Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ + Tunglskins- ' eyjan í Landi morgunroðans Ný íslensk kammerópera, Tunglskinseyjan, eftir Atla Heimi Sveinsson, var frumsýnd í Peking í Kína í síðustu viku. Er þetta í fýrsta sinn sem vestrænt framúrstefnuverk er sýnt í Kínverska alþýðulýðveldinu. Súsanna Svavarsdóttir fylgdi hópnum til Peking og segir frá dvöl hans í Peking og sýningunni í Poly Plaza leikhúsinu. KÍNVERSK leikfimi klukkan sjö að morgni. SAGAN segir frá ungum elsk- endum af konungaættum, Kalman og Auði, sem eiga sér rætur í írlandi og á eyjunum norður af Skotlandi. ísland hefur ekki verið numið, en sögur herma að lengst í norðri sé eyja, þar sem sólin aldrei sest. Valdabarátta og stytjaldir kon- unga og prinsa, verða til þess að elsk- endumir skiljast að og hvort um sig heldur að hitt sé dáið. Kalman flýr norður og nær landi á þessari eyju, þar sem sólin aldrei sest og engar sorgir lifa. Mörgum árum síðar legg- ur Auður á hafið, ásamt þjónustu- stúlku sinni, Unni, til að leita þetta sama land uppi. Þær ná landi við Breiðafjörð; landi sem er ósnert af A mönnum og náttúran er í tæru jafn- vægi, með gróður sinn, fugl og fisk, sel í fjöru og hval við sjóndeild- arhringinn. Það er á þessum stað sem Auður finnur orð letruð í hellisvegg, sem minna hana á söng sem Kalman var vanur að syngja henni. Og seinna heyrir hún sönginn óma frá ijarlægri eyju á sumarblíðri nóttu. Hún þekkir röddina og elskendumir ná saman. Óvenjulegur endir á óperu Og það má segja að Tunglskins- eyjan, eftir Atla Heimi Sveinsson, sé óvenjuleg ópera. Skrifuð fyrir þrjá söngvara og sögumann sem þjónar hlutverki kórs. Hann tengir atburðarásina og útskýrir aðstæður. Tilfínningar elskendanna liggja í tóniistinni, sem felur ekki bara í sér ást og harm, gleði og söknuð, heldur líka þögnina sem fyllir heiminn þeg- ar ástin hverfur, reiðina og örvænt- inguna yfir tómleikanum, bænina um að fá aftur að líta ástina sína augum, trúna á að æðri máttur geti sameinað það sem er hreint og fals- laust. En sú sameining getur ekki átt sér stað í heimi átaka, valdabar- áttu og styijalda, heldur þurfa ein- SÉÐ yfir hluta af salnum í Poly Plaza leikhúsinu. staklingarnir að leita út fyrir byggð ból, eða taka sér ferð á hendur til landsins handan við drauminn. Þetta er sá efniviður sem „The Moonlight Opera Company" ferðaðist með til Kína og fmmsýndi í Poly Plaza leikhúsinu í Peking síðastlíðið laugardagskvöld, í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Ferðin var í boði menn- ingarmálaráðuneytis kínverska Al- þýðulýðveldisins, einstakt boð sem er mikill heiður fyrir íslendinga. Kín- veijar flana ekki að hlutunum, taka ekki ákvarðanir nema að mjög vel athuguðu máli, en standa þá líka við sitt með miklum sóma, eins og hópur tuttugu Islendinga fékk að reyna í þessari vikulöngu ferð til Peking. I ferðinni voru þrír söngvarar, sögumaður, sex hljóðfæraleikarar, tónskáld, hljómsveitarstjóri, leik- stjóri, sýningarstjóri, ljóshönnuður, búningahönnuður, þjóðleikhússtjóri, tveir kvikmyndagerðarmenn, sem vinna heimildarmynd um ferðina og einn blaðamaður. Mörg okkar höfðu lengi átt sér þann draum að heimsækja þetta stóra land, sem á sér aldalanga menningarsögu, hugsun sem er okk- ur Vesturlandabúum framandi, þjóð- sögur og ævintýri með forlagatrú og öndum og einfaldri alþýðuspeki og hjátrú - rétt eins og við; sögum sem Kínveijar hafa ræktað og varð- veitt. Okkur langaði til að vita hvað það væri sem gerði þessari þjóð kleift að þola þær breytingar og bylting- ar, sem gengið hafa yfir á þessari öld. Nógu finnst okkur stórfenglegt að hafa flutt úr torfkofum, í timbur- hús og síðan í steinhús. Eitt það fyrsta sem maður áttar sig á í Kína, er að þar er ekki hugs- að í árum, heldur árhundruðum. Það liggur ekkert á neinu, en samt ger- ist allt með ógnarhraða hvað varðar framkvæmdir. Fyrir ferðalanga sem þangað koma í stuttan tíma, er tíminn dýrmætur og það getur verið freistandi að stinga sér í óþolinmæð- isskóna og hlaupa af stað. En þá sér maður ekki neitt. Það er óhætt að segja að Kína og Kínveijar hafi hrifið þann hóp sem ferðaðist með vestræna framúr- stefnuóperu til Peking og frumsýndi í þeirra boði. „Það var margt sem kom á óvart,“ segir Kristín Jóhann- esdóttir, leikstjóri sýningarinnar, „sérstaklega þessi áhugi á íslandi og virðingin fyrir hinu smáa og ein- staka. Ég held að maður hafi áttað sig á mörgu í viðhorfi og tilfmninga- lífi þessa fólks og hvemig þjóðin hefur getað tekið öllum þessum breytingum, sem eru reyndar mjög hættulegar núna - fyrir utan allar pólitískar og menningarlegar bylting- ar sem þjóðin hefur gengið í gegnum. Virðingin fyrir hinu smáa og ein- stæða kemur ekki síst fram í morgun- leikfimi þeirra, þegar þúsundir manna streyma út í garða borgarinn- ar; ganga aftur á bak og hrópa eftir vissum aðferðum, á mjög fágaðan hátt. Koma með fuglinn sinn, hengja búrið í tijákrónu og sameinast náttúr- unni; losa sig við þyngsli og sorgir, draga hið lífvænlega inn í öll líffæri og útlimi. Það var mér mjög sönn helgistund að vera með þessu fólki í heila klukkustund í garðinum. Okkur íslendingunum var tekið sem jafn- ingjum, félögum og vinum. Við skild- um að í þessar æfingar sækja Kín- veijar það jafnvægi sem er þeim eins og handleiðsla í gegnum erfiðleika og breytingar og mótar eflaust við- horf þeirra til margra hluta. Við skild- um þetta æðruleysi og fumleysi sem einkennir daglega háttu þeirra. Hins vegar skók það mig svolítið að þrátt fyrir þetta fumleysi og æðruleysi hugans, var Svo mikil depurð og sorg í þeim tugþúsundum af augum sem mættu manni á götu - því þarna mætir maður ekki tugum, heldur tugþúsundum. Mig langaði til að svipta burtu þessari depurð og brosti framan í alla sem ég mætti - og allir brostu umsvifalaust á móti. Það var eins og hulu væri svipt frá. Ég held að þessi sveigjanleiki hugans sé það sem eigi eftir að verða Kínveijum til gæfu.“ Aður en lagt var í ferðina, spurðum við ugglaust flest hvemig Kínveijar þyldu að láta stjómvöld ákveða að hver hjón mættu aðeins eignast eitt bam; hvernig þeir þyldu að láta segja sér fyrir verkum um það hvar og hvernig þeir skuli lifa. En þegar maður spyr Kínveija þessara spum- inga, verða þeir undrandi. Hver og einn þeirra finnur til ábyrgðar og hugsar í heildarmynd. Hver og einn þeirra virðist meðvitaður um að hann sé mikilvægur hlekkur í þeim breyt- ingum sem standa til á næstu ámm. Kínveijar hafa Rússa og aðrar aust- antjaldsþjóðir sem víti til varnaðar. Rússar vom að flýta sér en Kínveijar hugsa í öldum; byija á að byggja upp efnahagskerfið og láta fólkinu líða betur - en ætla sér ekki að missa stjóm á uppbyggingingunni. Hvert skref er ákveðið fyrirfram og enginn stígur báðum fótum fram í einu. Aætlanir byggja á þeim fólksfjölda sem er í landinu í dag og raunhæfum áætlunum um fólksfjölgun, miðað við eitt barn á hver hjón. Ef þeir gefa barneignir fijálsar, verða Kínveijar 1,7 milljarðar á örskotsstundu og þá standast áætlanir ekki og allt fer úr böndunum. Efnahagsuppbygging þeirra kollvarpast. Vegna fólksfjöldans verða allar reglur að vera mjög skýrar, sem og starfs- og valdsvið einstaklinganna. Það kann að líta einkennilega út fyrir íslendinga, sem eiga því að venjast að geta kjaftað sig út úr hlutunum, eða hringt í einhvern sem þeir þekkja - og við getum fjasað um regluveldi og ógnarstjórn. En það er ekki ógnvekjandi að heim- sækja Kína, heldur þvert á móti. í Peking, sem telur að minnsta kosti 12 milljónir íbúa, eru glæpir nánast óþekktir. Þar er hægt að ganga um götur næturlangt, án þess að eiga á hættu að á mann verði ráðist og maður finnur fyrir öryggistilfinn- ingu framar öllu öðru. Og Kínveijar eru höfðingjar heim að sækja; hæverskir og kurteisir, þolinmóðir og ljúfir. Maturinn lost- æti og var haft á orði í þessum tutt- ugu manna hópi að líklega þyrfti að flytja okkur heim í fraktflugi, eftir þær veislur sem hópurinn naut. Hún er margshmgin sú hverfula list Er þá enginn eilífur kjami í listsköpun sviðs- ins? spyr Sveinn Einarsson í ávarpi á degi leiklistarinnar, sem er í dag, 27. mars 1997. AÞESSU ári fagnar Leikfélag Reykjavíkur eitt hundrað ára afmæli sínu og má því með nokkrum rétti segja að eiginlegt leikhús á íslandi eigi aldarafmæli, leikhús með listrænan metnað og j með listrænan árangur. En hvernig getum við greint þetta listræna? Um fátt hefur verið meira ritað meðan ritöld hefur staðið og um fátt hafa menn átt erfiðara að koma sér saman. Ekki á það nú hvað síst við um leiklistina, list and- artaksins sem fæðist og deyr á sinni ögurstund. Þó að Hamlet sé sígilt verk, hver er kominn til að segja að túlkun á hugarvíli Danaprinsins, sem áhorfendum fyrir hundrað árum p. þótti listræn og góð, hafi sömu áhrif í dag? Á okkar dögum höfum við séð dæmi um leiksýningar, sem hald- ist hafa á fjölunum í nokkra áratugi — í upphafi voru þær innblástur áhorfendum og leiklistarmönnum — í dag úreltar, rykfelldar og lífvana. Er þá enginn eilífur kjarni í list- sköpun sviðsins?_ Setjum okkur fyrir + sjónir mælivog. í annarri vogarskál- inni er hin ómælda blinda uppruna- lega leikþörf, í leik barna, í skemmtiþörf og dansi eftir hljóð- falli eða söng, í ákalli til máttar- valda um fijósamar tíðir eða sigur gegn óvinum eða lækningu af fári og drepi. Ekkert samfélag er svo frumstætt, eins og kallað er, að ekki rekumst við á leik í einhverri mynd, og stundum verður leikurinn hin ytri mynd trúar eða löngunar að ná sambandi við hin óræðu öfl, við guðdóminn. í leiknum felst að taka á sig hlutverk annars, fara úr sjálfum sér og skynja tilveruna frá annars sjónarhóli, því taka menn á sig gervi galdralæknisins eða rjóða sig blóði fórnardýrsins til að nálg- ast guðdóminn. Við endurtekningu kemur þörfin fyrir einhvers konar skikkan. Nú er komið að hinni vogarskálinni. Það er hægt að leggja þungt lóð á vog- ina án þess að árangurinn fari eftir því, menn geta flogið í loftið og týnt því upprunalega; ef pundið er of létt er hins vegar hættan á að ekkert lifni né lyftist. Það pund er rétt, sem felur í sér fótfasta djörfung, skáldlega lyft- ingu, röklega hugsun, slípaðan smekk og opna en melta reynslu. Þá er von til að finna það jafnvægi, sem er takmarkið með svona mæli- tækjum. En menn þurfa oft að þreifa sig áfram, því að listin er að minnsta kosti vinna og aftur vinna. Og þegar best tekst til leggja áhorfendur síð- asta grammið á vogarskálina, þegar listaverkið fæðist. Er þetta þá svona einfalt? Varla. En ef eðli listarinnar er erfitt að fanga, er þá tilgangur hennar aug- ljósari? Sú spurning snýr ekki síður að þjóðfélaginu. Hugsið ykkur einn dag eða jafnvel eitt ár(I), þar sem enginn söngur heyrðist, engin nóta væri leikin í fjöimiðlum, allar mynd- ir væru teknar af veggjum og torg- um og allar fagurbókmenntir inn- siglaðar — ég fer ekki fram á að hylja allar helstu byggingar — en menn hafa nú verið að pakka þeim inn úti í löndum til að minna á, hversu afrakstur listsköpunar er samgróinn öllu daglegu lífi okkar. Og öllum leikhúsum yrði auðvitað lokað, engar sýningar á boðstólum, sýningar sem iðulega eru á einu ári sóttar af fleirum en íbúatala landsins nemur. Við fjárlagagerð hafa lista- menn að minnsta kosti oft á tilfinn- ingu að framlög til skapandi menn- ingar séu afgangsstærð, sem fyrst beri að skera niður, þegar illa árar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.