Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 14
t 14 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Reynir Þór Reynisson - arftaki Guðmundar og Bergsveins í landsliðsmarkinu? Bestur þegar mikið liggur við „REYNIR Þór er metnaðarfullur iþróttamað- ur, sem er tilbúinn að leggja mikið á sig til að ná árangri - hann er markvörður framtíð- arinnar,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, um markvörð sinn Reyni Þór Reynisson, sem verður 25 ára í haust. Reyn- ir, sem er á öðru ári í sálfræði í Háskóla íslands, náði bestum árangri markvarða 1. deildar keppninni og þá stóð hann sig frábærlega þegar hann kom inná í sínum fyrsta landsleik á dögunum, gegn Egyptum. Reynir Þór var ekki sá mark- vörður sem varði flest skot í 1. deildarkeppninni, aftur á móti var hann sá sem Sigmundur Ó. ?áðÍ bestum áran?ri Steinarsson 1 að halda knettin- tóksaman um eftir varin skot - í 79% af skotun- um sem hann varði, hélt Fram knettinum. Hann setti lokapunkt- inn á glæsilegan árangur í deild- inni, er hann varði skot frá KA- manninum Jóhanni G. Jóhanns- syni, sem stökk inn úr hægra homi undir lokin. Þá var staðan 24:24 og þijátíu sek. til leiksloka. Reynir Þór hóf sókn Framara, sem brun- uðu fram og tryggðu sér sigur 25:24. Tvær af þremur síðustu sóknum KA, sem var yfir 24:22, stöðvuðust á Reyni Þór, sem varði fimmtán skot í leiknum - sjö eftir langskot, fjögur úr hornum, tvö vítaköst, eitt af línu og eitt eftir hraðaupphlaup. Með svipaða tækni og sænskir markverðir „Reynir Þór hefur ekki æft þá tækni sérstaklega, að stýra knettinum þegar hann ver, þannig að hann fari ekki aftur til mót- heija. Ég veit að sænskir mark- verðir hafa gert það, en Reynir Þór er þó með svipaða tækni og þeir. Hann nær að veija knöttinn þann- ig, að hann fellur inn í vítateig, eða þá fer framhjá marki. Þessi tækni skiptir mjög miklu máli hjá mark- vörðum - að þeir nái að stýra knettinum þannig að hann fari ekki aftur á þau svæði, sem mót- heijinn geti náð honum,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Það skiptir oft ekki öllu máli hve mörg skot markverðirnir veija, heldur á hvaða tíma þeir veija skot- in. Sumir markverðir veija vel í byijun, þegar leikurinn er á rólegu nótunum. Reynir Þór er að veija stóran hluta af skotum sínum þeg- ar spennan er komin í hámark - þegar mikið liggur við. Ég get allt- af treyst á hann. Ég legg mikla áherslu á að æfa upp samvinnu varnar og mark- varða. Það er ákveðinn útgangs- punktur í æfingum okkar, að þróa þá samvinnu enn betur. Reynir Þór kom til okkar fyrir þetta keppnis- Bestu markverðirnir í 1. deildinni í handknattleik Markverðir sem náð hafa bestum árangri í að halda boltanum eftir varin skot Markvörður: Lið: sko?r/!íti KtMm6trheriUar Hlutfall Reynir Þ. Reynisson Bjarni Frostason______ Sigmar Þröstur Öskarsson Ingvar Ragnarsson Hallgrímur Jónasson Guðmundur A. Jónsson Haukar Stjarnan Selfoss Guðmundur Hrafnkelsson Valur Hlynur Jóhannesson Sigtryggur Albertsson Hrafn Margeirsson Bergsveinn Bergsveinsson Axel Stefánsson Sur-hyang Lee Jónas Stefánsson Grótta Afturelding Stjarnan 232/9 (49/3 196/10 (45/1 318/11 (72/1 182/8 187/9 (47/2 184/5 (48/1 235/9 (64/2 281/13 (82/1 325/8 283/11 (88/0 243/9 123/6 (45/2 199/4 111/2 79% 77% 77% 75% 75% 74% 73% 71% 70% 69% 67% 64% 62% 60% m Markverðir /£»£<. semvarið W hafayfir 100 skot Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á séræfingu REYNIR Þór var mættur á séræfingu hjá Guðmundi Guðmundssyni, Þjálfara Framliðsins, að loknum prófum í Háskóla íslands í gærmorgun. klukkan tíu og tólf. Reynir Þór var mættur á séræfingu með Guð- mundi upp úr hádegi. Reynir Þór og samheijar hans hjá Fram verða í sviðsljósinu í Vestmannaeyjum i kvöld, þar sem ÍBV og Fram leika fyrsta leik sinn í 8-liða úrslitum. Þar hitta þeir fyrir annan sterkan markvörð, Sigmar Þröst Óskarsson, sem hefur varið vel með Eyjaliðinu í vetur - 77% af_ skotunum sem hann ver, heldur ÍBV knettinum. tímabil og hefur náð að aðlaga sig vel leik okkar. Þór Björnsson, sem ég er einnig mjög ánægður með, var aðalmarkvörður okkar. Þeir félagar vinna vel saman,“ sagði Guðmundur. Reynir og Þór vörðu samtals 296 skot í 1. deildarkeppninni - í 77% af skotunum sem þeir vörðu, hélt Fram knettinum. „Ekki séð þannig takta í mörg ár“ „Ég hef fylgst með Reyni Þór frá því að hann byrjaði að leika með meistaraflokki, sextán ára með Víkingi - kynntist honum þegar hann var í 21 árs landslið- inu. Reynir Þór hefur sýnt það í vetur, að hann verður sterkari og sterkari - er snöggur og hæð hans er góð. Það sýndi best styrk hans, hvemig hann lék sinn fyrsta lands- leik gegn Egyptum. Hann mætti til leiks eins og hann ætti fjölmarga landsleiki að baki, varði stórkost- lega þegar mjög á reyndi. Ég hef ekki séð þannig takta hjá mark- verði í mörg ár. Hann réð svo sann- arlega við verkefnið sem hann fékk,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, fyrrum landsliðsmarkvörður og þjálfari landsliðsins. Sérðu Reyni Þór sem landsliðs- markvörð framtíðarinnar? „Það hefur lengi verið uppi ákveðin óvissa - hver gæti tekið við af Guðmundi Hrafnkelssyni og Bergsveini Bergsveinssyni, sem hafa verið aðalmarkverðir lands- liðsins undanfarin ár. Framtíðin er björt hjá Reyni Þór - spurningin er aðeins hvernig hann heldur um sín mál?“ Aukaæfingar Guðmundur Guðmundsson er ekki í vafa um að Reynir Þór sé framtíðarmarkvörður íslands. „Hann leggur mikla vinnu á sig til að verða betri og er alltaf tilbúinn að mæta á aukaæfingar, til að þjálfa sem sem best,“ sagði Guð- mundur. Þess má geta að Reynir Þór missti af morgunæfingu Fram- liðsins í gærmorgun, þar sem hann var í prófi i Háskólanum á milli Markvarslan hjá 1. deildarliðunum Markverðir Hauka héldu knettinum oftast eftir varin skot Fjöldi Varín Knöttur aftur markv. skot / víti tíl mótherja Haukar (3) 275/16 61/2 Fram (2) 296/14 68/5 IBV (2) 343/11 82/1 Selfoss (4) 272/18 69/2 Valur (3) 258/11 66/2 HK (2) 304/15 85/1 Stjarnan (2) 305/14 90/2 Grótta (2) 355/16 106/4 IR (4) 330/13 101/0 Afturelding (2) 309/9 100/2 Hlutfall 78% 77% 76% 75% 74% 73% 72% 70% 70% 69% 68% # 62%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.