Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 Nægnr skíðasnjór um allt land HORFUR fyrir skíðaiðkendur um land allt, eru allgóðar fyrir bæna- dagana og páskana. Skíðasnjór er allsstaðar nægur, en veðurútlit er nokkuð misjafn, eins og fram kem- ur hér á eftir. BLÁFJÖLL, SKÁLAFELL OG HENGILSSVÆÐIÐ Veðurhorfur í dag: Fremur hæg vestlæg átt, skýjað með köflum og líklega smáél öðru hveiju. Frost 4 til 5 stig. Horfur á föstudag: Vax- andi sunnanátt, allhvasst er líður á daginn. Fer að snjóa, slydda með kvöldinu. Frost 3 til 4 stig framan af degi en hlýnandi síðdegis. Horfur á laugardag: Suðvestan stinnings- kaldi og snjókoma eða slydda með köflum. Hiti um frostmark. Horfur á sunnudag: Vaxandi sunnanátt og hlýnandi, hvasst og rigning síðdeg- is. Horfur á mánudag: Óljósar horf- ur, en gæti snúist í vestanátt með éljum og kólnandi veðri. Opið frá fímmtudegi til mánu- dags að báðum dögum meðtöldum, frá kl. 10 til 18. Kennsla verður á öllum svæðum alla dagana. Upplýsingar fást í síma 580-1111. Séra Pálmi Matthíasson sóknar- prestur verður með útiguðsþjónustu fyrir framan Borgarskálann í Blá- fjöllum á páskadag. ÍSAFJÖRÐUR Veðurhorfur í dag: Hægviðri. Skýjað og ef til vill smáél framan af degi en léttir síðan til. Frost 5 til 8 stig. Horfur á föstudag: Hæg suðlæg átt og bjart veður í fyrstu en þykknar upp síðdegis, suðaust- ankaldi og snjókoma með kvöldinu. Frost 2 til 5 stig. Horfur á laugar- dag: Suðlæg eða breytileg átt og líklega él. Frost 1 til 4 stig. Horfur á sunnudag: Vaxandi suðaustanátt og snjókoma með köflum, líklega slydda með kvöldinu. Heldur hlýn- andi. Horfur á mánudag: Óljósar horfur en gæti gengið í norðanátt með snjókomu. Opið frá fimmtudegi til mánu- dags að báðum dögum meðtöldum, frá kl. 10 til 17. Aukinn opnunar- tími verður auglýstur sérstaklega. Barnapössun verður alla dagana frá kl. 11 til 14. Upplýsingar fást í símum 456-3581 og 456-3793. Útiguðsþjónusta verður inni í Tungudal kl. 11 á skírdag ef veður leyfir. SIGLUFJÖRÐUR Veðurhorfur í dag: Norðvestan stinningskaldi eða allhvass og snjó- koma eða éljagangur, minnkandi þegar líður á daginn. Frost 2 til 5 stig. Horfur á föstudag: Hæg suð- læg átt og bjart veður. Frost 1 til 4 stig. Horfur á laugardag: Suð- vestlæg eða breytileg átt og líklega dálítil él. Hiti um frostmark. Horfur á sunnudag: Hæg suðaustlæg átt og líklega bjart veður framan af morgni en þykknar síðan upp með vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa. Hlýnandi veður. Horfur á mánudag: Óljósar horfur, ef til vill vestan- eða norðvestanátt og élja- gangur. Opið frá fimmtudegi til mánu- dags að báðum dögum meðtöldum, frá kl. 10 til 17. Upplýsingar fást í síma 467-1806 Á skírdag verður Rafbæjarmót í stórsvigi og um helgina verður Siglufjarðarmót í svigi. ÓLAFSFJÖRÐUR Veðurhorfur í dag: Norðvestan stinningskaldi og éljagangur, FRÉTTIR minnkandi þegar líður á daginn. Frost 2 til 4 stig. Horfur á föstu- dag: Hæg suðlæg átt og bjart veð- ur. Frost 1 til 4 stig. Horfur á laug- ardag: Suðvestlæg eða breytileg átt og ef til vill dálítil él. Hiti um eða rétt undir frostmarki. Horfur á sunnudag: Hæg suðaustlæg átt og líklega bjart veður framan af morgni en þykknar síðan upp með vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa. Hlýnandi veður. Horfur á mánudag: Óljósar horfur, ef til vill vestan- eða norðvestanátt og élja- gangur. Opið á fímmtudag, föstudag, sunnudag og mánudag frá kl. 11 til 17. Á laugardag verður opið frá kl. 9.30 til 17. Upplýsingar fást í síma 466-2527. Skíðamót íslands verður einnig alla dagana. DALVÍK Veðurhorfur í dag: Norðvestan stinningskaldi og éljagangur, minnkandi þegar líður á daginn. Frost 2 til 5 stig. Horfur á föstu- dag: Hæg suðlæg átt og bjart veð- ur. Frost 1 til 4 stig. Horfur á laug- ardag: Suðvestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflun en úrkomulít- ið. Hiti um frostmark. Horfur á sunnudag: Hæg suðaustlæg átt og líklega bjart veður framan af morgni en þykknar síðan upp með vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa. Hlýnandi veður. Horfur á mánudag: Óljósar horfur, ef til vill vestan- eða norðvestanátt og élja- gangur. Opið frá fimmtudegi til mánu- dags að báðum dögum meðtöldum, frá kl. 10 til 17. Kennsla verður í boði fyrir þá sem vilja alla dagana. Upplýsingar fást í síma 466-1010. Skíðamót íslands verður um páskana. AKUREYRI Veðurhorfur í dag: Norðvestan kaldi eða stinningskaldi og dálítil él, minnkandi þegar líður á daginn. Frost 3 tii 6 stig. Horfur á föstu- dag: Hæg suðlæg átt og bjart veð- ur. Frost 2 til 5 stig. Horfur á laug- ardag: Suðvestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti um frost- mark. Horfur á sunnudag: Hæg suðaustlæg átt og líklega bjart veð- ur framan af morgni en þykknar síðan upp með vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa. Hlýnandi veður. Horfur á mánudag: Óljósar horfur, ef til vill vestan- eða norðvestanátt og él. Opið frá fimmtudegi til mánu- L MORGUNBLAÐIÐ dags að báðum dögum meðtöldum, frá kl. 10 til 17. > Upplýsingar fást í síma 878-1515 HÚSAVÍK Veðurhorfur í dag. Norðvestan stinningskaldi og él, minnkandi með kvöldinu. Frost 2 til 5 stig. Horfur- á föstudag: Hæg suðlæg átt og bjart veður. Frost 3 til 6 stig. Horf- ur á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti um frostmark. Horfur á sunnu- dag: Hæg suðaustlæg átt og líklega bjart veður framan af morgni en þykknar síðan upp með vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa. Hlýn- andi veður. Horfur á mánudag: Óljósar horfur, ef til vill vestan- eða norðvestanátt og él. Opið frá fimmtudegi til mánu- dags frá kl. 13 til 17. Upplýsingar fást í síma 464-1912. SEYÐISFJÖRÐUR k í > Veðurhorfur í dag: Hvasst norð- vestan og éljagangur eða skafrenn- ingur. Frost 3 til 5 stig. Horfur á föstudag: Minnkandi vestanátt, gola og bjartviðri þegar líður á daginn. Frost 3 til 5 stig. Horfur á laugardag: Suðvestankaldi og skýj- að en úrkomulítið. Frost 1 til 3 stig. Horfur á sunnudag: Vaxandi sunn- anátt, allhvasst með kvöldinu og líklega snjókoma eða slydda. Hlýn- andi veður. Horfur á mánudag: Óljósar horfur en gæti létt til með allhvassri suðvestanátt. Opið frá fimmtudegi til mánu- dags að báðum dögum meðtöldum, frá kl. 11 til 17. Upplýsingar fást í síma 472-1160. ODDSSKARÐ Veðurhorfur í dag: Allhvass eða hvass norðvestan og éljagangur eða skafrenningur. Frost 2 til 5 stig. Horfur á föstudag: Minnkandi vest- anátt, gola og bjartviðri þegar líður á daginn. Frost 2 til 5 stig. Horfur á laugardag: Suðvestankaldi og skýjað en úrkomulítið, ef til vill bjart með köflum. Frost 1 til 3 stig. Opið frá fimmtudegi tíl mánu- dags að báðum dögum meðtöldum, frá kl. 10 til 17. Auk þess verður opið frá kl. 22 til 1 á sunnudag. Kennsla verður fyrir börn frá kl. 11 til 13 alla dagana. Upplýsingar fást í síma 878-1474 I íslenzk stoðtæki og tækniaðstoð til Bosníu 600 manns koma undir sig fótunum ÍSLENZK stoðtæki og gervilimir munu bæta til muna alla möguleika 600 Bosníumanna, sem hafa misst fót fyrir neðan hné í borgarastríð- inu, sem geisað hefur í landinu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra undirritaði í fyrradag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar samning við stoðtækjafyrirtækið Össur hf. um kaup á stoðtækjum og tækniaðstoð á því sviði fyrir um 33 milljónir króna. „í framhaldi af samþykkt ríkis- stjómarinnar um 100 milljóna króna aðstoð við Bosníu höfum við verið að vinna að því að koma þessu verk- efni í framkvæmd í samstarfí við Alþjóðabankann. Það hefur gengið mjög vel að mínu mati og Alþjóða- bankinn er mjög ánægður með sam- vinnuna við íslendinga í þessu máli,“ segir Halldór Ásgrímsson. „Okkur mun takast að gera mjög mikið fyr- ir það fé, sem var til ráðstöfunar. Það er ekki lítið að geta aðstoðað 600 einstaklinga, sem misst hafa fót fyrir neðan hné í styijöldinni í Bos- níu-Herzegóvínu. Ég tel að þetta sé gott dæmi um hvemig íslenzk þekk- ing og reynsla getur stuðlað að fram- förum og betra lífi fólks í öðmm löndum." Hilmar Þ. Hilmarsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra og formað- ur nefndar sem skipuð var vegna framlags ísiands til uppbyggingar- starfsins í Bosníu, segir að í landinu séu enn um sex milljónir jarð- sprengna og talið sé að um 7.000 manns hafi misst fót fyrir neðan hné. Er ísland hafi farið að leita leiða, ásamt Alþjóðabankanum og bosnískum heilbrigðisyfirvöldum, til að endurhæfa fólk sem hafí orðið illa úti í stríðinu, hafí komið í ljós að brýn þörf var á stoðtækjum. „Við leituðum eftir því, sem til væri hér á landi og síðan kom beiðni frá Alþjóðabankanum um að okkar Happdrætti Slysavarnafélags íslands Dregið hefur verið í fjórða útdrætti happdrættisins. Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtaldir aðilar hlutu vinning: 1. Ferð fyrir tvo i tvær vikur til Mallorka eða Benidorm nafn: Ragnheiður Klara Jónsdóttir miði nr: 100904 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, nafn: Guðbjörg Sveinsdóttir miði nr: 032756 3. Ferð fyrir tvo til Dublin, Lausasölumiði nr: 143070 Biöraunarskip í alla landshluta Morgunblaðið/ STOÐTÆKJAFRÆÐINGUR hjá Össuri tekur mót fyrir nýrri Icex-hulsu handa ungum pilti í Bosníu. Sexhundruð Bosníumenn munu nú fá stoðtæki af þessu tagi. framlag yrði fólgið í aðstoð frá Öss- uri, en stoðtæki þeirra byggjast á tækni, sem ekki er til annars staðar í heiminum," segir Hilmar. Aðstoð veitt í þremur borgum Hann segir að þar sé annars veg- ar um að ræða Iceross silíkon-huls- una og hins vegar Icex trefjahulsu. „Fólk, sem hefur misst fótinn, hefur oft ekki fengið fullnægjandi skurð- aðgerð. Silíkonhulsurnar eru því mjög heppilegar fyrir það. Með hefð- bundnum stoðtækjum myndast nún- ingur og oft blæðir úr stúfnum,“ segir Hilmar. Samið hefur verið um að aðstoðin verði veitt til þriggja borga í Bosníu, Sarajevo, Tuzla og Zenica. Þjálfaðir verða tveir heimamenn á hveijum 5 stað til að sjá um stoðtækjaþjón- ustuna og kenna fólki að nota stoð- tækin. „Talið er að áfram verði mik- il þörf fyrir þessa þjónustu í framtíð- inni og Össur er reyndar farinn að vinna sem ráðgjafi Alþjóðabankans á sviði stoðtækja almennt, ekki að- eins hvað varðar þetta verkefni," segir Hilmar. Hilmar segir að lögð verði áherzla á að aðstoða ungt fólk, á aldrinum 18-35 ára. Verkefnið sé hluti af | uppbyggingarstarfi, sem eigi að stuðla að hagvexti, og því hafí þótt rétt að reyna að hjálpa fólki á bezta | vinnualdri til að koma undir sig fót- unum á nýjan leik. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.