Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ *■ ■* Morgunblaðið/Þorkell INGIBJORG Haraldsdóttir hefur umsjón með lestrinum. Passíusálmarnir í Hallgrímskirlgu PASSIUSALMAR séra Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Hall- grímskirkju í Reylgavík á föstu- daginn langa. Lesturinn hefst kl. 13.30 og gert er ráð fyrir að hann standi til um það bil 18.30. Flutn- ingur sálmanna er orðinn að ár- vissum viðburði í kirkjunni á þess- um degi. I þetta skipti hefur Ingibjörg Haraldsdóttir umsjón með lestrin- um en lesarar auk hennar eru Siya Aðalsteinsdóttir og Þorleifur Hauksson. Lesturinn verður með sama sniði og í fyrra. Sálmunum er skipt í fimm þætti, eftir at- burðarás. Þannig er fyrsti þáttur- inn í grasgarðinum, annar um dómsrannsókn Kaífasar og Pílat- usar, þriðji um fullnustu dómsins. Fjórði þátturinn eru orð Krists á krossinum og fimmti þátturinn er andlát Krists og greftrun hans. Á milli þátta mun Hörður Áskelsson leika af fingrum fram á Klais-orgel Hallgrímskirkju gömlu lögin við Passíusálmana. Á föstudaginn langa gefst tæki- færi til að sjá altarisklæði sem á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Eftir að altari Haligrímskirkju hefur verið afklætt eftir messu á skírdagskvöld er altarisklæðið sett fram fyrir altarið. Það er lát- ið vera í kirkjunni yfir föstudag- inn langa sem myndræn íhugun. Klæðið er svart og ber mynd pe- líkanans. Frú Unnur Ólafsdóttir listakona gerði klæðið og gaf kirkjunni. í kynningu segir: „Myndin af pelíkananum er fornt tákn písl- anna og friðþægingarinnar. Sag- an sagði að þegar höggormurinn hafði komist í hreiður pelíkanans og bitið ungana þá særði móðirin sig á bijóstinu og lét blóðdropa falla á unga sína fimm sem þá lifn- uðu við. Þetta sáu kristnir menn sem mynd og tákn, hvernig blóð Krists hreinsar þá af allri synd og fyrir benjar hans urðu þeir heilbrigðir." Þá gaf listakonan kirkjunni einnig hökul sem eingöngu er notaður á föstudaginn langa. Hann er svartur en á hann er saumað fyrsta vers Passíusálm- anna og sex myndir úr píslarsög- Tregða BÆKUR Örsögur og Ijóð SAUTJÁN SALERNISSÖGUR eftir Ingimar Oddsson. Útg. Ingimar Oddsson, Reykjavik 1996.62 bls. SJÁLFSÚTGÁFUR, bækur sem höfundar gefa út á eigin reikning (og ábyrgð), eru býsna misjafnar að gæðum. Stundum er um að ræða bækur sem bókaforlög hafa hafnað og ekki talið nógu góðar eða söluleg- ar. Sumar sjálfsútgáfur teljast til „neðanjarðarbókmennta", en það eru bækur sem bijóta á einhvern hátt gegn ríkjandi viðhorfum, eink- anlega í siðferðilegum efnum. Oft tjá þær hugmyndir, málfar eða „anda“ menningarkima, eða þjóðfé- lagshóps, sem opinber orðræða hunsar. Aðgangur neðanjarðarhöf- unda að bókaforlögum er takmark- aður og áhugi þeirra á að velkjast þar innan dyra sömuleiðis. „Sjálf- stæðar“ bækur hafa visst frelsi umfram „ritstýrðar" bækur og geta leyft sér ýmislegt, án tillits til mark- aðslegra sjónarmiða. Frelsið er þó tvíbent því flestum veitir ekki af góðu aðhaldi og leiðsögn í skrifum. Dómur ritstjóra, „fulltrúa bók- menntastofnunar", er vafalaust rétt- mætur í velflestum tilvika. í þessum undirgróðri bókmenntaflórunnar getur þó leynst nýr og jafnvel mikil- vægur vaxtarbroddur. Róttækt „neðanjarðarverk" brýtur, þegar best lætur, upp staðnaða orðræðu og hefur jafnvel áhrif á strauma og stefnur. Nýlegt dæmi um nýstárlega sjálfsútgáfu í íslenskri bókmennta- flóru er bókin Meinaböm og maríu- þang eftir Björgu Örvar (100 bóka forlagið, 1996). En til að eitthvað sé varið í slíkar bækur verða þær að búa yfir einhvers konar frum- leika. Höfundur þarf að kunna tölu- vert fyrir sér til að geta leikið sér með tungumálið og brotið gegn hefð- inni á fijóan hátt. Af titlinum mætti ætla að 17 sal- ernissögur féllu í hóp neðanjarð- arbókmennta og ætlunin væri að saurga hið háleita [sic] með því að tengja saman andlega iðkun og þann stað þar sem menn sinna búklegum þörfum sínum. (í bókinni er gat með silfurlituðum borða fyrir krók á sal- ernisvegg.) En því er ekki að heilsa. Þarna er enginn frumleiki á ferð. Engar nýstárlegar tilraunir með tungumálið, ekkert markvert upp- brot á formi, stíl né innihaldi. Örsög- urnar allar, og eina ljóðið; eru ekk- ert krassandi; þær ekki- einu sinni „dónalegar“, hvað þá „saurugar" og á engan hátt laxerandi. Þær hafa sér ekki einu sinni til málsbóta að vera skemmtilegar eða fyndnar. Það vottar fyrir nokkrum góðum hug- myndum að sögum en útfærslu er verulega ábótavant. Ambögur, staf- setningar- og málfarsvillur eru of margar og í þeim efnum er greini- lega ekki um meðvitað „stílbragð" að ræða. Sögurnar verða ekki annað en vandræðalegir útúrsnúningar og oft nánast barnalegt bull. „Barna- bull“ er vissulega hægt að gera að sæmilegustu bókmenntum. Það ger- ir t.d. John Lennon í bók sinni In His Own Write þar sem hann snýr enskri tungu á haus en tekst jafn- framt að lýsa tíðaranda og „and- rúmslofti" æsku sinnar á skemmti- legan hátt. í 17 salemissögum er engu slíku fyrir að fara. Ekki nema innihaldið lýsi (í sjálfu sér) hug- myndanauð ungrar kynslóðar frammi fyrir öilum valkostunum á nýfijálsum tímum. Að gefa út bók upp á eigin spýtur er í sjálfu sér afrek. Það er öllum fijálst að gera (eigi menn spýtur tiltækar) og síður en svo ástæða til að amast við því. Sá sem út í slíka útgáfu leggur getur varla annað en grætt á reynslunni, þó fjárhagslegur ábati sé ólíklegur, sama hvemig við- tökur bókin fær. Sé mönnum alvara hlýtur hörð gagnrýni að vera um- hugsunarefni og hugsanlega hvatn- ing til að gera betur næst. Höfundi 17 salernissagna er eflaust ekki alls varnað en til að láta taka mark á sér þarf hann að leggja mun meiri rækt við skrif sín. Meiri sjálfsgagn- rýni og reynsla, tilsögn, aðhald og einhver „ritstýring" kæmi áreiðan- lega ekki að sök. Meinleg villa í grein undirritaðs, Ferðaskáld og borgarglópar, sem birtist miðviku- daginn 12. mars, 1997, féll út hluti setningar í fyrstu efnisgrein. Um- rædd setning byijar svona: „Það er eftir öllu ferðabók frá því fyrir stríð, sem .. .“ en á að vera: „Það er eftir öllu því tónninn í bókinni er gaman- samur, rétt eins og í frægri ferðabók frá þvi fyrir stríð, sem kalla má kveikjuna að ferð og skrifum þeirra félaga. Geir Svansson Lífið í g’ötunni MYNPLIST Listhús 89 MÁLVERK Guðrún B. Elíasdóttir. Opið kl. 10-18 mánud.- föstud. og kl. 14-18 laugard. og sunnud. til 7. apríl; aðgangur ókeypis. ÞAÐ ERU þekkt ummæli á íslensku um mann- kerti af vissri tegund að það rigni upp í nefið á þeim; með því er auðvitað átt við að viðkomandi séu svo merkilegir með sig að þeir horfi aðeins til efstu hæða mannlegra metorða og telji sitt nánasta umhverfi - í mannlegum skilningi sem og öðrum - sér varla samboðið. Listamenn hafa átt dijúgan þátt í að draga slíka spjátrunga niður á jörðina, einkum í bók- menntum, og í myndlistinni hafa ýmsir lista- menn einnig orðið til að beina sjónum okkar niður fyrir fætur okkar í bókstaflegri merkingu. Þar má m.a. nefna Jóhannes Kjarval og Hring Jóhannesson, sem litu báðir til hins smáa og nálæga í náttúrunni, hvor með sínu lagi. Þessi nálgun hefur verið algeng hvað varðar náttúruna, en færri hafa orðið til að færa hana inn í borgina, þar sem auvirðileg gatan mótar umhverfið öðru fremur. Þó má nefna fordæmi Jóns Gunnars Árnasonar, sem setti m.a. spegla í gangstéttir í Kaupmannahöfn, svo og Kristins Hrafnssonar, sem hefur verið ötull við að lífga upp á göturnar með afar sérstökum skilaboðum, m.a. á brunnlokum sem loka alls engum brunnum. Færri listmálarar hafa litið þannig til jarðar, Guðrún B. Elíasdóttir: Storgatan. 1997. en það er hins vegar helsta viðfangsefni Guðrún- ar B. Elíasdóttur í þessari sýningu. Guðrún stundaði sitt listnám í MHI og hefur einkum starfað sem myndmenntakennari; síðustu tvö ár hefur hún að mestu snúið sér að eigin listsköp- un og m.a. tekið þátt í nokkrum fjölda samsýn- inga. Hér er á ferðinni fyrsta einkasýning henn- ar, en um viðfangsefni sitt segir Guðrún m.a. í sýningarskrá: „Saga götunnar endurspeglast í landslagi hennar, sprungnum steinum sem hafa máðst og markast af lífinu í götunni í gegnum tíðina... Á ferðum mínum horfi ég gjarna á götur og velti því fyrir mér hveijir hafa gengið þar um.“ í akrýlmálverkum sem öll eru unnin á þessu ári veitir listakonan okkur hér örlitla sýn inn í ólíka heima götunnar. „Gata bernskunnar" (nr. 2) er í raun aðeins gangstígur, sem hefur mót- ast á milli steina, þar sem litlir fætur hafa geng- ið á vit ævintýranna; „Götur bæjarins“ (nr. 1) eru hins vegar gerðar úr sprungnu og bættu malbiki og brunnhellum, sem vísa niður í annað æðakerfi bæjarins. Andstaðan við götu erlendu stórborgarinnar (nr. 3) er augljós í reglulegu mynstri fallegra hleðslusteina, eða þá við ný- lagða og vel hirta götuna sem forsetinn fer um í heimsókn sinni (nr. 5). Það er ákveðin kímni faiin í þessu myndefni, og vissulega á hver gata sína sögu, sem tengist öllum þeim sem um hana hafa farið. Listakonan vinnur úr þessu efni með einföldum og ljósum hætti í anda realismans, sem sér nú víða bregða fyrir í málverki samtímans. Þannig má segja að verk hennar sé í góðum takti við það sem er að geijast í myndlistinni, og valið á viðfangsefni er einnig forvitnilegt af sömu sökum. Hér er því á ferðinni ágætt upp- haf á sýningarferli, sem væntanlega á eftir að færa Guðrúnu lengra á veg á komandi árum. Eiríkur Þorláksson Voru Col- umbus og Leifur vinir? NÚ ER starfandi leiklistarhópur í Hafnarfirði sem saman stendur af íslenskum og ítölskum ungl- ingum á aldrinum 15-18 ára. Hópurinn ætlar að frumsýna leikrit sem verið er að semja um Columbus og Leif heppna, tengsl þeirra og þörfina til að kanna heiminn og að kynnast öðrum menningarheimum. Leik- ið verður á íslensku og ítölsku og frumsýna á 31. mars í Bæjar- bíói. Æfingar standa yfir í Hafnarfjarðarleikhúsinu Her- móði og Háðvör. Þetta verkefni er framhald á heimsókn ís- lenskra unglinga til Ítalíu í sum- ar og er verkefnið styrkt af Evrópusambandinu. Leikstjóri hópsins er amerískur ítali sem býr í Berlín en_ hann starfaði með hópnum á Ítalíu í sumar. Málverk Kristínar Geirsdóttur NÚ STENDUR yfír sýning í safnaðarsal Grafarvogskirkju á málverkum Kristínar Geirsdótt- ur. Á sýningunni eru átta olíu- málverk sem eru unnin á síðustu þremur árum og hafa flest verið sýnd áður, þ. á m. á myndlistar- sýningunni „Stefnumót listar og trúar“ í Hafnarborg vorið 1995. Kristín Geirsdóttir útskrifað- ist úr málaradeild MHÍ árið 1989. Hún hefur tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis og haldið nokkrar einka- sýningar, nú síðast í febrúar í Stöðlakoti. Sýningin er opin fram eftir vori. íslendinga- tónleikar íVín ÍSLENSKIR tónlistarmenn komu fram á tónlistarkvöldi Austurrísk-íslenska félagsins í Vínarborg á laugardag og voru aðeins íslensk verk á efnis- skránni. Tónleikarnir voru haldnir í Franz Schubert-tónlistarskólan- um og sungu Kristján E. Val- garðsson baríton, Sigríður E. Snorradóttir sópran, Hjörtur Hreinsson tenór, Hólmfríður Jó- hannesdóttir mezzósópran, Bjami Thor Kristinsson bassi og Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzó- sópran lög eftir tólf íslensk tón- skáld auk þess, sem Manuela Wiesler lék tvö íslensk iög á flautu. Undirleikari var prófess- or Anton Neyder.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.