Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndagerð er ekkert grín KVIKMYNDAGERÐ er flókið ferli. í kvikmyndamekka Banda- ríkjanna, Hollywood, er stundum talað um sjö vinnslustig. Ef fólk hefur í hyggju að ráðast í kvik- myndagerð í draumaverksmiðj- unni er gott að þekkja vinnuferl- ið. 1. Kjaftasögu- og umræðustig Hugmyndir að kvikmyndum geta verið á þessu stigi í mörg ár. Gott dæmi er ný syrpa í Stjörnustríðsflokknum en um hana hefur verið rætt síðan fyrsta myndin var frumsýnd fyrir um tuttugu árum. 2. Handritsstig Kvikmyndafyrirtæki kaupir handrit eða ræður höfund/höf- unda til þess að þróa hugmynd. Kvikmyndafyrirtæki kaupa aragrúa af handritum en aðeins brot af þeim verður að kvikmynd. Handrit getur verið að flækjast milli manna í mörg ár áður en ráðist er í gerð kvikmyndar. 3. Fyrra þróunarstig Þegar hér er komið sögu er farið að leita að fjármagni fyrir mynd- ina, t.d. með því að reyna að selja dreifingarréttin. Handritið er oft endurskrifað, og farið er í fjörurn- ar við þekkta leikstjóra og kvik- myndastjörnur. 4. Seinna þróunarstig Peningar eru komnir í spilið, og byrjað er að ráða leikara og aðra starfsmenn. Fréttatilkynning um hugsanlega frumsýningu, t.d. sumarið 1998, er send út. 5. Vinnslustig Nú fer kvikmyndagerðin sjálf loksins af stað. Kynningardeild kvikmyndafyrirtækisins hefur auglýsingaherferð. Upptökur eru undirbúnar og framkvæmdar. Síð- MYNDBOND/KVIKMYNDIR/ RP-SJONVARP ÓSKARSVERÐ- LAUNAMYNDIN „Blue Sky“ með Jessicu Lang í aðalhlutverki var á geymslu- stigi í fjögur ár. an er ráðist í eftirvinnslu: klipp- ingu, aukatökur og tæknibrellu- vinnslu. 6. Frumsýningarstig Kvikmyndin er fullunnin og tilbúin fyrir markaðinn. Stundum er frumsýningum frestað eða flýtt ef talið er að aðrar frumsýningar skyggi á og geti dregið úr aðsókn. 7. Geymslustig Ef frumsýningu er frestað um meira en sex mánuði er talað um að kvikmyndin sé í geymslu. Jessica Lang fékk t.d. Óskarsverðlaun árið 1995 fyrir hlutverk í fimm ára gamalla mynd, „Blue Sky“. Myndin hafði verið kláruð árið 1990 en fyrirtækið sem framleiddi hana, Orion, fór á hausinn og þess vegna kom „Blue Sky“ ekki á markaðinn fyrr en árið 1994. NÝ Stjörnustríðsmynd er loksins komin af umræðu- stiginu og er væntanleg í kvikmyndahús eftir tvö ár. Myndbönd síðustu viku UmsátrlA á Rubyhryggnum (The Siege atRuby Ridge) * * Draumur sérhverrar konu (Every Woman’sDream) k kVi Ríkhaður þrlðji (RichardIII) **+'h Blelka húslð (La Casa Rosa) * * Sunset liðlð (SunsetPark) *'h í móðurlelt (FlirtingwithDisaster) *** Banvænar hetjur (Deadly Heroes) Dauður (DeadMan) * Frú Winterbourne (Mrs. Winterbourne) * *'h Frankle stjörnuglit (Frankie Starlight) * *'h Dagbók morðingja (KiIIer: A Journal ofMurder) 'h Kllkkaði prófessorinn (TheNuttyProfessor) *** Eyðandlnn (Eraser) **'h Sporhundar (Bloodhounds) * Glæpur aldarlnnar (Crime ofthe Century) * * *'h Próteus (Proteus) * Svaka skvísa 2 (Red Blooded 2) *'h Bardagakempan 2 (Shootfighter 2) * MYNDBÖND Hálf Ást og skuggar (OfLove and Shadows)_ Spcnnumynd ★ ★ Framleiðandi: Pandora Cinema. Leiksljóri: Betty Kaplan. Handrits- höfundar: Donald Freed eftir sam- nefndri sögu Isabel Allende. Kvik- myndataka: Felix Monti. Tónlist: Jose Nieto. Aðalhlutverk: Antonio Banderas og Jennifer Connelly. 105 min. Argentína/Spánn. Pandora Cinema/Skífan 1997. Útgáfudagur: 12. mars. Myndin er bönnuð börn- um yngri en 12 ára. IRENE er ung blaðakona í Chile 1973 og verður að skrifa undir rós svo greinarnar fáist birtar. Þegar ljósmyndarinn Fransisco kemur að starfa með henni, kemst hún í náin kynni við neðanjarðar- hreyfingu lands- ins, og saman komast þau að glæpsamlegu at- ferli stjórnvalda. Brátt eru þau þefuð uppi, og verða að taka veigamiklar ákvarð- anir áður en illa fer fyrir þeim. Þessi mynd hefði mátt vera meira spennandi til að kallast spennu- mynd. Sagan býður upp á það að henni séu gerð áhrifameiri skil, og á það líka við um ástarsögu blaða- mannanna. Irene er mjög „Allende- leg“ kvenpersóna; fijáls og sjálf- stæð ung kona í samfélagi sem stjórnast af kaþólsku, karlrembu og harðstjórn. Fransisco er svo sterki, góði, gáfaði vinurinn sem verður elskhuginn og svo tilvonandi eiginmaður. Kannski að aðdáendur Allende kunni að meta þessa mynd, en hún er því miður ekki reyfuð því sérkennilega töfraraunsæi sem einkennir bækur hennar. Aðal- leikararnir tveir standa sig ágæt- lega, og Banderas getur alveg leik- ið, svei mér þá. Aðrir aukaleikarar eru oft ansi slappir, og má þá nefna móður Irenu fyrsta allra. Kannski eru þetta ágætis leikarar, en enskan er ekki þeirra móðurmál, og vefst þeim flestum tunga um tönn, og heftir þá í tjáningu sinni. Hildur Loftsdóttir. FERMIN GARTILBOÐ Jince iSSó ai’unffilak J Sorso<iy Sængur og koddar Lunofil sæng, blá 5.920,- kr. stgr. Lunofil sæng, blá j\J)Q&yKf. 3.920,- kr. stgr. Lunofil sæng, hvít JJSSAJfx. 3.520,- kr. stgr. Hollofil koddi, hvítur JJtífdjFx. 1.840,- kr. stgr. Formfil koddi, blár 1.680,- kr. stgr. Hulfíber koddi, hvítur _jL500fykn 1.200,- kr. stgr. QFNÆMISPRÓFAÐ UMBOÐSAÐILAR UM ALLT LAND: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. Borgflrðinga • Ólafsvík: Litabúðin • Patreksfjörður: Ástubúð • ísafjörður: Þjótur sf." Drangsnes: Kf. Steingrfmsfj, • Hólmavfk: Kf. Stelngrfmsfj.* Hvammstangl: Kf. V-Húnv. • Blönduós: Kf. Húnvetninga • Sauðárkrókur: Hegri • Siglufjörður: Apótek Siglufjarðar • Ólafsfjörður: Versl. Valberg • Akureyrl: Sportver, Versl. Vaggan (Sunnuhlfð) • Húsavfk: Kf. Þingeylnga • Egllsstaðlr: Kf.Héraðsbúa • Neskaupstaður: Lækurinn • Esklfjörður: Esklkjör • Reyðarfjörður: Árni Ellsson* Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Þorlákshöfn: Rás hf. • Vestmannaeyjar: Tölvubær • Garður: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavfk: Bústoð hf.* Grindavfk: Versl. Palóma • Reykjavík: Barnaheimur, Fatabúóin.Versl. Hjóliö (Eiðistorgi), Húsgagnahöllin Þekking Reynsla Þjónusta Hugsaðu hlýtt - Gefðu ajungilak FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 Aðdáendur ívígahug Stolt Celtic-llðslns (Celtic Pride) ____________ Gamanmyn Framleiðandi: Hollywood Pictures. Leikstjóri: Tom De Cericho. Hand- ritshöfundur: Judd Aptow. Kvik- myndataka: Oliver Wood. Tónlist: Basil Pouledouris. Aðalhlutverk: Daniel Stern, Dan Aykroyd, Damon Wayans. 90 mín. Bandaríkin. Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 13. mars. Myndin er öllum leyfð. ÞAÐ hefur ávallt verið mér hulin ráðgáta hvernig aðdáendur einhverrar íþróttagreinar virðast’ taka hamskiptum, þegar þeir fylgjast með kappleikjum. Það kemur jafnvel fyrir hina rólegustu menn, eftir að hafa sest í áhorf- endastúkuna breytast þeir í froðu- fellandi óargadýr. „Stolt Celtic- liðsis“ fjallar einmitt um tvo aðila af þessari merku dýrategund, sem gera allt til þess að liðið þeirra sigri, meira að segja að ræna besta leikmanni andstæðinganna. Það eru þrír ágætir gaman- leikarar, sem fara með aðalhlut- verkin í þessari ánægjulegu gam- anmynd og á samleikur þeirra þriggja mikinn þátt í því að fyndn- in skilar sér tii áhorfenda. Af þríeykinu er Daniel Stern sístur og er of oft gjarn á að fara yfir strikið í ofleik sínum, en Wayans (sem er trúverðugur sem hroka- fulli körfuboltasnillingurinn) og Aykroyd skila sínum hlutverkum með prýði. Handritið er ágætlega skrifað og inniheldur margar skemmtilegar samræður. Eins og margar myndir í dag teygir „Stoltið" lopann þó nokkuð og margir eru eflaust farnir að líta á klukkuna á síðustu mínútum hennar. Ég er ekki mikill aðdáandi körfubolta eða kvikmynda sem fjalla um körfu, en „Stolt Celtic- liðsins" er hin besta skemmtun og ætti hver sá sem á einhvern nákominn, sem virðist vera djúpt sokkinn í áhuga á einhverri íþrótt, að leigja þessa mynd og sýna. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.