Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ NÝJAR ÁHERSL UR HJÁACO ið. Ef eitthvað, sé hún jafnvel enn harðari nú en áður. Hann bætir við að sér finnist þægileg tilhugsun að losna við ábyrgðina af rekstrinum og geta átt aukinn tíma fyrir sjálf- an sig, trilluna sína á Hjalteyri og sumarbústaðinn við Þingvallavatn. „Ég tek þó fram að ég er engan veginn hættur og er ekki kominn á neina göngudeild,“ segir hann og brosir. Áki hafði unnið sem loftskeyta- maður á sínum yngri árum en árið 1965 fékk hann vinnu hjá Burro- ughs International í Sviss. Þar hlaut hann þjálfun sína en starfaði á íslandi og sá aðallega um við- haldsþjónustu á tölvukerfi banda- ríska flughersins á Keflavíkurflug- velli. Síðar vann hann um tíma hjá H. Benenediktssyni hf. sem var með Burroughs-umboðið. Þjónusta prentiðnaðinn Árið 1975 stofnaði hann ásamt Garðari Karlssyni Aco hf. en rak það einn frá árinu 1981. „Við vor- um fyrst með þjónustu við Burro- ughs-tölvurnar en tókum síðan við umboðinu. Starfsemin vatt tiltölu- lega fljótt upp á sig því á þessum tíma var ný tækni að ryðja sér rúms hjá prentsmiðjunum, þ.e. blý- ið var að detta út og tölvur að koma inn,“ segir hann. Síðan bætt- ust við fleiri verkefni í tengslum við prentiðnaðinn, s.s. innsláttar- borð, setningartæki, tölvukerfí, fílmuplötur, framköllunarvörur o.fl. Um nokkurn tíma hefur þjónusta við prentiðnaðinn verið stór hluti af starfsemi Aco. Fyrirtækið sér einnig um að flytja út notaðar filmur og vökva til endurvinnslu til Kanada. „Við höfum þannig lokað hringnum, sem hefur verið bæði til góðs fyrir okk- ur og viðskiptavini okkar.“ Áki tekur einnig fram að Aco . , hafí verið fyrst fyrirtækja til að flytja inn tölvur frá Tævan í upp- hafi PC-byltingarinnar í kringum 1 1983. Þessum tölvum hafi ekki ► Áki Jónsson, annar stofnenda Aco hf. og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, fæddist 4.6.1938 á Hjalteyri. Hann var starfsmaður Burroughs International í Sviss frá 1965 en sá aðallega um viðhaldsþjónustu fyrir bandaríska flugherinn á íslandi. Árið 1974 stofnaði hann við annan mann fyrirtækið Aco hf. sem hann hefur verið framkvæmdastjóri fyrir þar til í febrúar síðastliðnum að sonur hans, Bjarni, keypti fyrirtækið ogtók við. Bjarni Ákason fæddist 30.12.1961 í Reykjavík, lauk námi í rafvirkjun frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og stúdentsprófi frá sama skóla 1981. Á árunum 1995-96 var hann í viðskipta- og rekstrarfræðinámi hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Hann hefur starfað hjá Aco hf. síðan 1983. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FEÐGARNIR Áki Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri (t.v.) og Bjarni Ákason (t.h.) núverandi framkvæmdastjóri ræða við einn af starfsmönnum fyrirtækisins. Eftir Hildi Friðriksdóttur BJARNI ÁKASON tók við stöðu framkvæmdastjóra af föður sínum í febrúar slðastliðnum eftir að hafa keypt af Qölskyldunni allt hlutafé fyrir- tækisins. Breytingar eru þegar farnar að sjást með nýjum skip- stjóra því nýtt skipurit hefur tekið gildi. I stað örfárra deilda áður hefur fyrirtækinu verið skipt upp í minni einingar. „Við höfum til dæmis brotið upp annars vegar verslunarrekstur, þar sem seldar eru smærri vélar til heimila og fyr- irtækja, og hins vegar svokallaðar lausnir á tölvukerfum fyrir fyrir- tæki,“ segir Bjarni. Hjá fyrirtækinu starfa nú 22 starfsmenn og eru flestir í þjón- ustudeild. Hefur starfsfólki fjölgað jafnt og þétt gegnum árin eftir því sem umsvifin hafa aukist. Aco er einna umsvifamest í þjónustu við prentiðnaðinn en einnig selur fyrir- tækið Leo tölvur, Rioch ljósritunar- vélar og faxtæki ásamt öðrum vör- um tengdum tölvuiðnaði. Breyttar áherslur Bjarni segir að í framtíðinni muni Aco í auknum mæli leggja áheslu á heildarlausnir í tölvumál- um fyrir fyrirtæki bæði hvað varð- ar hugbúnað og þjónustu. „Við erum að styrkja net- og þjónustu- deildirnar og þar sjáum við vaxtar- broddinn. Við sjáum fram á að þurfa að fjölga starfsfólki eitthvað í þessum deildum, sem fært verður um að leiðbeina viðskiptavinum um notkun tölvukerfanna og stjórnend- um um hvemig þeir geti nýtt sér upplýsingatæknina. “ Hann bætir við að nú, 22 árum eftir að fyrirtækið var stofnað, sé það í raun að snúa aftur til upp- runa síns. Hann útskýrir að fram- tíðaráform Aco séu meðal annars að leggja áherslu á aukin viðskipti við Unisys, sem Aco hf. flutti upp- haflega inn frá, en þá undir nafni Burroughs. Fyrirtækið Unisys var síðan stofnað upp úr Burroughs International árið 1986. Undanfarin tvö ár hefur Aco átt I samvinnu við Unisys og er af- rakstur þess meðal annars innflutn- ingur á nýjum tækjum til banka- kerfisins sem verður síðar á þessu ári. „Okkar stefna er að koma Unisys-vélum inn I millifyrirtækin. í því skyni erum við að skoða hvern- ig lausnir hægt er að fínna sem henta. Við höfum til dæmis mikið velt fyrir okkur hvernig tryggja megi öryggi netkerfanna, einkum nú þegar notkun alnetsins er orðin svo víðtæk sem raun ber vitni,“ segir Bjarni. Nýir hluthafar Framtíðaráform Aco eru þó ekki einungis bundin við Unisys því stefnt er að því með tímanum að koma fyrirtækinu á Opna tilboðs- markaðinn og selja hlutabréf til nýrra hluthafa. „Til að styrkja fyrirtækið faglega væri gott að fá fleiri hluthafa,“ segir Bjarni. Nú þegar hefur fyrirtækið Opin kerfí sýnt áhuga á að eignast hlut- deild I Aco og segir Bjarni sam- starf við þá góðan valkost. „Við I höfum verið I samstarfí við þá og selt vörur þeirrar I nokkra mánuði með nokkrum árangri. Áframhald- andi samvinna eða eignaraðild tel ég að styrki fyrirtækið I samkeppn- inni með því að starfsemin verður enn víðtækari," bætir Áki við. Spennandi vettvangur Bjami er ekki ókunnugur fyrir- tækinu því hann byrjaði stráklingur sem sendill og hefur síðan unnið I öllum deildum fyrirtækisins. Nú síðast vann hann I söludeildinni. Áhugaverðast fmnst honum að sjálfsögðu núverandi starf, enda er hann fullur orku og tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Faðir hans tekur fram að tölvugeir- inn sé mjög lifandi starfsvettvang- ur en jafnframt mjög krefjandi. „Hlutirnir eru að gerast hér og nú og menn verða stöðugt að fylgjast með og vera vakandi til að missa ekki af lestinni. Þetta er því mjög spennandi umhverfi, sérstaklega fyrir yngri mann,“ segir Áki. Þegar þeir feðgar eru spurðir hvers vegna eigendaskipti hafi orð- ið segja þeir að tími hafi verið kom- inn að færa ábyrgðina af höndum þess eldri yfir á þann yngri. Tíma- bært hafi verið að gera áherslu- breytingar I fyrirtækinu, sem sé auðveldara með nýrri forystu. Áki bendir á að samkeppni tölvufyrir- tækja sé mikil og hafi alla tlð ver- verið spáð góðu gengi en reyndin I er sú að þær hafa staðið sig mjög vel. Á þessum árum varð mikil bylting á íslenska tölvumarkaðin- um sem varð til þess tölvufyrirtæki spruttu upp en mörg þeirra höfðu entust ekki lengi. Bjarni minnist þess að eitt árið voru fyrirtækin 23 sem seldu PC-tölvur en ekki leið á löngu þar til þeim hafði fækk- ) að um helming. ) Búast við aukinni veltu ) Að sögn þeirra feðga hefur Aco staðið á traustum grunni gegnum árin, litlar áhættur hafa verið tekn- ar og það að fyrirtækið þjónaði bæði tölvuiðnaðinum og prent- iðnaðinum gaf því ákveðna breidd. Heildarvelta íslenskra tölvufyrir- tækja var I fyrra um ellefu milljarð- ar króna og þar af var hlutur Aco 400 milljónir króna og hafði þá aukist um 20% frá árinu áður. Búast þeir Bjarni og Áki við 20-25% veltuaukningu á þessu ári og þá aðallega á þjónustu- og hug- búnaðarsviðinu en einnig I rekstr- arvörum og skrifstofutækjum. „Það er að verða bylting í ljósritun- arvélum og prenturum. Ljósritun- arvélar I stafrænu formi eru að sjá dagsins ljós, sem gefa aukin gæði og meiri möguleika. Einnig munu ljósritunarvélar tengjast I mun meira mæli netvæðingu fyrir- tækja," segir Áki. í I I í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.