Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR LIFSINS YFIR DAUÐANUM TRÚIN á alraætti mannsins var rauði þráðurinn í þeim lífsviðhorfum, sem settu svip sinn á framan- verða 20. öldina. Fram voru sett kenningakerfi um brúnt og rautt alræði, einhvers konar þúsund ára for- sjárhyggjuríki, sem leysa átti allan mannanna vanda. Ferli þessara kenningakerfa - heimsstyrjöldin síðari og stanzlítil vígaferli víða um heim fram á okkar daga - segir allt sem segja þarf um „fullkomleika“ þeirra. Síaukin menntun og þekking hafa fært ytri aðstæð- ur einstaklinga og þjóða umtalsvert til betri vegar á 20. öldinni. Spurning er hins vegar, hvort innri þroski okkar hafi fylgt ytri framförum nægilega eftir. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, komst svo að orði þegar Friðrikskapella var vígð fyrir nokkr- um árum: „Nútímamaðurinn hefur öðlast mikla þekkingu á þeim heimi, sem við lifum í. En vísindin veita ekki svar við öllum spurningum og hafa aldrei ætlað sér það. En mikilvægasta gáta nútímans er, hvernig hann sé, maðurinn, sem hefur lagt lönd og höf jarðarinnar undir sig og er að ná valdi á himingeimnum. Hann er hámenntaður, ríkur og voldugur. En er hann sjálfum sér nógur? Hefur hann vald yfir sjálfum sér? Er hann sáttur við sjálfan sig? Er honum ljóst, að kærleikurinn er ofar öllum skilningi?" Spurninga af þessu tagi má gjarnan spyrja á trúar- hátíð sem páskum. Páskarnir og aðdragandi þeirra hafa mikinn boðskap að flytja okkur í þessum efnum; bæði um sorgina og gleðina, sem varða veg okkar frá vöggu til grafar. I fyrsta lagi er frásögn biblíunnar af píslargöngu Krists dæmigerð um mannlegan breysk- leika í nær öllum myndum hans. Mannlegt eðli hefur lítið breytzt á tvö þúsund árum, þótt hinar ytri aðstæð- ur séu aðrar nú en þá. í annan stað, og sá er mergur- inn málsins, eru páskarnir, upprisuhátíðin, sigurhátíð lífsins yfir dauðanum. Við getum enn og ætíð leitað halds og trausts í upprisunni; þeirri vissu að Jesús lét lífið á krossinum fyrir okkur öll. Sigurbjörn Einarsson biskup segir í umfjöllun um páska í bók sinni Haustdreifum: „Þannig er tilveran öll gegnlýst af þeim leyndar- dómi, sem Jesús Kristur býr yfir, maðurinn eini, sem var Guð á jörð. Og saga hans var úrslitaskref í sigur- göngu þess Guðs, sem ætlar sér að afmá dauðann að eilífu. Páskarnir hans eru eilífgild yfirlýsing, óhaggan- legt sigurorð hans: Ég lifi. Og nú er það sælt að hugsa til þess að mega áfram eiga vitund, líf og tilveru um endalausar aldir, sem þó verða aldrei annað en ein eilíf andrá fullkominnar, ólýsanlegrar lífsnautnar í ríki þeirrar elsku, sem braust gegnum allar víglínur hins illa á páskum. Þá var það stríð unnið, sem markar endanlegan sigur í styrjöldinni, þó að enn sé barist og myrkrið á flótta sínum máttugt og ægilegt. Það er dæmt. Og þá vil ég ekki láta myrkrið eiga mig, dauðans dæmda myrkur. Ég vil játast lífinu. Það er trú, kristin trú, páskatrú að taka sigur Guðs gildan og láta sigrast af honum, sem hefur lykla dauðans og heljar og lifir um aldir alda.“ Almættið er Drottins, ekki mannsins. Og maðurinn, einstaklingurinn, verður því aðeins sjálfum sér nógur, sáttur við sjálfan sig, að hann sé sáttur við Guð. „Og sá einn er sáttur við Guð,“ eins og Gylfi Þ. Gíslason komst að orði við vígslu Friðrikskapellu, „sem í af- stöðu sinni til hans efast aldrei, spyr einskis, af því að hann nýtur náðar hans, þeirrar náðar, sem líf og dauði frelsarans færði mönnunum.“ Páskarnir eiga það erindi við okkur, svo enn sé vitn- að til orða Sigurbjörns biskups Einarssonar, að „við játumst lífinu“ og „tökum sigur Guðs gildan og látum sigrast af honum, sem hefur lykla dauðans og heljar og lifir um aldir alda“. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönn- um öllum gleðilegrar og slysalausrar páskahátíðar. HRAUNIÐ skreið með háum kanti í norðvestur o Apalhraunkantur norðvestur af Rauðöldum í apríl Ing. Isólfsson. HEKLUGOSIÐ 1947 séð úr lofti fyrsta morgun- inn. Hæð gosmakkarins náði þá 10 þúsund metr- um. Ljósmynd Sigurður Þórarinsson. HEKLA VAK 1947 Aí ALDARSVE í morgunsárið 29. mars 1947 tók Hekla að gjósa. Voru þá liðin 102 ár frá síðasta gosi þessa víðfræga eldfjalls 1846. Það þótti tíðindum sæta. Það er eins og Hekla væri að hleypa af startskoti, því áratugina síðan hefur verið áberandi mikil eld- virkni á íslandi. Hekla sjálf gosið fjór- um sinnum. Gosið stóð í 13 mánuði. Á hálfrar aldar afmæli Heklugossins 1947 rifjar Elín Pálmadóttir upp nokkur atriði úr gossögu þess. KORT er sýnir í þætti hvers Heklii falli við heildarrú Sigurðar HEKLUGOS stóð með 5 dálka heimsstyijaldarletri á fors- íðu aukablaðs Morgublaðs- ins sama morgun. Þar seg- ir: „Hekla byijuð að gjósa. Skömmu fyrir sjö í morgun varð fólk í Austur- sveitum vart við snarpan jarðskjálfta- kipp og skömmu síðar gaus upp gos- mökkur frá Heklu eða Hekluhrauni. Hálfri klukkustund síðar var Hekla öll umlukt gosmekki frá rótum og bar mökkinn við himin. Við og við sjást gosglampar gegn um þykkan reykjar- strókinn, en á bæjum, sem nálægt eru Heklu, heyrast drunur miklar og hurð- ir og gluggar hristast í húsum. Af við- tölum við fólk í Austursveitum í morg- un mun Heklugosið hafa byijað kl. 6.40.“ Síðan er haft eftir Pálma Hann- essyni rektor að leiðangur náttúru- fræðinga muni leggja af stað í flugvél strax og unnt er til að athuga gosið og síðan gerður út leiðangur. Þegar þessi skrifari og aðrir sjöttu- bekkingar komu fyrir kl. 8 í MR þenn- an morgun, voru rektorinn Pálmi og ungi náttúrufræðikennarinn Sigurður Þórarinsson roknir burt ásamt fleirum. Pálmi hafði þó haft hugsun á og gefíð sér tíma til að skilja eftir skilaboð til sjöttu bekkinga, að þeir skyldu líka láta námið lönd og leið, leigja sér rútu- bíl og aka í Þjórsárdalinn til að sjá gos í Heklu. Hefur eflaust eins og fleiri talið alls óvíst að þessi ungmenni ættu eftir að eiga kost á að sjá mörg önnur eldgos um ævina. Hafði orðið lengsta goshlé Heklu eftir 1104 sem þá var um vitað og voru sumir komnir á þá skoðun, þótt enn væri sem fyrr og síð- ar ylur í hátindi hennar, að sú gamla væri dauð úr öllum æðum. Þegar við menntskælingar höfðum farið í ferða- fötin og ókum austur streymdu bflarn- ir í Þjórsárdalinn. Þaðan blasti fjallið og gosið við. Vart verður upphafi goss- ins lýst betur en með orðum Sigurðar Þórarinssonar í Heklueldum: „Sú sjón er þar blasti við var ógn- þrungnari og tilkomumeiri en orð fá lýst. Suðvesturhluti Heklu var hulinn öskumökkum og mistri niður að fjalls- rótum, en á norðausturhluta fjalls- hryggsins ruddust upp dökkgrábrúnir gosmekkir, ferlega miklir um sig og svo þéttsetnir, að þeir mynduðu sam- felldan vegg. Hnyíduðust þeir um 10 km í loft upp og voru hnyklamir líkast- ir risavöxnum blómkálshausum. Þeir urðu Ijósgrárri, er ofar dró, og efst voru gosmekkirnir nær hvítir að sjá mót heiðbláum himni. Af og til sást í eldglóðir í gossprungunni og stöku sinnum fló elding gegn um gosmekk- ina.“ Ofsinn í gosinu var mestur fyrstu klukkutímana og náði mökkurinn 30 km hæð. í Morgunblaðinu daginn eftir er sagt að dunur og dynkir hafi þá heyrst um allt land, vestur á firði og norður til Grímseyjar. Vindur stóð af norðri og varð öskufall. Blaðið segir að um kvöldið hafi allar þakrennur í Vestmannaeyjum verið orðnar fullar af ösku og gjósku. Lá gosmökkurinn svo yfir eyjunum fyrri hluta dagsins að þar var hálfrökkur og rafmagnsljós kveikt. Var öskufall í Fljótshlíðinni, undir Eyjafjöllum og um ofanverða Rangárvelli. Fíngerðasta askan barst alla leið austur yfir landamæri Finn- lands, með 56 km hraða á klukku- stund. í hlíðum Heklu sást hraunflóðið greinilega úr flugvél og vatnsflaumur á undan hraunleðjunni í snjónum. Fyrsta þaulrannsakaða eldgosið Eldgos voru Sigurði Þórarinssyni alltaf hugleikin, einkum eftir Heklu- gosið 1947-48, en þetta gos var hið fyrsta sem þaulrannsakað var hér á landi. Þorvaldur Thoroddsen og Helgi Pjeturs áttu þess aldrei kost að fylgj- ast með eldgosum nema úr mikilli fjar- lægð. En um Heklugosið 1947-48 birt- ist heil ritröð hjá Vísindafélagi íslend- inga, þar sem m.a. skrifuðu auk Sig- urðar einkum Trausti Einarsson og Guðmundur Kjartansson. Og Sigurður hélt áfram rannsóknum á Heklu og skrifaði stórfróðlega bók Hekluelda, sem kom út á ensku og íslensku. Eftir Heklugosið 1947-48 tók Sigurður til við ösku- og gjóskurannsóknir af enn meiri krafti en áður og urðu öskulaga- rannsóknir hans frægar um heim allan sem kunnugt er. Fyrsta daginn fóru tveir leiðangrar jarðfræðinga til að kanna gosið og koma upp athugunarstöðvum við næstu bæi, Næfurholt og Galtalæk. Auk fyrrtaldra voru í hópunum Stein- þór Sigurðsson og Jóhannes Áskelsson. Fyrstu daga gossins voru margir gígar virkir á um 5 km langri sprungu en síðar urðu tveir aðalgígar virkir á hát- indi fjallsins, Axlargígur og Toppgíg- ur, sem þá fékk sitt nafn. Guðmundur Kjartansson lýsir í Náttúrufræðingn- um hraungosinu í Axlargíg þannig 10 dögum seinna, á annan dag páska: „Upp úr þessum gíg rann hraunið, ekki ósvipað því er stór jökulsá sprett- ur upp undan skriðjökli. Þegar í upp- tökunum huldist glóandi bergkvikan úr iðrum Heklu meir en að hálfu af svörtu steinskrofi, sem skreið ofan á líkt og krap á vatni, en á milli var skær, rauð glóð. Þetta rann fram í jöfnum og þungum straumi, án öldu og iðu, en miklu hægar en vatn myndi renna í sama halla. Fyrir miðjum gafli gígbássins (austurveggnum) skagaði lítið urðames fram í uppsprettuna, og í mynni gígsins þrengdist hraunrásin. Uppsprettan var því sem hjarta að lögun. Engar skarir voru að kvikunni, eldhjartað fyllti gígbotninn veggja á milli. - Upp úr sjálfum gígnum og einnig sprungunum í börmum hans lagði mikla hvíta gufu. Sú, sem kom upp af kvikunni sjálfri, var bláhvít líkt og tóbaksreykur og fylgdi henni svo megn stækja af brunnum brennisteini (S02), að okkur sveið í vitin og þoldum ekki við nema stutta stund í einu, þeg- ar vindurinn sló kafinu yfir okkur, en hörfuðum undan hóstandi með tárvotar kinnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.