Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 35 I ) ) ) W > i\ I I I » * ' 3 Jónína var mikill penni og gerði þó nokkuð að því að setja saman vísur. Hún gerði vísur um allar skólasystur sínar á fimmtugsaf- mæli þeirra sem vöktu mikla hrifn- ingu. Jónína gaf okkur til kynna að við ættum að vera bjartsýn á lífið og ekki síður þakklát fyrir þau tækifæri sem okkur eru gefin í líf- inu. Hún bar mikið traust til frels- ara sins og ræddi mikið um trúmál en á þeim málum hafði hún ákveðn- ar skoðanir eins og reyndar í öllum málum. Jónína var ætíð mjög mál- efnaleg og staðföst í skoðunum sín- um. Rík réttlætiskennd einkenndi persónu hennar og hún átti mjög auðvelt með að sjá muninn á réttu og röngu. Það kom mjög vel í ljós að Jónína var mikil baráttukona, hún gaf ekk- ert eftir eins og kom berlega í ljós í veikindum hennar. Hún hafði mjög gaman af stjórnmálaumræðum og gátu þær orðið ansi fjörugar í fímmtudagskaffinu okkar. Jónína hafði mikinn áhuga á mannlífínu og hverskyns þjóðmál- um. Við kölluðum hana „litlu al- fræðiorðabókina" því hún var mjög fróð kona. Þegar okkur vantaði upplýsingar hvort sem um var að ræða fólk, íslensku eða málefni var Jónína spurð því líklegast var að hún hefði svör á reiðum höndum. Það eru erfíðir tímar hjá fjöl- skyldu og vinum Jónínu sem þurfa að kveðja þessa glæsilegu, fallegu og ekki síst hjartahlýju konu. Elsku Gunnbjörn, Kolbrún, Stefán, Eva og allir þeir sem eiga um sárt að binda vegna láts Jónínu, við vottum ykkur einlæga samúð okkar og biðj- um Guð að styrkja ykkur í sorginni. Samstarfsfólk í Fjármála- þjónustu Sjóvá-Almennra trygginga hf. Jónína Auðunsdóttir, mágkona mín, hefur kvatt þennan heim langt fyrir aldur fram. Það eru þrjátíu og fímm ár síðan ég kom fyrst á heimili foreldra hennar, Soffíu Gísladóttur og Auð- uns Pálssonar að Bjargi, Selfossi, sem stendur utan Ölfusár. Við Gísli bróðir hennar vorum þá að byrja tilhugalífið eins og það var oft kall- að í þá daga. Þijú yngstu systkinin bjuggu enn í foreldrahúsum og var Jónína þá 16 ára. Uppi á efri hæð- inni bjó Guðmunda systir hennar ásamt Hermanni manni sínum. Mér leið strax vel á þessu heimili og varð fljótlega eins og ein af fjöl- skyldunni. Heimilið var dæmigert alþýðu- heimili og innan veggja þess ríkti mikil hreinskiptni og heiðarleiki, sem ég kunni strax vel að meta og fyllti mig öryggi og trausti. Eins og gengur voru samskipti okkar Jónínu ekki mikil á þessum árum. Hún var glaðbeittur og skap- mikill unglingur að taka út sín bernskubrek, takast á við drauma og vonir unglingsáranna. Hinsvegar var ég á fleygiferð inn í hjónaband- ið. Þetta átti eftir að breytast síð- ar, þótt fjarlægðin yrði meiri eftir að ég flutti til Húsavíkur. Jónína lauk gagnfræðaprófi 1962, eignaðist dóttur sína Kol- brúnu árið 1964 og hóf störf hjá Pósti og síma á Selfossi. Hjá því fyrirtæki vann hún í um það bil tuttugu ár, bæði á Selfossi og í Reykjavík. Flutti sig síðan til Sjóvá- Almennra og vann þar til dauða- dags. Árið 1975 giftist Jónína Gunn- birni Guðmundssyni prentara og eignuðust þau tvö börn, Stefán og Evu. Jónína og Gunnbjörn bjuggu framan af í Breiðholtinu en árið 1987 fluttu þau í raðhús í Grafar- vogi og áttu þar heimili síðan. Jónína var mikil smekkkona og fáguð í framkomu. Hún vandaði mjög til allra verka, til hvers sem hún gekk, svo að stundum þótti mér nóg um nákvæmnina. Hún var mikil húsmóðir og naut þess að fegra heimili sitt og taka á móti gestum með viðhöfn. Jónína var hrókur alls fagnaðar þegar systk- inahópurinn kom saman, söng, hermdi vel eftir og sagði skemmti- lega frá. Það var því alltaf gaman að fá hana í heimsókn norður til Húsavíkur eða deila með henni gleði sunnan heiða. Fyrir átta árum greindist Jónína með bijóstakrabbamein er tók sig aftur upp þremur árum seinna. Fyr- ir unga konu með ung böm var þetta mikið áfall. Við fylgdumst öll með Jónínu milli vonar og ótta, þar sem skiptust á sigrar og áföll sitt á hvað. Jónína sýndi mikinn styrk í þessu veikindastríði og þá fyrst kynntist ég hvaða manneskju hún hafði að geyma. Þar sem langt var á milli okkar höfðum við mikið sam- band í síma, þótt bestu stundimar með henni hafí verið heima hjá henni í Funafoldinni, þar sem við ræddum lífíð, trúna og eilífðarmálin. Þær stundir með Jónínu era mér afar dýrmætar. Hún var mjög trúuð kona, sótti kraft og styrk í trúna og ræktaði samband sitt við Jesú Krist af mikilli einlægni. Hún hafði ekki áhyggjur af eigin velferð, en var uggandi um hag fjölskyldunnar og þá barnanna sérstaklega. Hún var guði einlæglega þakklát fyrir að fá að lifa þann tíma sem bömin hennar vora að komast til manns. Eva, yngsta bamið, fermdist meðan hún háði erfíða lyfjameðferð, en er nú komin í Menntaskólann við Sund. Stefán útskrifaðist sem stúdent sl. vor og Kolbrún orðin lögfræðingur í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn. Það var því ekki til lítils lifað. Fyrir þremur áram veiktist ég af sama sjúkdómi. Var það mér mikill styrkur að geta tekið upp símann hvenær sem var og hringt í Jónínu og sótt í hennar reynslu- brunn. Hún reyndist mér þá, eins og ætíð, sannur vinur. Eins og áður sagði hóf Jónína störf hjá Sjóvá-Almennum stuttu áður en hún veiktist. Hún talaði oft um hvað hún naut mikillar velvildar og skilnings hjá starfsfólki þar í veikindum sínum og hvað fyrirtæk- ið sýndi sér mikla velvild. Fyrir hönd aðstandenda vil ég því flytja Sjóvá-Almennum og starfsfólki skrifstofunnar alúðarþakkir fyrir þeirra ómetanlega stuðning. Þá ber ekki síður að þakka læknum og starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir margvíslegan og samfelldan stuðning öll þessi baráttuár. Jónína hefur lokið lífsgöngu sinni. Ég þakka henni samfylgdina og fel hana í hendur góðum guði. Minninguna um góða konu og vin mun ég ætíð varðveita. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég Gunnbirni, eiginmanni Jón- ínu, sem staðið hefur við hlið henn- ar öll þessi erfíðu ár dýpstu samúð okkar svo og bömum hennar Kol- brúnu, Stefáni og Evu. Tengdamóð- ur minni, Soffíu, sem nú sér á eftir yngstu dóttur sinni sendi ég okkar dýpstu samúðarkveðjur. Katrín Eymundsdóttir. Hann hefur verið erfíður þessi vetur. Hörð él hafa oft dunið á okkur en það gerir veturinn bæri- legan að við vitum að öll él birtir upp um síðir. Erfíðara er þó að sætta sig við að okkar kæra vin- kona Jónína hefur verið hrifín frá okkur allt of fljótt en þó ekki óvænt. í mörg ár hefur hún barist við illvíg- an sjúkdóm sem nú hefur haft yfir- höndina. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hennar sem hefur misst svo mikið. Leiðir okkar vinkvennanna lágu saman fyrir u.þ.b. 25 áram á Póst- húsinu í Reykjavík en þar voram við vinnufélagar. Síðan þá höfum við hist nokkuð reglulega og er það ekki síst Jónínu að þakka. Trygglyndi hennar kom best fram í því hversu vel hún hélt utan um hópinn. Okkur er í fersku minni þegar Jónína bauð hópnum í sumarbústað fyrir austan fjall. Veður var mjög slæmt en við létum það ekki aftra okkur. Þegar við komum á áfanga- stað fengum við höfðinglegar mót- tökur. Þama áttum við ógleyman- lega helgi. Mikið var skrafað, hlegið og sungið. Margt bar á góma og var Jónína hrókur alls fagnaðar. Hún hafði næmt skopskyn, smitandi hlátur og góða frásagnargáfu hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli. Jónína var hrein og bein og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hún hafði einlægt og hlýtt viðmót. Þrátt fyrir sjúkdóminn var hún hress og ótrúlega sterk. Hún var glæsileg og alltaf vel til höfð. Því hélt hún til hinstu stundar. Við viljum þakka Jónínu fyrir einlæga vináttu og vottum Gunnbirni, Evu, Stefáni, Kolbrúnu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Anna, Erla, Fanney, Sigríður, Sigurlaug, Þórdís. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast kærrar skólasystur og vinkonu sem kvatt hefur langt um aldur fram. Þegar við lítum til baka fínnst okkur ekki langt siðan við sátum allar saman í gluggaröðinni í gamla skólanum okkar þó árin séu orðin nokkuð mörg. Jónína kom í bekkinn okkar í bamaskóla þegar hún flutti að Sel- fossi, góða bekkinn hans Jóns Inga, eins og við segjum gjarna þegar við rifjum upp skólaárin. Hún var hæglát en föst fyrir, ákaflega vand- virk og nákvæm og svo var hún svo góð í leikfimi og langbest í hand- bolta, við vildum allar helst vera í liðinu hennar Jónínu. Síðan þá höfum við fylgst hver með annarri og haldið sambandinu þótt stundum hafí þráðurinn lengst og tognað, því þau tengsl sem myndast í barnæsku og á unglings- áram era sterk og rofna ekki þó leiðir liggi í ýmsar áttir. Sumar okkar unnu með Jónínu eftir að skóla lauk, aðrar áttu hana að ná- granna. Stundum hittumst við ekki svo árum skipti en jólakortin kær- komnu fluttu fréttir af búskap og börnum. Jónínu var mjög umhugað um að við gömlu skólafélagamir hitt- umst og þegar við áttum 25 ára fermingarafmæli dreif Jónína í því að við komum saman og áttum við góða stund í Tryggvaskála þar sem við rifjuðum upp skólaárin og feng- um fréttir af því hvað á dagana hafði drifíð hjá hinum. Fyrir rúmum tveimur árum, í upphafi afmælisárisins mikla, hringdi Jónína í okkur allar og til- kynnti að nú væri sá fyrsti að verða fimmtugur, hvort við ættum ekki að senda öllum gömlu bekkjarfé- lögunum kveðju við þessi tímamót. Okkur þótti þetta skemmtileg og góð hugmynd og Jónína setti sam- an vísur sem bárust til gömlu skólabræðranna og systranna á skeytum og kortum á tilsettum tíma. Við höfum haft af því fregn- ir að sumir hafí orðið æði langleit- ir og ekki áttað sig á þessum kvennahópi, en öðrum hafí þótt þetta óvænt ánægja. Víst er um það að við skemmtum okkur vel og vonandi hafa allir haft nokkurt gaman af. Nokkuð mörg undanfarin ár höfum við hist þegar ein okkar sem býr erlendis, hefur komið heim og hafa það verið kærkomnir endur- fundir sem við minnumst með gleði og þakklæti því oftar en ekki var það Jónína sem átti frumkvæðið og eflaust hefur hún gert sér betur grein fyrir því en við hinar hve tíminn sem okkur er skammtaður getur verið naumur og hve mikil- vægt það er að nýta hann vel og þá ekki síst til að rækta samband- ið við fjölskyldu og vini. „Fádæma trygg og trú ... “ segir í einni af afmælisvísunum hennar Jónínu og „ . .. stallsystir ljúf og sterk ... “ Við þökkum ljúfri og sterkri stall- systur einstaka tryggð og vináttu og sendum ástvinum hennar öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rannveig, Bryndís, Ingibjörg, Steingerður og Kristín. Það var fimmtudagur, ég sá að það var kominn tölvupóstur og for- vitnin rak mig til að opna hann strax. Bréfíð var frá Kollu vinkonu minni sem er við nám í Kaupmannahöfn og sagðist hún koma til landsins daginn eftir því mamma hennar væri mjög veik, meinið væri komið í lifrina og útlitið ekki gott. Ég var mjög slegin en átti samt ekki von á því að hún Jónína myndi kveðja þremur dögum seinna. Hún elskaði Guð mikið, samt tekur hann hana til sín, frá Gunnbimi, Kollu, Stefáni og Evu. Hún átti svo mikið eftir af lífínu, þessi yndislega og góða kona, og varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Mér er minnisstætt þegar ég sá Jónínu í fyrsta sinn. Þetta var í febr- úar fyrir sextán árum og ég nýkom- in til Reykjavíkur í menntaskóla. Ég var að koma heim til Kollu í fýrsta skipti og mamma hennar kom heim af pósthúsinu, með fangið fullt af vöram og Stefán og Eva komu upp stigana í humáttina á eftir henni. Hún svo ung og grönn og brosti svo hlýtt, það geislaði af henni og ég fann strax að ég var velkom- in. Það var eins og að eignast at- hvarf eða annað heimili að koma á Eyjabakkann. Hún opnaði mér heim- ili sitt og tók mér eins og dóttur sinni. Seinna gerði ég mér grein fyrir hvílíka mannkosti hún hafði til að bera og reyndist hún mér alltaf vel. Minningamar era margar og bera þær allar með sér hve hjarta- hlý og ósérhlífín Jónína var. Nýjasta og kannski besta dæmið um það er þegar við Kolla komum til hennar nokkram stundum áður en hún kvaddi, þá var nokkuð af henni dreg- ið, það fór frekar illa um hana í rúminu og ég spurði hana hvort við ættum ekki að hagræða henni, hún svaraði veikum rómi: „Nei, nei, láttu frekar fara vel um þig, Jóka mín.“ Þama var Jónínu rétt lýst, hugsaði alltaf fyrst um aðra. Við sjáum á eftir einstakri konu og þurfum að læra að lifa með því að hún sé ekki lengur hjá okkur. Elsku Kolla, Gunnbjöm, Stefán og Eva, mig langar að vitna í þá bók sem hjálpaði Jónínu mikið og vona að það styrki ykkur í sorginni. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Sálm. 37:5). Jóhanna (Jóka). + Bróðir okkar og mágur, SNORRI GUÐJÓNSSON frá Laekjarbakka, Glerárhverfi, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18.mars kl. 13.30. jarðsett verður í Lögmannshlíð. Birna Guðjónsdóttir, Þóroddur Sæmundsson, Bragi Heiðberg. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu ok- kur hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS HILMARS KOLBEINS rafvirkjameistara, Gljúfraseli 10. Sérstakar þakkir færum við starfsfóiki á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og séra Gunnari Matthíassyni. Helga Sigríður Claessen, Hilmar Örn Kolbeins, Jóhann Emil Kolbeins, Helga Kristin Kolbeins, Arnar Hjaltalín, Ásgeir Helgi Hjaltalín. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐFINNU BJARNADÓTTUR. Garðar Sigjónsson, Bjarni Friðrik Garðarsson, Þorgerður Steinþórsdóttir, Páll Örvar Garðarsson, Stefán Rúnar Garðarsson, Adda S. Arnþórsdóttir, Steinar Garðarsson, Ólafía I. Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og vináttu vegna fráfalls móður okkar, RAGNHEIÐAR INGIBERGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 4þ, Sjúkrahúss Reykjavíkur. Árni Steingrímsson, Steinunn Sigurðardóttir, Jón Steingrímsson, Kristín Sigurðardóttir, Ellert Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.