Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 43 sjúkdóminn en varð ekki samur lík- amlega á eftir og gat ekki sinnt sínu fyrra starfi með sama hætti. Lengi leit út fyrir það að hann hefði náð fullnaðarsigri í baráttunni en svo varð ekki. Hann barðist í þrett- án ár við krabbameinið. Stundum var útlitið gott, stundum slæmt. Aldrei heyrði ég hann þó kvarta yfir hlutskipti sínu. Mér varð oft hugsað til Kristjáns þegar manni fannst lífið erfitt og var kvartandi yfir smámunum. Á slíkum stundum hugsaði ég um allt það sem hann mátti þola og skammaðist mín um leið. Æðruleysi hans var einstakt. Ég hitti Kristján síðast síðastliðið sumar þegar við eyddum saman degi við það að reyna að fínna bíl til kaups handa móður minni. Þá var hann þegar orðinn illa haldinn án þess að ég gerði mér grein fyrir því þá. Ég man að mér fannst það skrýtið að Kristján stóð allan dag- inn og virtist ekki geta almennilega slakað á. Hann virtist hvorki geta sest niður né staðið kyrr. Móðir mín sagði mér svo síðar að hann hafí verið sárkvalinn. Aldrei sýndi hann samt nein merki um sársauka og kvartaði ekki. Alveg fram í and- látið hugsaði hann ávallt fyrst um það hvernig hann gæti komið öðrum til hjálpar. Ég bið Guð um að styrkja fjölskyldu hans á þessum erfiðu tím- um. Ari Sigvaldason. Hann Diddi er dáinn. Já, það er oft sagt, að þeir sem eru kallaðir frá okkar jarðvist í blóma lífsins, séu fólk með sérstaka hæfileika. Af þeim kynnum sem við höfum haft af Kristjáni Arndal, sem þó alltaf var kallaður Diddi, virðist þetta geta átt við. Þó að kynni okkar af honum nái ekki langt aft- ur þá hafði hann oft á undanförnum misserum viðdvöl á vinnustað okkar á fasteignasölunni Húsinu þar sem hann kom við til að hitta bræður sína Eyþór og Guðna. Þó að Diddi væri ekid að kvarta eða hafa orð á þeim erfiðu veikindum sem hann var að ganga í gegn um, fylgdumst við grannt með og töluðum oft um og dáðumst að hve sterkur hann var og ósérhlífinn. Það er þó ekki á okkar færi að skilja afhverju það er lagt á suma að ganga í gegnum erfiða sjúkdóma. En allt hefur til- gang. Okkur er bara ekki ætlað að skilja allt. Það er þó ekki hægt annað en að þakka þau ánægjulegu kynni sem við höfðum af Didda. Það er dýrmætt að kynnast slíkum mönnum. Af eilífðar ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.Ben.) Við undirrituð vottum fjölskyldu Kristjáns og ástvinum okkar inni- legustu samúð. Helgi Magnús Hermannsson, Vilhjálmur Bjarnason, Þórunn Þórðardóttir. ’y % / FOSSVOGI Þegar andlát ber að höndum Sími 5511266 + Elskulegur faðir okkar, ástvinur, sonur, bróðir, mágur og frændi, JAIME ÓSKAR MORALES LETELLER Hafnarstræti 28, Akureyri, sem lést á heimili sínu þann 18. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.30. Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, Eva Hrönn Morales, Anna Teresa Morales, Margrét Jónsdóttir, Exequiel Morales og Fresía Leteller, Roxanna Björg Morales og Magnús Þorsteinsson, Patricia Morales og Ramon Ledesma, Marcela Morales og Hugo Manua, Gabriela Rósa Morales, Stefán Exequiel Hafsteinsson M. STEFÁN HALLDÓRSSON fyrrv. vitavörður, lést á St. Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi, 25. mars. Halldór B. Stefánsson, Hallgerður Pálsdóttir, Jóna Kristinsdóttir, Pétur Jóhannsson, Magnús F. Jónsson, Sigríður Gísladóttir, barnabörn, barnabarnaböm og barnabamabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, RAGNHEIÐUR BOGADÓTTIR, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar miðvikudaginn 26. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Þóra Svanbergsdóttir, Guðleifur Svanbergsson, + KRISTINN TH. HALLGRÍMSSON frá Reykhúsum, fyrrverandi skrifstofumaður hjá S.Í.S., sem lést á Kristnesspítala 20. mars sl„ verður jarðsunginn frá Grundar- kirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 16.00. Systkini og systkinabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Urðarstíg 11, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 2. apríl kl. 13.30. Jónína Guðmundsdóttir, Sigurgeir Axelsson, Hólmfríður Jóna Kramer, Raymond Kramer, barnabörn og barnabamabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangs- stræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir t.víverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Bróðir minn, ÞORLÁKUR KOLBEINSSON bóndi, Þurá í Ölfusi, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.30. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 12.00. Arinbjörn Kolbeinsson. + Konan mín, FANNEY JÓHANNESDÓTTIR, Laugarbrekku, lést á S. Fransiskuspítalanum í Stykkishólmi 25. mars. Finnbogi G. Lárusson og aðrir aðstandendur. + Bróðir minn, mágur og móðurbróðir, JÓHANNESJÓNSSON frá Kjalvegi, Ennisbraut 18, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvlkurkirkju laugar daginn 29. mars kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Ingjalds hólskirkju njóta þess. Krístín Jónsdóttir, Guðjón Bjarnason, Krístln Jóna Guðjónsdóttir, Bjami Guðjónsson, Jóhann Pétur Guðjónsson, Atli Snædal Sigurðsson, Júlfus Snædal Sigurðsson, Jón Hallgrímur Sigurðsson. + Bróðir okkar og mágur, AÐALSTEINN ÞÓR GUÐBJÖRNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Hjálmar Guðbjörnsson, Kristfn Steinsdóttir, Bjarni Guðbjörnsson, Kristín Hulda Óskarsdóttir, Rósa María Guðbjörnsdóttir, Auðunn Jónsson. + Útför kærrar eiginkonu minnar, SIGRÍÐAR KRISTJÖNU SIGURGÍSLADÓTTUR frá Þórshöfn, fer fram frá Dómkirkjunni I Reykjavík þriðju- daginn 1. apríl kl. 13.30. Ingimar Ingimarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru GUÐNÝJAR STEFÁNSDÓTTUR kennara, Hraunflöt v/Álftanesveg. Sérstakar þakkir til starfsfólks A7 Sjúkrahúsi Reykjavíkur og „Karitas" heimahlynningar krabbameinssjúklinga. Magnús Hjörleifsson, Erla Magnúsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson, Ari Magnússon, Silja Magnúsdóttir, Magnús Óli Sigurðsson, Erla Guðmundsdóttir, Stefán V. Þorsteinsson. Inga Þóra Stefánsdóttir, Helga Björg Stefánsdóttir, Elfa Stefánsdóttir, Víðir Stefánsson, Guðmundur Vigfússon og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.