Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 13 Reuter LANGFLEST píramítafyrirtækjanna voru í S-AIbaníu. í síðustu viku spurðist út, að stærsta slíka fyrirtækið, sem starfaði i Tir- ana, væri gjaldþrota og olli sú frétt miklum æsingi. og síðan var fresturinn framlengdur um viku. Hefur hann nú verið fram- lengdur aftur til 20. þ.m. Þeir krefj- ast þess hins vegar, að Berisha segi af sér en hann mun líklega ekki gera það fyrr en allt um þrýtur. Auk þess er ekki víst, að það breytti neinu. í Albaníu ríkir algert stjórn- leysi og við slíkar aðstæður sjá glæpamenn sér leik á borði. Uppreisnarmenn hafa rænt allar verslanir, banka og hótel á þeim svæðum, sem þeir ráða. „Þeir hirða allt, þeim finnst það vera hlutverk foringjanna. Þetta ástand er gróðrar- stía fyrir glæpasamtökin," sagði Elid- en Duro, barþjónn á hóteli í Vlore. Úti á veröndinni sat Albert Shyti, 27 ára gamall formaður svokallaðrar Vamamefndar Vlore, og sötraði vermouth. Shyti, sem ekur nú um á nýjum Mercedes Benz, var að ræða við félaga sína um ránsfenginn. Á síðustu árum hefur Vlore blómgast sem miðstöð fyrir smygl á eiturlyij'um, vopnum og ólöglegum innflytjendum til Ítalíu og nú hafá glæpamennirnir öll völd í borginni. Allar opinberar byggingar þar hafa verið brenndar til grunna. „Það er ekki aðeins, að ríkisstjórnin í þessu landi sé spillt, heldur allt samfélag- ið,“ sagði vestrænn hjálparstarfs- maður. Mikill munur á N- og S-Albaníu Albanía er lítið land, nímlega 27.000 ferkm, og íbúamir eru um þijár milljónir. Samt er allmikill mun- ur á norður- og suðurhlutanum. í norðri ræður Gheg-ættbálkurinn ríkj- um en í sunnanverðu landinu Tosk- ættbálkurinn og fólk af grískum upp- rana. Mállýskumar era líka tvær en ritmálið bræðingur úr þeim báðum. Enver Hoxha einræðisherra var sunnanmaður og í tíð kommúnista voru sunnanmenn áberandi í valda- stöðum. Það breyttist hins vegar með Berisha, sem er norðanmaður af Gheg-ættbálknum. Hann er um- kringdur fólki úr sínu héraði og all- ir lífverðir hans eru frá heimabæ hans, Tropoja. Á síðustu árum eða eftir fall kom- múnismans hafa lífskjörin batnað miklu meira í suðurhlutanum en norðurhlutanum. Er það vegna ná- lægðarinnar við Grikkland, þar sem margir Albanir hafa stundað vinnu, og vaxandi viðskipta við Suður-ítal- íu. Norðurhlutinn leið hins vegar fyrir refsiaðgerðirnar eða viðskipta- bannið á Júgóslavíu. í nokkur ár var mestöll utanríkisverslun þess hluta landsins fólgin í því að bijóta bann- ið með því að smygla olíu til júgó- slavnesku lýðveldanna. Uppreisnin í suðurhluta Albaníu stafar einmitt af þessum efnahags- lega mun á landshlutunum. Þar átti fólk í fyrsta sinn eitthvert sparifé og það lagði það í píramítafyrirtæk- in og gekk jafnvel svo langt að selja ofan af sér og taka lán til „græða“ sem mest. í Vlore í suðurhlutanum, þar sem uppreisnin hófst, voru hvorki meira né minna en fimm pír- amítasjóðir starfandi. í norðurhlut- anum var miklu minna um þetta. Þjóð, sem hefur glatað sjálfri sér Sumir píramítasjóðanna lofuðu allt að 100% ávöxtun mánaðarlega og raunar vekur það furðu hve lengi þeir störfuðu. Framan af græddu lika sumir á þeim, til dæmis hún Katerina Dhimgjoka, 46 ára kennari í Vlore. Hún tók þátt í leiknum í fjögur ár og hagnaðinn notaði hún til að flísaleggja íbúðina, mublera upp hjá sér, kaupa sér vestrænan munaðarvarning eins og kaffivél og fá sér litsjónvarp í staðinn fyrir það svart-hvíta. Þegar spilaborgin hrundi tapaði hún peningunum sín- um og nú segist hún ekki viður- kenna neina stjórn, sem ekki borgi henni til baka. „Við viljum að stjórnin fari frá en við munum krefjast þess sama af nýrri stjórn,“ sagði hún. „Mér er alveg sama um kosningar og hveijir stjórna. Ég vil frið, betra líf og meiri peninga." Kunnasti rithöfundur Albaníu, skáldsagnahöfundurinn Ismail Kad- are, sagði í viðtali í París í síðustu viku, að í stað þess, að draumar Albana hefðu ræst með píramítafyr- irtækjunum, upplifði þjóðin nú skelfilega martröð. „íjóðin vildi eignast allt í einu og gleyma fátækt- inni en nú er hún búin að glata sjálfsvirðingunni og á góðri leið með að glata sjálfri sér.“ Að minnsta kosti 10 bæir og borg- ir eru í höndum uppreisnarmanna. Nýlega náðu þeir á sitt vald bænum Polican þar sem Kalashnikov-rifflar eru framleiddir og sl. mánudag bæn- um Kucove. Þar náðu þeir herflug- velli og 19 MiG-flugvélum, eða ein- um fimmta orrustuflugflota al- banska hersins. Rósturnar eru nú að breiðast til norðurhlutans og í höfuðborginni Tirana var ástandið orðið tvísýnt í lok liðinnar viku. Bajram Curri var fyrsti bærinn í norðurhlutanum, þar sem kom til átaka, en þau voru lík- lega ekkert tengd uppreisninni í suðurhlutanum. Þar var hópur manna aðeins á höttunum eftir vopnum. Yfirvöld í Grikklandi, Ítalíu og víðar í Evrópu hafa miklar áhyggjur af ástandinu í Albaníu og vopnunum, sem nú flæða þar um allt. Ljóst er, að ekki mun glæpum fækka i land- inu á næstu árum og mikil hætta er á, að vopnin og glæpamennirnir sjálfir skjóti upp kollinum annars staðar. Herinn í Albaníu er skipaður 54.000 mönnum en talið er, að í honum hafi fækkað töluvert eftir fall kommúnismans. Er vopnabún- aður hans lélegur á vestræna vísu en samt nógu mikill nú þegar hluti hans er kominn í hendurnar á al- menningi í landinu. Nokkur hluti hermannanna er þegar genginn til liðs við uppreisnarmenn og aðrir flýja eins og fætur toga þegar sótt er að þeim. Vegna þess er ekki víst, að Berisha eða samsteypustjórnin geti yfirleitt treyst á herinn þegar til kemur og fari svo, gæti tekið við algert stjórnleysi í landinu og borga- rastyijöid. Fremur kyrrt hafði verið í Tirana þar til í síðustu viku þegar stuðn- ingsmenn Berisha forseta brutust inn í vopnabúr í borginni og létu þar greipar sópa. Ljóst er, að þeir vilja vera við öllu búnir komi til mikilla átaka í landinu og bijótist út borga- rastríð, sem margir erlendir sérfræð- ingar eru þó vantrúaðir á, gæti víg- línan legið á milli norður- og suður- hluta landsins. • Heimildir: The New York Times, The Washington Post, Reuter, The Assoc- iated Press, The Financial Times, Newsweek, Time. í ætt við vestrænt lýðræðisskipulag Jemen leyfir starfsemi stjórnmála- flokka og konur geta boðið sig fram til þings. Það gerir það að verkum að fræðilega séð telst Jemen vera það arabaland sem hefur stjórnskip- an sem svipar hvað mest til vest- ræns lýðræðis. Þetta hefur ekki kætt afturhaldssöm nágrannalönd þess sem halda til streitu að neita Jemenum um inngöngu í Flóaráðið. Þar er Sádi-Arabía fremst í flokki ásamt Kúveit. Menn líta ótvírætt svo á að kosn- ingarnar nú séu prófsteinn á styrk hins unga lýðræðis í landinu og raddir heyrast um að þegar sé alls konar svik og prettir í gangi. Skipu- lega sé unnið að því að margskrá :suma á kjörskrá sem vitað er að styðji flokk forsetans, Ali Abdullah Saleh, og þúsundir sem ekki búi í fjemen og hafi ekki kosningarétt þar lengur séu einnig komnir inn á kjörskrár. Óvægin gagnrýni En nefnd hefur verið skipuð sem á að sjá um að kæra allt slíkt og það er einmitt kona, Shada Mo- hammed, sem er formaður hennar. Hún segir í viðtali við mánaðarritið The Middle East að nefndin hafi ;"Vart undan að leggja fram kærur út af kjörskránni og vonast til að ;bróðurpartur þeirra verði tekinn til ;lgreina. Þessi nefnd er óháð og tengist ekki starfsemi stjórnmálaflokka. Hún var sett á laggirnar fyrir for- göngu Abdulaziz Saqqaf, ritstjóra Yemen Times. Það er eina dagblað- ið í Jemen sem er gefið út á ensku. Það blað hefur haldið uppi hvað harðskeyttastri gagnrýni á stjórn- völd og ekki hvað síst á Saleh for- seta. Þetta hefur kostað Saqqaf það að hann hefur hvað eftir annað verið settur í fangelsi og sleppt aftur undanfarin ár vegna skrifa sinna og hann segist einnig hafa sætt barsmíðum. Þegar hann er ekki í fangelsi er hann svo upptek- inn af því að skrifa ritstjórnargrein- ar gegn Saleh og hafa áhyggjur af því hvenær hann verði handtek- inn næst að hann hefur, að sögn Shada Mohammed, ekki gefið sér mikinn tíma til að starfa með kosn- inganefndinni sem hann er varafor- maður í. Shada þessi Mohammed er 32ja ára gömul. Hún er ógift og lögfræð- ingur að mennt. Þessi lýsing þætti ekki tíðindum sæta í vestri. En öðru máli gegnir um Jemen. Um sjötíu prósent kvenna þar eru giftar - oftast gegn vilja sínum - fyrir tvítugt og fæstar eru læsar. Shada stofnaði lögfræðistofu ásamt tveimur öðrum kvenlögfræð- ingum í Sanaa og hún segir að starfið í kosninganefndinni hafi afl- að þeim svo margra fjandmanna að hún nenni ekki einu sinni að leiða hugann að því hversu margir þeir séu. Nefndin hyggst birta skýrslu á næstunni um ólöglegar skráningar á kjörskrá og talið er að þær geti farið allt upp í 180 þúsund. Shada segir að haldi ríkisstjórnin að fólk hafi aðeins hugann við efnahagsmál og hirði lítt um stjórnmálalegu hlið- ina muni hún heldur ekki fást um að breyta neinu. Shada bendir á að þar sem Jemen sé fyrsta ríkið sem glímir við alvöru lýðræði sé mikiis um vert að styrkja það, ella fari það fyrir lítið. Jemenskar konur binda vonir við kosningarnar Aðeins tvær konur náðu kosningu á jemenska þingið í fyrstu þingkosn- ingunum en Shada segist vonbetri núna. I raun hafí það verið eðlilegt því konur í Jemen séu víðs fjarri því að gera sér grein fyrir rétti sínum, hvað þá heldur sækja hann. Hún er ekki ein um þá skoðun og jemenskar konur telja að kosn- ingarnar geti markað þáttaskil. Amat Alsowa er ein fárra kvenna sem hefur komist áfram innan kerf - isins. Hún er nú aðstoðarráðherra upplýsingamála og kveðst telja að konur hafi skipulagt sig betur og þær séu ekki tilbúnar að gefa upp á bátinn þau réttindi sem þær hafi fengið og eigi samkvæmt stjórnar- skránni. Það hefur líka vakið eftir- tekt að allir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram hafa lagt sig í fram- króka við að biðla til atkvæða kvenna. Og konur vona þar af leið- andi að þetta séu ekki kosningaorð- in ein og tóm. Víst er að Jemen hefur ekki efni á stjórnmálaókyrrð. Þar hefur geis- að um hríð borgarastyijöld milli afla sem þótti suðurhlutinn ekki fá nægileg ítök í stjórninni eftir sam- einingu. Jemen má ekki við meiri stjórnmálaólgu Ættbálkaþjóðfélagið er líklega hvergi jafnsterkt og í Jemen og þessir ættbálkar beijast innbyrðis af fullri hörku og allir virðast eiga gnægð vopna allt frá Kalashnikov- rifflum til eldflauga. Um tíma var ferðamannaþjónusta að verða nokk- uð arðvænleg enda hefur Jemen ótrúlega fegurð og fjölbreyttan menningararf að kynna. Það hefur hins vegar veikt þessa atvinnugrein að töluvert hefur verið um rán á erlendum ferðamönnum og leitt til að útlendingar forðast Jemen. Þessum ferðamönnum hefur þó yfirleitt verið skilað heilum á húfi og stundum hafa þeir búið í vellyst- ingum praktuglega í prísundinni. Þessi mannrán má rekja fremur til ættbálkadeilna innbyrðis en að ver- ið sé að setja stjórninni úrslitakosti. Jemen hefur sára þörf fyrir að þar komist ró og regla á. Erlendir fjárfestar hafa haldið að sér hönd- um þótt það sé sýnilegt að olían sem hefur fundist í Jemen og byij- að er að vinna að nokkru, gæti gerbreytt efnahag þessa fátæka, frumstæða lands og gert það að næsta olíuríki arabaheimsins. 5.980.“ 6.980.- HVER FULLORÐINN PAKl GISTING í TVEGGJA MANNA HERBERGl 1 5 NÆTUR, MORGUNVERÐUR INNIFALINN 7.980,- HVER FULLORÐINN MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GIST SÉ í TVEGGJA MANNA HERBERGJUM OG BÖRNIN GISTl í HERBERGI FORELDRA SINNA. HÁMARK 2 BÖRN í HERBERGI MEÐ FORELDRUM. ALDUR BARNA 0-15 ÁRA. PÁSKAEGG FYLGJA FYRIR BÖRNIN HAFNARSTRÆTI 87-89 AKURETí'RI SÍMI 462 2200 FAX 461 2285 ATH: TAKMARKAÐUR HERBERGJAFJÖLDI GlLDIR FRÁ 26. MARS TIL 31. MARS HÓTELKEA HVER FULLORÐINN HOTEL KEA 1 9 4 4 PÁSKAR r A HÓTEL KEA OKEYPIS FYRIR BÖRNIN PAKKI GISTING i TVEGGJA MANNA HERBERGI i 3 NÆTUR, MORGUNVERÐUR INNIFALINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.