Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 29 JHtvgmifrliiMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR IGÆR var birt hér í blaðinu aðsend grein, opið bréf til heilbrigðisyfir- valda, sem Qallar um meint ófremd- arástand vegna langra biðlista eftir læknisaðgerðum á sjúkrahúsum, einkum hátæknisjúkrahúsum. Höf- undur nefnir dæmi þess að sjúkling- ar, sem hugsanlega hefði mátt bjarga, hafi látizt meðan á bið eftir aðgerð stóð. Orðrétt segir greinar- höfundur: „Það er gjörsamlega óás- ættanlegt að mannslífum sé teflt í tvísýnu á þennan hátt vegna spam- aðaraðgerða yfirvalda." í skýrslu, sem heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi, kemur fram að fjöigað hefur á biðlistum vegna læknisaðgerða um tæplega 800 frá árinu 1993. Nálægt 3.400 sjúklingar eru skráðir á biðlista og er vandinn mestur á bæklunardeild- um, þar sem 1.300 einstaklingar bíða eftir aðgerðum. f sumum alvarlegri tilfellum, til dæmis þegar um er að ræða alvarlega hjartasjúkdóma, get- ur það verið spuming um líf eða dauða að sjúklingur komist í aðgerð strax eða mjög fljótlega. í tilvitnaðri grein segir höfundur: „Við eram að tala um dýrmæt mannslíf. Hver hefur leyfi til þess að spila á þá strengi er kveða á um líf og dauða? Það hefur enginn mann- legur máttur ... Rannsóknir erlendis hafa sýnt að það er tíu sinnum hættu- legra að vera á biðlista eftir hjarta- skurðaðgerð en að ganga gegnum aðgerðina sjálfa ... Læknar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að vera settir í þá aðstöðu að neyð- ast til að setja sjúklinga á biðlista, hugsanlega með hræðilegum afleið- ingum eins og það hafði fyrir bróður minn“. Landsmenn eiga lögum sam- kvæmt rétt á nauðsynlegri heilbrigð- isþjónustu, sem vissulega er þung á fóðmm í ríkisbúskapnum. Arðsemi hennar ætti þó að vera flestum ljós, Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þótt sjaldan sé tíunduð, m.a. í betri líðan fólksins í landinu, lengri starf- sævi þess - og styttri fjarvistum frá vinnu og verðmætasköpun. En langir biðlistar menntaðs og vel starfhæfs fólks eftir nauðsynlegum aðgerðum auka ekki, heldur rýra, þjóðhagslegt gildi heilbrigðisþjónustunnar. Hér skal alls ekki gert lítið úr fjár- mögnunarvanda heilbrigðisþjón- ustunnar. Kostnaðurinn við hana er mikill og vaxandi, m.a. vegna fy'ölg- unar þjóðarinnar, breytinga á aldurs- skiptingu hennar, endurnýjunar nýs og fjárfreks tækja- og tæknibúnað- ar, sem sífellt er verið að þróa, og nýrra og dýrra lyfja. Og þótt náðst hafi veruleg hagræðing og sparnaður í heilbrigðiskerfinu á síðustu tíu til fimmtán árum, má enn betur gera, t.d. með nánari samvinnu eða sam- runa hátæknisjúkrahúsanna. Það verður á hinn bóginn að halda þannig á málum að heilsufarslegt öryggi landsmanna sé tryggt, eins vel og frekast er kostur, og biðlistar eftir nauðsynlegum læknisaðgerðum hverfí. Að því ber að stefna með öll- um tiltækum ráðum. ÁSTANDIÐ í ALBANÍU AÐ fer tæpast á milli mála, að stjómleysið í Albaníu er orðið slíkt, að Evrópuríkin eiga ekki ann- arra kosta völ en að skakka leikinn. Landið er bersýnilega stjómlaust. Forseti og ríkisstjóm ráða ekki við neitt. Margvíslegur vopnabúnaður er kominn í hendur óbreyttra borgara, sem beita honum að þvi er virðist á hvað sem fyrir verður, erlendir ríkis- borgarar skelfingu lostnir og Albanir sjálfir gera allt sem þeir geta til að komast úr landi. Erlendir sendimenn sem farið hafa til Albaníu til þess að ræða við ráða- menn þar um ástandið virðast á einu máli um að erlend hemaðaríhlutun verði að koma til. En eins og fyrri daginn, þegar vandamál af þessu tagi snúa að Evrópuríkjunum virðast þau ráðalaus eða svifasein. Reynslan frá fyrri lýðveldum Júgóslavíu sýnir að þá fyrst, þegar erlend ríki láta til sín taka er hægt að stöðva manndráp og koma á friði. Í því tilviki brugðust Evrópuríkin gersamlega. Það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn komu til sögunnar og beittu annars vegar ijárhagsað- stoð og hins vegar hótunum að sam- komulag tókst á milli stríðandi aðila um að leggja niður vopn. Evrópuríkin þurfa að sýna nú að þau hafí eitthvað lært af þeirri reynslu. Þau eiga að hafa styrk og burði til þess að takast á við vanda- málið í Albaníu. En það má greini- lega engan tíma missa. TÍMA- SKEKKJA AU verkföll, sem eru að skjóta upp kollinum eru ótrúleg tíma- skekkja. Lítið er orðið um rryólk í verzlunum á höfuðborgarsvæðinu og eftir helgina lokast benzínstöðvar, ef svo fer fram sem horfír. Stefnt er að almennum verkföllum a.m.k. Ðagsbrúnarmanna eftir viku. Hvaða tilgangi þjónar þetta? Að sýna að Dagsbrún geti stöðvað mjólkurdreif- ingu og benzínsölu? Meginlínumar í kjarasamning- unum eru skýrar. Það hefur tekizt að gera samninga til allt að þriggja ára. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur um skattalækkanir, sem eru umfangsmeiri en nokkum óraði fyr- ir. Forsætisráðherra hefur lýst því yfír, að hann sé reiðubúinn til að taka til athugunar athugasemdir ASÍ við útfærslu skattalækkana. Grund- völlur nýrra kjarasamninga liggur augljóslega fyrir. Sama stífni virðist vera komin í kjaradeilu bankamanna og viðsemj- enda þeirra. Ekki verður annað séð en bankamönnum standi til boða sambærilegir kjarasamningar við aðra. Með þeim tilboðum um kjara- bætur, sem liggja fyrir og yfirlýstum skattalækkunum ríkisstjómar er ver- ið að tryggja fólki verulega kaup- máttaraukningu á næstu árum. Hvers vegna að draga úr þeirri kaup- máttaraukningu með verkföllum, sem þjóna nákvæmlega engum til- gangi? BURT MEÐ BIÐLISTANA! KVIKMYNDIN EFT- ir Deiglu Arthurs Millers stendur vel fyrir sínu. Hún fjallar ekkisíður um dómstól- inn í hjarta hvers og eins en rannsóknar- réttinn, eða hina „opinberu" samvizku ef svo mætti segja. En sem dómstóll er leikritið nær búd- dískum skilningi um afdrif hins dauða en lútherskri afstöðu einsog hún er til að mynda túlkuð í Passíu- sálmunum: Sá dauði hefur sinn dóm með sér. (L, 6) Samkvæmt þeim skilning er samvizka syndarans leidd fyrir rannsóknarrétt annars heims, en um það fjallar leikrit Millers öðrum þræði, aðvísu, ekki- síður en þann trylling og þá sefjun sem lýst er í Píslarsögu séra Jóns þumlungs frá svipuðum tíma og efni Deiglunnar. Það er einatt stutt í ofstopa og ofstæki þarsem maður- inn slær upp tjöldum sínum. And- spænis náttúruöflunum er hann ein- sog hverönnur padda. Trú og hug- sjónir fara heiminn oftaren ekki einsog hamfarir. Fólk er kannski ekki neinir guðir í sköpun, heldur einfaldlega einn þáttur sköpunar- verksins einsog aðrar þær skepnur sem lifðu af syndaflóðið mikla. Galdrafár í ýmsum myndum hefur fylgt mannkyninu frá upphafí vega; ekki einungis í Salem þarsem leik- rit Millers gerist eða vestur á fjörð- um þarsem píslarsaga séra Jóns þumlungs á rætur. Þegar þetta samfélag er skoðað raunsæjum augum og reynt að fara í saumana á því blasir við sú einfalda stað- reynd að maðurinn er ekki annað en lirfa á leið inní eilífa veröld fiðr- ildavængjanna. Eilíf útskúfun, ekk- ert var hræðilegra að dómi rétttrúnaðar- manna en hún. Játn- ing gat hreinsað sál- ina, hún jafngilti iðr- un vegna syndar og gat bjargað sálinni undan eldi helvítis og reiði guðs, eða einsog meistari Jón segir í Vídalínspostillu sinni um hinn óguðlega, að hann mætti „óska og feginn verða, að helsóttin og fjör- brotin mættu vara um alla eilífð, ef hann mætti þar með sleppa frá hinum eilífa eldi, sem fyrirbúinn er djöflinum og öllum hans englum, því þar mun betur bíta.“ Kommún- isminn fékk þessa játningu einsog hveija aðra arfleifð úr ofsatrú mið- alda, hún ein gat hreinsað óvin rík- isins af svikulli og djöfullegri aðför að heilögum málstað. Báldauði gat orðið til nokkurrar friðþægingar, einnig aftökur með öðrum hætti. Með það í huga getum við tileinkað okkur efni Deiglunnar og reynt að skilja pólitískan harmleik okkar eig- in aldar. Einræðisstefnur nútímans eru trúarbrögð og því miklu fremur einskonar framhald djöflatrúar mið- aldanna en stjómmálaátök og hversdagslegar deilur um upp- skeruna. Galdrafárið í Salem, Nýja- Englandi, var þannig dæmigert seytjándu aldar fyrirbrigði einsog sá „æðigaldur" sem Jón píslarvottur var haldinn „svo og veit mitt heim- kynni“, segir séra Jón í umfjöllun um fórnardýr sín, „að eg bannaði haturlega til þeirra manna að tala, því eg sá þá forblindaða í sinni vonzku vera og ekki hafandi yfírráð sinna verka heldur en sá, sem göld- um hesti ríður, sem oft hleypur þangað sem hann vill ekki, sem á baki situr og ekki hefur afl að stýra taumi.“ En galdramönnum er þá fyrir beztu að þeim sé refsað harð- lega svoað þeir eigi sér einhveija afsökun eða málsbætur þegar kem- ur að dómsdegi. Ætli forsprakkar kommúnismans hafí ekki stundum hugsað með svipuðum hætti til fómardýra sinna. „Þar fyrir veit eg öngva galdramönnum þarflegri heldur en þá, sem þá elta og sem fyrst uppiróna gera, áður en (ef verða mætti) þeir komast til að uppfylla mæli allra sinna glæpa til helvítis elds.“ Semsagt, málstað- urinn er svo heilagur að hann krefst þess beinlínis að óvinum sé útrýmt. Það er ekkisízt þeim sjálfum fyrir beztu. ** Það sem hér hefur verið Qallað um má sjá svosem í hnotskum í Passísusálmum sr. Hallgríms: Dauðinn þá mætir dapur þér dóminn hefir hann eftir sér; djöfullinn bíður búinn þar, í bálið vill draga sálirnar. (IV, 20) Og: Kvalafór, Jesús, þessi þín, sem þá gekkstu einu sinni, veri kraftur og vemdin mín, svo veginn lífsins ég finni. Lát ekki djöful draga mig í dofínleik holdsins blinda til sekta’ og synda; eg bið af ást og alúð þig ákefð hans burt að hrinda. - Amen. (IX, 10) M. HELGI spjull + ■V mmmm AUP LANDSBANKANS á 50% eignarhlut I Brunabótafélags ís- lands j Vátryggingafé- lagi íslands eru tví- mælalaust mestu tíð- indi í íjármálaheimin- um hér frá því að fjór- ir bankar sameinuðust í íslandsbanka. Þó hafa umbrotin í þessari grein atvinnulífsins verið mjög mikil á allmörgum undanfömum árum. Auk sameiningar bankanna fjögurra í einn banka hafði orðið samruni hjá trygg- ingafélögunum, annars vegar þegar Sjóvá- tryggingafélags íslands hf. og Almennar tryggingar hf. sameinuðust í einu félagi og hins vegar þegar Samvinnutryggingar og Brunabótafélagið mynduðu Vátrygg- ingafélag íslands hf. Auk þess hafa orðið töluverðar svipting- ar meðal verðbréfafýrirtækja. í upphafi voru Fjárfestingarfélag íslands hf. og Kaupþing sjálfstæð verðbréfafyrirtæki, þótt einkabankar kæmu að stofnun Fjárfesting- arfélagsins á sínum tíma. Síðar keypti sænska tryggingafélagið Skandia Fjárfest- ingarfélagið. Iðnaðarbankinn hafði sett upp Verðbréfamarkað Iðnaðarbankans, sem síð- ar varð Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Landsbankinn setti á stofri eigið verð- bréfafyrirtæki, Landsbréf, og sparisjóðimir og Búnaðarbankinn keyptu sameiginlega Kaupþing. Sparisjóðimir eignuðust síðan Kaupþing alveg en Búnaðarbankinn setti upp eigið verðbréfafyrirtæki. Verðbréfafyrirtækin voru orðin harður samkeppnisaðili bankanna og þess vegna ekki við öðru að búast en bankamir leituðu inn á þann markað enda reka nú allir bank- amir þrír og sparisjóðimir slík fyrirtæki. Auk þess risu upp í tengslum við þessa starfsemi fyrirtæki sem tóku að sér að annast kaupleigu og fjármögnun fjárfest- inga með nútímalegum hætti. Nýtt skref var stigið í þessari þróun með kaupum Vátryggingafélags íslands á allri starfsemi Skandia hér á landi og þar með sköpuðust tengsl á milli tryggingafélags og verðbréfafyrirtækis. Þótt kaup sparisjóð- anna á Alþjóða líftryggingafélaginu væru minni í sniði vora þar samt komin tengsl á milli lánastofnana, þ.e. sparisjóðanna, verðbréfafyrirtækis, þ.e. Kaupþings og líf- tryggingafélags. Jafnhliða þessari þróun hafa svo orðið vaxandi umræður um stöðu lífeyrissjóð- anna. Séreignasjóðum hefur vaxið fiskur um hrygg og reyndar svo mjög, að a.m.k. tveir sameignarsjóðir hafa sótt um leyfi til að setja upp séreignadeildir fyrir félags- menn sína. Nokkuð almenn samstaða er um, að skylduaðild að lífeyrissjóði sé nauð- synleg en hins vegar hafa bæði Morgun- blaðið og fleiri hvatt til þess að launþegar gætu ráðið því sjálfír í hvaða lífeyrissjóði þeir væra. Jafnframt hefur Morgunblaðið ítrekað bent á, að núverandi fyrirkomulag á stjóm lífeyrissjóðanna væri óeðlilegt og sjálfsagt sé að sjóðfélagar sjálfír, eigendur lífeyrissjóðanna, kjósi stjómir þeirra. Þeim er alveg treystandi fyrir eigin fjármunum og þurfa ekki tilnefningar frá vinnuveitend- um og launþegafélögum til þess. Það er m.ö.o. kominn tími til að skera á tengslin á milli lífeyrissjóðanna og aðila vinnumark- aðarins, þannig að lífeyrissjóðimir verði sjálfstæðar stofnanir. En um leið og eðlilegt er að fijálst val sé um aðild að lífeyrdssjóði og að sameign- arsjóðimir komi upp séreignadeildum eiga aðrir aðilar t.d. samsteypa banka, trygg- ingafélaga og verðbréfafyrirtækja að geta starfrækt sameignarsjóði ekki síður en sér- eignasjóði. Það er með þennan bakgrann í huga, sem meta ber kaup Landsbanka íslands á svo stóram hlut í Vátryggingafélagi ís- lands. í ljósi þessarar þróunar er í raun og vera ekki hægt að gera nema eina athuga- semd við þessi viðskipti. Það er ljóst að bæði Landsbankinn og Vátryggingafélagið era í hraðri þróun að þeim markmiðum, sem hér hefur verið lýst og er út af fyrir sig nákvæmlega það sama og hefur verið að gerast á Vesturlöndum yfírleitt, að bank- ar, verðbréfafyrirtæki og tryggingafélög, sem öll era starfandi á fjármálamarkaðnum sameinist eða tengist með gagnkvæmri eignaraðild. Með slíkri samvinnu eða sam- tengingu verða þessir aðilar betur færir um að veita viðskiptavinum sínum alhliða fjár- málaþjónustu nánast frá vöggu til grafar. Sú athugasemd, sem hægt er að gera og margir munu gera, ekki sízt í viðskipta- lífinu er sú, að Landsbankinn er ríkisbanki og með hliðsjón af því er hægt að halda því fram eins og nú standa sakir, að ríkið sé að ryðjast inn á nýtt svið atvinnulífsins, þ.e. í alhliða tryggingastarfsemi. Einkavæð- ing ríkis- bankanna REYKJAVIKURBREF Laugardagur 15. marz í SAMTALI VIÐ Ríkisútvarpið í gær- kvöld, föstudags- kvöld, sagði Kjartan Gunnarsson, for- maður bankaráðs Landsbanka íslands, að hann hefði verið tregur til þess að standa að þessum kaup- um, ef ekki hefði legið fyrir ákvörðun ríkis- stjómar og stjómarflokka um einkavæð- ingu ríkisbankanna og þar með Landsbank- ans. Á blaðamannafundi í Landsbankanum í gær, föstudag, sagði Sverrir Hermanns- son, bankastjóri Landsbankans, að hann hefði tekið dræmt undir þennan gjöming ef hann hefði ekki séð að ákveðið hefði verið að einkavæða Landsbankann. Það mun sitt sýnast hveijum um það, hvort þetta era haldbær rök. Á ráðstefnu um einkavæðingu, sem haldin var fyrir nokkrum vikum, skýrði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, frá áformum ríkisstjóm- arinnar um að gera ríkisbankana tvo að hlutafélögum um áramót og selja í kjölfar- ið á því 49% af hlut ríkisins á opnum mark- aði. Nú hefur hins vegar verið ákveðið vegna andstöðu við þessi áform innan Framsóknarflokksins, að ríkið selji ekki nema 35% hlut. Þetta skref til baka frá fyrri yfirlýsingu forsætisráðherra verður til þess að gagnrýnin verður þeim mun harð- ari á kaup Landsbankans á helmingshlut í VÍS með tilvísun til þess, að nú liggi ekki fyrir áform um að selja nema rúmlega þriðj- ung af hlutafé ríkisins í Landsbankanum, sem þýði í raun að bankinn verði áfram undir stjóm ríkisins. Því að auðvitað er ekki um einkavæðingu að ræða nema a.m.k. dijúgur meirihluti ríkisins í hinu væntan- lega hlutafélagi verði seldur. Ríkið gæti jafnvel ráðið Landsbankanum með þriðj- ungs eign ef önnur hlutabréfaeign væri mjög dreifð eins og líklegt má telja, a.m.k. í byijun. Þess vegna má ganga út frá því sem vísu, að í kjölfar þessara viðskipta aukist kröfíimar um skjóta einkavæðingu ríkis- bankanna og raunar hlýtur það að vera eðlileg krafa viðskiptalífsins að mjög fljót- lega eftir að Landsbankinn verður orðinn að hlutafélagi verði mikill meirihluti hluta- bréfa í bankanum seldur á almennum mark- aði. Þessi sjónarmið hljóta að koma upp í umræðum á Alþingi um þau framvörp, sem nú hafa verið lögð fram um að gera ríkis- bankana að hlutafélögum. í því sambandi munu áreiðanlega slqjóta upp kollinum áhyggjur meðal manna í við- skiptalífinu á borð við þær, sem Ágúst Karlsson, forstjóri Tryggingar hf., viðrar í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, er hann segir: „En sú spuming vaknar, hvort þessi samsteypa, Branabótafélagið og VÍS séu ekki með þessu að fínna sér leið inn í Landsbankann til þess að standa betur að vígi, þegar bankinn verður einkav- æddur og boðinn til sölu. Með því væri þessi risi að koma klónum í forkaupsrétt að bankanum. Ég lít mun frekar á málið frá þessari hlið en þeirri að þetta hafí mik- il áhrif á tryggingamarkaðinn." Það munu áreiðanlega fleiri gera og skoða þessa þróun í (jósi þeirrar almennu samkeppni um völd og áhrif í viðskiptalíf- inu, sem hefur farið harðnandi á síðustu áram milli fyrirtækja í einkageiranum, sem hafa tekið höndum saman og þeirra gömlu fyrirtækja, sem áður tilheyrðu Sambands- veldinu en hafa verið að eflast á ný og ná sterkri stöðu í atvinnulífi landsmanna. Sum- ir munu segja, að Landsbankinn hafí geng- Klakabrynjuð girðing í Mýrdal. ið til liðs við þennan arm viðskiptalífsins. Aðrir að gömlu Sambandsfyrirtækjunum hafí verið opnuð leið til mikilla áhrifa í Landsbankanum, þegar hann verður seldur á opnum markaði að hluta til eða að öllu leyti. En jafnframt má vel vera, að fulltrú- ar Landsbankans í stjóm VÍS hafi áhrif í þá átt að draga úr myndun blokka í við- skiptalífinu. Hitt fer tæpast á milli mála, að frá sjón- arhóli ríkisins, þ.e. eiganda bankans, má gera ráð fyrir að verðmæti hlutabréfa í bankanum aukizt mjög vegna þessara kaupa. Að þessu víkur Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, er hann segir: „Mér sýn- ist að bankinn muni frekar styrkja sína stöðu með þessum kaupum og verða þegar fram í sækir eftirsóknarverðari eign fyrir þá, sem vildu leggja peninga í bankann í auknu hlutafé eða þegar fram í sækir að eignast hlut í honum með öðram hætti.“ Hið sama segir Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins: „Þetta hækkar væntanlega verðmæti bankans í því mati, sem nú þarf að fara fram eftir að bankan- um hefur verið breytt í hlutafélag." Það er að sjálfsögðu skylda þeirra, sem fara með málefni ríkisins við einkavæðingu ríkisfyrirtækja að sjá til þess að skattgreið- endur fái sem mest í sinn hlut, þegar eign- ir ríkisins era seldar. Þess vegna þarf ekki að koma á óvart, að þessi viðskipti njóta stuðnings bæði talsmanna ríkisstjómar og stjómarandstöðu. ÞAÐ ER AUÐVIT- að erfitt að meta hver áhrifin af þessum kaupum Landsbankans verða á fjármálamarkaðinn. Brunabótafé- lag íslands verður augljóslega mjög öflugt Hver verða áhrifin? eignarhaldsfélag, sem virðist ætla að beita afli sínu til stuðnings sveitarfélögun- um. í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, segir Hilmar Pálsson, forstjóri félagsins: „Við vorum með alla okkar eign í þessu eina félagi. Með því að losa um hana getum við fært arðsemi af okkar eign nær umhverfi sveitarfélaga." Hin nýja samsteypa Landsbankans og Vátryggingafélags Islands getur boðið viðskiptavinum sína alla hugsanlega fjár- málaþjónustu og mun vafalaust fylgja þessum kaupum eftir með miklu mark- aðsátaki. Ekki þarf að draga í efa, að með sameiginlegum styrk þessara tveggja öflugu fyrirtækja geta þau náð langt. En reynslan sýnir að menn sitja ekki lengi einir að slíkri köku. Gera verður ráð fyrir að í kjölfar þessara viðskipta fylgi umrót á markaðnum, sem leiði til nýrra tenginga á milli tryggingafélaga, verð- bréfafyrirtækja og banka. Varla sitja einkafyrirtækin í fjármálaheiminum auð- um höndum eftir þessi tíðindi. Bæði Landsbankinn og Vátryggingafélagið hafa náð umtalsverðu forskoti á keppi- nauta sína og hinir síðarnefndu munu varla taka því með þegjandi þögninni. Landsbankinn hefur legið undir ámæli fyrir að hann væri seinn á sér í harðn- andi samkeppni á fjármálamarkaðnum. Hafi eitthvað verið til í því verður tæpast hægt að saka bankann um það lengur. Öllu frekar verður fylgzt með því með eftirvæntingu hvernig hinir bankarnir tveir bregðast við þessum óvæntu tíðind- um. Á síðustu árum hafa viðskipti ís- lenzkra fyrirtækja við erlenda banka aukizt mjög. Jafnframt hafa erlend tryggingafélög byrjað að hasla sér völl hér. Sum þeirra selja líftryggingar og lífeyrissparnað. Önnur bjóða annars kon- ar tryggingar, svo sem bílatryggingar. Þessi þróun er af hinu góða. Hún þýðir, að íslenzkir viðskiptamenn fyrirtækja á þessu sviði eiga fleiri kosta völ og sam- keppnin eykst. Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, vék sérstaklega að þessu í samtali við Morgunblaðið í dag, laugar- dag og sagði: „Skilin á milli bankastarf- semi, vátryggingastarfsemi og margvís- legrar fjármálaþjónustu eru að verða æ minni og því eðlilegt að menn leiti eftir stærri og hagkvæmari heildum til að geta tekizt betur á við erlenda samkeppni." Axel Gíslason, forstjóri Vátryggingafé- lags íslands hf., talar með svipuðum hætti, þegar hann segir í samtali við Morgunblaðið að með þessum viðskiptum séu tvö íslenzk fyrirtæki að styrkja sam- keppnisstöðu íslendinga í samkeppni um langtímasparifé, sem við blasi nú þegar frá útlöndum. Hann bætti því við, að meginuppspretta áhættufjár fyrir at- vinnulífið væri í lífeyrissparnaðarkerfínu og þeim mun þrengra um framboð á slíku fé ef það væri ekki á íslenzkum höndum. Hér væri því um þjóðfélagslegt hags- munamál að ræða. Þegar á allt þetta er litið má telja lík- legt, að megináhrifin af kaupum Lands- bankans verði í fyrsta lagi harðari krafa um skjótari sölu á miklum meirihluta hlut- afjár í Landsbankanum á opnum mark- aði, í öðru lagi krafa um að umbótum í lífeyriskerfinu verði hraðað þannig að launþegar hafi fijálst val um í hvaða líf- eyrissjóði þeir ávaxta lífeyrissparnað sinn og að almennt frelsi ríki á markaðnum um lífeyrissparnað og mismunandi form hans meðhöndluð á sama hátt skattalega. Og í þriðja lagi að nýjar samsteypur myndist á fjármálamarkaðnum til þess að bæta samkeppnisstöðu þeirra fyrir- tækja, sem eru í beinni samkeppni við Landsbankann-VÍS-Landsbréf. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson „Þess vegna má ganga út frá því sem vísu, að í kjöl- far þessara við- skipta aukist kröfurnar um skjóta einkavæð- ingu ríkisbank- anna og raunar hlýtur það að vera eðlileg krafa við- skiptalífsins að mjög fljótlega eft- ir að Landsbank- inn verður orðinn að hlutafélagi verði mikill meiri- hluti hlutabréfa í bankanum seldur á almennum markaði.“ tr\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.