Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 21 LISTIR Morgunblaðið/ Golli LÍFSPRJÓNIÐ - núna. Dröfn í Galleríi Listakoti DRÖFN Guðmundsdóttir hef- ur opnað sýningu í Listakoti, sem fjallar um minni úr bernskunni og heitir „af mæli“. Dröfn útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1993 og hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum síðan. Hún er þátttakandi í Galleríi Listakoti ásamt 12 öðrum listakonum. í Vesturheimi í VESTURHEIMI er yfírskrift síð- í tónleikaröð vetrar- ins sem haldnir verða í Listasafni íslands mánudaginn 17. mars kl. 20.30. Á efnisskránni eru fimm verk sem samin eru í Bandaríkjun- um þar af eru þrjú eftir bandarísk tónskáld, þá Aaron Copland, Mich- ael Torke og John Adams og tvö verk eftir aðflutt tónskáld; Rúss- ann Igor Stravinsky og íslending- inn Árna Egilsson. Fyrst á efnisskránni er Quiet City eftir Aaron Copland. Copland samdi verkið árið 1939. Yellow pages eftir Michael Torke er næst á efnisskránni, en Torke er fædd- ur árið 1961 og hefur m.a. getið sér gott orð sem höfundur ballett- tónlistar. John Adams er af sömu kynslóð en eftir hann flytur kammersveitin Shaker Loops fyr- ir 7 strengjaleikara. Árni Egilsson hefur mestalla starfsævi sína búið í Bandaríkjunum. Verkið sem flutt verður á tónleikum Kammer- sveitarinnar heitir Is it? og er skrifað fyrir strengjakvartett. Síðasta og jafnframt elsta verkið á efnisskránni er Dumbarton Oaks eftir Stravinsky en það var frumflutt í maí 1938. Verkið skrifaði Stravinsky undir áhrifum frá Brandenborgarkonsertum Bachs. Á tónleikum Kammersveitar- innar næstkomandi mánudags- kvöld leikur 21 hlóðfæraleikari en stjórnandi er Bernharður Wilkin- son. Líf og list Sauð- árkróksmálara AÐALSTEINN Ingólfsson listfræð- ingur flytur erindi um Sauðárkróks- málarana sunnudagskvöldið 16. mars kl. 20.30 í Safnahúsinu á Sauð- árkróki. í erindi sínu mun Aðalsteinn fjalla um ýmsa þekkta listmálara frá Króknum, má þar nefna Jón Stefáns- son, Sigurð Sigurðsson, Hrólf Sig- urðsson, Jóhannes Geir Jónsson og Elías B. Halldórsson. Eiga þeir eitt- hvað sameiginlegt, er eitthvað sem einkennir þá og eru þeir tengdir Króknum og Skagafirði á einhvern hátt í sköpun sinni er meðal þeirra spurninga sem Aðalsteinn mun leit- ast við að svara. Saga götunnar GUÐRÚN Bene- dikta Elíasdóttir hefur opnað mál- verkasýningu sem ber yfir- skriftina Lífið í götunni í Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði. Göturnar sem við göngum eru margvíslegar og við gefum þeim ekki alltaf gaum. „Saga götunnar endurspeglast í landslagi hennar, srpungnum steinum sem máðst hafa og markast af lífínu í götunni gegnum tíðina. Þetta er það landslag sem stendur okkur borgarbörnunum næst,“ segir í kynningu. Þetta er fyrsta einkasýning Guð- rúnar Benediktu en hún útskrifaðjst úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1987. Guðrún hefur starfað við myndlistarkennslu, hönnun og uppsetningu á ýmiskonar sýningum og útstillingum. En í október 1995 opnaði hún ásamt þremur öðrum listakonum Vinnustofu og listmuna- galleríið Skruggustein og hefur starfað þar síðan. Sýningin stendur til 7. apríl. Leikhústónlist í Listaklúbbnum NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík hefur verið með tvö tón- iistarkvöld í Leikhúskjallaranum í mars, annarsvegar Leðurblökuna eftir Johann Strauss, hinsvegar tón- list úr leikritum og söngleikjum. Uppselt var á bæði tónlistarkvöldin. Nk. mánudagskvöld 17. mars, mun Nemendaóperan flytja valda kafla úr báðum efnisskránum á veg- um Listaklúbbs Leikhúskjallarans. Húsið er opið frá kl. 20 en dagskrá- in þefst kl. 21. í erlenda hlutanum verður flutt syrpa úr ameríska söngleiknum Carousel og loks er lagasyrpa úr söngleiknum Show Boat eftir Jerome Kern og Oscar Hammerstein II. 26 nemendur í óperudeild koma fram á tónleikunum. Sögumaður er Helga Kolbeinsdóttir, píanóleikarar Iwona Jagla og Magnús Ingimarsson og stjórnandi Garðar Cortes. Guðrún Benedikta Elíasdóttir /■Crr Vertu fijáls feröa þinna á bílaleigubíl. Sumarleyfisferö um fegurstu slóðir Evrópu er ævintýii sem gefurþér ogfjölskyldumii ógleymanlegar stundir. - heimsækið vini og vandamenn 1. nmí - IS.júní 8.000kr. afslátturf. fullorðna 4.000kr. afsláttur f. böm '29.585 krJ á mann m.v. 4 íbfl, 2 Morðna og 2 böm (2 -11 ára). 39.870kr* á mann m.v. 2 Moröna íbfl. Oghalið íhuga: Við bjóðum frábæra sumarleyflsdvöl í sumarhúsahverfum í Lalandia á Lálandi og Marielyst á Falstri. (Sji nánarferðabæklinginn Út í heim 97.) 1.1 i -jrábærtverð - á eigin vegum umfegurstu hénið Þýsialands - wwwmir íaprílognmí q n o n 1 8.000kr.aMátturf.fu]lorðiia Zo.jZjM. 4.000kr. aMáttur f. böm VORTILBOÐ á mann m.v. 4 í bfl, 2 Moröna og 2 böm (2 -11 ára) 36.910kr* á mann m.v. 2 fulloröna í bfl. ItgQcr'bíJIíLLJZEMBORG ðskaleiðlrtilallra átta- " 27.815 kr.* á mann m.v. 4 í bfl, 2 fuliorðna ug 2 böm (2 * Uára). 36.700 kr* .1 mann m.v. 2 fullorðiw í lifl. Kynniö ykkur ferðamöguleikana í nýja bæklingnum okkar, Flugogblll 97. Liggur frammi á öllum söluskrifstofum og ferðaskrifstofum. Og hafiö í huga: Við bjóðum frábæra sumarleyfisdvöl í sumarhúsahverfinu Hunsruck - Ferienpark Hambachtal, skammt fráTrier. (Sjá nánarferðabæklinginn Út í Iteim 97.) Hafið saiiiband viðsöhiskrifstofnrFliigleiða, umboösmenn, fcrðaskrifstofumar cða símsöludeild Ftuglciöa í síma SOSO100 (svarað niátiud. ■ föstud. kl. 8-19ogá laugard. kl. 8-16.) VefiirFlugleiðaálntenietinu: www.icelandair.is NetfangfyriralmennarupplýsiiigagÍiifo@iceIandair.is ' Innifalið: Flug og bfll í B-flokki í 1 viku frá 1. aprfl til 10. sept. og tlugvallarskattar. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.