Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ, Sambíóin og Laugarásbíó hafa tekið til sýninga kvikmyndina Jerry Maguire, sem er tilnefnd til fímm óskarsverðlauna, m.a. fyrir leik Tom Cruise í aðalhlutverki og Cuba Gooding í aukahlutverki. Leikstjóri og handritshöfundur er Cameron Crowe. Hjartahreini umboðsmaðurinn JERRY Maguire (Tom Cruise) er með hlutina á hreinu og virð- ist með öll tromp á hendi sem einn aðalumboðsmaðurinn hjá fyrir- tækinu SMI, þar sem hann hefur margar af þekktustu íþróttastjöm- um heimsins að skjólstæðingum. Jerry er myndarlegur, heillandi og tryggur og trúr, hvort sem um er að ræða hagsmuni skjólstæðing- anna eða konuna sem hann ætlar að giftast. Hún heitir Avery Bishop (Kelly Preston), vinnur í upplýs- ingadeild NFL-deildarinnar (at- vinnumannadeildarinnar í amerísk- um fótbolta) og lifir svo skipulögðu lífi að allt þarf að eiga sinn tíma í minnisbókinni hennar, hvort sem um er að.ræða kynlíf, samskipti við vini og sína nánustu eða eitt- hvað annað. En vandinn hjá Jerry er sá að hann er ekki í rryög góðum tengsl- um við sjálfan sig, hann hefur látið starfíð yfírtaka sig og hefur gefíð sig á vald leik þar allt lýtur ákveðn- um lögmálum, bæði það hvað hann hugsar, talar og hvað honum fínnst. En sem betur fer þá er ekkert að Jerry sem skyndilegur og niður- lægjandi ósigur getur ekki lagað. Og sá ósigur bankar upp á hjá Jerry Maguire viku eftir að hann setur sínar innstu hugsanir og há- leitustu hugsjónir um starfíð á blað. Hann leggur fram fyrir vinnuveit- endur sína ítarlega og innblásna skýrslu um það hvemig hann sjái fyrir sér starf fyrirtækisins þar sem allt kapp sé lagt á að þjónusta hvern kúnna sem best, þar sem gæði séu tekin fram yfír magn og fólk og samskipti fram yfir peninga og gróða. Hvað sem líður öllum þeim milljónum dala sem umboðsmenn- imir leggja undir í sínu starfí hljóti það að skipta meira máli að vera heil og vönduð manneskja en að stefna að því einu að gera góðan samning hvað sem það kostar. Launin sem Jerry fær fyrir að hafa hugsjónir í starfi og að voga sér að búa til þessa stefnuyfíriýsingu eru einfaldlega brottrekstur. CUBA Gooding jr. leikur Rod Tidwell, fótboltamann sem legg- ur allt undir og treystir á umboðsmanninn sinn, Jerry Maguire. Sjálfsmynd Jerrys bíður mikinn hnekki þegar hann er sviptur starfinu og sjálfsvirð- ingin fer veg allrar veraldar. Hann neitar samt að gefast upp og ákveður að byija upp á nýtt og beijast fyrir því sem hann trúir á. Hann eignast tvo óvænta og dýrmæta bandamenn í barátt- unni fyrir því að það sé hægt að sameina í einum og sama manninum góðan um- boðsmann sem nær árangri fyrir kúnnann sinn og heiðarlegan mann sem kemur fram af heilindum við sjálf- an sig og aðra. Þessir bandamenn eru annars vegar Rod Tidwell (Cuba Good- ing) en Rod er útheiji í varaliði Arizona Cardinals í NFL- deildinni. Hann tekur þá áhættu að fylgja umboðsmanninum sínum og treysta því að hann geti hjálpað sér að láta rætast drauminn um að komast í aðalliðið hjá einhveijum hinum bestu í deildinni. Rod verður eini viðskiptavinur nýja fyrirtækisins sem Jerry stofnar. Hinn bandamaðurinn er Dorothy Boyd (Renee Zellweger) 26 ára ein- stæð móðir sem starf- ar hjá SMI en hrífst svo af boðskapnum sem Jerry hafði fram af færa í skýrslunni að hún segir upp þeg- ar hann er rekinn og ákveður að slást í för með honum og gera að veruleika hugsjón- ina um umboðsmann- inn sem stefnir að því að ná árangri í lifínu en ekki bara í starfinu. Myndin um Jerry Maguire er þriðja myndin sem Cameron Crowe leikstýrir, hinar voru Say Anything árið 1989 og Singles árið 1992. Hann skrif- ar jafnframt handrit mynda sinna og er vandlátur á þau verkefni sem hann kýs að taka sér fyrir hendur. Fyrsta handritið sem hann skrifaði var að hinni vinsælu mynd Fast Times at Ridgemont High fyrir 16 árum og síðan þá hefur hann að- JERRY Maguire (Tom Cruise) er rekinn úr starfi þegar hann segir hug sinn um það hverju hann telji að fyrirtækið sem hann starfar þjá eigi að stefna að. JERRY Maguire (Tom Cruise) og Dorothy Boyd (Renee Zellwe- ger) vinna saman að því að koma fótunum undir Jerry eftir brottreksturinn. eins gert fjögur handrit, að þessu meðtöldu. Hann tók sér fjögur ár í að skrifa um Jerry Maguire og stórum hluta þess tíma var varið í að rannsaka og kynna sér efnið og atvinnugreinamar sem eru sögu- sviðið; amerískan fótbolta og um- boðsmannabransann. Það var við hæfí að Crowe vandaði svo til verka þegar haft er í huga að áður en hann sneri sér að kvikmyndagerð var hann talinn einn efnilegasti blaðamaður Bandaríkjanna af yngri kynslóðinni. Það vill svo til að það var ein- mitt meðan Crowe starfaði sem blaðamaður og skrifaði í mörg af útbreiddustu tímaritum Bandaríkj- anna að fundum hans og Tom Cru- ise bar fyrst saman. í fyrsta skipt- ið sem mynd af Tom Cruise prýddi forsíðu á tímariti var tilefnið grein sem Cameron Crowe hafði skrifað um stjörnuna ungu fyrir tímaritið Interview. Cruise var fús til að vinna með Cameron Crowe því hann taldi efnið og sýn höfundarins á viðfangsefnið eiga erindi í samtím- anum og skipta ekki bara máli fyr- ir íþróttaheiminn heldur almennt fyrir lífið og atvinnulífíð. Auk þess hafði hann hrifíst af fyrri myndum leikstjórans. Eftir að Cameron Crowe og framleiðandi myndarinnar, James L. Brooks, sem hefur framleitt og leikstýrt óskarsverðlaunamyndun- um Terms of Endearment og Bro- adcast News, höfðu fengið vinsæl- ustu kvikmyndastjömu Bandaríkj- anna, Tom Cruise, til að taka að sér titilhlutverkið ákváðu þeir að leggja áherslu á að fá lítt þekkta en trausta leikara í önnur hlutverk. Fyrir valinu urðu þessir: Cuba Gooding jr, tók að sér hlutverk Rod Tidwell en Cuba er t.d. þekktur úr Boyz’n’the Hood og Outbreak. Kelly Preston leikur Avery, kær- ustu Jerrys, en hún er þekktust fyrir að vera eiginkona John Tra- voltas og fyrir sterkan leik í t.d. White Lies, Only You og Twins. Renee Zellweger, sem leikur Dorot- hy, lék t.d. í Dazed and Confused og Reality Bites. Bak við myndavélarnar eru held- ur engir aukvisar. Þar eru m.a. óskarsverðlaunahafínn Janusz Kaminski, sem var kvikmyndatöku- maður Schindler’s List og klippar- inn Joe Hutshing en langt og far- sælt samstarf hans og Olivers Ston- es hefur tvívegis gefið af sér ósk- arsverðlaun. Jerry Maguire var tekið fagnandi í Bandaríkjunum og nú hefur mynd- in verið tilnefnd til fimm óskars- verðlauna. Tom Cruise, sem fékk nýlega Golden Globe styttu fyrir leik sinn í myndinni, er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki og margir spá Cuba Gooding verðlaun- um í flokki aukaleikara. Þ AÐ eru ekki ýkjur að telja Tom Cruise meðal þeirra kvikmyndastjarna sem skær- ast hafa skinið í Hollywood. í Hollywood er stjörnuskin mælt í dollurum og á hálf- um öðrum áratug hafa myndir Tom Cru- ise tekið inn meira en 3 mil(jónir dollara. Fáir í bransanum geta státað af slikum árangri og enginn annar 35 ára gamall leikari. Fyrsta stóra hlutverk sitt fékk Tom Cruise í myndinni Taps árið 1981. Þá var hann rétt um tvítugt. Þann stökkpall upp á stjörnuhimininn nýtti leikarinn ungi sér til þess að fá hlutverk í myndinni Risky Business árið 1983 en fyrir þá mynd hlaut hann sína fyrstu tilnefningu til Golden Globe verðlauna. Tom Cruise var nú á hröðu skriði og næst segir af honum árið 1986 þegar hann lék flughetjuna Maverick í einni vinsælustu mynd niunda áratugar- ins, Top Gun. A þessum grunni hefur Tom Cruise byggt sinn glæsta feril og hann nýtti sér upphafið og þær vinsældir sem hann hlaut til þess að starfa með virtum leikurum og kvikmyndagerðarmönnum; t.d. Paul Newman og Martin Scorsese í The Color of Money, árið 1986; Dustin Hoffman og Barry Levinson í Rain Man, árið 1988; Oliver Stone í Born of the Fourth of July árið 1989; árið 1992 lék hann á móti Jack Nicholson (Demi Moore, Kevin Bacon og fleirum) í mynd Rob Reiners, A Few Good Men. Með frammistöðu sinni í þessum eðla félagsskap hefur Tom Cruise tekist að öðlast virðingu kollega sinna í leikara- stétt, auk vinsælda þeirra sem hann nýtur meðal almennings sem leikari og stjarna. Tom Cruise lék í einni vinsælustu kvik- mynd síðasta árs þegar hann og leiksljór- inn Brian DePalma lögðu saman krafta sína og gerðu stórmyndina Mission: Im- possible. Aðrar nýlegar stórmyndir þessa kyntákns eru m.a. The Firm árið 1993, Far and Away árið 1992 og Interview with a Vampire árið 1994. Af öðrum myndum hans má nefna The Outsiders, Losin’ It, Endless Love, AU The Right Moves, Legend, Cocktail og Days of Thunder. Tom Cruise hefur tvívegis verið til- nefndur til óskarsverðlauna, nú fyrir Jerry Maguire og áður fyrir leik sinn í Born on the Fourth of July. Fyrir leik sinn í báðum þessum myndum hlaut hann Golden Globe verðlaun. Hann hefur einn- ig hlotið ýmiss konar önnur verðlaun frá gagnrýnendum, kvikmyndahúseigendum og almenningi. 1993 þreytti Cruise frumraun sína sem leikstjóri í hálftíma stuttmynd fyrir sjón- varp. Hann hefur einnig stofnað fram- leiðslufyrirtæki, sem m.a. framleiddi Mission: Impossible og er ekki að efa að þessi áhrifaríki leikari hyggst á komandi árum færa sér frekar i nytþað vald sem velgengnin færir honum í kvikmynda- borginni og þau tækifæri sem hún gefur honum til þess að ráða hvaða sögur verða að kvikmyndum. Næsta verkefni sem Tom Cruise tók til við að loknum tökum á Jerry Maguire er hin langþráða næsta mynd snillingsins Stanley Kubrick. Sú á að heita Eyes wide Shut og þar leikur eiginkona Cruise, Nic- ole Kidman, á móti honum en saman hafa þau ekki leikið í mynd síðan í Far and Away árið 1992. Þau hjónin eru annars lítt áberandi í félagslífinu í Hollywood, eru annáluð (júf- menni og lifa kyrrlátu lifi ásamt börnum sinum. Bæði tilheyra söfnuðinum Church of Scientology, ásamt John Travolta, Kelly Preston og fleiri leikurum en sá söfnuður hefur undanfarið komist upp á kant við yfirvöld í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.