Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 21

Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 21 LISTIR Morgunblaðið/ Golli LÍFSPRJÓNIÐ - núna. Dröfn í Galleríi Listakoti DRÖFN Guðmundsdóttir hef- ur opnað sýningu í Listakoti, sem fjallar um minni úr bernskunni og heitir „af mæli“. Dröfn útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1993 og hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum síðan. Hún er þátttakandi í Galleríi Listakoti ásamt 12 öðrum listakonum. í Vesturheimi í VESTURHEIMI er yfírskrift síð- í tónleikaröð vetrar- ins sem haldnir verða í Listasafni íslands mánudaginn 17. mars kl. 20.30. Á efnisskránni eru fimm verk sem samin eru í Bandaríkjun- um þar af eru þrjú eftir bandarísk tónskáld, þá Aaron Copland, Mich- ael Torke og John Adams og tvö verk eftir aðflutt tónskáld; Rúss- ann Igor Stravinsky og íslending- inn Árna Egilsson. Fyrst á efnisskránni er Quiet City eftir Aaron Copland. Copland samdi verkið árið 1939. Yellow pages eftir Michael Torke er næst á efnisskránni, en Torke er fædd- ur árið 1961 og hefur m.a. getið sér gott orð sem höfundur ballett- tónlistar. John Adams er af sömu kynslóð en eftir hann flytur kammersveitin Shaker Loops fyr- ir 7 strengjaleikara. Árni Egilsson hefur mestalla starfsævi sína búið í Bandaríkjunum. Verkið sem flutt verður á tónleikum Kammer- sveitarinnar heitir Is it? og er skrifað fyrir strengjakvartett. Síðasta og jafnframt elsta verkið á efnisskránni er Dumbarton Oaks eftir Stravinsky en það var frumflutt í maí 1938. Verkið skrifaði Stravinsky undir áhrifum frá Brandenborgarkonsertum Bachs. Á tónleikum Kammersveitar- innar næstkomandi mánudags- kvöld leikur 21 hlóðfæraleikari en stjórnandi er Bernharður Wilkin- son. Líf og list Sauð- árkróksmálara AÐALSTEINN Ingólfsson listfræð- ingur flytur erindi um Sauðárkróks- málarana sunnudagskvöldið 16. mars kl. 20.30 í Safnahúsinu á Sauð- árkróki. í erindi sínu mun Aðalsteinn fjalla um ýmsa þekkta listmálara frá Króknum, má þar nefna Jón Stefáns- son, Sigurð Sigurðsson, Hrólf Sig- urðsson, Jóhannes Geir Jónsson og Elías B. Halldórsson. Eiga þeir eitt- hvað sameiginlegt, er eitthvað sem einkennir þá og eru þeir tengdir Króknum og Skagafirði á einhvern hátt í sköpun sinni er meðal þeirra spurninga sem Aðalsteinn mun leit- ast við að svara. Saga götunnar GUÐRÚN Bene- dikta Elíasdóttir hefur opnað mál- verkasýningu sem ber yfir- skriftina Lífið í götunni í Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði. Göturnar sem við göngum eru margvíslegar og við gefum þeim ekki alltaf gaum. „Saga götunnar endurspeglast í landslagi hennar, srpungnum steinum sem máðst hafa og markast af lífínu í götunni gegnum tíðina. Þetta er það landslag sem stendur okkur borgarbörnunum næst,“ segir í kynningu. Þetta er fyrsta einkasýning Guð- rúnar Benediktu en hún útskrifaðjst úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1987. Guðrún hefur starfað við myndlistarkennslu, hönnun og uppsetningu á ýmiskonar sýningum og útstillingum. En í október 1995 opnaði hún ásamt þremur öðrum listakonum Vinnustofu og listmuna- galleríið Skruggustein og hefur starfað þar síðan. Sýningin stendur til 7. apríl. Leikhústónlist í Listaklúbbnum NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík hefur verið með tvö tón- iistarkvöld í Leikhúskjallaranum í mars, annarsvegar Leðurblökuna eftir Johann Strauss, hinsvegar tón- list úr leikritum og söngleikjum. Uppselt var á bæði tónlistarkvöldin. Nk. mánudagskvöld 17. mars, mun Nemendaóperan flytja valda kafla úr báðum efnisskránum á veg- um Listaklúbbs Leikhúskjallarans. Húsið er opið frá kl. 20 en dagskrá- in þefst kl. 21. í erlenda hlutanum verður flutt syrpa úr ameríska söngleiknum Carousel og loks er lagasyrpa úr söngleiknum Show Boat eftir Jerome Kern og Oscar Hammerstein II. 26 nemendur í óperudeild koma fram á tónleikunum. Sögumaður er Helga Kolbeinsdóttir, píanóleikarar Iwona Jagla og Magnús Ingimarsson og stjórnandi Garðar Cortes. Guðrún Benedikta Elíasdóttir /■Crr Vertu fijáls feröa þinna á bílaleigubíl. Sumarleyfisferö um fegurstu slóðir Evrópu er ævintýii sem gefurþér ogfjölskyldumii ógleymanlegar stundir. - heimsækið vini og vandamenn 1. nmí - IS.júní 8.000kr. afslátturf. fullorðna 4.000kr. afsláttur f. böm '29.585 krJ á mann m.v. 4 íbfl, 2 Morðna og 2 böm (2 -11 ára). 39.870kr* á mann m.v. 2 Moröna íbfl. Oghalið íhuga: Við bjóðum frábæra sumarleyflsdvöl í sumarhúsahverfum í Lalandia á Lálandi og Marielyst á Falstri. (Sji nánarferðabæklinginn Út í heim 97.) 1.1 i -jrábærtverð - á eigin vegum umfegurstu hénið Þýsialands - wwwmir íaprílognmí q n o n 1 8.000kr.aMátturf.fu]lorðiia Zo.jZjM. 4.000kr. aMáttur f. böm VORTILBOÐ á mann m.v. 4 í bfl, 2 Moröna og 2 böm (2 -11 ára) 36.910kr* á mann m.v. 2 fulloröna í bfl. ItgQcr'bíJIíLLJZEMBORG ðskaleiðlrtilallra átta- " 27.815 kr.* á mann m.v. 4 í bfl, 2 fuliorðna ug 2 böm (2 * Uára). 36.700 kr* .1 mann m.v. 2 fullorðiw í lifl. Kynniö ykkur ferðamöguleikana í nýja bæklingnum okkar, Flugogblll 97. Liggur frammi á öllum söluskrifstofum og ferðaskrifstofum. Og hafiö í huga: Við bjóðum frábæra sumarleyfisdvöl í sumarhúsahverfinu Hunsruck - Ferienpark Hambachtal, skammt fráTrier. (Sjá nánarferðabæklinginn Út í Iteim 97.) Hafið saiiiband viðsöhiskrifstofnrFliigleiða, umboösmenn, fcrðaskrifstofumar cða símsöludeild Ftuglciöa í síma SOSO100 (svarað niátiud. ■ föstud. kl. 8-19ogá laugard. kl. 8-16.) VefiirFlugleiðaálntenietinu: www.icelandair.is NetfangfyriralmennarupplýsiiigagÍiifo@iceIandair.is ' Innifalið: Flug og bfll í B-flokki í 1 viku frá 1. aprfl til 10. sept. og tlugvallarskattar. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.