft og karlarnir. Þ.e.a.s er konum- ar voru spurðar sögðust þær álíka oft og karlarnir hafa átt fyrsta höggið, sparkið eða aðrar gjörðir sem flokkast undir líkamlegt of- beldi. Þarna vil ég ítreka að það er verið að tala um fyrsta verknað- inn, ekki um sjálfsvörn. Við hljót- um að bera hag barna þessa fólks fyrir bijósti og ég tel það alveg jafn slæmt fordæmi að mamma slái pabba eins og öfugt. Því vil ég aftur leggja áherslu á það að gera ekki lítið úr því að mamma slái pabba því þá erum við að gefa þau skilaboð að stundum sé í lagi að beita ofbeldi. Önnur mikilvæg staðreynd er sú að heimilisofbeldi er einnig vandamál hjá samkynhneigðum og er það jafn áberandi vágestur hjá samkynhneigðum konum og það er meðal gagnkynhneigðra. Það segir mér einfaldlega að of- beldi milli maka er flókið vanda- mál, vandamál sem á sér stað milli maka, ekki kynja. Ég tel nefnilega erfítt að kenna körlum um heimilisofbeldi hjá samkyn- hneigðum konum. Einnig hef ég lært af því með- ferðarstarfí sem ég hef unnið, að ofbeldi milli maka er virkilega flókið samspil milli einstaklinga og hefur ekkert með það að gera hvort einstaklingurinn er karl eða kona. Ef þetta snýst allt um kynin hlýtur sá karl sem einhverntíma hefur beitt maka sinn ofbeldi að gera svo undantekningalaust þótt skipt sé um maka. Staðreyndin er hinsvegar önnur. Hvað er til ráða? Einstaklingar verða að vera meðvitaðir um að það er aldrei réttlætanlegt að vera sleginn, hvort sem það var karl eða kona sem sló. Forvarnarstarf þarf að snúast um það að benda fólki á hvert hægt er að leita áður en til ofbeldis kemur og átta sig á þeim hættumerkjum sem til staðar eru. Það vaknar enginn einn morgun- inn og ákveður að í dag muni hann eða hún lemja maka sinn. Það er alltaf undanfari að ofbeldi milli maka og það þarf að fræða fólk um þau hættumerki sem ber að þekkja og gera fólki grein fyr- ir því að það er ekki veikleiki að leita eftir aðstoð. Það hlýtur að vera takmark okkar allra að styrkja fjölskylduna og gera henni kleift að skapa heilbrigt umhverfi fyrir börnin. Þetta snýst ekki um það hvort kynið sé „betra“, heldur snýst þetta um að takast á við vandamál sem hijáir þetta litla þjóðfélag okkar. Vandamál sem bitnar á fjölskyldum, börnum, og þessvegna þjóðfélaginu í heild. Öll höfum við okkar kosti og galla en staðreyndin er sú að bæði karlar og konur byggja þetta land. Til að skapa heilbrigt þjóðfélag þurf- um við öll að vinna saman í stað þess að eyða orku í það að finna höggstað hvort á öðru en því mið- ur virðast margir vera helteknir af því. Höfundur er hjónabunds- og fjölskylduráðgjafi. Óskalisti ..'.JÁ f brúðhjónanna )Á, ": Gjafaþjónustafyrir l 't; brúðkaupið X&i ,9 1 / / jb&fc Úm' Hún vnlcli ‘jSpT W" h Sft skartgripi jum frá Silfurbúðinni (9) SILFURBÚÐIN N-L/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 SILFURBÚÐIN nX/ Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar færðu gjöfina - - Þar fœröu gjöfina -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.