Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Andlát
BJÖRN THORS
BJÖRN THORS blaða-
maður lézt á Landspít-
alanum í Reykjavík
aðfaranótt miðviku-
dags, 74 ára að aldri.
Bjöm fæddist 28.
febrúar 1923 í Reykja-
vík, sonur hjónanna
Ágústu Bjömsdóttur
og Kjartans Thors.
Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1942,
lagði stund á hagfræði
við Háskóla íslands
1942- 1943 og nám í
arkitektúr við Kalifor-
níuháskóla í Berkley, Harvardhá-
skóla og Gautaborgarháskóla árin
1943- 1946. Hann varð starfsmað-
ur Landssambands ísl. útvegs-
manna og Félags íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda árið 1946 og
síðar framkvæmdastjóri FIB. I
desember 1959 varð hann blaða-
maður við Morgunblaðið þar sem
erlendar fréttir og erlend málefni
voru hans sérsvið.
Bjöm átti sæti í stjóm Trygging-
ar hf. frá stofnun 1951 til 1965,
í stjóm Árvakurs hf.,
útgáfufélags Morg-
unblaðsins, 1963-
1965, og var formað-
ur Menningarsjóðs
Blaðamannafélags ís-
lands 1962-1970.
Bjöm Thors
kvæntist Helgu Val-
týsdóttur árið 1944
og eignuðust þau
fjögur börn, Kjartan,
Kristínu, Stefán og
Bjöm. Árið 1975
kvæntist Bjöm eftir-
lifandi eiginkonu
sinni, Jórunni Karls-
dóttur Thors. Böm Jórunnar frá
fyrra hjónabandi em Inger, Helga,
Jóhann og Unnur.
Bjöm lét af störfum á ritstjórn
Morgunblaðsins árið 1984, en ann-
aðist þýðingar fyrir það til hins
síðasta, og hélt ávallt góðum
tengslum við blaðið og starfsmenn
þess, sem að leiðarlokum þakka
samstarfið við hann og senda eftir-
lifandi eiginkonu, börnum og öðr-
um ástvinum samúðarkveðjur.
Andlát
GIZUR
BERGSTEINSSON
GIZUR Bergsteinsson,
fyrrum hæstaréttar-
dómari, andaðist í
Reykjavík eftir
skamma sjúkrahús-
legu aðfaranótt mið-
vikudags tæplega níu-
tíu og fimm ára að
aldri. Hann fæddist á
Árgilsstöðum í Hvol-
hreppi í Rangárvalla-
sýslu 18. apríl 1902.
Foreldrar hans vora
þau Bergsteinn Ólafs-
son, bóndi og oddviti,
og Þórann ísleifsdótt-
ir, húsfreyja á Árgils-
stöðum.
Gizur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1923 og lögfræðiprófi frá Háskóla
íslands 1927. Hann stundaði fram-
haldsnám í lögfræði í Berlín og
Kaupmannahöfn 1927-28.
Gizur starfaði sem endurskoð-
andi hjá sýslumönnum og bæjar-
fógetum 1928-29.
Hann var skipaður
fulltrúi í dóms- og
kirkjumálaráðuneyt-
inu 1929 og settur
skrifstofustjóri þar
1930 til 1931 og aftur
frá 1934. Gegndi hann
þá öðra hveiju setu-
dómarastörfum. Gizur
var skipaður hæsta-
réttardómari 1935 og
veitt lausn frá emb-
ætti árið 1972.
Hann var formaður
ríkisskattanefndar
1934-35 og áheyrn-
arfulltrúi við málaferli Breta og
Norðmanna í Haag 1950 um land-
helgina. Hann vann að undirbún-
ingi Q'ölda lagaframvarpa og samdi
einnig nokkur framvörp.
Gizur kvæntist Dagmar Lúð-
víksdóttur árið 1931 og lifir hún
eiginmann sinn. Þeim varð fjög-
urra bama auðið.
‘l/t arf
APASKUM
Við höfum opið á föstudaginn langa
og annan í páskum frá kl. 16:00.
Einnig er opið
á skfrdag
og laugardag.
Lokaö páskadag.
PUza
g 533 2000
Kringlan • Hótel Esja
Morgunblaðið/Hjálmar Jónsson
ENN bætist við brak og rusl við strandstað þegar gámar sópast af skipinu. í dag á að hefja hreins-
unarstarf á 300 m belti upp frá fjörunni.
Heilbrigðiseftirlit og sveitarstjórn um Víkartindsmálið
Raunhæfar hreinsunar-
aðgerðir fyrirskipaðar
ast ekki við strandstað, fjöru og
næsta nágrenni, heldur nær hún án
allrar takmörkunar til alls íslensks
yfirráðasvæðis."
Mikill undirbúningur
Garðar Briem kvaðst hafa komið
þessum kröfum áfram til umbjóðenda
sinna. Vildi hann ekki tjá sig um
málið að öðru leyti en því að minna
á að hér væri um mjög kostnaðar-
samt og umfangsmikið verk að ræða
sem krefðist vandaðs undirbúnings.
Að honum hefði verið unnið allt frá
byijun. Ganga þyrfti frá samningum
við þá fjölmörgu aðila sem málið
varðaði og léki enginn vafi á að
hreinsunarstarfið yrði unnið.
Magnús Jóhannesson, ráðuneytis-
stjóri umhverfisráðuneytis, sagði að
sveitarstjórn hefði óskað liðsinnis
ráðuneytisins og hefði það tekið
undir vanþóknum heimamanna á
þeim seinagangi sem væri á hreins-
un. Sagði hann að í lagaákvæðunum
væru og refsiákvæði. Tryggingar
hefði verið krafist sem hann taldi
engan vafa á að yrði innt af hendi
og hefði ráðuneytið tekið að sér
vörslu tryggingafjárins.
Áhersla á að ná
olíublautu braki
HEILBRIGÐISEFTIRLIT Suður-
lands og sveitarstjórn Djúpárhrepps
hafa krafist þess f bréfi til umboðs-
manns útgerðar og vátryggjanda
Víkartinds að hefja þegar í stað og
án alls undandráttar raunhæfar
hreinsunaraðgerðir. Er einnig kraf-
ist 50 milljóna króna tryggingar til
tryggingar á efndum. Þessi ákvörð-
un var tekin eftir fund ofangreindra
aðila með fulltrúum í umhverfisráðu-
neytinu í gær.
í bréfinu, sem ritað er Garðari
Briem hdl., umboðsmanni eigenda
og vátryggjenda Víkartinds, er vakin
athygli á því að samkvæmt íslensk-
um lögum beri útgerðarmanni skips
og/eða vátryggjanda ótvíræð skylda
til að fjarlægja skipið, farm þess,
olíu og rusl sem borist hefur og
berast mun í land frá skipinu. Vísað
er til ýmissa lagagreina í því sam-
bandi. „í samræmi við valdheimildir
ofangreindra laga er yður hér með
af hálfu Heilbrigðiseftirlits Suður-
lands og sveitarstjórnar Djúpár-
hrepps fyrirskipað að hefja þegar í
stað og án alls dráttar raunhæfar
aðgerðir til að hreinsa allt það sem
borist hefur á land og berast mun
á land frá M.S. Víkartindi," segir í
bréfínu. Síðan segir: „Athygli yðar
er vakin á því að framangreind
skylda yðar til hreinsunar takmark-
NÝR hreinsunarflokkur er að hefjast
handa í fjörunni við strandstað Vík-
artinds í Háfsfjöru undan
Þykkvabæ. Síðustu daga hafa fjörar
austan og vestan við strandstaðinn
verið gengnar til að hirða hættuleg
efni og lögð hefur verið áhersla á
að ná olíublautu braki. Byijað verður
að hita á ný svartolíu skipsins í dag
og undirbúa dælingu hennar eftir
að rafall og annar búnaður vegna
hennar fóru í sjóinn.
Veður var skaplegt á strandstað
í gær en vaxandi alda undir kvöld
en meira brak og einhver olía hafa
borist í vestur undan austlægri átt
síðustu daga. Birgir Þórðarson hjá
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands segir
að fímm til sex menn hafí síðustu
daga náð nokkru af lyfjum sem bár-
ust úr einum gámanna sem skolaði
í land af þilfari skipsins. Hefur sú
leit farið fram í fjörunni við strand-
stað og allt milli Víkur og Eyrar-
bakka. Verður áfram unnið að þessu
næstu daga. Einnig verður áhersla
lögð á að ná olíublautu braki úr fjör-
um á öllu þessu svæði. Fulltrúar
Hollustuverndar og fleiri aðilar flugu
yfír svæðið í gær með þyrlu Land-
helgisgæslunnar og sagði Davíð
Egilsson hjá Hollustuvernd að lítið
virtist um olíubrák nema rétt við
skipið. Um 100 tonn af svartolíu eru
enn í skipinu og er talið auðvelt að
ná um helmingi hennar.
Hreinsa á rusl og brak úr fjör-
unni og um 300 m upp frá fjöru-
kambinum og greiðir tryggingafélag
skipsins þá hreinsun. Er það að
mestu handavinna og verður ruslinu
ekið á sorphauga. Flokkur frá Egils-
stöðum hefur tekið verkið að sér og
voru nokkrir þeirra komnir á staðinn
í gær og var ætlunin að leita einnig
til heimamanna um aðstoð við starf-
ið. Brak hefur borist langt upp eftir
sveitum og er ekki vitað hvernig fer
með hreinsun þess.
Nesjavallavirkjun
Mitsubishi með
vélasamstæðuna
STJÓRN Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar hefur sam-
þykkt að mæla með því við borg-
arráð að gengið verði til samninga
við Mitsubishi Corporation um
kaup á vélbúnaði í Nesjavalla-
virkjun. Sumitomo, sem einnig
var með tilboð í verkið, hefur
kært þessa afgreiðslu á þeirri for-
sendu að ekki hafi verið gætt jafn-
ræðis við afgreiðslu málsins.
Tilboð Mitsubishi hljóðaði upp
á 1.233 milljónir en tilboð Sumi-
tomo 1.250 milljónir. Alfreð Þor-
steinsson, formaður stjórnar Inn-
kaupastofnunar, sagði að það
hefði verið mat stjórnarinnar að
fyrirtækin hefðu bæði boðið til
sölu vélbúnað sem hefði fullnægt
kröfum virkjunarinnar. Þess
vegna hefði verð tilboðsgjafa ver-
ið látið ráða niðurstöðunni. Hann
sagði hins vegar að þetta hefði
verið erfíð ákvörðun. Hún hefði
hins vegar verið tekin að vandlega
athuguðu máli. Samstaða hefði
verið um þessa niðurstöðu í stjórn
Innkaupastofnunar.
Sumitomo kærir
Sumitomo hefur kært þessa
afgreiðslu Innkaupastofnunar.
Alfreð sagði að borgarlögmaður
hefði svarað athugasemdum
Sumitomo. Niðurstaða hans væri
að fulls jafnræðis hefði verið
gætt af hálfu Reykjavíkurborgar
við afgreiðslu málsins.
I
i
i
I
)
I
I
>
>
>