Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 25 FRÉTTIR Krefjast leið- réttingar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Sambandi ungra framsóknarmanna: „Vegna fréttar á forsíðu síðasta tölublaðs Vikublaðsins um ung- liðahreyfingu Framsóknarflokks- ins þess efnis að ungliðar Fram- sóknar hóti brottför úr flokknum vegna þess að ekki er komið fram stjórnarfrumvarp um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna vilja ungir framsóknarmenn taka fram eftir- farandi: Vitnað er í ónafngreindan stjórnarmann í Sambandi ungra framsóknarmanna og haft eftir honum að lánasjóðsmálið sé próf- steinn á áframhaldandi stuðning margra ungra framsóknarmanna við flokkinn og verði málið ekki leiðrétt skoði hann aðra kosti á vinstri vængnum. Hér er um hrein- an uppspuna að ræða. Enginn stjórnarmaður SUF kannast við að hafa rætt við blaðamann Viku- blaðsins um þetta mál, hvað þá að hafa látið ofangreint álit í ljós. Enginn ungur framsóknarmaður hefur hótað brottför úr flokknum vegna málsins hvorki skriflega né munnlega. Engin tilraun var gerð af hálfu Vikublaðsins til þess að leita stað- festingar á þeim fullyrðingum sem slegið er upp á forsíðu blaðsins varðandi ungliðahreyfingu Fram- sóknarflokksins, hvorki með því að hafa samband við formann SUF, starfsmann á flokksskrif- stofu eða yfir höfuð neinn í fram- varðarsveit SUF. Vinnubrögð af þessu tagi eru forkastanleg og hver sá fréttamið- ill sem þau viðhefur dæmir sig úr leik. Sú staðreynd að viðkomandi blaðamaður (blaðamenn) er pólit- ískur andstæðingur og í fremstu sveit ungliðasamtakanna Grósku eykur enn á alvarleika máisins. Samband ungra framsóknar- manna krefst þess að Vikublaðið leiðrétti þær rangfærslur sem blaðið slær upp um unga fram- sóknarmenn og biðjist afsökunar á þeim. Ungir framsóknarmenn hafa í gegnum tíðina verið ötulir baráttu- menn fyrir hagsmunum náms- manna og sú lausn sem nú hillir undir í málefnum LÍN er ekki hvað síst vegna ötullar framgöngu þeirra í málinu. Þeir þurfa hins vegar ekki á frárennsli á borð við Vikublaðið að halda til þess að koma skoðunum sínum á framfæri í þeim efnum eða öðrum.“ Násítefkir tad Maxmbsh Perjbn4tfo 6320 iwviimsœlMtfo fermÍKjarjjöjwu hjá/ okJaur V ár - eruUs er þar komrv ajhdkiL töbas semfytyw þér uuv ojramtíðuur! TaJctu/ rétta/ steiku/ er öflug, með gott minni, hraðvirkt geisladrif og storan harðdisk. Hér gildir einu hvort nota skuli tölvuna við vinnu, nám, leik eða ftakk um veraldarvefinn - Macintosh Performa 6320 leysir vandann á skjótan og auðveldan hátt. Henni fylgja 13 geisladiskar, ritvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur og teikniforrit, leiðréttingarforritið Ritvöllur, málfræðiforritið Málfræðigreining o.fl. Svo er stýrikerfi hennar að sjálfsögðu á íslensku ! Macintosh Performa 6320 meo öllu þessu kostar aoeins: 139.900, ...og nu i stuttan tima, á meoan birgoir endast, meö 28.800 baud mótaldi á aðeins 150.000, Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, simi: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is Raflagnaefni frá tlCIVID NÝ LÍNA Gæði Þægindi LIVING INTERNATIONAL er fyrir allar gerðir af dósum, bæði hringlaga og kantaðar og fæst í 22 litum. S.Guðjónsson ehf. Auðbrekka 9-11» 200 Kópavogi Sími: 554 2433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.