Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir og afi, ÓSKAR SVAVAR GUÐJÓNSSON, Smyrlahrauni 62, Hafnarfirði, sem lést af slysförum 9. mars sl., verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, miðvikudaginn 19. mars kl. 13.30. Bióm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélag íslands. Anna Þorsteinsdóttir, Gunnar Óskarsson, Linda Sveinsdóttir, Kristrún Gróa Óskarsdóttir, Níels Atli Hjálmarsson, Óskar Halldór Guðmundsson, Arndís Sara Gunnarsdóttir. + Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, PÁLL GARÐAR ANDRÉSSON, stýrimaður, Vesturbergi 94, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 18. mars kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hans, láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Kristjana Friðbjömsdóttir, Friðbjöm Pálsson, Elísa Pálsdóttir, Valgerður Hrefna Gísladóttir, Andrés Gilsson, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Friðbjöm Kristjánsson. 4* Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út- för elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Gnoðarvogi 72, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu ....... Krabbameinsfélagsins, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Haukur Pálsson, Páll Ingi Hauksson, Guðlaug Lyngberg Sig., Sigurður Hauksson Þómnn Lína Bjarnadóttir, Bryndís Elín Hauksdóttir, Bjarni Þór Guðjónsson, Þórir Hauksson, Valgerður Hanna Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGUR BJARNASON, dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði, áður til heimilis Hjarðarholti, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 18. mars kl. 14.00. Bjarni Bergsson, Hanna Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Vilhjálmur Bergsson, Marita Bergsson, Hinrik Bergsson, Guðný Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR fangavörður, Álfhólsvegi 92, Kópavogi, verður jarðsungin þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 13.30. Guðmundur Ásbjömsson, Jón Ásbjömsson, Sigurjón Guðmundsson, Daníel Guðmundsson, tengdadætur og barnabörn. -4- Anna Berg- ’ þórsdóttir fæddist á Akureyri 14. júní 1925. Hún lést á heimili sínu, Lindasíðu 4, Akur- eyri, 4. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Olga Olgeirsdóttir og Bergþór Bald- vinsson. Systkini Önnu voru Hörður og Valgerður sem bæði eru látin. Anna giftist Guðna Friðrikssyni, f. 31. mars 1920, árið 1948. Þau Kær vinkona, Anna Bergþórs- dóttir, er dáin aðeins tuttugu og sex dögum eftir að hún greindist með krabbamein. Það getur verið erfitt á stundu sem þessari, að koma orðum að því sem mann langar helst til að segja. Minningamar sem koma upp í huga mér em margar. Kynni okkar Önnu hófust fyrir um flömtíu áram, þar sem við Olga dóttir hennar vomm skólasystur. En síðustu tíu til tólf árin hefur Anna verið ein af mínum bestu vin- konum, alltaf svo traust og góð. Anná vildi allt fyrir alla gera og nutum við mæðginin góðsemi henn- ar og Guðna. Við Anna störfuðum saman í kvenfélagi Alþýðuflokksins í mörg ár. En ung að ámm gekk hún í það félag. Það vom ófáar ferðirnar sem við kratakonur fórum saman til Reykjavíkur á fundi, þing eða menningarferðir til Húsavíkur. Þegar við Helga vinkona okkar fengum þá hugdettu að koma á skemmtun hér á Akureyri sem væri bara fyrir konur, fannst okkur Anna sjálfsögð í þann félagsskap, sem seinna fékk nafnið Krúttmag- ar. Guðni tók þátt í öllu sem Anna gerði á sinn hátt. Sjálfsagður bíl- stjóri okkar allra s.b. skeyti sem við sendum honum þegar hann varð sjötugur: „Guðni okkar allra, þú sem ert á bílnum.“ Af öllu því sem við gerðum skemmtilegt saman er eitt sem ber hæst. Ferðin sem við fórum til London ásamt Helgu og Freyju. Oft hafa verið sagðar sögur og hleg- ið að því sem gerðist í þeirri för. Þótt við Anna höfum átt margar skemmtilegar stundir saman höfum við líka stutt hvor aðra þegar sorg- in hefur borið að garði. Eg er þakk- lát þeirri stund sem við tvær áttum saman föstudagskvöldið 14. febr- áttu fjórar dætur, Olgu, f. 1948, Ag- nesi, f. 1952, Þor- björgu, f. 1955, og Steinunni, f. 1968. Aður átti Anna soninn Baldvin, f. 1945, en hann lést af slysförum árið 1991. Barnabörnin eru ellefu og barnabarnabörnin eru fjögur. Útför Önnu fer fram frá Akur- eyrarkirkju mánu- daginn 17. mars og hefst at- höfnin klukkan 13.30. úar. Þá stund mun ég alltaf eiga með sjálfri mér. Við Jónas Þór kveðjum góða vinkonu með söknuði og biðjum góðan Guð að varðveita hana. Elsku Guðni, ég veit að söknuður þinn er mikill, þú hefur misst mest, en ég veit að þú stendur ekki einn á þessum erfiðu tímamótum, þar sem þú hefur dætur þínar. Anna trúði á líf fyrir handan, svo vonandi er hún komin í faðm sonar, foreldra og systkina. Minning um góða konu, móður, tengdadóttur, ömmu og langömmu mun ylja hjörtum okkar. Guðni minn, Olga, Agnes, Dolla og Steina. Guð veri með ykkur og gefí ykkur styrk í sorgum ykkar. Herdís (Dísa). Þau vom þrjú systkinin frá Akur- eyri sem öll em nú látin fyrir aldur fram og harmdauði þeim sem til þekktu. Elstur var Hörður, stýrimaður á þekktum aflaskipum, síðast á nóta- veiðiskipunum ísafold og Geysi sem stunduðu veiðar í Norðursjónum. Hann lést árið 1986, tæpra 64 ára. Vel látinn maður, hæglátur og yfír- lætislaus. Anna var næstelst, 71 árs er hún lést. Valgerður, hjúkmn- arfræðingur, var þeirra yngst. Hún fæddist árið 1936 en lést árið 1991, 54 ára gömul. Töluverður aldurs- munur var á tveimur elstu systkin- unum og því yngsta sem olli því að kynni þeirra urðu hvað mest fyrst eftir að þau fullorðnuðust. Foreldrar þeirra systkina vom bæði af þingeyskum ættum. Þegar ég kynntist þeim systkin- um fyrst bjó Hörður i Reykjavík ásamt Sigrúnu sinni og Olgu dóttur þeirra en Anna bjó á Akureyri með Guðna og dætrunum fjómm á „ætt- arsetrinu" í Lundargötunni. Einn son, Baldvin, hafði Anna átt fyrir hjónaband. Hann lést í bílslysi á Englandi í maí 1991. Guðni var að mála er ég fyrst kom þangað heim en Anna og Olga, elsta dóttirin, vom á Raufarhöfn í síldarvinnu. Yngri telpurnar tvær vom á hlaup- um um bæinn, Agnes með Ðollu sér við hlið. Steinunn kom ekki til fyrr en löngu síðar, öllum á óvart. Þetta var fyörlegt fólk. Guðni með sinn sérstæða humor og harmon- ikku og dætumar spjallsamar. Einkanlega var þeim lagið að segja frá fólki og túlka látbragð þess. Eftir nokkurra ára dvöl erlendis var þráðurinn tekinn upp að nýju og þá kynntist maður Önnu heitinni betur. Hún var afar gestrisin kona. Þau voru aldrei mikið fyrir að heim- sækja Reykjavík, hjónin, en þegar komið var í heimsókn norður yfir heiðar var tekið á móti gestum með kostum og kynjum. Húsnæði var til reiðu og margréttaður málsverð- ur oft á dag svo hafa mátti sig all- an við. Síðan var gjaman sest á rökstóla, oft fram eftir nóttu, og bar þá ýmislegt á góma því Anna var áhugasöm um margt. M.a. hafði hún alltaf sérstakan áhuga á ís- lensku máli og málfari. Hún hafði góða frásagnarhæfileika og var alltaf glöð í bragði. Anna og Guðni fóru alloft til útlanda og em mér sérstaklega minnisstæðar frásagnir þeirra af hópferðum um alla Evrópu, sex landa sýn sem kallað var. Lifðu þau sig mjög inn í þær ferðir, lásu sér til fyrirfram svo stundum gátu þau leiðbeint fararstjóranum sjálfum. Anna var afar félagslynd kona. Hún starfaði ámm saman innan sam- taka alþýðuflokkskvenna og var þar vel látin. Var og hugsjón jafnaðar- stefnunnar henni jafnan mjög hug- leikin. Hún tók virkan þátt í öðru félagslífi og má þar m.a. minnast á svokölluð krúttmagakvöld sem urðu landsfræg á sínum tíma. Þar held ég að leikhæfileikar hennar og kátína hafi fengið að njóta sín en slíkt hafði hún í ríkum mæli. Stundum komu fyrir hana dulrænir hlutir sem hún var ekki að flíka. Hún var líka nærgætin og hennar faðmur var stór. Oftsinnis hefur hún á undanförnum áram hringt í háaldraða móður mína, henni til mikillar gleði, og þakka ég fyrir það. Veikindi Önnu bar brátt að og varð engum vörnum við komið öðr- um en að hlúa að henni eins og unnt var. Tók hún þeim samt af miklu æðruleysi. í þeim efnum naut hún einnig frábærrar umhyggju eiginmanns og dætra. Og nú skilj- ast leiðir og við hljótum að kveðja góða konu sem öllum vildi gera gott og alla gleðja. Kristinn R. G. Guðmundsson. ANNA BERGÞÓRSDÓTTIR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró r Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavík simi: 587 1960 -Jax: 587 1986 STEFANSBLQM Skipholti 50 b - Sími 561 0771 - kjarni málsim! CrfiscJrykkjur WGnw-mn Sími 555-4477 Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tílcfni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.