Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA var ekkert mál, strákar. Það þurfti ekkert að rífast... Andlát ANNA LARSSON DR. ANNA Larsson lést í Uppsölum í Svíþjóð föstudaginn 7. mars en hún fæddist í Örebro 22. júlí 1922. Foreldrar hennar voru hjónin Arvid Larsson lögfræðingur og Sissa Larsson hjúkrunarkona. Anna lauk fíl. mag. prófí frá Uppsalaháskóla árið 1946. Hún var lektor í sænsku við Háskóla íslands árin 1953 til 1956 og á þeim árum batt hún þau tryggðarbönd við ís. d og íslenska þjóð sem aldrei rofnu iu. Eftir íslandsdvölina var Anna um árabil kennari við mennta- skóla í Uppsölum, en árið 1971 lauk hún doktorsprófi við Upp- salaháskóla og var doktorsverkefni hennar útgáfa á elstu jarðabók- um klaustursins í Vadstena. Upp frá þvi gegndi hún lektorestarfi við Háskólann í Örebro og við norrænudeild Uppsalaháskóla uns hún fór á eftirlaun 1987. Eftirlifandi eiginmaður Önnu er Böije Tjader, fyrrverandi prófessor í norrænum málum við Lundarhá- skóla. Þau hjónin eign- uðust tvö böm, dóttur- ina Cissi sem gift er Göraj Lilienborg lækni og eiga þau fjögur börn og soninn Sten og heitir eiginkona hans Helen. Anna eignaðist marga vini hér á Islandi og meðal íslendinga sem búsettir hafa verið í Svíþjóð. Hún rækti þá vináttu vel og var hús þeirra hjóna í þjóðbraut þeirra Islendinga sem leið áttu um Uppsali. Útför Önnu verður gerð frá Þrenningarkirkjunni (Tre- faldighetskyrkan) í Uppsölum þriðju- daginn 25. mars nk. GLÆSIBÆ. S: 581 2922 Pottþétt bretti og skíði -d Frabærir fermingarpakkar I Skíðapakkar fyrir börn frá: 14056.- stgr. I Skíðapakkar fyrir unglinga frá: 20511. stgr. Brettapakkar fyrir börn frá: 25376.“ stgr. Brettapakkarf. unglingafrá: 34268.- stgr. Hjálparstarf í Sierra Leone Flóttafólkið snýraftur Hildur Magnúsdóttir ISLENDINGAR hafa þótt standa sig vel í alþjóðlegum hjálpar- störfum og hefur vegur þeirra aukist jafnt og þétt innan samtaka á borð við Rauða krossinn. Nú stýra tveir íslending- ar hjálparstarfi Alþjóða- ráðs Rauða krossins í Afríkuríkinu Sierra Leone, þau Hildur Magnúsdóttir og Þorkell Diego. Hildur samhæfír heilbrigðisstarf en Þor- kell stjórnar dreifíngu hjálpargagna. Hildur er með reyndustu sendifull- trúum íslenska Rauða krossins, en hún hefur starfað fyrir hann í sex löndum á tæplega tíu ámm. Hildur hélt til Sierra Leone í júní í fyrra og verður þar í eitt ár, en Þorkell tók til starfa í febr- úar. Hildur er með aðsetur í höf- uðborginni Freetown, en starfar einnig í suður- og austurhlutanum, þar sem ástandið er enn ótryggt, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé á síðasta ári. „Skæmlið- ar hafa verið hraktir yfir í austur- hlutann þar sem þeir ráða nokkuð stóru svæði og þar sjáum við um sjúkraflutninga og að reyna að koma hjálpargögnum til heilsu- gæslustöðva á þessum svæðum. En annars staðar í landinu miðast starfið við að hjálpa fólki að snúa aftur til fyrri heimkynna og yrkja jörðina." - Hvernig er ástandið í Sierra Leone? „Það segir líklega meira en mörg orð að samkvæmt lista Sam- einuðu þjóðanna telst Sierra Leone vera næstvanþróaðsta land heims. Vannæring er landlæg þótt tekist hafí að vinna bug á hungursneyð- inni sem var þegar Rauði krossinn sneri aftur til Sierra Leone, snemma árs 1996, en samtökin hættu starfsemi í landinu 1993 eftir að tvær hjúkrunarkonur voru myrtar. Tæplega helmingur lands- manna flýði heimili sín vegna ófriðar sem hófst 1991 en nú ligg- ur straumurinn aftur heim. Þótt friðarsamkomulagið sem náðist á síðasta ári, haldi ekki í austurhluta landsins, binda lands- menn vonir við að þeir geti farið að yrkja jörðina að nýju. Rauði krossinn hefur dreift miklu magni af fræjum og verk- færum til fólks, sem hefur fengið mat í staðinn fyrir að vinna á ökrunum. Uppskeran 1996 var góð og þegar uppskeran verður komin í hús í október, stefnum við að því að hætta dreif- ingu matvæla." - Hvað með austur- hlutann þar sem barist er? „Þetta er enn ein- angrað svæði vegna bardaganna og þar er mikilvægast að byggja upp heilsugæslu, sjá heilsugæslu- stöðvunum fyrir birgðum og þjálfa starfsfólk. Þá þarf að tryggja fólki aðgang að hreinu vatni og halda áfram bólusetningarstarfi. Auk þess hefur Alþjóðaráð Rauða krossins heimsótt stríðsfanga, komið skilaboðum á milli fólks sem orðið hefur viðskila og veitt fræðslu um mannúðarlög." - Hversu margir starfsmenn fíauða krossins eru íSierra Leone? „Þeir eru 24 frá 10 löndum, auk 250 innlendra starfsmanna. í minni deild starfa þrír hjúkrun- arfræðingar og tveir verkfræðing- ar og um 150 innlendir starfs- menn. Við rekum ellefu heilsu- ► Hildur Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Tjörnina árið 1977 og B.S.-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1985. Eftir það hélt hún í framhalds- nám í hitabeltissjúkdómum í Liverpool og heilsuhagfræði í Aberdeen í Skotlandi. Hún fór í fyrstu ferð sína fyrir Rauða krossinn árið 1988, er hún hélt til starfa á skurðsjúkrahúsi í Tælandi. Hildur hélt aftur út ári síðar, þá til Kabúl. Hún starfaði í Azerbahjdzan árið 1992, í Krajina-héraði í Króatíu 1993 og 1994-1995 í Súdan, í 511 skiptin við heilsugæslu og sjúkraflutninga. Á milli ferða fyrir Rauða krossinn hefur Hildur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og sem stunda- kennari við Háskóla íslands. gæslustöðvar en höfum ekki að- gang að þeim öllum vegna átak- anna. Þar sem nú ríkir friður bíður mikið starf, það er lítið sem stend- ur uppi. Hús hafa verið eyðilögð, akrar komnir í órækt og skógar- þykknið vaxið yfír vegi. - Hvað er það sem veldur því að þú ferð aftur og aftur til ófrið- arsvæða til að vinna að mannúð- armálum? „Það er ekki ævintýramennska eða eirðarleysi, eins og sumir hafa viljað halda fram. Þetta er minn starfsvettvangur, það þarf engan að undra að hjúkrunarfræðingur hafi áhuga á hjálparstarfi. Það krefst hins vegar geysilegrar orku og ég gæti ekki unnið stöðugt við það, verð að taka mér frí og koma heim.“ - Svo virðist sem starf hjálpar- starfsmanna verði æ hættulegra? „Þetta er hættulegt starf, við vinnum á stríðssvæðum og verð- um að sætta okkur við þá hættu sem því fylgir. En stríð- in hafa verið að breytast á þann hátt að hefðbundinn hemaður vík- ur æ meira fyrir hópum vopnaðra manna, sem fara um með ránum, eru ekki þjálfaðir til vopnaburðar og þekkja ekki þær reglur sem gilda í stríði, t.d. varðandi óbreytta borgara og meðferð fanga. í Fre- etown upplifði ég það í fyrsta skipti að vopnaðir menn réðust inn á heimili mitt og rændu öllu fé- mætu. Þessar breytingar hafa vissulega aukið á óöryggistilfinn- inguna en ekki þó svo mjög að það hvarfli að manní að hætta. Þetta verður ef til vill til þess að styrkja okkur enn frekar i trúnni á þann málstað sem við vinnum fyrir.“ Styrkir okkur ítrúnni á málstaðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.