Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Simpson vill ný réttarhöld O.J. Simp- son hefur krafíst nýrra rétt- arhalda vegna ásak- ana um að hann hafi myrt eigin- konu sína og vin henn- ar. Simpson var sýknaður í opinberu sakamáli en síðar dæmdur til að greiða fjölskyld- um fórnarlambanna 33,5 millj- ónir dala, sem svarar 2,4 millj- örðum króna, í einkamáli sem höfðað var gegn honum. Lög- fræðingar hans segjast hafa fundið ný gögn, sem ekki hefði verið hægt að leggja fram fyrr, og telja að réttarhöldin hafí ekki verið sanngjörn, m.a. vegna ótiltekinna „brota kvið- dómsins" og „galla á lögun- um“. FMLN öflug- ur á þingi E1 Salvadors FLOKKUR fýrrverandi skæruliða, FMLN, fékk 27 þingsæti af 84 i kosningunum í E1 Salvador 18. mars og að- eins einu þingsæti minna en ARENA, hægriflokkur Ar- mandos Calderons forseta, samkvæmt lokatölum sem birtar voru í gær. FMLN barð- ist gegn stjórn landsins í blóð- ugustu borgarastyijöld Róm- önsku Ameríku en lagði niður vopn árið 1992. Krefst aðild- ar Rúmeníu að NATO MIKAEL, útlægur konungur Rúmeníu, sagði i gær að Rúmenar fullnægðu öllum skil- yrðum fýrir aðild að Atl- antshafs- bandalaginu, NATO. Hann varaði við því að yrðu Rúmen- ar ekki á meðal fyrstu ríkjanna sem fengju aðild að bandalag- inu myndi það ekki aðeins hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Vesturlönd i Rúmeniu heldur í allri Austur-Evrópu. Kommúnistar neyddu Mikael til að afsala sér krúnunni árið 1947 og síðan hefur hann ver- ið í útlegð, fyrst i Bretlandi og síðan Sviss. Stórtækir vindla- smyglarar BANDARÍSKA tollgæslan handtók tvo menn og lagði hald á rúmlega 1.000 Havana- vindla, sem þeir hugðust smygla á báti til Flórida í fyrradag. Smyglvamingurinn er metinn á 52.500 dali, jafn- virði 3,7 milljóna króna. Bann- að er að flytja inn vindla frá Kúbu til Bandaríkjanna, en slíkt smygl hefur stóraukist að undanfömu vegna vaxandi vinsælda vindla. Mikael konungur Simpson Papúa Nýja-Gínea Chan seg- ir af sér Port Moresby. Reuter. SIR Julius Chan, forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, lét í gær undan þrýstingi hersins og sagði af sér til að binda enda á tíu daga ólgu og óeirðir í Kyrrahafslandinu. Þúsundir manna, þeirra á meðal vopnaðir hermenn, höfðu umkringt þinghúsið í Port Moresby og meinað hundrað þingmönnum að fara það- an. Fólkið fagnaði ákaft þegar Chan tilkynnti að hann hygðist víkja fyr- ir nýjum forsætisráðherra, sem yrði við völd fram yfir kosningar í júní. Deilan hófst vegna þeirrar ákvörðunar Chans að ráða 70 af- ríska málaliða til að reyna að kveða niður uppreisn aðskilnaðarsinna á Bougainville-eyj u. Jesse Helms um alþjóðlega efnavopnasáttmálann Segir staðfestingu þingsins í sjónmáli Wingate í N-Karólínu. Reuter. JESSE Helms, einn af forystumönn- um repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, greindi frá því í fyrradag að hann væri að semja við ríkisstjórn Bills Clintons um alþjóð- legan sáttmála um bann við fram- leiðslu, geymslu og notkun efna- vopna og staðfesting Bandaríkja- þings á honum væri í sjónmáli. Þessi stefnubreyting Helms þykir mikil tíðindi, þar sem hann hefur á undanfömum mánuðum í hlutverki sínu sem formaður utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar komið í veg fyrir að hún taki málið til umfjöllunar. Helms sagðist ætla að boða nefnd- ina til fundar um sáttmálann eftir tvær vikur, strax og þingið kæmi saman aftur eftir páskaleyfi. Helms lét þessi orð falla á blaða- mannafundi með Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í háskólanum í Wingate í Norður-Karólínu, þar sem þau höfðu setið á rökstólum um utanríkismál ásamt sveitarstjómarmönnum, kaupsýslumönnum og háskólanem- um. 130 þjóðríki undirrituðu alþjóð- lega efnavopnasáttmálann í janúar 1993, þar á meðal Bandaríkin, en síðan þá hefur 31 ríki bætzt við. 70 ríki hafa staðfest sáttmálann, en hann gengur í gildi 29. april næst- komandi. ísland undirritaði samn- inginn á sínum tíma, en á enn eftir að staðfesta hann. Clinton forseti og Albright utan- ríkisráðherra hafa bæði gert stað- festingu öldungadeildarinnar að forgangsmáli eftir endurkjör Clint- ons í vetur. Þau hafa varað við því, að afgreiði öldungadeildin mál- ið ekki fyrir 29. apríl verði Banda- ríkin útilokuð frá þátttöku í alþjóð- legu eftirliti með framkvæmd sátt- málans. Reuter Dalai Lama í heimsókn á Tævan DALAI Lama, andlegur leið- togi Tíbeta, er í heimsókn á Tævan og ræddi í gær við Lien Chan, varaforseta landsins, og fór lofsamlegum orðum um lýðræðið á Tævan. Líklegt er að þau ummæli ergi kommún- istastjórnina í Kína, sem lýsti heimsókninni sem „leyni- makki aðskilnaðarsinna," er beijast fyrir sjálfstæði Tíbets og Tævans. Ráðgert er að Dalai Lama ræði í dag við Lee Teng-hui, forseta Tævans, og er búist við að Kínverjar bregðist harkalega við þeim fundi. Á myndinni afhendir Dalai Lama varaforsetanum Búdda- líkneski fyrir fund þeirra á hóteli í Taipei. Kinkel um ESB-aðild Tyrkja Tyrklandi ekki hafnað Ankara. Reuter. Asbest í nýbyggingum Evrópuþingsins KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, sagði í gær að umsókn Tyrklands um aðild að Evrópusam- bandinu, ESB, yrði ekki hafnað, en Tyrkir yrðu að sýna biðlund. „Tyrkland tilheyrir Evrópu. Tyrkneska lestin helzt á aðalspor- inu, hún mun ekki verða sett á hlið- arspor,“ sagði Kinkel á blaða- mannafundi í Ankara, en hann er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Hann tók hins vegar fram, að Tyrkland gæti ekki orðið aðili að ESB í náinni framtíð. Mann- réttindamál, mál- efni Kúrda, sam- skipti landsins við ESB-ríkið Grikk- land og tiltekin efnahagsmál kæmu í veg fyrir það. Fyrr í þessum mánuði sögðu evr- ópskir stjómmálaleiðtogar miðju- og hægriflokka á fundi í Bmssel að Tyrkland gæti ekki gerzt aðili að ESB vegna íslamskrar menning- ar þess meðal annars. Skipzt á skeytum Við upphaf Tyrklandsferðar Kin- kels áttu hann og Necmettin Erbak- an, forsætisráðherra Tyrklands, hörð orðaskipti vegna kvartana Tyrkja um að þeir hefðu borið skarðan hlut frá borði í viðskiptum eftir að tollabandalag Tyrklands við ESB gekk í gildi í ársbyrjun 1996. ASBEST hefur fundizt í sjö sýn- um af tuttugu, sem tekin voru í tveimur glænýjum skrifstofu- byggingum Evrópuþingsins í Brussel. Þingmenn og starfsfólk þingsins hafa látið í ljós áhyggj- ur af þessum niðurstöðum og svo getur farið að fresta verði því að flytja inn í húsin, sem eru kölluð D1 og D2. Málið er hið vandræðalegasta fyrir Evrópu- þingið, sem hefur sjálft beitt sér fyrir því að ESB samþykkti strangar regl- ur um notkun asbests í bygg- ingum. Aðalskrifstofubygging framkvæmdasljórnar ESB í Brussel, Berlaymont, var lokað fyrir nokkrum árum vegna asb- estmengunar og stendur hún enn innpökkuð í hvítt plast eins og listaverk eftir Christo á með- an unnið er að endurbótum. Asbest er talið krabbameins- valdandi og geta liðið allt að 30 ár frá því menn verða fyrir asb- estmengun og þar til einkenni koma í ljós. Framkvæmda- stjórnin hefur nýlega pantað læknisfræðilega skýrslu um heilsufar þeirra, sem störfuðu í Berlaymont-byggingunni. NÝBYGGÐ skrifstofuhús Evrópuþingsins í Brussel. Rannsóknar krafizt Samkvæmt þeim mælingum, sem gerðar hafa verið í D1 og D2, stafar fólki ekki „bein hætta“ af asbestmengun. Heilbrigðis- og öryggisnefnd starfsmanna Evr- ópuþingsins hefur engu að síður krafizt þess að allt asbest verði fjarlægt úr húsunum áður en flutt verður í þau. Ivar Virgin, fulltrúi sænskra hægrimanna í umhverfismála- nefnd Evrópuþingsins, hefur krafizt rannsóknar á málinu. Virgin segir í samtali við frétta- bréfið För Sverige i Europa að gera verði hvort tveggja, vernda hoil.su starfsfólksins og þá miklu fjárfestingu, sem liggi í húsun- um. Hins vegar sé langmikilvæg- ast að Evrópuþingið geri ræki- lega athugun á málinu til að halda trúverðugleika sínum í umhverfismálum. Virgin bendir á að það yrði herfilega vand- ræðalegt ef þingið neyddist til að loka byggingunum vegna asb- estmengunar, líkt og gerzt hefur í tilviki Berlaymont og hins gamla þinghúss Austur-Þýzka- lands í Berlín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.