Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 4^' FIMMTUDAGUR 27? MARZ 1997 Ekki menga meo spilliefnum... 1 Ekki henda meö ööru sorpi og ekki hella í niöurfalliö # Lökk, þynnir, olíur og gamlir kvikasilfurs-hitamælar eru dæmi um spilliefni sem falla til á heimilum. # Gætum þess að láta ekki spilliefni berast út í náttúruna. # Blöndum ekki spillliefnum saman við annan úrgang og hellum þeim ekki í niðurföll. # Skilum spilliefnum til móttöku sveitarfélagsins, á gámastöð eða í áhaldahús # Hitamælum má einnig skila til apóteka. HOLLUSTUVERND RIKISINS Ármúla 1a, Reykjavik. Þjónustu- og upplýsingasími 568-8848. Áp^HWSID Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði v/búðarvegginn Stuttar og síðar kápur fyrir langömmuna, ömmuna, mömmuna og ungu stúlkuna. Páskatilboð Úlpur, kápur, ullarjakkar, blazerjakkar allt á kr. 5.000,- Opið laugardaga kl. 10-16 POSTVERSLUN Sparar fé, tíma og fyrirhöfn. pöntunarlistinn kr. 400,- Fatnaður á alla fjölskylduna. Litlar og stórar stærðir. Gott verð á hátísku og klassískum fatnaði. PANDURO föndurlistinn kr. 600,- Þar fæst allt til föndurgerðar, bæði hugmyndirnar og efnið. B.MAGNUSSON Pöntunarsími 555 2866 Verslun Hólshrauni 2, Hafnarfírði. vörulistinn kr. 200,- Ótrulegt verð á vönduðum vörumerkjum. Skartgripir, búsáhöld, leikföng, qjafavara, húsgögn, garðáhöld, ferðatöskur o.fl. o.fl IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 18-13 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is ÞaMdrtil blaðburðar- manns MARGRÉT S. Pálsdóttir á Brúnavegi í Reykjavík hringdi til að þakka þeim sem ber Morgunblaðið til hennnar fyrir gott starf. Hún hefur ekki haft tæki- færi til að þakka sendlinum sjálfum, en nú er hún að flytja og bað Morgunblaðið fyrir þessi skilaboð. Hún segir að blaðið sé aldrei rifið, aldrei blautt, og alltaf komið eldsnemma á morgnana og vildi hún þakka þessa góðu þjón- ustu. Góð þjónusta og aðbúnaður á Hótel Örk „HEILL og sæll Velvak- andi góður! Mig langar að biðja þig að birta fyrir mig fáeinar línur. Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu bréf frá konu, sem hafði dvalið á Hótel Örk í Hveragerði og var það vægast sagt mjög neikvæð umfjöllun, bæði um starfsfólk, stjómendur og allan aðbúnað á hótel- inu. í trausti þess að ekki sé aðeins birt það sem nei- kvætt er, langar mig að segja frá því að ég er ný- komin úr dvöl á Órkinni, reyndar í fjórða sinn, og ég hef aldrei orðið vör við annað en hlýleik og lipurð hjá starfsfólkinu og allur aðbúnaður hefur verið eins og best verður á kosið. Ég veit að undir þetta tekur Qöldi eldri borgara, sem hefur dvalið þar um leið og ég. Þessi kona sem var að kvarta hlýtur að vera sér- lega fullkomin sjálf og aldr- ei gera nein mistök. Hafi einhver smámistök átt sér stað, hafa þau áreiðanlega verið leiðrétt og hvað starfsfólk varðar, sýndist mér að það mundi hafa nóg annað að gera en knékijúpa og biðjast afsökunar eins og blessuð konan virðist hafa ætlast til. Mér finnst að fólk ætti að hugsa sig vel um, áður en það rýkur í fjölmiðla með hvað smávægilegt sem er, og athuga vel hvaða afleiðingar það getur haft fyrir þá sem fyrir því verða. Gerum ekki öðrum það sem við viljum ekki að okkur sjálfum sé gert. Að lokum, kærar kveðjur og þakkir til starfsfólksins á Örkinni fyrir dásamlega dvöl. Ragna S. Gunnarsdóttir, Fífuhvammi 11, Kópav. Fermingarböm ’67 á Hellissandi ÞIÐ sem fermdust fyrir 30 árum, 15. maí 1967, í Ingj- aldshólskirkju, Hellissandi, hvemig væri að við hitt- umst í maí? Vinsamlega hafið samband í síma 456 7119 eða 456 7547. Ingibjörg Sigurðardótt- ir, Traðarlandi 2, 415 Bolungarvík. Tapað/fundið Skermur af kerru tapaðist BLÁR, stór skermur, af kerru sem er fyrir fatlað bam tapaðist í janúar-febrúar. Upplýsingar í síma 565 5181. Gleraugu töpuðust GYLLT kvenmannsgler- augu, í svörtu og brúnu hulstri, töpuðust mánu- daginn 17. mars við stræt- isvagnastoppistöðina fyrir framan Landspítalann. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 588 9462. SKAK Umsjön Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Linares á Spáni í febrúar. Búlgarinn Veselin Topalov (2.725) var með hvítt, en Rússinn Vladímír Kramnik (2.740) hafði svart og átti leik. 23. - Bg4!! 24. Rxg4 - Rxg4+ 25. Dxg4 (Eða 25. Kgl - Rdxf2! 26. Hxb3 - Rxh3+ 27. Khl - Rf4+ 28. Bh3 - Hxh3+ og mátar.) 25. - Dxc2 26. Dg5 (Hafnar skásta kostinum sem var að fara út í mjög dapurt endatafl og leika 26. Ddl.) 26. - Rxf2! 27. Hxf2 (Ekki gekk 27. Hxb7 - Hxh3+ 28. Bxh3 - Rg4++ 29. Khl - Dh2 mát.) 27. - Dxf2 Svarta staðan er nú auðunnin. Hvítur gaf eftir 28. Hfl - Dd4 29. Be5 - Dd7 30. Dcl - De6 31. Bxg7 - Kxg7 32. Dg5+ - Hg6 33. Dxc5 - Dd6 og hvítur gafst upp. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNIHREKKVÍSI ✓/ Ttlter er nxsóur-?* Pennavinir ÁTJÁN ára austurrískur menntaskólanemi með mikinn áhuga á íslandi. Marc Diensthuber, Siebenhauser- strasse 3, A-2544 Leobersdorf, Austurríki. SPÆNSK hjón, 25 og 32 ára, langar að eignast ís- lenska pennavini. Áhuga- málin sund, bókmenntir, tónlist, ferðalög o.fl.: Hana and Felix, Apartado de Correos 1454, Palma 07080, Mallorca. TUTTUGU og eins árs argentínskur piltur með áhuga á ferðalögum, frí- merkjum, póstkortum, bréfskriftum, tónlist og íþróttum: Sebastian C. Salvatierra, Av.Saenz 717, 3A, 1437 Buenos Aires, Argentina. TÓLF ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál vill skrifast á við jafnaldra og jafnöldr- ur: Deanna Loyd, 816 Airdustrial Way SE, Tumwater, WA 98501, USA. Víkverji skrifar... YÍKVERJI gerði á þriðjudag að umtalsefni misvísandi yfir- lýsingar forstjóra Visa og for- manns Sambands bankamanna um það, hvort debet- og kreditkort yrðu nothæfur greiðslumiðill ef kæmi til verkfalls bankamanna. Víkverji kallaði eftir skýrum svör- um frá bönkunum og hefur nú fengið bréf frá Finni Sveinbjörns- syni, framkvæmdastjóra Sam- bands íslenzkra viðskiptabanka, sem segir sér ljúft að svara kalli Víkverja. XXX FINNUR segir misvísandi yfir- lýsingar um greiðslukort end- urspegla þá staðreynd að ekki hafi komið til verkfalls bankamanna eftir að rafræn greiðslumiðlun varð allsráðandi hér á landi. „Það þýðir að nú er í fyrsta skipti tekizt á um starfrækslu rafræna greiðslumiðl- unarkerfisins meðan á verkfalli stendur og því er þess að vænta að mismunandi sjónarmið og nokk- ur óvissa komi fram í aðdraganda verkfalls. Það er ljóst að röskun verður á greiðslukortaviðskiptum innanlands meðan á verkfalli bankamanna stendur en þau munu ekki lamast. Það er ekki að fullu ljóst hversu mikil röskunin verður og fer það m.a. eftir lengd verk- falls,“ segir Finnur. xxx HANN bendir á að fyrirtækjum sé heimilt að taka við kort- greiðslum undir ákveðnum viðmið- unar- og ábyrgðarmörkum. „Búðarkassakerfi, t.d. í stórum verzlunum, geta nánast tekið enda- laust við debet- og kreditkorta- færslum. Posar taka hins vegar eingöngu við 250-2.000 færslum og stöðvast þegar hámarkinu er náð. Þá verður að hafa þann fyrir- vara á að ekki verður unnt að nota síhringi-debetkort meðan á verk- falli stendur. Loks skal nefnt að það verður að sjálfsögðu unnt að „strauja" kreditkort upp á gamla móðinn," skrifar Finnur. AÐ HANS sögn verður lítil röskun á greiðslukortaviðskiptum er- lendis. „Starfsmenn Kreditkorta hf. (Eurocard á íslandi) fara ekki í verk- fall og því verður unnt að nota Euroc- ard-kreditkort erlendis með venjuleg- um hætti,“ segir í bréfí Finns. „Einn- ig verður unnt að nota Visa-kredit- kort erlendis en úttektarmöguleikar byggjast ekki á heimildargjöf frá Greiðslumiðlun hf. (Visa íslandi) eins og undir venjulegum kringumstæð- um heldur viðmiðunarmörkum sem sett eru af Visa Intemational. Þau ráðast af samspili ýmissa þátta, s.s. tegund korts (t.d. gullkort eða al- mennt kort) og tegund viðskipta (t.d. hótel, flugfélag eða verzlun). Þeir sem vilja hafa vaðið örugglega fyrir neðan sig á ferðalögum erlendis geta, auk þess að hafa með sér tvö kredit- kort, keypt ferðatékka." xxx ÍKVERJI þakkar Finni kær- lega fyrir greið svör. Hann óskar lesendum Morgunblaðsins jafnframt gleðilegra páska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.