Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ EG HEF unnið hörðum höndum í 32 ár og nú á ég hvorki þak yfir höfuðið né einn einasta eyri fyrir mat,“ sagði Agim Hazizi þar sem hann lá særður á sjúkrahúsinu í Vlore, helstu hafnarborg í Suður- Albaníu. Hann hafði orðið fyrir byssukúiu, sem hann vissi ekki hvað- an kom. Hazizi hefur fyrir sjö manns að sjá en hann eins og margir aðrir missti allt sitt í hendur íjárglæfram- anna í píramítafyrirtækjunum svo- kölluðu. Líklega hefði það ekki getað gerst annars staðar en í Albaníu, að hægt væri að blekkja fólk með jafn augljósum hætti en það sýnir best örvæntinguna og spillinguna, sem ríkir í þessu litla landi. í hálfan fimmta áratug voru landsmenn al- gerlega einangraðir undir harðstjórn kommúnista og þegar henni linnti kom í ljós, að þjóðin var ekki aðeins efnahagsiega gjaldþrota, heldur líka siðferðilega. Þriðjungur Albaníu er nú á valdi uppreisnarmanna, sem svo eru kall- aðir þótt þeir eigi sér engan einn leiðtoga og séu ekki sammála um neitt annað en að Sali Berisha, for- seti landsins, eigi að segja af sér fyrir að hafa ekki gripið í taumana og varað fólk við fjárglæframönn- unum. Á Vesturlöndum eru margir sammála um þá kröfu og sumir hag- fræðingar þar. telja, að hann hafí sjálfur rakað saman fé á svindlinu. Er ítalska mafían á bak við? Enginn veit með vissu hve miklu fé albanskur almenningur hefur tap- að í píramítafyrirtækjunum en talað er um, að gegnum þau hafí farið fjárhæðir á bilinu 70 til 140 milljarð- ar ísl. kr. Þykir þetta grunsamlega mikið fé hjá jafn lítilli og fátækri þjóð og Albanir eru enda leikur grun- ur á, að hluti af því og kannski dijúg- ur hluti þess hafi komið frá ítölsku mafíunni. Á Ítalíu er verið að rann- saka hvort mafían hafi staðið að baki fyrirtækjunum að einhveiju leyti og notað þau til að „þvo“ illa fengna peninga. I bæjum og borgum í höndum uppreisnarmanna kveður við stans- laus skothríð jafnt nótt sem dag en samt er ekki verið að beijast við neinn. Það er bara verið að skjóta og það eru ekki aðeins karlmennirn- ir, sem eru vopnaðir, heldur líka konur og börn. Áður en stjórnarher- inn flýði burt frá bæjum í suður- hluta landsins og skildi eftir miklar vopnabirgðir var almenn þátttaka í mótmælum gegn stjórnvöldum en nú eru flestir flúnir inn á heimili sín Martröðin í Albaníu ÞEGAR píramítafyrírtækin í Albaníu urðu gjaldþrota, hvarf líka draumurinn um skyndilegt ríkidæmi. Hundruð þúsunda manna misstu allt sitt sparifé og nú hafa uppreisnarmenn þriðjung lands- * ins á sínu valdi. A svæðum þeirra ríkir algert stjómleysi, skrifar Sveinn Sigurðsson, og víða ráða glæpamenn lögum og lofum. HERSTÖÐ í bænum Gjirokaster. Stjórnarhermenn skiidu eftir vopn og skotfæri þegar þeir flýðu burt. og þora ekki út fyrir hússins dyr. Á götunum ráða glæpahópar lögum og lofum, jafnvel stórhættulegir of- beldismenn, en það var eitt fyrsta verk uppreisnarmanna að opna fang- elsin upp á gátt. Fyrir sjö árum var Sali Berisha, núverandi forseti, í fararbroddi í baráttunni gegn kommúnismanum en nú telja margir fyrrverandi bandamanna hans, að hann standi sjálfur í vegi fyrir lýðræðisþróuninni í landinu. Hann er hjartasérfræðing- ur, var læknir fyrrverandi ráða- manna, talar nokkur tungumál reip- rennandi og þótti næstum sjálfkjör- inn leiðtogi Lýðræðisflokksins þegar hann var stofnaður upp úr mótmæl- um námsmanna í Tirana, höfuðborg landsins, árið 1990. Lýðræðisflokkurinn vann mikinn sigur í öðrum fijálsu kosningunum í Albaníu 1992 og Berisha varð for- seti. Fyrrum samstarfsmenn hans segja, að þegar fréttirnar af kosn- ingasigrinum hafi borist til höfuð- stöðva flokksins, hafi þeir séð nýja hlið á flokksformanninum. „Hann gekk framhjá okkur án þess að líta til hægri eða vinstri," segir Prec Zogaj, einn af stofnendum Lýðræðisflokksins, „og þá skildum við, að hann var kominn með öll völd í sínar hendur, yfir landinu og flokknum." Óvanir lýðræði Sem forseti beitti Berisha sér fyr- ir ýmsum efnahagsumbótum, til dæmis einkavæðingu í landbúnaði, en hann þoldi enga gagnrýni. Þótt hann hefði barist gegn kommún- ismanum virtist hann ekki skilja, að fijáls skoðanaskipti væru hornsteinn lýðræðisins. Það þarf kannski ekki að koma á óvart. Albanía var undir Tyrkjum, Ottómanaríkinu, í fimm aldir, síðan tók við konungsstjórn og loks svartnætti kommúnismans. Almenningur hefur aldrei verið spurður neins. Eitt af fyrstu verkum Berisha var að auka völd forsetaembættisins og þegar stjórnarfrumvarp um nýja stjórnarskrá hafði verið fellt í þjóðar- atkvæðagreiðslu 1994 herti hann enn tökin. Fyrir tveimur árum lét hann reka þáverandi leiðtoga Lýð- ræðisflokksins fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina og síðan lét hann reka hæstaréttardómara fyrir að fella nið- ur dóma yfir tveimur blaðamönnum, sem einnig höfðu leyft sér að gagn- rýna forsetann. Sjálfstæðir blaða- menn hafa verið ofsóttir á margan hátt og 1994 var Fatos Nano, leið- togi Sósíalistaflokksins, handtekinn og dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir fjármálaspillingu. Talsmenn ýmissa erlendra samtaka segja, að sakar- giftirnar hafi ekki verið studdar neinum sönnunum. Erlendir eftirlitsmenn með þing- kosningunum í fyrravor, sem Berisha vann með yfirburðum, full- yrða, að þá hafi verið beitt víðtækum svikum. það var fyrst og fremst fyrir mik- inn þrýsting frá Evrópuríkjunum, að Berisha féllst á að ræða við leið- toga níu stjórnarandstöðuflokka um ástandið í landinu og niðurstaðan var sú, að samstjórn allra flokka skyldi fara með völdin fram að kosn- ingum í júní. Er forsætisráðherra hennar Bashkin Fino úr Sósíalista- flokknum en Berisha hafði áður heit- ið að starfa aldrei með þeim flokki. Glæpasamtökin eiga leik Uppreisnarmönnum var fyrst gef- inn frestur til sl. sunnudags til að leggja niður vopn gegn sakaruppgjöf Prófsteinn ájemenskt lýðræði Kosningar verða í einu frumstæðasta og fátækasta landi arabaheimsins á næstunni, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Þetta land er þó komið lengst á veg að þróa lýðræði sem líkist því sem gerist á Vesturlöndum. INNAN tíðar verða haldnar al- mennar þingkosningar í Jemen, aðrar í röðinni frá því landið var sameinað 1990. Augljóst er að margir líta svo á að þessar kosning- ar muni verða hinn raunverulegi prófsteinn á það hvort landið sé í reynd á þeirri lýðræðisbraut sem því var mörkuð eftir sameininguna. Það vekur einnig athygli fréttaskýr- enda hvað konur hafa látið að sér kveða í kosningabaráttunni enda hefur Jemen í hugum flestra Vest- urlandabúa þá ímynd að varla nokk- urs staðar í arabaheiminum sé reynt að halda konum niðri af jafn mik- illi hörku og þar. Jemen er vissulega sjálfstæðasta og sérkennilegasta arabaríkið á Arabíuskaganum. Skömmu eftir sameininguna milli marxista í Suð- ur-Jemen og íhaldsaflanna í norðri, Frá gamla markaðnum í Sanaa. Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir komu Jemenar sér út úr húsi hjá Flóaríkjunum með þvi að neita að styðja aðgerðir Fjölþjóðahersins gegn Saddam Hussein Iraksforseta eftir innrás hans í Kúveit. Þess í stað lýstu Jemenar formlega yfir stuðningi við Saddam og fordæmdu Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þess. Þar með var Jemen eina ríkið sem tók þessa afstöðu því önnur drógust á það, vissulega mörg með semingi, að fordæma aðgerðir Saddams Hussein. Þetta varð landinu dýrkeypt eins og sagt var frá í fréttum á þeim tíma, því Sádar ráku þá eina milljón jemenskra verkamanna sem unnu í Sádi-Arabíu úr landi. Þar með misstu Jemenar spón úr aski sínum og máttu varla við því enda landið afar fátækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.