Morgunblaðið - 16.03.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 25
FRÉTTIR
Krefjast leið-
réttingar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Sambandi ungra
framsóknarmanna:
„Vegna fréttar á forsíðu síðasta
tölublaðs Vikublaðsins um ung-
liðahreyfingu Framsóknarflokks-
ins þess efnis að ungliðar Fram-
sóknar hóti brottför úr flokknum
vegna þess að ekki er komið fram
stjórnarfrumvarp um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna vilja ungir
framsóknarmenn taka fram eftir-
farandi:
Vitnað er í ónafngreindan
stjórnarmann í Sambandi ungra
framsóknarmanna og haft eftir
honum að lánasjóðsmálið sé próf-
steinn á áframhaldandi stuðning
margra ungra framsóknarmanna
við flokkinn og verði málið ekki
leiðrétt skoði hann aðra kosti á
vinstri vængnum. Hér er um hrein-
an uppspuna að ræða. Enginn
stjórnarmaður SUF kannast við
að hafa rætt við blaðamann Viku-
blaðsins um þetta mál, hvað þá
að hafa látið ofangreint álit í ljós.
Enginn ungur framsóknarmaður
hefur hótað brottför úr flokknum
vegna málsins hvorki skriflega né
munnlega.
Engin tilraun var gerð af hálfu
Vikublaðsins til þess að leita stað-
festingar á þeim fullyrðingum sem
slegið er upp á forsíðu blaðsins
varðandi ungliðahreyfingu Fram-
sóknarflokksins, hvorki með því
að hafa samband við formann
SUF, starfsmann á flokksskrif-
stofu eða yfir höfuð neinn í fram-
varðarsveit SUF.
Vinnubrögð af þessu tagi eru
forkastanleg og hver sá fréttamið-
ill sem þau viðhefur dæmir sig úr
leik. Sú staðreynd að viðkomandi
blaðamaður (blaðamenn) er pólit-
ískur andstæðingur og í fremstu
sveit ungliðasamtakanna Grósku
eykur enn á alvarleika máisins.
Samband ungra framsóknar-
manna krefst þess að Vikublaðið
leiðrétti þær rangfærslur sem
blaðið slær upp um unga fram-
sóknarmenn og biðjist afsökunar
á þeim.
Ungir framsóknarmenn hafa í
gegnum tíðina verið ötulir baráttu-
menn fyrir hagsmunum náms-
manna og sú lausn sem nú hillir
undir í málefnum LÍN er ekki
hvað síst vegna ötullar framgöngu
þeirra í málinu. Þeir þurfa hins
vegar ekki á frárennsli á borð við
Vikublaðið að halda til þess að
koma skoðunum sínum á framfæri
í þeim efnum eða öðrum.“
Násítefkir tad Maxmbsh Perjbn4tfo 6320 iwviimsœlMtfo
fermÍKjarjjöjwu hjá/ okJaur V ár - eruUs er þar komrv
ajhdkiL töbas semfytyw þér uuv ojramtíðuur!
TaJctu/ rétta/ steiku/
er öflug, með gott minni, hraðvirkt geisladrif og storan
harðdisk. Hér gildir einu hvort nota skuli tölvuna við
vinnu, nám, leik eða ftakk um veraldarvefinn - Macintosh
Performa 6320 leysir vandann á skjótan og auðveldan
hátt. Henni fylgja 13 geisladiskar, ritvinnsla, töflureiknir,
gagnagrunnur og teikniforrit, leiðréttingarforritið
Ritvöllur, málfræðiforritið Málfræðigreining o.fl.
Svo er stýrikerfi hennar að sjálfsögðu á íslensku !
Macintosh Performa 6320 meo öllu þessu kostar aoeins:
139.900,
...og nu i stuttan tima, á meoan birgoir
endast, meö 28.800 baud mótaldi á aðeins
150.000,
Apple-umboðið
Skipholti 21, 105 Reykjavík, simi: 511 5111
Heimasíöa: http://www.apple.is
Raflagnaefni
frá
tlCIVID
NÝ LÍNA
Gæði
Þægindi
LIVING
INTERNATIONAL
er fyrir allar gerðir af
dósum, bæði hringlaga
og kantaðar og fæst
í 22 litum.
S.Guðjónsson ehf.
Auðbrekka 9-11» 200 Kópavogi
Sími: 554 2433