Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Simpson
vill ný
réttarhöld
O.J. Simp-
son hefur
krafíst
nýrra rétt-
arhalda
vegna ásak-
ana um að
hann hafi
myrt eigin-
konu sína
og vin henn-
ar. Simpson var sýknaður í
opinberu sakamáli en síðar
dæmdur til að greiða fjölskyld-
um fórnarlambanna 33,5 millj-
ónir dala, sem svarar 2,4 millj-
örðum króna, í einkamáli sem
höfðað var gegn honum. Lög-
fræðingar hans segjast hafa
fundið ný gögn, sem ekki hefði
verið hægt að leggja fram fyrr,
og telja að réttarhöldin hafí
ekki verið sanngjörn, m.a.
vegna ótiltekinna „brota kvið-
dómsins" og „galla á lögun-
um“.
FMLN öflug-
ur á þingi E1
Salvadors
FLOKKUR fýrrverandi
skæruliða, FMLN, fékk 27
þingsæti af 84 i kosningunum
í E1 Salvador 18. mars og að-
eins einu þingsæti minna en
ARENA, hægriflokkur Ar-
mandos Calderons forseta,
samkvæmt lokatölum sem
birtar voru í gær. FMLN barð-
ist gegn stjórn landsins í blóð-
ugustu borgarastyijöld Róm-
önsku Ameríku en lagði niður
vopn árið 1992.
Krefst aðild-
ar Rúmeníu
að NATO
MIKAEL,
útlægur
konungur
Rúmeníu,
sagði i gær
að Rúmenar
fullnægðu
öllum skil-
yrðum fýrir
aðild að Atl-
antshafs-
bandalaginu, NATO. Hann
varaði við því að yrðu Rúmen-
ar ekki á meðal fyrstu ríkjanna
sem fengju aðild að bandalag-
inu myndi það ekki aðeins
hafa alvarlegar afleiðingar
fyrir Vesturlönd i Rúmeniu
heldur í allri Austur-Evrópu.
Kommúnistar neyddu Mikael
til að afsala sér krúnunni árið
1947 og síðan hefur hann ver-
ið í útlegð, fyrst i Bretlandi
og síðan Sviss.
Stórtækir
vindla-
smyglarar
BANDARÍSKA tollgæslan
handtók tvo menn og lagði
hald á rúmlega 1.000 Havana-
vindla, sem þeir hugðust
smygla á báti til Flórida í
fyrradag. Smyglvamingurinn
er metinn á 52.500 dali, jafn-
virði 3,7 milljóna króna. Bann-
að er að flytja inn vindla frá
Kúbu til Bandaríkjanna, en
slíkt smygl hefur stóraukist
að undanfömu vegna vaxandi
vinsælda vindla.
Mikael konungur
Simpson
Papúa Nýja-Gínea
Chan seg-
ir af sér
Port Moresby. Reuter.
SIR Julius Chan, forsætisráðherra
Papúa Nýju-Gíneu, lét í gær undan
þrýstingi hersins og sagði af sér til
að binda enda á tíu daga ólgu og
óeirðir í Kyrrahafslandinu.
Þúsundir manna, þeirra á meðal
vopnaðir hermenn, höfðu umkringt
þinghúsið í Port Moresby og meinað
hundrað þingmönnum að fara það-
an. Fólkið fagnaði ákaft þegar Chan
tilkynnti að hann hygðist víkja fyr-
ir nýjum forsætisráðherra, sem yrði
við völd fram yfir kosningar í júní.
Deilan hófst vegna þeirrar
ákvörðunar Chans að ráða 70 af-
ríska málaliða til að reyna að kveða
niður uppreisn aðskilnaðarsinna á
Bougainville-eyj u.
Jesse Helms um alþjóðlega efnavopnasáttmálann
Segir staðfestingu
þingsins í sjónmáli
Wingate í N-Karólínu. Reuter.
JESSE Helms, einn af forystumönn-
um repúblikana í öldungadeild
Bandaríkjaþings, greindi frá því í
fyrradag að hann væri að semja við
ríkisstjórn Bills Clintons um alþjóð-
legan sáttmála um bann við fram-
leiðslu, geymslu og notkun efna-
vopna og staðfesting Bandaríkja-
þings á honum væri í sjónmáli.
Þessi stefnubreyting Helms þykir
mikil tíðindi, þar sem hann hefur á
undanfömum mánuðum í hlutverki
sínu sem formaður utanríkismála-
nefndar öldungadeildarinnar komið
í veg fyrir að hún taki málið til
umfjöllunar.
Helms sagðist ætla að boða nefnd-
ina til fundar um sáttmálann eftir
tvær vikur, strax og þingið kæmi
saman aftur eftir páskaleyfi.
Helms lét þessi orð falla á blaða-
mannafundi með Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, í háskólanum í Wingate í
Norður-Karólínu, þar sem þau höfðu
setið á rökstólum um utanríkismál
ásamt sveitarstjómarmönnum,
kaupsýslumönnum og háskólanem-
um.
130 þjóðríki undirrituðu alþjóð-
lega efnavopnasáttmálann í janúar
1993, þar á meðal Bandaríkin, en
síðan þá hefur 31 ríki bætzt við. 70
ríki hafa staðfest sáttmálann, en
hann gengur í gildi 29. april næst-
komandi. ísland undirritaði samn-
inginn á sínum tíma, en á enn eftir
að staðfesta hann.
Clinton forseti og Albright utan-
ríkisráðherra hafa bæði gert stað-
festingu öldungadeildarinnar að
forgangsmáli eftir endurkjör Clint-
ons í vetur. Þau hafa varað við
því, að afgreiði öldungadeildin mál-
ið ekki fyrir 29. apríl verði Banda-
ríkin útilokuð frá þátttöku í alþjóð-
legu eftirliti með framkvæmd sátt-
málans.
Reuter
Dalai Lama
í heimsókn
á Tævan
DALAI Lama, andlegur leið-
togi Tíbeta, er í heimsókn á
Tævan og ræddi í gær við Lien
Chan, varaforseta landsins, og
fór lofsamlegum orðum um
lýðræðið á Tævan. Líklegt er
að þau ummæli ergi kommún-
istastjórnina í Kína, sem lýsti
heimsókninni sem „leyni-
makki aðskilnaðarsinna," er
beijast fyrir sjálfstæði Tíbets
og Tævans. Ráðgert er að
Dalai Lama ræði í dag við Lee
Teng-hui, forseta Tævans, og
er búist við að Kínverjar
bregðist harkalega við þeim
fundi.
Á myndinni afhendir Dalai
Lama varaforsetanum Búdda-
líkneski fyrir fund þeirra á
hóteli í Taipei.
Kinkel um
ESB-aðild Tyrkja
Tyrklandi
ekki hafnað
Ankara. Reuter.
Asbest í nýbyggingum
Evrópuþingsins
KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra
Þýzkalands, sagði í gær að umsókn
Tyrklands um aðild að Evrópusam-
bandinu, ESB, yrði ekki hafnað, en
Tyrkir yrðu að sýna biðlund.
„Tyrkland tilheyrir Evrópu.
Tyrkneska lestin helzt á aðalspor-
inu, hún mun ekki verða sett á hlið-
arspor,“ sagði Kinkel á blaða-
mannafundi í Ankara, en hann er
nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi.
Hann tók hins vegar fram, að
Tyrkland gæti
ekki orðið aðili að
ESB í náinni
framtíð. Mann-
réttindamál, mál-
efni Kúrda, sam-
skipti landsins við
ESB-ríkið Grikk-
land og tiltekin
efnahagsmál kæmu í veg fyrir það.
Fyrr í þessum mánuði sögðu evr-
ópskir stjómmálaleiðtogar miðju-
og hægriflokka á fundi í Bmssel
að Tyrkland gæti ekki gerzt aðili
að ESB vegna íslamskrar menning-
ar þess meðal annars.
Skipzt á skeytum
Við upphaf Tyrklandsferðar Kin-
kels áttu hann og Necmettin Erbak-
an, forsætisráðherra Tyrklands,
hörð orðaskipti vegna kvartana
Tyrkja um að þeir hefðu borið
skarðan hlut frá borði í viðskiptum
eftir að tollabandalag Tyrklands við
ESB gekk í gildi í ársbyrjun 1996.
ASBEST hefur fundizt í sjö sýn-
um af tuttugu, sem tekin voru
í tveimur glænýjum skrifstofu-
byggingum Evrópuþingsins í
Brussel. Þingmenn og starfsfólk
þingsins hafa látið í ljós áhyggj-
ur af þessum niðurstöðum og
svo getur farið að fresta verði
því að flytja inn í húsin, sem eru
kölluð D1 og D2.
Málið er hið vandræðalegasta
fyrir Evrópu-
þingið, sem
hefur sjálft
beitt sér fyrir
því að ESB
samþykkti
strangar regl-
ur um notkun
asbests í bygg-
ingum. Aðalskrifstofubygging
framkvæmdasljórnar ESB í
Brussel, Berlaymont, var lokað
fyrir nokkrum árum vegna asb-
estmengunar og stendur hún
enn innpökkuð í hvítt plast eins
og listaverk eftir Christo á með-
an unnið er að endurbótum.
Asbest er talið krabbameins-
valdandi og geta liðið allt að 30
ár frá því menn verða fyrir asb-
estmengun og þar til einkenni
koma í ljós. Framkvæmda-
stjórnin hefur nýlega pantað
læknisfræðilega skýrslu um
heilsufar þeirra, sem störfuðu í
Berlaymont-byggingunni.
NÝBYGGÐ skrifstofuhús Evrópuþingsins í Brussel.
Rannsóknar krafizt
Samkvæmt þeim mælingum,
sem gerðar hafa verið í D1 og
D2, stafar fólki ekki „bein hætta“
af asbestmengun. Heilbrigðis- og
öryggisnefnd starfsmanna Evr-
ópuþingsins hefur engu að síður
krafizt þess að allt asbest verði
fjarlægt úr húsunum áður en
flutt verður í þau.
Ivar Virgin, fulltrúi sænskra
hægrimanna í umhverfismála-
nefnd Evrópuþingsins, hefur
krafizt rannsóknar á málinu.
Virgin segir í samtali við frétta-
bréfið För Sverige i Europa að
gera verði hvort tveggja, vernda
hoil.su starfsfólksins og þá miklu
fjárfestingu, sem liggi í húsun-
um. Hins vegar sé langmikilvæg-
ast að Evrópuþingið geri ræki-
lega athugun á málinu til að
halda trúverðugleika sínum í
umhverfismálum. Virgin bendir
á að það yrði herfilega vand-
ræðalegt ef þingið neyddist til
að loka byggingunum vegna asb-
estmengunar, líkt og gerzt hefur
í tilviki Berlaymont og hins
gamla þinghúss Austur-Þýzka-
lands í Berlín.